Vísir - 13.08.1970, Blaðsíða 5

Vísir - 13.08.1970, Blaðsíða 5
| Hér sjáum viö nokkrar þýzkar stúlkur, sem alve g eru orðnar forfallnar í fótbolta og tóku þátt í heimsmeistarakeppninni á Ítalíu nýlega. Þýzkir hafa enn ekki viðurkennt kvennaknattspyrnu — ; og hafa því ekki landslið — en stúlkurnar komu fram sem borgarlið Bad Neuenahr/Ahrweiler og töpuðu fyrsr vel þjálfuðum stúlkum frá Englandi og Svíþjóð á Ítalíu. En leikur þeirra og stúlk- 'umar sjálfar vöktu mikla athygli — einkum þó hin ljóshærða Helga, sem er til vinstri á mynd- inni. Og stúlkunum hefur verið boðið að taka þá tt í Evrópumeistaramótinu, sem háð verður í Tor- inó, og fyrir þann tíma verður komið á fót landsliði. Á æfingum að undanförnu hefur hin 15 ára Martina Arzdorf (þriðja frá hægri) skorað 37 mörk í 8 leikjum — og þar af nokkur af 35 m færi! H'órkukeppni á Islandsmótinu i golfi: Príggja högga munur á fyrsta og sjöunda manni KEPPNI í meistaraflokki á landsmótinu í golfi hófst í gær og greihilegt er, að mikil barátta verður um ís- landsmeistaratitilinn. 29 keppendur eru í flokknum Breiðablik höfur leikið átta leiki ’í deildinni — af fjórtán — og að- eins tapað einu stigi, og það er svo merkilegt, að það var gegn neðsta liðinu í deMdinni, Völsungum frá Hilsavík, og það á heimaveili ,Breiðabliksmanna í Kópavogi. Breiðablik hetfur þvi 15 stig og og eftir fyrstu 18 holurn- ar var aðeins þriggja högga munur á fyrsta og sjöunda manni. í fyrsta sæti var Einar Guðna- son, GR, meö 80 högg, þá Þórarinn Annað kvöld verður einnig leik- ið á Melavellinum í 2. deild — og mæta þar Ármenningar liði Selfoss. Sá leikur hefst einnig kl. 7. Á laugardag leika Völsungar og FH fyrir norðan, og á sunnudag leika ísfirðingar i Hafnanfirði gegn Haukum. B. Jónsson GA, með 82 högg, en síðan kcwnu fimm menn með 83 högg, íslandsmeistarinn Þorbjörn Kjærbo, GS, Jóhann Benediktsson, GS, Gunnlaugur Ragnarsson, GR, Óttar Yngvason, GR, og Haligrím- ur Júlíusson, GV. Keppnin heldur áfram í dag og verða þá leiknar 18 holur. í 1. flokki voru keppendur 31 og eftir fyrstu 18 holurnar voru Sæv- ar Sörensson, GS, og Brynjar Vil- mundarson, GS, beztir með 85 högg og í þriðja saeti Helgi Hólm, einnig GS með 86 högg. I 2. Plokki var JúMus Fossberg, GA, í fyrsta sæti með 88 högg, þá Ólatfur Marteinsson, GK, með 89 högg og þriðji Haukur Magnússon, GS, með 90 högg. Á þriðjudag var leikið tii úrslita í öldungaflokki, og þar varð sigur- vegari Jöhann Eyjólfsson, GR, með 86 högg — og í öðru sæti var einnig gamalkunnur knattspyrnu- kappi Ingólfur Isebarn, GR, með 87 högg. í 3.-4. sæti voru Óli B. Jónsson, þjálfari KR f knattspyrnu og fyrrum landsliðsmaöur i þeirri íþrótt, og Bogi Þorsteinsson, fyrr- um formaður Körfuknattleikssam- bandsins. í mótinu taka þátt keppendur frá sjö golfklúbbum í Hafnarfirði, Keflavik, Vestmannaeyjum, Akra- nesi, Akureyri og Reykjavík. Á þingj Golfsambandsins á mánudag var Páll Ásgeir Tryggvason kjör- inn formaður í stað Sveins Snorra- sonar, sem baðst undan endurkosn- ingu eftir átta ára formennsku. og með honum í stjórn Kristján Ein- arsson GS, Ólafur Ágúst Ólafs- son, GR, Jöhann Níelsson, GK, og Jóhann Eyjólfsson, GR. Stóríeikur í 2. deild á morgun í 2. deiid hefur helmingur leikjanna verið leikinn og annað kvöld fer fram mjög þýðirigarmikill leikur í Kópavogi milli Breiðabliks og ísafjarðar — þeirra liða í deildinni, sem fæstum stigum hafa tapað í keppn- • inni. Leikurinn