Vísir - 15.09.1970, Blaðsíða 8

Vísir - 15.09.1970, Blaðsíða 8
8 VIS IR . Þriðjudagur 15. september 1970. Otgeran 1. Reykjaprent nt Framkværndastjóri Sveinn R Eyjólfsson Ritstjón Jónas Kristjánsson Fréttastjón Jón Biryir Pétursson Ritstjórnartulltrúi Valditnar H lóhannesson Auglýsingar BröttuKÖtu ’Jb Siiriai 15610 11660 Afgreiösla Bröttuaötu 3b Simi 11660 Ritstióri Laugaveai 178 Sirm 11660 Lð linur) Askriftarviaid kr 165 00 á mánuði innanlands I lausasöli kr 10.00 eintakif Prentsmiója Visis - Edds nt Nýi ráðherrann Auður Auðuns hefur nú brotið ísinn í þriðja sinn. Árið 1935 varð hún fyrst íslenzkra kvenna til að ljúka lögfræðiprófi. Árið 1959 varð hún borgarstjóri í Reykjavík, fyrsta og eina konan, sem gegnt hefur því starfi. Og nú hefur hún verið valin til að verða ráðherra, einnig fyrsta konan, sem slíkt traust er sýnt. Stjórnmálaferill Auðar hefur verið sérlega farsæll. Hún hefur vaxið af verkefnum sínum og nýtur al- menns trausts þeirra, sem til þekkja. Það var því eng- in tilviljun, að þingflokkur sjálfstæðismanna valdi hana einróma til að verða dóms- og kirkjumálaráð- herra í væntanlegu ráðuneyti Jóhanns Hafstein. Það er mikið ábyrgðarstarf að vera dómsmálaráð- herra. í því felst yfirstjórn allrar löggæzlu á landinu, landhelgisgæzlu og almannavarna, svo að eitthvað sé nefnt. Það hlýtur að vera kynsystrum Auðar fagn- aðarefni, að fjögurra barna móður skuli vera falið þvílíkt ábyrgðarstarf í þjóðfélaginu. Óþarfi er að rekja í einstökum atriðum langan stjórnmálaferil Auðar. Athyglisvert er, að hún hefur ekki eingöngu sinnt þeim málaflokkum, sem stund- um eru nefndir „piálefni kvenna“ og ^skipað er á óæðri bekk þjóðmálanna. Bæði í borgarstjóm og á alþingi hefur hún fjallað mikið um mál, sem síður en svo eru talin á verksviði kvenna. Auður er eina konan, sem situr á alþingi. Af 60 þingmönnum eru 59 karlmenn. Þetta er aðeins eitt af ótal dæmum um, hve misskipt er áhrifum karla og kvenna í þjóðfélaginu. Að verulegu leyti er þjóð- félagið sniðið við hæfi karla, og konur gegna þar aukahlutverkum. Þannig er ástandið um allan heim. En þessi misskipting virðist vera eindregnari hér á landi en á Vesturlöndum, þar sem gætt hefur hæg- fara þróunar í jafnræðisátt. Ástandið hér minnir á Sovétríkin, þar sem konur eru ákaflega valdalitlar í opinberu lífi, þótt þær séu talciar hæfar til að vinna úti í aumustu störfum þjóðfélagsins. Þjóðfélag nútímans á það sammerkt með fyrri þjóð- félögum að ætla Jconum það sérstaka hlutverk að gæta bús og barna. Sumir spá því, að þetta fari að breytast í náinni framtíð, en aðrir telja slíkt vera óraunhæft. Þekking manna á félagsvísindum er enn ekki nógu mikil til þess, að hægt sé að skera úr því deilumáli. Alténd er staðreyndin í nútímanum sú, að þær kon- ur, sem vilja hasla sér völl í ábyrgðarstörfum þjóð- félagsins, hafa mjög á brattann að sækja. Þær verða að leggja harðar að sér en karlarnir, jafnvel þótt þær hafi hjálp við heimilishald og barnauppeldi. Undir slíkum kringumstæðum er óhjákvæmilegt, að mikið sé spunnið í þær konur, sem sigrast á erfiðleikunum og komast í mestu virðingarstöður þjóðfélagsins. Frammistaða Auðar hlýtur að véra öðrum konum mikil hvatning til að láta að sér kveða. Bandarísk blöð skýra frá grun sinum, að rússnesku flugvél- | arnar, sem lentu á Keflavikurflugvelli, hafi flutt langdrægar eldflaugar til Kúbu ■ s Þetta eru risaeldflaugar, sem sýndar voru í Moskvu á afmæli rússnesku byltingarinnar. Margir halda, að Sovétríkin hafi komið slíkum flaugum i stöðvar á Kúbu. ÍNý Kúbudeila í uppsiglingu? s Bandarísk blöð skrifa um það þessa dagana, að grunur leiki á, að rúss- nesku flugvélarnar, sem lentu á Keflavíkurflug- velli, hafi flutt eldflaug- ar til Kúbu. Er bent á, að þessar flugvélar hafi lent á Kúbu, og margar þeirra verið þar alllengi. Samkvæmt öðrum heim ildum