Vísir - 31.08.1970, Blaðsíða 5
VfSI-R . Mánudagur 31. ágúst 1970
Martin Chivers, til vinstri, skoraðl fyrir Tottenham á laugardag. Þarna er hann í leik gegn Newcastle,
og það er David Craig, sem flýgur þarna milli Ch ivers og Bobby Moncur, fyrirliða Newcastle.
Það er erfítt að vera
meistarar á Englandi
— Everton hefur enit ekki unnið leik í 1. deild
Derek Dougan hjá Úlfunum. Þessi írski huids-
liðsmaður er nú orðinn formaður Samtaka
brezkra atvinnuknattspvrnumanna, tðk við af
landa sínum, Terry Neil, sem nú er fram-
kvæmdastjórí Hull City.
D Það er erf itt að vera
meistarar því að allir
vilja sigra þá, og á því
fá leikmenn Everton nú
að kenna. Ef tir fimm um
ferðir í ensku deilda-
keppninni hefur Ever-
ton enn ekki unnið leik
og á laugardaginn tap-
aði liðið á heimavelli,
fyrsta leik sínum þar síð
an keppnin hófst, gegn
öðru Lancashireliði —
Manch. City. Það var
Colin Bell, enski lands-
Iiðsmaðurinn, sem skor-
aði fyrir City eftir að-
eins fimm mín. á Goodi-
son Park og það gaf liðs-
mönnum hans öryggi.
Þeir léku eins og þeir,
sem valdið hafa allan
fyrri hálfleikinn. í síðari
hálfleiknum sótti Ever-
ton meira, en framherj-
arnir ógnuðu sjaldan
verulega, nema hvað
Tommy Booth bjargaði
eitt sinn á marklínu, og
Manch. City sigraði því
mtð þessu eina marki
Bell. Og nú þegar fer að
verða óhætt að afskrifa
Everton hvað það snert-
ir, að leikmönnum liðs-
ins tekst ekki að verja
meistaratitilinn sinn á
leiktímabilinu.
Það er ef til villi táknrænt
fyrir hina miklu keppni í 1.
deildinni, aö síðasta áratuginn
hefur engu liði tekizt að verða
meistari tvö ár í röð og þó hafa
félög eins og Tottenham, Man.
Utd. Liverpool og Leeds átti
frábærum liðum á að skipa flest
ár áratugsins. Úlfarnir uröu
síöast meistarar tvö ár f röð
1958 og 1959 - og 1956 og
1957 sigraði hið fræga lið Man.
Utd., sem splundraðist í Míin-
ctoien-slysinu f febrúar 1958. Og
þriðja liðiö, sem tvívegis hefur
«igrað í röð eftir síðari heims
styrjöldina, er Portsmouth, sem
vann 1949 og 1950. Milli heims-
styrjaldanna var nokkuð al-
gengt að liö sigruðu ár eftir ár
t.d. bæði Huddersfield og Arsen
al þrívegis.
En snúum okkur nú að úrslit
unum á laugardag.
1. deild.
Burnley — Leeds 0—3
Chelsea — Arsenal 2—1
Everton — Manch. City 0—1
Huddersfield - Derby 0—0
Manch. Utd. West Ham 1—1
Newcastle — Blackpool 1—2
Nottm. For. — Wolves 4—1
Southampton — Ipswich 1—0
Stoke — Crystal Palace 0—0
Tottenham — Coventry 1-0
W.B.A. - Liverpool. 1—1
Leeds heldur enn strikinu og
sigraöi i fimmta leiknum í röð.
Leikmenn liðsins sýndu snilld-
ar-knattspyrnu gegn Burnley og
hafa nd þegar náð tveggja
stiga forustu í deildinni. „Ef
Leeds sýnir slíka knattspyrnu
áfram tekst engu liði að brúa
þaö bil, sem það hefur þegar
náð", sagði þulur
fékk óskabyrjun í Burnley og
eftir aðeins 23 sekúndur sendi
Alan Clarke knöttinn f mark
Burnley — og þegar Mike Jon-
es skoraði annað mark með
skalla eftir aðeins sjö mínútur
voru úr9lit ráðin. Clarke skor-
aði þriðja markið fyrir hlé, en í
síðari hálfleik var ekkert mark
skorað. Það er langt síðan lið
hefur byrjað jafn vel og Leeds
nú, maöur verður að fara aftur
til haustsins 1960, þegar Tott-
enham sigragði í fyrstu 11 leikj
unum, en tókst þó ekki að
skapa sér neitt forskot að ráði,
því þegar liðið tapaði 12. leikn-
um fyrir Sheff. Wed. var aðeins
eins stigs munur á liðunum. En
Tottenham varö þó meistari
næsta vor, eftir hörku keppni
við „miðvikudagsliðiö".
1 hinum mikla „derbie^eik" i
Lundúnum, milli Chelsea og
Arsenall á Staimfbrd Brigde stgr-
aði Chelsea að venju, fimmti sig
urleikurinn á heimavelli gegn
Arsenal í röö. Framherjarnir
voru ekki á skotskónum í þess-
um leik — það voru varnar-
menn, sem skoruðu mörkin.
