Vísir - 15.09.1970, Blaðsíða 6

Vísir - 15.09.1970, Blaðsíða 6
6 YFIRLÝSING frá Fóstrufélagi íslands Með breyttum þjóðfélags og at- ínnnuháttum hefur uppeldishlut- verk ýmissa stofnana utan heimila farið vaxandi, ber þar einkum að nefna skóla, dagheimili leikskóla og leikvelli. Mikilvægur árangur hefur náðst á liönum árum f að skipa starfslið og stjórn þessara stofnana vel menntuðu fólki. í Kópvogi hefur undanfarin ár statff dagheimiLis, leikskóla og leik valla verið skipulagt og stjórnaö á þann hátt að önnur bæjarfélög geta fjölmargt af því lært. Porsenda þessa árangurs er aö fóstra, sem hefur aflaö sér fram haldsmenntunar í rekstri leikvalla hefur verið starfsmaður LeikivaMa- nefndar. Þeir, sem bera þessi mál fyrir brjósti, haffa með áhuga fyligzt með hve góðum árangri má ná í skipu- lagi slikra stofnana, þar sem vel menntaður starfekrafftur er vailinin til að vinna aö þessum málum. Ceta ódýrustu hjólbaröarnir veriö beztir? Spyrjiö þá sem-ekiöhafa á BARUM. Eftirtaldar stærðir fyrirliggj- andi: 155—14/4 kr. 1.690 560-14/4 kr. 1.690 560-15/4 kr. 1.775 590—15/4 kr. 1.895 600—16/6 kr. 2.370 TEKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ Á ÍSLANDI H.F. AUÐBREKKU 44-46 SlMI 42606 KÓPAVOGI Við urðum því furðu lostnar þeg ar viðkomandi starfsmanni var ný- lega sagt upp stertfi og án þess að reynt væri að ráða manneskju með fullnægjandi menntun í starfiö í staðinn. Þessu hefíur Fóstrufféiag Islands mótmælt harðlega við bæj arstjóm Kópavogs. Viö fullyrðum, að starf sem þetta, þar sem starfsmaöur á m.a. að hafa eftirlit með starfsemi og rekstri uppeldisstofnana, verður ekki rækt sem sikyldi, nema viðkom andi manneskja hafi sérmenntun í uppeldismáium. Við tel'jum það mjög æskiliega þróun, að við skipulag þessara mála sé menntun og reynsla fóstr- anna nýtt. Við viljum því skora á alla þá sem stjóma þessum mál- um i hinum stærri sveitarfélögum að fela skipuiag og stjóm uppeldis málla sérmenntuðu starfsfólki, þeg ar þess er kostur. lönskólinn i Reykjavík vill ráða stúlku til skrifstofustarfa og síma- vörzlu 1. október n.k. Vélritunarkunnátta og góð rithönd áskilin. Eiginhandar umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf berist fyrir 20. þ. m. Skólastjóri. ROCKWOOL® (STEINULL) Þykktir 50, 75, og lOOm.iti. Stærð 60x90 cm. Góð og ódýr einongrun Hannes Þorsteinsson, heildverzlun, — Hallveigarstíg 10. — Sími 2445L — 24459. VÍSIR . Þriðjudagur 15. september 1970, □ 74 til Noregs til gróðursetningar Gróðursetningarferðir milLi Noregs og íslands eru orönar árviss atburður. í ágústmánuöi komu hingaö 74 Norðmenn til þessara starfa á nokkrum stöð um á landinu, en jafnmargir ís- tendingar héldu með sömu ffluig- vél til Noregs. Hafa á sjötta hundrað ísiendingar farið til Noregs þessara erinda og haft gagn og gaman af. ÁLíka marg ir Norðmenn hatfa komið hinig- að i skiptum. Gróöursettu Norö menn hér 64.500 trjáplöntur, en unnu að auiki 102 dagsverk að grisjun og