Vísir - 07.10.1970, Blaðsíða 2

Vísir - 07.10.1970, Blaðsíða 2
Viðurkennd fölsun Listasafn eitt á Manhattan, New York er nú byrjað að selja verk eftir „meistara falsarann" David Stein. Það var á miðviku- daginn í síðustu viku sem hafin var s'ala verka Steins, en áður hafði gengið dómur í máli þessu, og úrskurðaði dómarinn Amold Fein við helzta dómstól New York-ríkis að „hver sem fortlð Davids Stein væri, þá hefði hann fullan rétt á að selja eigin lista- verk, en þó þvi aðeins að hlann seldi eftirlíkingar sínar sem slíkar." Listaverk Stein þykja svo ná- kvæmar eftirlíkingar, að margir telja það hættulegt að leyí'a sölu þeirra, því auðveldlega sé hægt að nema burtu nafn Steins af við komandi listaverki og setja Picasso, M'atisse, Chagall, Braque eða Miro í staðinn og selja þaö síðan sem ekta. Það er The Wright Hepburn Webster Gallery sem hefur um 68 eftirlíkingar eftir Stein til sölu, en sölusýning þessi mun standa í 2 vikur. Stein málaði þessar eftirlíking- *ar sínar í fangelsi þvi sem hann enn situr í, en hann var dæmdur til fangelsisvistar fyrir listaverka fölsun og'fyrir að selja verk und- ir fölsku nafni. Stein var hand- tekinn f París og settur inn þar, og þar er hbnn enn. □□□□□□ Isabella Rossellini heitir hún þessi og er dóttir þeirr ar frægu sænsku leikkonu, Ingi- ríðar Bergman. Isabell'a býr jafn- an í Róm, og þessi mynd var ein- mitt tekin af henni þar í borg, er hún var nýkomin úr sumhr- leyfi sínu á Sardiniu. Ljósmynd- arar á Ítalíu völdu Isabellu sem eftirlætisviðfangsefni sitt f sum- ar. 1. Grannskoðað í París ... 2. yfirheyrsla í Briissel. og 3. leitaö að sprengjum í London. 4. Hundurinn, bezti vinur mannsins, er miklu betri en öll tæki til að finna sprengjur. Sunmidagsmorgunn í Frankfurt — Maður nokkur hafði brugð ið sér í snögga ferð til Þýzk'a- lands frá Bretlandi og var nú á leið heim aftur. Hann kom til flugstöðvarinnar í Frankfurt með skjalatösku sína í hendinni, og einnig gjöf sem hann ætlaði að færa konu sinni. Þessi gjöf var eins konar klukka, gerð úr málmi. Er hann kom að flugvél- inni, v'ar bæöi pakkinn og hand- taskan tekin af honum, „af ör- yggisástæðum er ekki leyft að fara með handtöskur inn í flug- vélar hér“, var manninum tjáö. Nú rann upp brottfarartími véJarinnar og allir farþegar voru komnir um borð. Þá hófst ein allsherjar leit. Allar töskur kvenna voru gr*annskoðaðar, inni haldi þeirra hellt úr og síðan var einn og einn farþegannb tek- inn bak við tjald og athugaö hvort hann bæri eitthvað innan klæða. Fyrstu sex eöa sjö far- þeg'arnir fóru klakklaust gegnum hreinsunareldinn, og aðeins einn hreyfði mótmælum fyrir meðferð ina — leit sá samt út fyrir aö vera Arabi. Loks fengu allir að fara til sæta sinna. Og er lallar flöskur sem farþegar höfðu keypt í frf- höfninni voru af þeim teknar og þeim komið fyrir í sérstökum plastílátum, bjuggust menn viö að fara nú að komast í loftið. Þá kalfeði flugstjórinn allt í einu í hátalarann: „Það er einni tösku of mikið hér um borð. Allir eru beðnir að fara út og taka sína tösku.“ Hófst nú kurr rnikill meðal far- þeg'a, en flestir klöngruðust samt fljótlega út fyrir og stóðu frem- ur umkomulausir þar í úrhellis- rigningu. Svo greip hver sína tösku. Ein gekk af. Kapteinninn gekk aö henni og sagði svo: „Vill farþeginn Winifred Goodenough frá Edinborg kannast viö töskuna sem er merkt henni?“ Nú voru allir orðnir vissir um áð taskan innihéldi sprengju, og það leið yfir eina konu. Sjúkrabíll kom vælandi eftir flugbrautinni og út úr honum stukku 2 læknar og fimm hjúkrunarkonur. Hjúkrunar lið þetta fór á brott með konuna og einnig barn sem hágrét. — Herjeppi kom á vettvang og tók töskuna. Var hún flutt f burtu og varð að gera sér að góðu (taskan) að 2 hermenn miðuðu á hana vélbyssum sínum. Flugvélinni var leyft að ffera á loft tveim klukkustundum síð- ar. Er vélin lenti á flugvellinum í London varð fólkið að bíða eina klukkustund eftir að fá far- angur sinn — en, hvaö um það? Flugvélinni var ekki rænt! Mao-Kína 21 árs Þessi mynd var tekin af hinum 76 ára gamla Mao formanni í síð ustu viku, er hann f fylgd með krónprinsinum Lin Piao mætti til mikilla hátíðaWalda á Hinu himn eska friðar torgi f Peking. Var þar verið að halda upp á það, að 21 ár var liðið frá stofnun hins Kínverska alþýðulýöveldis. Undr- uðust hátíðargestir, hve Mao er enn hress og kátur — maður kominn á þennan aldur. Nýtt afí í þýzkrí pólitík Fyrir næstu þingkosningar f Vestur-Þýzkalandi mun nýr stjómmálaflokkur koma fram á sjónarsviðið. Heitir sá „Erste Frauenpartei" (Fyrsti kvenna- flokkurinn) og var sá stofnaður fyrir nokkrum árum í Mannheim. Eftir því sem formaöur flokks- ins, Gisela Gawlik (sjá mynd) segir, þá eru flokksmeðlimir orðn ir 18000 talsins „og eru ekki all- ir meölimimir kvenkyns", segir hún. Stefnuskrá flokksins er í fyrstía lagi aö berjast fyrir raun verulegu jafnrétti karla og kvenna, einkum þó f pólitfsku til- liti. Fá fleiri konur í stjórnina og á þingið í Bonn. Gawlik flokks foringi vill einnig og einlæglega sjá konur ná meiri frama í at- vinnulífinu en nú er. Hún segir að það sé lágmarkskrafa að annar hver dómari í Vestur-Þýzkhlandi sé kona og að sama marki veröi að keppa varðandi starfskrafta í háskólunum. En leiðin !að pólitísku jafnrétti er þröng og þyrnum stráð. Þaö hafa meðlimir EFP — eins og flokkurinn er í daglegu tali kall- aður — komizt að raun um. Kvennaflokkurinn er ekki ætíð tekinn alvarlega í umræöum mánna og af þeim sökum gengur konunum illa að skýra sín sjónar- mið og koma sér á framfæri við fjölmiðla. — ##Fyrsfi kvennaflokkurinn11 telur 18000 nteðlimi Gisela Gawlik. Foring? „Erste Frauenpartei“, sem vill auka völd kvenna í þjóðfélaginu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.