Vísir - 15.09.1970, Blaðsíða 16

Vísir - 15.09.1970, Blaðsíða 16
I y Þrir á sflysavarð- stofu efftir árekstur Harður árekstur varð á gatnamót- um Kleppsvegar og Dalbrautar í gærkvöldi um kl. 20, þegar tveir fólksbílar rákust á. Bílarnir, sem óku eftir Kleppsvegi, mættust við Dalbraut, en þá var öðrum beygt til vinstri í áttina að Dalbraut. Rakst hann þá á vinstra fram- bretti og hurð bíisins, sem kom vestan Kleppsveg, og varð af harð- ur skellur. Einn farþegi var i öðr- um bílnum með ökumanni, en allir hrír, ökumennirnir báðir og farþeg- inn, voru fluttir á slysavarðstofu. Þeir voru þó ekki taldir alvarlega slasaðir. — GP ,Bara fjórar stelpur, sem lentu í þessu af tilviljun" stúlkurnar fjórar fá oð fara úr sóttkvmni i dag 0 Þær voru farnar að hlakka mikið til þess í morgun að sleppa úr prísundinni stöllurnar í sóttkvínni á Vífilsstöð- um. Þaðan fá þær að fara í dag. „Við erum samt ekki aiveg lausar ennþá“ sagði ein þeirra, Sigrún Sigurðardóttir, f viðtali við blaðið í morgun, „við þuri- um að mæta í tvo daga, mið- vikudag og fimmtudag, í lækn- isskoðun, svo að það verði pott þétt, að við göngum ekki með smit“. Sigrún var farin að hlakka mikið til að losna úr einangr- uninni. „Ég var komin í kápuna í morgun". Stöllunum hefur liö- ið ágætlega þessa daga, sem þær hafa dvalizt I sóttkvínni, en þeim þykir súrt í broti að hafa ekkj getað verið úti. „Það hef- ur verið svo gott veður. Það er srvo mikil víöátta hér, þegar ldtið er út um gluggana, að mann langar út“ segir Sigrún. Svo harma þær það, að þær eru búnar að missa brúna litinn, sem þær fengu í Danmörku. Sigrún vonast til að sleppa við mikið umstang, þegar sótt- kvím verður kvödd klukkan eitt í dag. Hún segist bara ætla að fá eina vinkonu til aö taka á móti sér og kannski ættingj- ana. „Ég vona að það verði ekki stórfenglegt eins og verið sé að hleypa út einhverju merkilegu. Það hefur ekkert gerzt, við er- um bara fjórar stelpur, sem ientu f þessu af tilviljun". — SB Byrjað að setja skýlin niður fyrir veturinn ægeaaaapgih sggg •. mém fm « mtsmstststetí - ----- Byrja er að koma upp biðskýl- um SVR fyrir veturinn, þeim sem tiil eru. í morgun var skýlið á gamla viðkomustaðnum við Þver- holt flutt og sett niður á viðkomu- staðnum við gatnamót Smiðjustígs og Hverfisgötu Smíði skýlisins, sem á að koma á Lækjartorg er langt komin. Verður það sett nið- ur innan tveggja til fjöguira vikna. Það verður stærsta skýli strætis- vagnanna — er reyndar 40 fer- metra hús. Eiríkur Ásgeirsson forstjóri SVR skýrði biaðinu frá þessu i morgun. Hann sagði ennframur, að um mánaðamótin verði gerðar breyt- ingar á tímaáætlunum strætis- vagnanna. Þessar breytingar verða ekki miklar örlitlar breytingar á tíðni en engar umtaisverðar leiða- breytingar. — Breytingarnar eru framkvæmdar vegna þess hve vagnakostur SVR rýmaði vegna brunans í sumar og einnig vegna fenginnar reynslu á tímasetningu ýmissa ieiða. Þessar breytingar verða þó ekki endanlegar. — SB Hringbraut í morgun Árekstur varð á gatnamótum Laufásvegar og Hringbrautar um kl. 9 í morgun, þegar Skoda-bifreið, sem ók eftir Laufásveginum og hafðj stöðvunarskyldu að gæta á