hiröingu ungviðis. Verðmæti þessa jafngildir um 190 þús. krónum og kemur upp í dvalarkostnaði fólksins hér. — Annar ktístnaður er greiddur úr sjóði, sem að hiuta til er stofn- aður af þjóðargjöf Norömanna. Af Islendingunum er það að segja að þeir plöntuðu 50 þús. plöntum og þótti erfitt að vinna grýtta jörðina í miklum hitum. Á myndinni eru íslendingarnir í heimsókn á býlí í SuiLdal. □ Götur steyptar í Ólafsfirði Miklar framkvæmdir eru víða um landið í gatnagerð. Frá Ól- afsfirðd berast t.d. þær fréttir, að verið sé að steypa 200 metra kaffla á aðaiLgötu bæjarins, þ.e. götuna frá féiLagsheimilinu suður aö kirkjugaröinum. □ Forseti LIONS í heimsókn hér Forseti alþjóðasamtaka Lions manna, dr. Robert McCullough er væntanlegur til landsins i dag ásamt konu sinni. Munu þau dvelja hér í 3 daga og kynna sér,. starfsemi Lions- manna á íslandi. Hefur umdæm isstjóm skipulagt ferð dr. Mc- Culloughs. Mun hann i dag ganga á fund forsætisráð- herra, en 1 kvöld verður þeim hjónum haldið samsæti i Súlna sal Sögu og verður húsiö opn- að kl. 7, en lokað kl. 9.30. Á morgun fljúga hjónin til Akur eyrar og sitja hádegisfund með norðlenzkum Lionsmönnum og skoöa Akureyri og nágrenni, en á fimmtudag veröur Reykjavík skoðuö. Héðan Tara þau hjón til Kaupmannahafnar. Forsetar samtakanna hafa þann sið að velija sér einkunnarorð, sem eiga að vera hvatning til félaga Lionssreyfingarinnar. Einkunn- | arorð dr. McCuiMoughs, sem er skurð'læknir að mennt, eru: InvoLvment now, eða: HtotdieiLd strax! □ Vilja koma á fót kvöldskóla Ekki geta allir stundað nám á daginn, en hafa þó fullan hug á að auka þekkingu sína. Kvöld skólar virðast þvtf eina Lausnin Nokkrir kennarar eru nú að kanna áhuga manna á að starf ræktur veröi kvöldskóli, þar sem nemendum er gefinn kost- ur á að þreyta gagnfræöapróf og landspróf. — Fræðsluráð Reykjavíkur hefur fylgzt með þessu máli og heitið liðsinni, segir í fréttatiikynningu frá kennurunum, en upplýsingar gefa Már ÁrsæLsson í síma 35261 og Árngrímur Isberg i síma 52243 á kvöldin. □ Bústaðakirkja vígð fyrir áramót 1971 Miklum áfanga er náð um þessar mundir við smíði Bú- staðakirkju. Verið er aö Ijúka við fráganginn aö utan og verða vinnupailar senn rifnir að sögn Ingvars N. Pálssonar, eins sókn amefndarmanna í Bústaöasókn. Þá er einnig unnið við aö koma upp lofthitunarkerfi kirkjunnar. Vonir standa til að kirkjuna megi taka í notkun fyrir áramót in 1971, — og vonandi geta sóknarbörn Bústaðasóknar hlýtt á jólamessurnar í nýju kirkjunni. Fjáröflun til fram- kvæmdanna stendur nú yfir og vænta forráðamenn safnaöarins þess aö starfsmanni fjáröflunar nefndar veröi vel tekið. Einnig taka eftirtaldir menn við fjár- framilögum: símanúmer í svig- um. Helgi Eysteinsson (34862), Ingvar N. Pálsson (34410), Ottó A. Michelsen (32776) og Sigur- | þór Runólfsson (36208). I JON LOFTSSON M/f hringbraut i2i.sími 10600 Skrásttr vörumcrki

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.