hefst kl. sjö. hefur nú annan fótinn á þröskuldi 1. deildar, þótt hins vegar sé allt of snemmt að segja liðið komið i 1. deild — eins og gert hefur verið — þegar öll liðin í deildinni, meira að segja það neðsta, geta náð þeim | stigafjölda, sem Breiðablik hefur i eða komizt upp fyrir hann. i ísfirðingar eru einnig taplausir i í deildinni en hafa aðeins leikið j 5 leiki, og möguleikar þeirra í deild- inni eru mjög undir því komnir hvernig þeir standa sig gegn Breiða bliki og þá einkum annað kvöld. Sigri ísfirðingar í þeim leik er deildin enn mjög opin. Leikið gegn beztu mótherjunum á Valsdeginum Knattspyrnufélagið Valur heldur sinn árlega Valsdag sunnudaginn 16. ágúst kl. 14.00 á svæði félagsins að Hlíðarenda við Laufásveg. Nú eins og undanfarin ár er megin uppistaðan í Vals deginum kappleikir í knattspyrnu og handknatt Ieik, þar sem Valur býður til keppni hinum ýmsu fé- lögum úr Reykjavík og er venjan sú, að fá sem sterk- asta mótherja í hverjum flokki til keppni. Jafnframt sýna þjálfarar í yngri flokkunum í knattspyrnu hvemig þeir haga æfingum sínum. Hin nýstofnaða badmintondeild Vals mun sýna í íþróttahúsinu badminton og leiknir verða á veg- um deiidarinnar fjórir leikir. Kappieikirnir í knattspyrnu og handknattleik svo og æfingatímar fara fram samtímis á hinum ýmsu völlum á svæðj félagsins. Aðgang- ur að svæði félagsins er að sjálf- sögðu ókeypis og eru foreldrar hinna ungu þátttakenda bæði úr Val og hinum ýmsu félögum sór- staklega hvattir til þess að koma °g fylgjast með kappleikjum bama sinna. Ungir og gamlir Valsmenn, sem ekki eru beinir þátttakendur i leikjum þessa Valsdags eru og hvattir til þess að koma að Hlíö- arenda. Valsstúlkur og piltar úr 3. flokki í knattspymu munu selja veitingar í Félagsheimilinu og á svæði fé- lagsins. Eins og undanfarin ár verður út- býtt á Valsdeginum leikskrá, sem Frímann Helgason hefur búiö til prentunar, og er þar bæði aö finna fróðlegar upplýsingar úr sögu fé- lagsins svo og dagskrá Vaisdags- ings 1970. KI. 14. Ávarp formanns Vals Þóröar Þorkelssonar. KNATTSPYRNULEIKIR: Kl. 14.05 Grasvöllur 2. flokkur Valur—K.R. KI. 14.05 Malarvöllur 4. fl. Valur — Víkingur. Kl. 15.15 Malarvöllur 3. fl. Valur —Fylkir. KI. 15.15 Grasvöllur 5. flokkur Valur—Þróttur. KNATTSPYRNUÆFINGAR Á HORNVELLI: Kl. 14.05 5. flokkur. KL 14.40 3. flokkur. Kl. 15.15 4. flokkur. HANDKNATTLEIKUR: (Við íþróttahúsið): Kl. 14.05 2. flokkur kvenna Val- ur—Fram. KI. 14.30 3. fl. kvenna Valur— K.R. Kl. 15.00 Meistaraflokkur karla Valur-Í.R. BADMINTON í ÍÞRÓTTAHÚSINU: Kl. 15.00 Leiknir verða 4 leikir. Til þess að áhorfendur haf; sem bezt gagn af því sem fram fer á hinum ýmsu völlum samtímis, verður hátalarakerfi i gangi og mun Bergur Guðnason kynna hina ýmsu flokka og árangur þeirra. Staðan i deildunum Staðan í deildunum er nú þannig: I. deild: Akranes 8 5 2 1 16:8 12 Keflavík 8 5 1 2 13:8 11 Fram 8 5 0 3 13:10 10 K.R. 8 3 3 2 11:9 9 Í.B.V. 7 3 0 4 8:14 6 Í.B.A, 6 2 1 3 13:11 5 Vfkingur 8 2 0 6 8:16 4 Valur 7 1 1 5 5:11 3 2. deild: Breiðablik 8 7 1 0 24:4 15 Selfoss 8 3 3 2 15:14 9 Þróttur 8 3 2 3 21:13 8 ísafjörður 5 2 3 0 8:4 7 Ármann 6 3 1 2 12:12 7 Haukar 9 3 1 5 11:16 7 F.H. 7 2 0 5 7:21 4 Völsungar 7 0 1 6 7:22 1 v I. DEILD LAU GARD ALS V ÖLLUR I kvöld, fimmtudag 13. ágúst kl. 19.30, leika KR - Valur MÖTANEFND _________________________________í

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.