John Hollins skoraði fyrsta
mark Chelsea, Edward Kelly
jafnaði fyrir Arsenal, en írski
landsliðsmaðurinn Mulligan
skoraði sigurmark Chelsea. —
Hamn hefur tekið stöðu Davids
Webb í Chelsea-liöinu, en ekki
er víst að hann haldi bakvarðar
stöðunni lengi, því. Chelsea er
búið að semja við Sheff. Wed.
um bakvörðinn Wilf Smith, sem
. leikið hefur f jölmarka unglinga
landsleiki tvö síðustu árin. —
Kaupverð er ákveðið 100 þús-
und pund, og það stendur að-
eins á samþ. Smith, sem ekki
er hrifinn af Lundúnaborg.
Um aðra ledki í 1. deild er það
að segja, að Geoff Hurst skor-
aði eftir aðeins tvær mín. gegn
Manch. Utd., en John Fitz-
BBC. Leeds patrick jafnaði
yrir United eft
ir sendingu frá Dennis" 'Law,
sem sagt hálfgert Aberdeen-
mark, því báðir þessi skozku
leikmenn eru fæddir 1 hafnar-
borginni Aberdeen. Newcastle
skoraði eftir aðeins 90 sek.
gegn Blackpool og var nýliö-
inn Gordon Hindson aö verki
en Newcastle tapaði samt leikn
um. Ron Davies skoraöi eina
mark Southampton gegn Ips-
wich og Martin Chivers eina
mark Tottenham gegn Coven-
try, en þessi mörk nægðu til
sigurs.
Ray Clemence, hinn nýi mark
vörður Liverpool, var hetja liðs
síns gegn WBA og varði t.d.
fjórum sinnum á ótrúlegan
hátt. Alan Evans skoraði fyrir
Liverpool í fyrri hálfleik og
lengi vel leit út fyrir, að það
mark mundi nægja til sigurs,
en 10 mín. fyrir leikslok tókst
Jeff Astle loks að koma knett-
inum framhjá Clemence og í
mark — fimmta mark þessa
enska landsliðsmiðherja í þeim
umferðum, sem leiknar hafa
verið. Flest gengur nú á aftur-
fótunum hjá Úlfunum og liðið,
sem lék án Derek Dougan,
hafði aldrei neina möguleika !
Nottingham. Leikmenn Forest,
sem hafa komiö talsvert á ó-
vart með góöum leik, skoruðu
fjórum sinnum og voru Ian
Moore, Hindley, Rees og New-
fcon þar að verki.
Staöan i 1. deild eftir um
ferðirnar fimm er nú þannig:
C. Palace
Huddersfield
Blackpool
Coventry
Stoke
West Ham
Southampton
Manch. Utd.
Everton
Newcastle
Wolves
Burnley
Ipswich
5 1
5 2
5 2
5 2
3 l
1 2
1
0
1 2
0 4
1 2
1 2
0 3
1 1
1 0
0 2
0 2
2-2
6-6
5-7
3-4
5-7
5-8
3-5
3-6
7-9
5-9
6-14
2-8
0-5 2
Leeds 5 5 0 0 12-2 10
Manch; City 5 3 2 0 5-1 8
Liverpool 5 2 3 0 8-3 7
Derby 5 3 11 9-4 7
Nottm. For. 5 2 3 0 10-5 7
Chelsea 5 2 3 0 8-6 7
Arsenal 5 2 2 1 8-4 6
Tottenham 5 2 2 1 6-4 6
W. B. A. 5 13 1 10-9 5
Leeds er eina liðið af hinum
92 f deildunum fjórum, sem hef
ur unnið alla sína leiki. Nýja
liðið í deiidinni frá háskóla
borginni frægu, Cambrigde
United, sigraði í sínum fyrsta
lefk f deildakeppninni á laugar
daginn, vann Oldham — útborg
Manchester — með 3 — 1. 1 2.
deild urðu úrslit þessi á laugar
dag:
Birmingham — Luton 1—1
Bolton' - Q. P. R. 2—2
Bristol C. — Cardiff 1—0
Leicester — Carlisle 2—2
Middlesbro - Oxford 0—2
Millvall - Portsmouth 0—0
Norwich — Sheff. Utd. 1-0
Orient — Chariton , 0-0
Sheff. Wed. - Blackburn 1—1
Swindon — Sunderland 2—0
Watford — Hull City 1-2
Flest liöin hafa leikið 3 leik
og Birmingham, Oxford, Hull,
Bristol hafa öll fimm stig, en
Bolton og Cardiff 5 stig eftir
fjóra leiki. Skozka deildakeppn-
in hófst á laugardag og var þar
merkilegast, að Rangers gerði
aðeins jafntefli í Paisley gegn
St. Mirren. Ekkert mark var
skoraö. Celtic sem sigrað hefur
sföustu fimm árin, vann Morton
2—0 á heimavelli, og missti
Murdock þó vítaspyrnu og bak
vörðurinn Gemmell var borinn
af velli. — hsfrn.