Vísir - 14.11.1970, Side 16
Verð á kinda-
kjöti óbreytt
— orðrómur um lækkun
kveðinn niður
Þrálátur orörómur hefur gengið
um bæinn þess efnis, að kindakjöt
muni lækka f verði. Hafa kaup-
menn kvartað sáran undan þessu,
samkvæmt því sem Sveinn Tryggva
son framkvæmdastjóri Framleiðslu
ráðs landbúnaðarins tjáði blaðinu i
gær. Sagði hann að vegna þessa
skuli þaö upplýst, að ekki hafi ver
ið teknar ákvarðanir um aukningu
á niðurgreiðslu kindakjöts og verð
á því standi oví óbreytt. —SB
Vilja fjölbýlishús fyrír em
stæða forehfra
þar sem barnaheimili, v'óggustofa og 'ónnur aðstaða sé
innan veggja — Félag einstæðra foreldra hefur fjár'óflun
• Félag einstæðra mæðra
er nú að hefja víðtæka
fjáraflastarfsemi. Markmið
félagsins er að stuðla að því
að komið verði upp tóm-
stunda- eða skólaheimilum í
hverju borgarhverfi, þar sem
börn geti dvalizt á morgn-
ana, frá því foreldrar fara í
vinnu, þar til þau byrja í
skóla og eins á eftirmiðdög-
um, frá því skóla lýkur, þar
til foreldri kemur heim úr
vinnu. Eitt slíkt heimili verð-
ur raunar tekið í notkun á
næstunni inni við Efstasund
og er það á vegum borgar-
innar.
Jafnframt þessu stefnir félag
ið að því að í framtíðinni verði
reist fjölbýlishús fyrir einstæða
fore'dra, þar sem fótk geti feng
ið inni á meðan það er að koma
sér betur fyrir að minnsta kosti.
í húsinu verði auk fbúðanna,
vöggustofa, bamaheimiii og að
staða til skrifstofuhalds fyrir fé-
lagið.
Félagið gefur út jólakort í fjár
öflunarskyni — með bamateikn
ingum. Munu félagar sjálfir
dreifa kortunum, en þau kosta
tíu krónur hvert. Myndamót og
Prentverk sáu um gerð þessara
korta og gáfu alla vinnu við
verkið.
Félagið mun jafniframt leita
eftir styrktarmeðlimum, bæði
einstakiingum og félögum tii
þess að veita málefnum félags-
ins fjárhagslegan stuðning. —JH
BSM*
5?
Stórt stökk yfir í góðan sal“
— segir formaður IR, en félagið fær aðst'óðu
j nýjum ibróttasal i Breiðholti, sem tekinn
verður i notkun á þriðjudag
■ Iþróttasalurinn við Breið-
holtsskóla verður tekinn
í notkun á þriðjudag. t dag
verður unnið að því að lakka
íþróttasalinn, en tæki til f-
þróttaiðkana eru komin upp.
Salurinn er af stærstu gerð,
sem byggðir eru viS skóla.
Fyrir utan nemendur skólans
sem fá nú salinn til afnota
fær ÍR aðstöðu f salnum á
kvöldin.
„Þetta verða geysileg við-
brigði“, sagði Gunnar Sigurðs-
son formaður ÍR i viðtali við
blaðið í gær. „Það er stórt stökk
að geta verið sameinaðir í einn
góðan sal. Það verður meira sam
band milli félagsdeilda, en eins
og þetta hefur verið hafa deild
irnar varla vitað hver um aðra.“
Gunnar sagði ennfremur að
virkir félagar í ÍR væru 1400.