hafa Rússar flutt langdrægar eldflaugar til Castros, og við borð liggi, að sagan frá 1962 muni endurtaka sig. Allar bandarískar borgir í skotmáli „Kúbudeilan" fræga varð fvr- ir átta árum. Þá tókst John Kennedy Bandaríkjaforseta með ákveðni sinni að fá Rússa til að flytja langdrægu eldflaugam- ar burt frá Kúbu. Þetta voru einhver háskalegustu andartök kalda striðsins. Nú segja sum bandarísk blöð, að Rússar hafi flutt til Kúbu eldflaugar, sem draga milli 1500 og 5000 mílur og geti borið kjarnavonn. Þetta þýddi, ef rétt er, að allar stórborgir Banda- ríkjanna væru í skotmá'li eld- flauganna á Kúbu. Eldflaugar í vélunum, sem hér lentu? 65 risaflugvélar frá Sovétrfkj- unum fluttu f sumar birgðir til jarðskjálftasvæðanna í Perú. Þessar vélar miMilentu á Kefla- vfkurflugvelii, svo sem kunnugt er, og fóru þ-aðan tiil Kúbu. Blöð hafa látið að þvf liggja, að i þeim hafi verið eldflaugar. Op- inberir aðilar í Bandarlkiunum hafa aldrei Iátið að þvi liggja, að sovézku flugvélamar bæru vopn til Kúbumanna. Þeir hafa heldur ekiki tekið undir sögum- ar um njósnir Rússa yfir íslandi og umhverfi þess. Kvittur kom upp fyrr í sum- ar, að Sovétríkin væru að flytja langdrægar eldflaugar til Kúbu. Höfðu njósnarar Bandarfkjanna orðið varir við ýmislegt, sem benti til þess. Bandarískar njósnaflugvélar af geröinni U-2 fljúga stöðugt í mikiMi hæð yfir Kúbu og ljós- mynda þar hvaðeina, sem sést á yfirborði jarðar. Kúba sundurgrafin Paul D Berthel, sem er for- ystumaður í félagsskap útlaga frá Kúbu, segir að á Kúbu hafi veríð grafin hundruð hella og ar á Kúbu, að mikill viðbúnaður hafi verið í herstöð Rússa f Las Villas-héraði. „Allt umhverf is vom gaddavírsgirðingar, og rússneskir hermenn með vél- byssur voim stöðugt á kreiki. Nær daglega komu til stöövar- innar vörubifreiðir, oft með fail- inn farm. Jeppar og flutninga- bílar hlaðnir rússneskum her- mönnum fóru inn í herstöðina.“ Aðrir sjónarvottar skýra frá Rússnesk flugvél lendir í Lima í Perú. jarðhúsa. Göing hafa verið gerð í fjöll. Þetta sé gert til þess að fela vígbúnað Kúbumanna fyrir bandarísku njósnaflugvélunum. Castro segir hins vegar, aö þessi búnaður sé gerður fyrir vegi og vatnsleiðslur. Njósnarar Kúbu- útlaga segja að þama séu hvorki vegir gegnum fjöll eða flæði þar um vatn. Sjónarvottar hafa sagt frá vörubifreiðum, sem hafi flutt „langa og mjóa“ hluti inn í jarð göngin í fjöl'lunum. Að vísu gætu þetta verið vatnsrör. Útlagarnir halda þó annað. Þeir, sem flúið hafa frá Kúbu að undanfömu, em fullvissir, að „eitthvað stórt" sé þar f undirbúningi. / IIIIIIIIIIIK m mm ðaiBiiginiPFP' Umsjón: Haukur Helgason. Mikill herbúnaöur Rússa Það er haft eftir Pedro Man- chego, 46 ára flóttamanni, sem áður starfaði við skeytasending- sívaxandi herstyrk Rússa á Kúbu. Heribero Gonzales, 51s árs flóttamaður, bjó nálægt ann- arri herstöö. „Ég sá þar þrettán landgöngu- bíla, og voru milli tíu og fimmtán rússneskir hermenn í hverjum. Þeir vom vopnaðir vélbyssum," segir Gonzales. Aðr ir flóttamenn hafa skýrt frá slíkum flutningum hermanna til stöðva víös vegar á Kúbu. Bandarískir hershöfðingjar hafa látið f ljós þungar áhyggj- ur vegna vaxandj stýrks Rúss- anna. Þeir segja, að Kúba sé mesta hernaðarríki í Ameriku, aö Bandaríkjunum einum frá- gengnum. Líklegt sé, að Rússar hafi aðeins beðið færis, þegar þeir neyddust til að flytja brott eldflaugar sínar fyrir átta árum. Þeir hafi látiö undan síga I bili vegna ákveðni Kennedys forseta og viljað komast hjá, að í odda skærist í þá tíð. Hins vegar hafi þeir aldrf i ætiað sér aö leggja niður rófuna. Smám sam- an hafi þeir styrkt aðstöðu sína á Kúbu og jafnt og þétt flutt þangað mikið magn öflugra vopna. Þessir flutningar hafi nú náð hámarki i sumar. Búast megi við nýrri Kúbudeilu á hverri stundu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.