Vísir - 21.08.1970, Blaðsíða 8

Vísir - 21.08.1970, Blaðsíða 8
? V1SIR . Föstudagur 21. ágúst 1970. VISIR Útgefanli • Reykjaprent nf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjómarfulltrúi: Vaidimar H. Jóhannesson Auglýsingar: Bröttugötu 3b Símar 15610 11660 Afgreiösla • Bröttugötu 3b Simi 11660 Ritstjór.i: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 linur) Áskriftargjald kr 165.00 á mánuói innanlands 1 lausasölu kr. 10.00 eintakið PrentsmiSja Visis — Edda hf.___________■ Hræddir menn Erfitt virðist að gera stjórnarandstöðunni til hæfis, ef svo má að orði kveða. Hún hefur s.l. áratug alltaf verið að heimta alþingiskosningar á öllum möguleg- um og ómögulegum tímum, stundum jafnvel rétt eftir að reglulegar kosningar hafa farið fram. Þjóðarat- kvæði hefur hún líka heimtað stundum. Þess vegna mætti ætlaj að hún gleddist nú yfir því, að komið skuli til umræðu að hafa kosningar í haust, í stað þess að bíða til næsta vors. En því virðist ekki þannig var- ið, a. m. k. hvað kommúnista snertir. Þjóðviljinn hef- ur allt á hornum sér og talar um „haustkosninga- brölt“ og þar fram eftir götunum. Hvað veldur? Er málefnaaðstaða kommúnista ef til vill ekki eins góð og þeir hafa viljað vera láta? Þeir hafa talað og skrifað af mikilli kokhreysti um að veita öllum öðrum flokkum „ráðningu" og á stund- um hefur vart verið hægt að skilja sum skrifin í Þjóð- viljanum á annan veg en þann, að kommúnistar ætl- uðu sér að hafa þessa ráðningu svo myndarlega, að þeir fengju hreinan meirihluta í næstu kosningum! Og jafnframt því sem blaðið er að illskast út af hugs- anlegum haustkosningum, er það að tala um hina „róttæku alþýðuhreyfingu“, sem brátt muni erfa landið. Það ætti að vera Þjóðviljanum fagnaðarefni, að sú hreyfing fengi sem allra fyrst tækifæri til að sýna „íslenzka afturhaldinu” í tvo heimana. Eitthvað er greinilega að. Ef til vill er samkomu- lagið í flokknum ekki upp á það bezta fremur en fyrri daginn, en ósennilegt er að bið til vors mundi bæta það að ráði. Vafalaust verður erfitt fyrir kommún- ista að koma saman framboðslistum, eins og allt er í pottinn búið hjá þeim. Það gekk a. m. k. ekki greið- lega hérna í Reykjavík í borgarstjórnarkosningum í vor. Þá vita og allir að Þjóðviljaklíkan er dauðhrædd við þá Hannibal og Björn, þótt reynt sé að breiða sem mest yfir þann ótta í hfpðinu. Þjóðviljinn rcyn.'r c.G aisaka hræðslu kommúnista við kosningar með því að spinna upp sögur og bolla- leggingar um fyrirhugaða „löggjafarárás á alþýð- una“ að kosningum loknum. Þetta er ekki nýtt her- bragð hjá kommúnistum. Þeir framreiða slíkan skáld- skap fyrir hverjar kosningar. Sjálfir hafa þeir fyrr og síðar gert alþýðunni, sem þeir nefna svo, mestan óleik með framferði sínu. Hvorki ritstjórar Þjóðvilj- ans né aðrir geta nokkuð um það fullyrt fyrirfram, hvernig kosningar fara, hvort sem þær yrðu í haust eða næsta vor. Það kemur fyrst í ljós þegar talið hef- ur verið upp úr atkvæðakössunum. Það er því nokk- uð snemmt að vera að spá einhverju nú um gerðir nýrrar ríkisstjórnar. ^ Að vísu er mjög trúlegt að Sjálfstæðisflokkurinn verði bátttakandi í næstu ríkisstjóm. Það er þó ekki öldungis víst. Hver veit nema mynduð verði önnur vinstri stjóm? Og þá ætti nú alþýðan ekki að þurfa að lcvíðn Iífinu, ef dæma má eftir fyrri reynslu! Nýr káskóli .1 I það eru nú um þaö bil þrjú ár síðan hópur síðhærðra stúdenta í ýmsum löndum fór að taka upp á þedm ósóma að fara í kröfugöngur, hefja setu- verkföll, ráðast með hálfgild- ings ofbeldj inn í skrifstofur háskólanna, gerast órólegir t>g óþægir