Vísir - 17.10.1970, Blaðsíða 7

Vísir - 17.10.1970, Blaðsíða 7
VI S I R . Laugardagur F7. október 1970. 7 cTMenningarmál Stefán Edelstein skrifar um tónlist: Himneskur hornablást- j ur og heiðrað tónskáld i ginfóníuhljómsveit íslands hélt aöra tónleika sína á þessu starfsári s. 1. fimmtudagskvöld undir stjórn Páls P. Pálssonar. Riðið var á vaðiö með Branden- burgarkonsert nr. 3 eftir Bach, og leiddi sá flutningur glöggt fyrir eyru hvar vankantar eru mestir og úrbætiur væru brýn- astar í svei'tinni. Var þetta í stuttu máli litlausit og dauf spiila mennska og þar að auki oft óhrein. Fjaðurmagnaður rytrni siðasta þáittar fór úit um þúíur, enda varkámi í hraðavali stjóm andans miðuð við getu strengja sveitarinnar. Engu að síður, strengjasveitin hefur mjöggott af því að æfa sMka tónlist, hún hefor sterikt þjáiHfunargiildi. Tb Lanzky — Otto var einleik- ari á hom í Homikonsert nr. 1 eftir Richard Sitrauss. Marg ir muna efiaust eiftir hinum mæta tónilistarmanni Wilhelm Lanzky-Otto, föður Ibs, sem dvaidi hér um noktourt skeið og var frábær hornlleikari og píanó leikari. Ib er ekki síður stór- kostiegur hornleikari, leikur af fádæma sniiid á hljóðfæri sitt. Hann ræður yfir ölilum „skö]um‘‘ hiijóöfærisáns, frá þrúgandi „forte“ ytfir í sMkimjúkt „piano“. Gerði hann erfiðu og litríku ein leikshlutiverki meistaraleg skil vdð mifcla hrifningu áheyrenda. Prýðilegt samspil einteikara og hljómisveitar, þökk sé ágætri stjórn Páls P. Páilssonar. Cíóari hiluti efoissikrár var helg aður tónskáldinu Karli O. Runölfssyni, en hann verður sjötugur í þessum mánuði. Voru flkitt eftir hann 3 verk: for- leikur að FjaMa-Eyvindi, Hvarf séra Odds frá Miklabæ og hljómsveitarsvitan Á krossgöt- um op. 12. Það er óþarfi að kynna Karl O. Runólfsson, hann er löngu þjóðkunnur sem tónlistarmaður og tónskáld, Forleikurinn og Hvarf séra Odds gefa góða inn- sýn í íslenzka dramatík, enda byggðir á dramatísku efni. Geipiiegir lúðrabljómar og páku þyrlur fylla salinn o-g framsögn Róberts Arnfinnssonar í Hvarfi séra Oddis var svo sannarlega hni-tmiðuð og músikölsk út í æsar, í fulilkomnu samræmi við tónlistina, enda í tr-austum höndum stjórnandans. Síðasta verkið Á krossgötum op 12, er samiö fyrir rúmum 30 ár-um. Þar kennir margra grasa og mor ar af snjöllum h-ugmyndum. Sér stakil-ega síSasti þátturinn er - skemmtilega unninn, gag-nsæ „instrum-entation", hnyttin notk un bl-ásara og y-firleitt a-llur „strúktúr" þessa þáttar gerir hann andlega skyldan Strav- ínsky, og er Karl ekki í lélegum félagsskap þar. Tóns-kál-dið var hylilt með ferföldu húrr-a og Mómahafi i lokin. Hampplötur Hörplötur HAGSTÆTT VERÐ Hannes Þorsteinsson, heildverzlun HaJlveigarstíg 10. — Sími 24455 — 24459 MGVfléghvili . með gleraugum frá Austurstræti 20. Simi 14566. ÞJÓNUSTA SMURSTÖÐIN ER OPIN ALLA DAGA KL. 8—18 Laugardaga kl 8—12 f.h. HIKLA HF. i Laugavegi 172 - Simi 21240, 77/ sölu ' á Ljósvallagötu 12, 1. hæð, í dag M. 2—5 e.h. notuð borðstofuhúsgögn, gamall ísskápur Qg strauvél. Allt mjög ódýrt HÚSNÆÐISMALASTOFNUN ríkisins a mmm Hinn 2. október sl. tók gildi ný reglugerð um lániveit- ingar húsnæðismálastjórnar. Fjallar hún um lánveiting ar til einstaklinga til byggingar nýrra íbúöa, meiri háttar viðbygginga eða til kaupa á nýjum íbúðum, um lán til framkvæmdaaðila í byggingariðnaðinum vegna íbúðabygginga, um lán tii byggingar leigu- íbúða í kaupstöðum og kauptúnum, um lán til einstakl- inga vegna kaupa á eldri fbúöum, um lán til sveit- arfélaga vegna útrýmingar heilsuspillandi búsnæðis. Telur stofnunin þörf á að vekja nú öðru frem-ur at- hygli á eftirfarandi atriðum hinnar nýju reglugerðor. I. Breytingar hafa orðið á þeim ákvæðum, er gilda um íbúðarstærðir hinna ýmsu fjölskyldustærða. Era þau nú á þennan veg: „Við úrskurð um Iánshæfni umsókna skal húsnæðis- málastjórn fylgja eftirfarandi reglum varðandi stærð nýbygginga miðað við innanmál útveggja: a) Fyrir einstaklinga hámarksstærð 50 ferm. b) Fyrir 2ja—3ja manna fjölskyldu, hámarksstærð 100 ferm í fjölbýlishúsum, en 110 ferm í einbýBs- húsum. c) Fyrir 4-5 manna fjölskyldu, hámarksstærð i20 ferm í fjölbýlish., en 125 ferm. í einbýlish. d) Fyrir 6—8 manna fjölskyldu, hámarksstærð Í35 ferm. e) Ef 9 manns eða fleiri eru í heimili má bæta við hæfilegum ferm.fjölda fyrir hvem fjölsk.mann úr því meö þeirri takmörkun hámarksstærðar, að ekki verði lánað út á stærri íbúðir en 150 ferm. Um c- og d-Iiöi skal þess sérstaklega gætt að herb- ergjafjöldi sé í sem mestu samræmi við fjölskyldu- stærð. Við mat fjölskyldustærðar skal einungis miðað við þá sem skráöir em til heimilis hjá hlutaðeig- andi umsækjanda samkvæmt vottorði sveitarstjöm- ar.“ II. Lánsréttur sérhverrar nýrrar íbúöar, sem sött er um lán til ákvarðast af dagsetningu úttektar á ræsi (skolplögn) í grunni. Annast byggingafulltrúi hvers byggðarlags þá úttekt. Gildir þessi ákvörðun frá og með 2. okt. sl. og frá og meö sama tíma fellur ur úr gildi sú viðmiðun er áður réö lánsrétti (úttekt á undirstöðum í grunni) (sjá g-lið 7. gr. rlg.) III. Eindagi fyrir skil á iánsumsóknum vegna nýrra íbúöa verður hér eftir 1. febrúar ár hvert, en eigi 16. marz eins og verið hefur til þessa. Tekur hinn nýi ein- dagi þegar gildi, en verður nánar auglýstur síðar Húsnæðismálastofnunin hvetur alla þá, er þessi mál snerta með einhverjum hætti, til þess að afla sér hinnar nýju reglugerðar um lánveitingar húsnæðis- málastjórnar. Er unnt að fá hana í stofnuninni sjálfri og eins verður hún póstsend þeim, er á henni þurfa að halda og þess óska. Reykjavik 16. október 1970. VitaWrop k HeimiKspIosf Sjalftímandi plastfitma . . til að leggja yfir köku* og mafardiska /É\ °3 f!|p'/ inn matvælum til geymslo jr > ísskápitmn. Fæsf í matvóruveraunum. PLASTPRENT H/F.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.