Vísir - 21.08.1970, Blaðsíða 3

Vísir - 21.08.1970, Blaðsíða 3
\r f S l R . Föstudagur 21. ágúst I97Ö. | MORGUN UTLÖNDI MORGUN ÚTLÖND í MORGUN UTLÖND I MORGUN ÚTLÖND VORU MY LAIHRYÐJU'■ VERKIN FRAMINI VlMlfí — bandar'iskur aðm'iráll heldur fram að svo sé Vopnabirgðir Bandaríkjamanna í Víetnam? Fremur ósennilegt, en hryðjuverkin í My Lai hafa varla menn með réttu ráði framið. William Mack aðmíráll heldur því fram, að eiturlyfjaneyzla sé talsverð í bandaríska hernum. Aðmíráll í vamamálaráðu- neyti Bandaríkjanna sagði í gær, að mikil aukning hefði átt sér stað í eitur- lyfjaneyzlu bandarískra hermanna og að hann gæti vel ímyndað sér, að marih- juana hefði verið með í spil inu, þegar fjöldamorðin við My Lai voru framin. — William Mack, aðmíráll, sem hefur verið formaður sérstakrar nefndar, sem átti að rannsaka eiturlyf ja- neyzlu eða eiturlyfjamis- notkun meðal bandarískra hermanna, kom fram með þessa skoðun sína á fundi undirnefndar, sem fjallar um glæpi unglinga. William Mack, aðmíráll heldur því fram, að einstakar hersveitir bandarískar í Víetnam hefðu verið Sovétmenn setja skilyrði SOVÉTMENN hafa gert Banda-1 ríkjamönnum það ljóst f sam- bandi við friðarviðræður Araba og Israelsmanna, að það sé skil-: yrði fyrir þvl að viðræður geti | hafizt, að ísrael dragi sig frá j öllum herteknum svæðum — eða svo sögðu austur-evrópskir stjórnarerindrekar í London í gær. — Búast má við, að nú fari eitthvað að gerast í deilunni fyrir botni Miðjarðarhafsins, þar eð ísraelsstjóm heldur því stíft fram, að hún hafi raun- verulega ekki umboð til að semja af sér Iandsvæði, sem unn in hafi verið í sex daga stríð- inu, sem háð var fyrir þremur ámm. Hins vegar leggja Arabar á- herzlu á, að engin egypzk stjóm getj gengizt við friðarsáttmála sem gefi ísrael rétt til að inmlima skil- yrðislaust herteknu svæðin. Sovétrfkin hafa þvi sett fram tvö atriði, sem þau télja, að taka verði aigjört tililiti til við sáttavið- ræður: 96 flugfarþegar létust vegna skemmdarverka ráðstefna um öryggismál loftferða ® 96 flugfarþegar létust og 57 slösuðust vegna skemmdarverka frá I. jan. 1969 til 1. júlí 1970. Þess ar upplýsingar komu fram á alþjóð- legri ráðstefnu, sem fjallaði um öryggismál í flugi, og var haldin í Kyoto. • í skýrslunni, sem Iögð var fyr- ir lögfræðinganefnd á vegum Sam- einuðu þjóðanna, segir meðal ann- ars, að 7000 flugfarþegar og áhafn- armeðlimir hafi verið lagðir f lffs- hættu á þessu sama tímabili. Marg- ir þessara 7000 flugfarþega hafi fengiö taugaáfall eða skaðazt á ann an hátt varanlega andlega, og væri það afleiðing þess að vera áhorfandl að óhugnanlegum atburðum við flugrán. Af þeim 500 flugvélaræningjum, sem skráðir eru. hafa aðeins 72 fengið refsingu, segir í skýrslunni, sem argentínskur lögfræðingur lagði fram. Lögfræðingurinn lagði áherzlu á þá sannfæringu sína, að innleiða þyrfti dauöarefsingu við talsvert langt leiddar í eiturlyfja- neyzlu, en lagði samt áherzlu á, að eiturlyfjanotkunin hafði ekki ver ið neitt verulegt vandamál fyrir herinn í Víetnam, þegar á heilddna væri litiö. í skýrslunni um eiturlyfjaneyzlu herm'anna segir, að nefndin hafi alls ekki getað fundið neitt, sem benti til aö hemaðarlegur styrkur hersveita eða alls Bandaríkjahers væri í neinni hættu, eða hefði veikzt vegna eiturlyfjanotkunar. Umsjón: Gunnar Gunnarsson. 1. Algjört brottíhvarf ísraels- manna frá þeim svæðum sem her- tekin hafa verið eftir 1967 (þ.e. sömu landamæri og 1967). 2. Þau landamæri eiga stórveldin og Samemuðu þjóöimar að vemda annaðhvoit f samvinnu eða hvert veldi fyrir siig. Arabarikin verða að lýsa yfir viðurkenningu sinnd á þessum landamærum. Sovétmenn em sagðir þeirrar skoðunar að friðarviðræður verði mjög langvarandi og muni því Hða langur tíhli þar til einhver árangur næst af sáttastarfi. þjófnaði á flugvél með farþegum, oig héit lögfræðingurlnn, að menn myndu þá verða ragari viö að ræna flugvél til að koma áhugamálum sínum á framfæri, ef þeir vissu að þeir ættu þá dauðann vísan. Síðasta flugvélarrán f heiminum var þegar bandarískri DC-9 þotu með 82 farþegum var rænt á leið- inni frá Savannah til Atlanta í Ge- orgíu. Bandaríkin hafa enn ekki fengið þá flugvél, en farþegunum var strax leyft að fara aftur frá Kúbu, en þangað lét ræninginn fljúga þotunni. Ulbricht. Jákvæður leiðtoga- fundur í Moskvu — allir samþykkir griðasáttmálanum LEIÐTOGAR Varsjárbandalags- ríkjanna sjö létu f gær í ljósi mikla ánægju yfir griðasáttmála Soétríkjanna og Vestur-Þýzka- lands og lögðu áherzlu á að samningurinn væri stórt skref til lausnar Berlínarmálunum og trygging fyrir friði og friðsam- legum samskiptum. landa. Segir í ályktun, sem samþykkt var á fundi leiðtoga allra sjö Varsjárbandalagsríkjanna, að griðasáttmálinn sé í samræmi við vilja -illra manna og sé vissulega mikið framfaraspor í átt til eðlilegra samskipta ríkja og muni styrkja mjög friösam- lega sambúð Evrópulandanna. Þá segir í ályktun, sem gefin var út að loknum fundi æðstu manna Varsjárbandalagsríkj- anna, að þeir væru fylgjandi öryggismálaráðstefnu allra Evr- ópuríkja, og jafnframt fylgjandi æ meiri tilslökunum f varnar- málum — opnari landamæti og fjörugri verzlunarviðskipti. Tító. Husak Gomulka. Bresnev Skyndilega hlýr andblær af austri: LeiStogar allra Austur- Evrópuríkjanna taka einum rómi undir ágæti griðasáttmál- ans — en skyldu þeir allir vera heilshugar?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.