Vísir - 31.08.1970, Blaðsíða 8

Vísir - 31.08.1970, Blaðsíða 8
viSIR . Mánudagur 31. ágúst 1970 VISIR Otgefani Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri • Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar: Bröttugötu 3b. Slmar 15610 11660 Afgreiðsla- Bröttugötu 3b SimJ 11660 Ritstjórn: Laugavegi 178. Slmi 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr 165.00 á mánuði innanlands I lausasölu kr. 10.00 eintakiS Prentsmiðja Vfsis — Edda hf. Neyzla fíkniefno Talið er víst að neyzla fíknilyfja fari nú mjög vax- andi hér á landi, og að innan skamms muni þetta vandamál verða orðið álíka erfitt viðureignar hjá okk- ur íslendingum og frændþjóðum okkar Dönum og Svíum. Um þetta var birt athyglisverð grein í Tíman- um í vikunni sem leið, og mættu fleiri blöð landsins taka málið til rækilegrar meðferðar oftar en gert er. Neyzla fíknilyfja er tízkufyrirbrigði, en við þau er alltaf erfitt að ráða, eins og reynslan hefur lengi sann- að. Það er allt að því ógerningur að koma að fullu í veg fyrir að þessum efnum sé smyglað inn í landið, hversu strangt sem eftirlitið væri. Sú er reynsla ann- arra þjóða, t. d. Bandaríkjamanna, sem líklega allra þjóíia mest eiga við þetta böl að stríða, þrátt fyrir víð- tækt og strangt eftirlit. Hér gerist hið sama og um önnur tízkufyrirfrigði, að einn apar eftir öðrum. Ungl- ingar leiðast 'út í þetta, af því að þeir vilja ekki vera minni menn en hinir, sem byrjaðir eru á því, og jafn- vel storka þeim til að takaíyrsta skammtinn. Sumum, eða líklega flestum, sem byrja á neyzlu fíkniefna, eins og hash og marijuhana, er sagt að þau séu hættulaus, valdi aðeins notalegum áhrifum, en ekki vananeyzlu. Fólk geti hætt að nota þau þegar það vilji. Þetta er vitaskuld mesta blekking, og þarf ekki annað en minna á, hve erfitt flestum reynist að hætta tóbaksreykingum. Hér við bætist svo það sem alvarlegast er, að þessi fyrrnefndu efni eru oftast blönduð öðrum stórhættulegum, vanabindandi efnum, einkum ópíum, og þá er ekki að sökum að spyrja um áframhaldið. Flestir, sem hyrja á neyzlu þess eitur- lyfs, verða þrælar þess alla ævi. Rétt og sjálfsagt er að hafa eins öflugar varnir og unnt cr gc^ri því, að þessum efnum sé smyglað inn í landið. En en"^- -nmir eru einhlítar, ekkert eftir- lit svo strangt, ao ekki verði fram hjá því komizt með ýmsum ráðum. Þess vegna þarf einnig að koma til almenn fræðsla um skaðsemi fíkniefna, flutt í öllum fjölmiðlunartækjum og af þeim, sem ungt fólk tekur mark á. Sennilega væri áhrifamest að fá til þess ein- hverja af vinsælustu skemmtikröftum unglinganna, sem vitað er með vissu að ekki neyti þessara efna. Þeir gætu fengið aðstoð sérfróðra manna við undir- búning slíkra fræðsluerinda. I vetur sem leið tók hópur ungmenna hér í borg- inni sér fyrir hendur að vara við þessari míklu hættu, og komst þá um stund nokkur hreyfing á málið. En nú má heita að hljótt sé orðið um það aftur. Við svo búið má ekki standa. Herferð þá, sem sumir hétu í vetur. verður að hef ja nú þegar. Það er ekki seinna vænna, eftir upplýsingum þeirra, sem gerst vita hvert stefnir. MÁnUR DREGINN ÚR SVÖRTUM I S-AFRÍKU 20 vænta líflátsdóms 'i Pretóríu Upp á ðfðkastið hefur Suður-Afríka ekki verið svo mjög i fréttum, eða Öllu heldur málefni hennar. En nú eru þó allar líkur á að kastljós fréttastofnana taki að beinast þangað suður eftir. Ástæður þess eru margar. Blöð virðast hafa nóg að gera við að skrifa um mál- efni ríkjanna fyrir botni Mið- jarðarhafs, Víetnam stríðið eða kynþáttabaráttuna í Bandaríkjunum. Nú hefur svo Hailie Selassie, keisari Eþíópíu vakið athygli á ekki einasta málefnum Suður- Afríku, heldur málefnum svertingja um alla Afríku, eða þar sem hvítir menn i minnihluta njóta þeirrar að- stöðu að geta kúgað minni- hlutann — og notfæra sér þá aöstööu. 