gatnamótunum, var ekið yfir Hring braut í veg fyrir Saab-bifreið, er ók vestur Hringbarut. Rakst Saab-bílllinn á framenda Skodans og hrökk af honum upp á eyjuna sem skilur að akbraut- imar á Hrinigbrautinni. Engin meiðsli urðu á fólki, og ekki heldur í tveim árekstrum öðr- um, sem urðu á Hringbraut i morgun — annar við gatnamót Njarðargötu og hinn við Mikla- j NÝJA — 17-l8°/o hækkun Nýja kjötverðið tekur gildj í dag. Verðhækkunin á haustslátraðu kjöti er 17 — 18%, miðað við verð í júníbyrjun. Verðhækkun á slátri og kartöflum er hlutfallslega meiri þaT sem miðað er við verö frá 1. marz s.l. Samkvæmt nýja veröinu kostar nú kílóið af súpukjötinu, frampart- ur og síða nú 137,20 krónur kílóið, en var á 116,30 í júníbyrjun. : Kílóið af læri kostar nú 155,70 { krónur en var á 132.30 og kflóið | af kótilettum 176,80 krónur, en ! var á 150.40 krónur. > Heilsilátur með sviðnum haus Þrir árekstrar á Verið er að smíða stærsta biðskýli SVR, sem verður sett upp á Lækjartorgi. i Smálækkun á bensíni upp úr áramótum j Samningar hafa nú tekizt um kaup I á olíuvörum frá Sovétríkjunum til ! íslands fyrir um 900 milljónir ís- j lenzkra króna. Er þar um að ræða 250.000 tonn af gasolíu, 55.000 tonn af bensíni og 90.000 tonn af fuel- olíu. Er þessar olíuvörur verða seldar út frá olíufélöigunum hér, — sem gert er ráð fyrir að verði upp úr áramótum, — kvað Haligrímur Fr. Hallgrímsson forstj. Skeljungs, verða einhverja hækkun á fuelolí- unni, en hins vegar lækkar inn- kaupsverð bensíns nokkuð. Gasolían mun ekki '■■ækka í veröi, , enda urðu um 30G hækkanir á : henni í júlí og ágúst i sumar, sam- j fara hækkununum á heimsmarkaðs I verði gasolíu. — ÞJM KJÖTVERÐIÐ miðað VÍð júniverð Iaí fiokks kaitöflum kostar nú 23.10 krónur, miðað við fimm kostar nú 127 krónur en var i | kílóa poka, en var £ marz $1. 20 marz s.l. á 103.40 k'rónur. Kílóið i krónur. — SB Verið að ákveða bætur til öskufallssvæðanna Harðærisnefnd er nú að ákveða, hvað eigi að bæta af tjóninu á öskufallssvæðunum. Mun ákvörðun in liggja fyrir einhvern næstu daga, að sögn Jóns Amalds ráöuneytis- stjóra. Ríkisstjómin mun byggja ákvörðun um stuðning við bændur á ýtarlegum rannsóknum, sem harð ærisnefnd hefur framkvæmt á svæð unum. Forystumenn bændasamtaka hafa sagt, aö hætt sé við, að fjöldi bænda verði að hætta búskap, ef verulegur stuðningur komi ekki til. Harðærisnefnd hefur undanfarin ár kannað skemmdir af völdum kals og gert tillögur um stuðning þann, sem bændur hafa fengiö frá hinu opinbera af þeim sökum. - HH ,Engu hægt að slá föstu ubh braicicT — segja fulltrúar Loftferðaeftirlitsins Á föstudaginn í síðustu viku fóru menn frá Loftferðaeftirlitinu austur á Neskaupstað og rannsök uðu brak úr flugvél sem fannst við Gerpi. Rannsókn á brakinu stendur enn yfir, enda næsta erf- itt að heimfæra brakið upp á ein- hverja ákveðna flugvélategund. „Þetta eru bara plötur úr flugvél arskrokk, og jafnvel þó mann gruni eitthvað ákveðið, þá er ekki hægt að slá neinu föstu með þetta ennþá. Málið er því áfram í rann- sókn“, sögðu fulltrúar Loftferða- eftirlitsins í morgun. — GG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.