í tímum hjá gömlum grámygluðum prófessorum, trufla kennsluna með hrópum og köllum, hertaka heilar háskóla- deildir, stofna síðan til rösta og tyskinga, berjast við lögreglu með grjótkasti, og hegða sér yfirhöfuð eins og verstu tryll- ingar. Almenningi brá heldur en ekki í brún við þessi tíðindi og menn fengu brátt með hjálp fjölmiðla og blaða hina mestu óbeit og skömm á framferði þessa skít- uga, loðna. viðbjööslega stúd- entalýðs, sem kunni ekki að hegða sér eins og andstendugt fólk og fínir menntamenn fyrri kynslóða höfðu gert. Mönnum blöskraði og ofbauð, hvílík spill- ing í þjóðfélaginu, ef þessir ioðnu stúdentar áttu að verða arf takar virðulegra og hátignar- legra fulltrúa menntastéttanna i hinum margvíslegu hátignar- legu embættum þjóðfélagsins. Það yrði laglegt eftir nokkur ár, ef þessar skeggjuðu drusl- ur yrðu þegar þeirra tími kæmi dómarar, prestar, bankastjór- ar og yfirlæknar á sjúkrahús- um. Hvað var eiginlega aö ger- ast voru þjóöfélögin að grotna niður í hreinni geðveiki ungra menntamanna? ** En svo einkennilega viM til, að það má lýsa þessum atburð um einnig frá annarri hlið. Þaö eru nú líka um það bil þrjú ár siðan stúdentar við háskóla viða um lönd fóru svo að segja að hugsa nokkuö um stöðu sina og hlutverk I skóla og þjóö- félagi, þrjú ár síðan þeir fóru aö velta þvl nokkru nánar fyrir sér, hvernig skipuiag og starfshættir háskóla aettu að vera, hvemig mætti bæta úr þvi, síðan þeir komust að þeirri nið urstöðu, að skipulag háskóla- starfsins væri ekki neitt einka- mál íhaldssamra prófessora, heldur kæmi það stúdentum sjálfum nokkuð við. Þessir hlut- ir sáust ekkj eins vel á sjón- varpsskermum, eins og handa- lögmálin, sem voru aðeins ný að ferð nýrrar kynslóðar til að koma skoðunum sfntun á fram- færi í gegnum nefndasvefn kalk aðra þjóöfélaga. jfjví verður nefnilega ekki á móti mælt, að bak við skegg in og siðu lokkana, undir róst- um og setuverkfölium hefur bú- ið sterk vakning og baráttukraft ur. Og þegar tekið er tillit til þess, hvað áunnizt hefur á þremur árum viö háskóla f öll- um menntuðum löndum, fölnar hneykslun og fordómar manna og verður aöeins lítilvægt og yfirborðskennt á móti ávinn- ingi og framförum. Þegar litiö er á málið frá þessari hlið, er það sérstaklega einkennilegt og óeðlilegt, að allur almúginn i hinum ólíku löndum skuli líta þessa stúdentavakningu óhvru auga, en dæmi þess gat ég um í einni Föstudagsgrein s. 1. vor, þar sem ég lýsti viöhorfum leigubílstjóra i Kaupmannahöfn til óláta stúdenta þar I borg. Hann túlkaði vel sjónarmið al- mennings með þvi að fordæma stúdentana sem slæpingjalýð, sem ætti að reka frá námi og skera rækilega niður útgjöld rík isins til háskólamenntunar, þeg- ar árangurinn væri ekki betri en þetta. Þetta er útbreidd skoö- un meðal almennings í ölltim löndum, sennilega af þvi að fólk horfir mest á sjónvarps- myndirnar af róstunum, en gerir sér ekki grein fyrir, að bak við ölguna býr sterkuir vilji og hreyfing til að draga háskólana niður úr skýjum hroka og mann fyrirlitningar gamla embættis- kerfisins, en gera námið mann legra og ofmetnaðarminna. Mér skilst að yfirleiitt sé tal- ið, aö stúdentaólgan mifcla hafi brotizt út i Þýzbalandi, oð þá fyrst við hinn svonefnda Frjálsa háskóla í Vestur Beríín, sumarið 1967,- en þó hafi verfð farið aö ólga undir niðri jafnvel árið áð- ur, þó öllum almenningi og jafn vei skólayfirvöldum væri það ekki ljóst. Síðan er talið, að ólgan hafj „breiðzt út“ frá Þýzkalandi, en þar verður þó að gæta að því, að sömu vanda- mál gerðu alls staðar vart við sig og jafnframt