Vísir - 21.10.1970, Blaðsíða 5

Vísir - 21.10.1970, Blaðsíða 5
V'I'S'I R . Miðvikudagur 21. október 1970. 5 Fólkvangur milli HeiÖ- merkur og Krýsuvíkur? — „erfitt / framkvæmd..." segir borgarlögmaður Konur að ná meiri- I hluta í kennarastétt I Konur gerast nú æ umsvifa- meiri í kennarastéttinni og sækja fast á meirihluta kenn- ara, sem er enn karlmenn. — Veturinn 1969—70 voru 206 kon ur bamakennarar við skóla Reykjavíkur á móti 142 körlum. I kaupstöðum úti á landi reynd » ust konur vera 147 í kennara- J stöðum í barnaskólum en karlar • 137. Heildartala barnakennara • á landinu skiptist svo eftir kynj J um: Konur 502 og karlar 532. • — SB ! «•••••• •••••••••••••••'•••••« »••••••••••••••••••• Neyðumst til að grípa til 55 örþrifaráða — segja barnakennarar • „Prósenttala réttipdalausra manna við kennslu í barna- skólum landsins hefur að vísu lækkað nokkuð á síðustu árum, þegar á heildina er litið, en sum- ir landshlutar eru nú svo illa settir að þessu leyti, að segja má að til vandræða horfi,“ sagði Svavar Helgason framkvæmda- stjóri Sambands íslenzkra barna kennara á fundi með fréttamönn um m. a. Taidi Svavar að aðalástæðan fyr ir kennaraskortinum væri lág laun kennara, erfáðar aðstæður og aðbún aður til kennslu í dreifbýli. Þá minnti Svavar á það að kenn arastarf væri öðrum störfum frem ur ábyrgðarstarf, vandasamt og þreytandi sem kreifðist auk sér- menntunar ýmissa eðliskosta svo sem þolinmæði og þrautseigju. — Launakijör kennarar verði aö stór- bæta við þá saminga, sem nú fari í hönd. Bf það verði . ekki gert versni enn hið alvarlega ástand í skólum landsins, og þá sérstaklega ■ í skólumdreifbýlisins.þarríkti sums | staðar neyðarástand. „Þá kann einn ! ig svo að fara að kennarastéttin ' verði neydd til að grípa til ör- ‘ i þrifaráða til að knýja fram rétt- j látt mat rikisvaldsins á störfum sínum.“ Á fundinum var einnig rætt um laun barnakennara og þá sérstak lega hin lágu laun lausráðinna kennara. Einnig að kennarar taki laun eftir menntun. Þá var bent á þann tilkostnað, sem það hefur i för með sér fýfír kennara að sækja kennaranámskeið án nokk urrar fyrirgreiðslu eins og nú hefur tíðkazt. Fjallað var um mat á kenn arastarfinu, þar tekinn inn í sam- anburður á launum kennara og hjúkrunarkvenna og lögregluþjóna, en síðarnefndu störfin eru lægra launuð í hlutifalli við kennslustörf í Noregi og Svíþjóð en hér á landi. —SB „Niðurstaöa af athugununum er sú, að þetta verður ákaflega erf- itt í framkvæmd samkvæmt gild andi lögum,“ sagði Páll Líndal, borgarlögmaður, er Vísir spurði hann í morgun um hvað liði framkvæmdum vegna samþykkt ar borgarráðs um gerð svokall- aðs fólkvangs- eða útivistar- svæðis milli Heiðmerkur og Krýsuvíkur. Eins og kunnugir vita, er þarna um að ræða mjög svo víðáttumikið ! landsvæði 'og eiga mörg sveitarfé- lög land að svæðinu, og því verður það að teljast eðlilegt, a.m.k. sam | kvæmt gildandi lögum, að öll þessi sveitarfélög sem við sögu koma | eigi einhvern þátt í skipulagningu svæðisins. j Tekin hefur verið saman skýrsla ' um niðurstöður athugana um hugs | ajilegar framkvæm^ir á þessu úti vístarsvæði og sagði Páll Líndal aö að sínu viti þá þyrfti að breyta lög um til að eitthvað væri hægt að gera á þessu mifcla svæði til að gera þar skemmtilegt útivistar- svæði. | „Auðvitað eiga a-llir jaifnan að- gang að svæðinu. Ekfci aðeins íbú- ar þeirra sveitarfélaga. sem kannski legg'ja út í framkvæmdir og því er það eiginlega ótækt að láta eitt- I hvert eitt sveitarfélag, eða fá bera al'lan kostnað af framkvæmdun- um.“ — GG Hrossa- kaup á Litla- Hrauni Mikill áhugi var ríkjandi i 1 hópi þeirra manrta, sem sl. laug I ardag voru mættir á túnunum I austan við vinnuhæliö á Litla- Hrauni. Þar var nefniilega verið aö sýna 73 ótamin hross á öM- I um aldri, sem alin hafa verið i upp á Litla-Hrauni, en öl'lum . var 'heimilt að gera kauptilboð í, ‘ þar eð ákveðið hefur verið að I leggja þar niður a:Ma hrossarækt. I Töluverður fjöldi fólks kom að skoöa 'hrossin miHi klukkan 1 og 6 á laugardaginn og hefur Inn- I kaupastoifnun rfkisins nú þegar borizt fjöldi tilboða. Búast þeir við, að enn fleiri tilboð eigi þö 1 etf.tir að berast fyrir klukkan I fimm á morgun, en þá veröa I boðin opnuð. Oskuðu eftir til- lögum frá farþegum • Hinar margháttuðu breyt- ingar á vegakerfinu, bæði í Kópavogi og eins á leiðinni mn eftir, hafa kallað á sam ræmdar breytingar á Ieiða- kerfi strætisvagna Kópavogs. Þegar hafa töluverðar breyt- ingar verið gerðar, en enn fleiri eru í vændum — það er að segja, ef farþegar vagn- anna telja slíkt æskilegt. Nú hefur nefnilega verið tekið upp á þeirri nýbreytni, að gefa þeim kost á að leggja fram sínar tillögur í málinu og áttu þær að hafa borizt í hendur vagnstjóranna eigi síð ár en í fyrradag. Nefndir hafa oft sinnis verið Ísettar á laggirnar til þess að skipuleggj a s trætis vagnafe rði rn - % ar, en æskilegast segja fram- Skvæmdastjórar SVK auðvitað. að þær skipulagningar komi aö swo milcl'U teyti, sem unnt er frá fólkinu sjálfu, sem ferðast þurfi með vögnunum. Skólafólk segja þeir áhuga- samast við að leggja fram til- lögur og þegar hafi margar góö- ar komið úr þeirri áttinni. Eins og t. d. sú, sem kom frá nem- endum þriggja Reykjavíkurskól- anna þess efnis, að einn vagn aki alla Kringlumýrarbrautina niður að Suðurlandsbraut. Sú hugmynd hefur þegar verið tek- in til athugunar. Þá hafa fleiri haft orð á því, að heppilegra sé, að strætisvagn ar Kópavogs fari meira að leggja leiö sína í nýja-miðbæinn svo kallaða, og er það nú í at- hugun hjá SVK. Ekki stendur til að fjölga vögnum SVK, þar eð þeir hafa rekið sig á sömu staðreynd og SVi-t, að þeim fer stöðugt fækk- andi ár frá ári, sem nota stræt- isvagnana — þótt furðutegt megi virðast. — ÞJM A uppboðinn eru bæði folöld jafnt sem eldri hross. Einn graðhestúr er meira að segja í hópnum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.