Vísir - 21.08.1970, Blaðsíða 16

Vísir - 21.08.1970, Blaðsíða 16
Þar hugsa allir um að stækka, breyta og bæta Veruleg framleiðsluaukning hjá verksmiðjum SIS á Akureyri i fyrra og i ár VISIR Föstudagur 21. ágúst 1970. \-------------------------- Gripnir v/ð innbrotin Þrír ungir menn voru staðnir að íinnbmti i fyrrinótt í málmsteypu- 1 verkstaeði við Laugamesveg. Hand- i tók lögreglan piltana alla á staðn- . um, en þeir viðurkenndu. að þeir i hefðu ætlað að stela kopar. Og I nótt voru aftur tveir ungir j menn (um tvítugt) staðnir að til- . raun til innbrots og þjófnaðar í j verkötæðisskúr við Kirkjusand. 'Ætluðu þeir að stela verkfærum. - GP Kæran á Barnaverndaráð í athugun !• Enn hetur ekkl veriö ákveðið, hvort af opinberri rannsókn jverði á afgreiðslu Barnavemdar- ráðs á máli konunnar, sem kærði ,‘ráðið fyrir að þvinga sig til þess iað afsala sér rðttindum yfir einu jbama sinna, eins og vagt var frá f ;Vfsi í vikunni. Beiðni konunnar um rannsókn ■ og upptöku málsins á nýjan leik imeð nýju Bamavemdarráði var ■ send sakadómi Reykjavfkur, sem jsíðan sendi embætti saksóknara ríkisins beiðnina tii athugunar og 1 ákvörðunar. Hjá embætti saksóknara fékk J blaðið þær upplýsingar, að síðan I hefði tími farið til þe$s að afla !gagna hjá Bamavemdarráði og í i bið meðan kærandi hefur kynnt sér i þessi gögn — með þvl að ef hann ; kynni hugsanlega að óska að draga : kæru sína til baka, að þeirri athug tun lokinni. Er nú þess beðið, að konan eða málfiytjandi hennar láti í i ljós, einhvem næsta daginn, hvort * þau halda fast við kæmna á Bama vemdarráð. — GP ■ Þrátt fyrir brunann mikla á Akureyri í ársbyrjun 1969, þegar verksmiðjuhús Iðunnar brunnu, hefur orðið mikil framleiðsluaukning hjá iðnfyrirtækjunum á Oddeyr- inni. Kom þetta fram í ræðu Erlends Einarssonar, for- stjóra SlS í gærmorgun, er hann setti iðnstefnu sam- vinnufélaganna, sem opin verður fram yfir helgina. Kvað Erlendur heildarsölu Iðnaðardeildar SÍS hafa orðið 472 milljónir króna 1969 og hafi hún aukizt um 140 milljón ir króna frá árinu áður eða um 42,17%. Sama þróunin virðist ætla að verða i ár, fyrstu 6 mánuðina hefur oröið veruleg framleiðslu aukning í verksmiðjum og sölu verðmæti Sambawdsverksmiðj- anna, þar með taldar Efnaverk- smiðjan Sjöfn og Kaffibrennsla Akureyrar, sem eru sameign SlS og KEA, var samtals 257,5 milljónir í júnílok, aukn- ingin var 67,5 milljónir miðað við sama tíma árið á undan. 1 viðtölum við hina ýmsu verk smiðjustjóra í gær kom það fram að þeir eru allir mjög bjartsýnir á framtíðina, — yfir leitt er rætt um stórfelldar end urbætur á vélakosti, og stækk- anir á verksmiðjuhúsnæði. Mest sala fyrri hluta ársins varð hjá ullarverksm. Gefjun, 74,4 milljónir króna, sem er 30% aukning, en mesta aukn- ingin varð hjá Iðunni, eða 662% aukning, salan 1969 varð aðeins 221 þúsund krónur, en fyrstu 6 mánuðina í ár 14,8 milljónrr, sem stafar af því að framleiðslan lá niðri eftir brunann mest allt árið. Sútunin hefur aukið söluna um 85% á þessu tímabili, en hjá Heklu, Sjöfn, Kaffibrennslu Akureyrar og fataverksm. Gefjun er alls staðar um aukningu að ræða, einhvers staðar nálægt 20% Sama er um verksmiðjur KEA að segja, þ.e. kjötiðnaðarstöð- ina, efnagerðina og smjörlíkis geröina. ‘ Af heildarsöluverðinu fóru ( um 60% til Sovétríkjanna. Um 60% af útflutningnum, sem i nam 119 milljónum í fyrra, fór \ til Sovétríkjanna, 14% til i Bandaríkjanna og 26% til Vest ■ ur-Evrópulanda. ; Ullar- og skinnavörur eru að- ■ aluppistaðan i iðnaði SÍS, enda ! voru verksmiðjurnar á Akur- ! eyri upphaflega stofnaðar til að færa bændum hærra verð fyrir afurðir sínar. Nú mun helming- ur gæranna á hverju ári flutt- ur út óunninn, þ.e. saltaðar, en úr helmingnum er unnið hér heima og minnkar útflutningur á söltuöum gærum óðfluga með hverju árinu. — JBP 1 •) ; Skildingaumslag selt til Svíþjóðar á rúma hálfa millj. ■ Sænskur frímerkjakaup- maður, er var á ferð hér á landi fyrir skömmu, keyptl umslag frímerkt meS skild- ingamerki á yfir hálfa miilj- ón ísl. króna og er það mesta verð, sem nokkru sinni hef- ur vérið greitt fyrir íslenzkt frímerki. Umslag þetta var til sýnis á sínum tíma á frí- merkjasýningunni f „Veröld innan veggja“. Það var stfl- að tii V. Fischers frá Jóni bónda Eyjólfssyni á Ökrum. Elgandi þessa dýra umslags var dánarbú Einars heitins Það lætur ekki miklð yfir sér þetta 97 ára gamia umslag með einu litlu skildingamerki. Það er þó að verðgildi hálft fbúðarverð í Stór-Reykjavfk. Tómassonar, fyrrum kola- 7 kaupmanns. t Það er Frímerkjamiðstöðin 1 Reykjavík sem sá um sölu á umslagmu. Þetita er 21. ski'ldingaumsilagið sem finnst og kom í leitimar í vor. Bréfið er skrifað á fódfó- örk. Hún er sfðan brotin saman þannig að hún myndar einnig umslag utanum. Bréfið er síðan í stimplað i Hjarðarholti og frí- 7 merkt með rauöu 4ra skildinga \ merki 23. júlf 1873. i Bréfið er hins vegar skrifað í 13. júlí og er Jón á Ökrum að i biðja Fischer kaupmann fyrir / Helga son sinn en hann er faðir ) Sæmundar Helgasonar, sem 1 lengi vann hjá póststjóminni í i Reykjavík. / Eflaust hefur Jón á Ökrum 1 ekkd órað fyrir því, að þetta bréf 7 hans ætti efltir að verða svona j verðmætt tæpum hundrað árum i síðar. í Aðeins örfá skildingaumslög / eru nú til hér á landi, þar af eru 7 tvö i Þjóðminjasafni. Umslög ^ þessi hafa selzt mjög dýru verði f ytra, allt upp [ 700 þúsund kr.. / en þetta er hæsta verð, sem 7 fengizt hefur fyrir slíkt umslag \ hér á landi. - JH ( Nýtt dagheimiii fyrir vangefin börn Styrktarfélag vangefinna byggir við Stj'órnugráf 9 „Mikill skortur er á hæl- isrými fyrir vangefin börn,“ sagði Torfi Tómasson, framkvæmdastjóri Styrktar- félags vangefinna, Vfsi í morgun. Styrktarfélagið er nú byggja nýtt dagheimili fyrir vangefin börn og rís heimilið við Stjörnugróf. Heimilið verður svipað að stærð og dagheimilið Lyngás við Safamýri, sem félagið rekur, en brýn þörf var á öðru dagheimili, þar sem heimilið við Safamýri hefir orðið að blaupa undir bagga með fölki sem ekki kem- ur börnum sínum á hæli. Þannig sagðj Torfi að mörg böm, sem nauðsynlega þyrftu að vera á hæli, böm sem væru allt að þvi örvitar, fengju að vera á dag- heimilum með bömum, sem væru tiltölulega lítið vangefin. Nýja heimilið við Stjömugróf j er dýrt tæki. Sagði Torfi að allar fjárhagsáætlanir hefðu far- ið úr skoröum, en bjóst við að kostnaður yrði um 18 milljónir. Húsið er 850 fermetrar að fllat- armáli og einlyft, en kjallari verður undir 137 fermetmm hússins. Styrktarfélag vangefinna hef- i ir sjáWt aflað alls fjár til byp>g- ingarinnar með merkjasölu og ] happdrætti, en eitthvað hafa þó einstaklingar gefið. Framkvæmdir hófust f júní ' 1969 við grunninn, en ekki komst verulegur skriður á bygg- inguna fyrr en eftir verkfallið í vor. Vonaðist Torfi eftir að ! heimilið gæti tekið til starfa einhvem tíma á næsta ári. — GG Skuttogarinn kemut tii Sigíufjarðar um helgina ★ Fyrsti stóri skuttogarinn sem Islendingar eignast lagðj af stað frá Bremerhaven i fyrradag og er væntanlegur til Siglufjarðar um helgina. Siglfirðingar munu þá eiga einu skuttogarana á landinu, en þeir keyptu á sinum tírna Siglfirð- ing, eina skipið til skamms tíma, sem hér hefur verið búið skuttogi. Dagný SI 70 er 550 tonna skip frá Þýzkalandi keypt i Hamborg á 50 milljónir. Eigandi er Togskip. h.f. á Siglufirðt, en skipstjóri verð- ur Kristján Rögnvaldsson, sem áð- ur var með Margréti SI. Siglfirðingar eru orðnir dálítið langeygir eftir að sjá þetta skip. bætast i flotann, en byrjað var að' tala um að bað kæmi til landsins; fyrir kosningar. — JH' -'Wí*

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.