voru ný viöhorf nýrrar kynslóðar alls staðar að brjótast fram, svo það er varía réttmætt að álíta að þetta fyrir bæri hafj breíðzt út eins og einhver landfarsótt heldur voru sömu aðstæður og sömu við- horf að verki á mörgum stöö- um f einu. En vegna þessa má gjarnan horfa á Þýzkaland sem nokkurs konar fyrirmynd varðandi þróun þessara mála. Og það sem er einmitt einkennandi fyrir Þýzka land er. að þar er háskólinn mjög gömul stofnun, fastnegld i gamlar siðvenjur eða tradisjónir. Þýzki háskólinn hefur staðið föstum rótum i gömlu úredtu miðaldaþjóðfélagi. ÖM uppbygg- ing hans hefur orðið til á ein- valdstimunum á 17. 18. og 19. öld og úr þeim sporum hefur sann tæplega haggazt. Andrúms loftið í háskólanum hefur minnt meira á tíma Vilhjálms keisara en Wflly Brandts. Og það sem var mflsflvægast og um leið al- varlegast af öflu, þýzki háskól- inn hefur verið einræðisstofn- un, sem reynir á lýðræðistím- um 20. aldar að viðhalda höfö- , ingjadýrkun og undirgefni viö konungleg yfirvöld. Allt þar til ólgan brauzt út fyrir þrem- ur árum var þýzki háskólinn undir einræðisstjóm prófessora ráðs. Stúdentar höfðu þar nátt- úrlega ekkert að segja. ekki frekar en leiguliðar lénsaldar, en háskólinn var þar að auki um alla stjóm sína óháður ríkis- valdi. f þetta akademíska sjálf- stæöi héldu prófessoraráðin dauðahaldi og hefur það átt slnn þátt 1 því að fjarlægja há- skólana mjög daglegu prakttsku Iffi. Háskólarnir áttu samkvæmt kenningum hins mikla Hum- boldts að vera hafnir yfir þjóö- Hempuklæddir þýzkir pró- fessorar við hátíðlegt tækifæri fólagið og þjóðlffið og horfa yfir það frá ednhverjum fræðilegum, i bóklegum, virðuiegum hefðar- . hóli. p’fstur i stiganum, sem ónálg ’ anlegur einræðisherra hefur ’ setið hinn svokaMaði Rector ! magnificus, — eða hinn dýrð- legí rektor. Hann hefur litið á ■ sig sem konunglegan höfðingja, hefur verið ávarpaður með tign , arheitum, eins og yðar mikil- '{ leiki, hann hefur kJæðzt við há . tíðleg tækifæri f fomlegan loð- , feJd með flaueJsJeggingum og j fllaueJshúfu, hermelíni og j alJs konar guMkeðjum og pírum pári. Og það er eiginiega að- eins við þessi hátíðlegu tæki- ■ færi sem stúdentum hefur gef- j izt tækifæri tfl að sjá þennan magnificus sinn. þeir hafa ekki átt nokfcum aðgang að honum enda varla dirfzt að hugsa svo hátt og honum hefur efcki dott- ið f hug að leggja sig svo lágt að hafa nokkum áhuga á að kynnast persðnulega högum stúdenta. Hann hefur verið eins og páfugl til skrauts efst í dýrð arhásætinu. Við þessi sömu hátiðJegu tældfæri hafa birzt til beggja handa honum á upphækkuðum dýrðarpalli, hirö hans, prófessor amir. AMir líka fclæddir i furðu lega fomfálega búninga frá því á tfmum aðals og einveldis, meö hvita pípukraga eins og prestar og flauelshempur og ýmis virð- ingartákn. Og kannski hefurþað gerzt við þessi sömu hátíðlegu tækifæri, að fram hafa verið leiddir einhverjir þjóðfrægir virðingarmenn úr þjóðfélaginu, einhver biskupinn, eða banka- stjörinn eða hæstaréttardómar- inn og verið sæmdir titlinum doctores honoris causae og stúdentamir horft á með for- undran, þegar þessir menn sem þeir þekktu ekkert vom sæmd- ir nokkurs konar aðalstign há- skólaberfisJns. A uövitað er þetta sem gerist, ^ við hátíðleg tækifæri að- / eins yfirborð, en margir hafa ? haldiö því fram, að undir niðri ? hafi verið að gerast alvarlegri hJutir. Því hefur verið haJdið fram, kannsk; með nokkrum ýkj um sem þð fela 1 sér sannleiks • brot, aö háskölinn hafi verið orð ! inn meira uppbefðarstofmm en i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.