Hefur ÍR verjð á hrakhólum með
húsnæði til fþróttaiðkana og
deildir félagsins stundað starf
semi sína á mörgum stöðum í
borginni. Starfsemin hefur aðal
lega farið fram í ÍR núsinu við
Túngötu, gömlu Landakotsikirkj
unni, eða allt frá 1929, en einn
ig hafa deildirnar starfað í
Íþróttahöllinni, Réítarhoitsskóla
Álftamýrarskóla og Langholts-
skóla. Þegar ÍR hefur starfsem
ina í nýja íþróttasalnum verður
starfseminni hætt i Álftamýrar-
skóla og Réttarholtsskóte en
heldur áfram í Langholtsskóla
og ÍR-húsinu í vetur. Síðar
stendur til að rífa ÍR-húsið, þeg-
ar Túngatan verður breikkuð og
að khþólski söfnuðurinn byggi
þar. — SB
Rangar fullyrðingar um
verðhækkanir í október
segja Kaupmannasamt'ókin
„Fuliyrðingar í blöðum og um-
mæli stjórnmálamanna í útvarpi og
sjónvarpi þess efnis, að verzlunar-
fyrirtæki hafi hækkað vöruverð sið
ustu daga í október, fá ekki stað
izt. Samkvæmt upplýsingum verð
lagsstjóra, hafa eftirlitsmenn hans
ekki oröið varir við, að verzlunar-
fyrirtæki hafi hækkaö álagningu
sína, og þar með vöruverö með
óeðlilegum eða ólöglegum hætti.“
Þeftta segir i fréttati'lkynningu frá
Kaupmannasamtökum ísiands og
Félagi fsilenzkra stórkaupmanna. —
Bent er á, að íslenzk verzlun býr
við verðlagseftirlit á flestöllum sin-
um vörum. Ekki sé hægt að hækka
álagningu á vöru undir verðlags-
ákvæðum nema leyfi verðlagsnefnd
ar komi til. Kaupmenn muni bera
sínar byrðar i sambandi við þessa
verðstöðvun ekki síður en aðrar
stéttir. Til dæmis haifi verðlags-
nefnd hafnaði kröfu um 7% hækk
un álagningar, sem borin var fram
vegna 4,2% launahækkunar i sept.
og hækklana á ýmissi opinberri
þjónustu. Þá muni verzlunarfyrir-
tæki eins og önnur fyrirtæki koma
til með að bera hinn nýja 1,5%
launaskattt án þess að fá heimild
ti'l að hækka álagningu vegna þessa
kostnaðarauka.
Fréttatilkynningin er svar við
fullyrðingum stjórnarandstæðinga
um að vörur hafi verið hækkaðar í
verði eftir viðtal við forsætisráð-
herra í sjónvarpinu um miðjan
október. —HH
Fyrst „tákn niðurlæg-
ingarinnar“ — nú
meðal hinna stóru
Yfirlitssýning Gunnlaugs Schevings,
sem málað hefur i 47 ár
„Gunnlaugur Scheving hóf
í nám í málaralist árið 1923 þá 19
ára gamall og hefur síðan algjör-
Iega helgað málaralistinni líf sitt.
Flestar af elztu myndum hans eru
glataðar, annaðhvort málaði hann
yfir þær eða bær urðu ónýtar i lé
legum húsakynnum. Var bar fá-
tækt Gunnlaugs um að kenna. —
Listamenn bjuggu þá margir við
þröngan kost... Fólk keypti Iítið
sem ekkért af Gunnlaugi framan
af. Myndir hans og nokkurra ann-
arra málara voru sýndar í búðar-
glugga í Reykjavík sem „entartete
Kunst“, svo að landslýður mætti
sjá með eigin augum, hvað íslenzk
list væri djúnt sokkin. Þrátt fýrir
mikla andúð ráðamanna á list Gunn
laugs og ótrúlega erfiðleika gafst
hann ekki upp______“ segir í véglegri
sýningarskrá sem gefin hefur verið
út í tilefni af yfiriitssýningu Lista
safns íslands á verkum Gunnlaugs
Schevings.
Síðan Gunnlaugur kom heijn frá
námi 1929 hefur hann haldið fjöld
ann allan aif sýningum bæði heima
og erlendis, eins og kunnugt er.
Mörg listasöfn úti um heim eiga
myndir eftir Gunnilaug og eiirnig op
inberar byggingar í Reyfkjavfk.
„Við ætlum að hafa sýninguna
opna í mánuð. Það verður opið
hvern dag frá kl. 13.30 tH 22 og á
sunnudögum frá 10 á morgnana til
22 — morgunbirtan er svo falleg
í sýningarsalnum", sagði Sekna
Jónsdóttir, listfræðingur, foristöðu
maður Listasafnsins. Sýningin verð
ur opnuð almenningi id. 16 á
morgun. Aðgangur ökeypis. —GG
Gunnlaugur Scheving hefur nú málað í 47 ár, þó að byrjunin hafi
ekki verið beysin.