20 meðlimir hins bannaða kommúnistaflokks Suður- Afriku voru dregnir fyrir rétt í síðustu viku í Pretóríu. Þeir eru allir ákærðir fyrir að hafa virt að vettugi að- skiinaðarlögin, en refsing við því broti er tíðast lífláts- dómur. IIIEIIIIIHI im mm Umsjón: Gunnar Gunnarsson. Meðal hinna áfcærðu er 35 ára gömuil kona, Winnie Mandela, tveggja barna móðir og gift Nelson Mandela, sem hefir set- iö í refsivist á Robbeneyju síð- an 1964. Nelson var varaforseti og aðalritari Sam-afríkönsku nefndarinnar, þegar hann var handtekinn 1963 og ákærður fyrir að virða að vettugi lög um skemmdarverkastarfsemi. Leið- togi flokksins, Walter Sisulu var ásamt Nelson dæmdur í Mfs- tíðarfangelsi og hefði ekki ver- ið fyrír harða gagnrýni erlend- is frá, hefðu þeir eflaust verið teknir af Mfi. Undarlegt réttarfar Réttarh&ldin yfir hinum 20 eru ekki síður alvarlegt mál, þó ekki hafi mál þeirra verið jafn- mifcið til umræðu i blöðum og mál Nelsons og Walters. Núna eru talsvert færri hópar f Suð- ur-Afríku sem stunda neðan- jarðarstarfsemi gegn apartheid stefnunni, en voru 1964 — og einhvern veginn hefur siðferðis- legur styrkur erlendis frá minnkað upp á síðkastið. Forleikur máls hinna 20 verður að teljast heldur lélegur vitnisburður um rétt- arfar Suður-Afríku, eða öllu heldur stjórn landsins undir forystu Vorsters. 19 hinna 20 sem nú standa fyrir rétti voru handtekin í maí 1969, og ákærð fyrir að Mýðn- ast ekki löngum sem banna starf semi kommúnista. Eftir að fólk- inu hafði verið haldið 6 mánuði í einangrunarkllefum, og það orðið að þola margsháttar pyndingar af hendi lögreglunn- ar, var það dregið fyrir rétt. í Pnetóríu. Þann 16. febröar sL lögum: 20 fengu æviilangt fang- étei, 29 langa fangelsisdóma. Tveir dóu meðan málið var fyr- ir rétti, 8 fengu safcaruppgjöf og 9 fengu míftniháittar dóma. Listinn yfir þá sem dáið hafa í fangelsum Suður-Afrfku bend- ir hreinskilnisilega á hvílfka meðtferð pólitískir fangar fá þar f landi. Prá því í september 1963 þar til I september 1969 létust 14 fangar vegna pynd- I Suður-Afríku eru yfirvöld ekki í vandræðum með að út- búa lög til þess að koma „óæskilegu" fólki undir lás og slá. var fólkinu sleppt: Akærandinn tilkynnti réttinum afllt f einu að hann hefði fallið frá málinu! Síðan var fólkið formlega dæmt saklaust af dómaramuim, Simon Bekker. Fangar píndir Sakaruppgjöfin kom öl'lum á óvart, og ekki hvað sízt sak- borningunum. Fyrst f stað var gleði mikil yfir fengnu frelsi, en kátínan hvarf fljótlega þegar lögreglan rak alla áheyrendur að réttarhöldunum út úr róttar- salnum og færði sfðan sakborn- ingana í einangrunarklefana aftur. Ákærunni hafði nefnilega ver- ið breytt úr brotum á kommún- istalögunum I brot gegn öryggi rikisins ; og fyrirætlanir um að steypa stjórninni. Hingað tíl hafa alls 68 menn verið dæmdir samkvæmt þessum frumilegu inga — skýringar þœr sem lög- regla landsins gefur á þessum dauðsföllum eru yfirleitt á bá lund aö viðkomandi hafi dottið á gölfið og hálsbrotnað eða þá að hann hafi framið sjálfsmorð. Og ákærur á hendur þessum mðnnum eru yfirleitt fremux frumlegar. Til dæmis eru suimir ákærðir fyrir aö fara inn á járn- brautarstöð með það I huga að sprengja hana f loift upp, eða að hafa rætt samninga við skæru- liða f öðrum Aifríkurlkjium. Sennilega hafa réttindamál svartra í Suður-Afrfku aldrei staðið eins illa að vígi og nú. Hundruð leiötoga eru f fang- eisum og aðrir hafa verið rekn- ir úr landi. Lögreglukerfi lands- ins er svo umfangsmikið, að leynilögreglan hefir komið út- sendurum sínum inn f alar hreyfingar sem máli skipta. — GG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.