Vísir


Vísir - 09.12.1970, Qupperneq 3

Vísir - 09.12.1970, Qupperneq 3
V ÍSIR . Miðvikudagur 9. desember 1970. 3 Í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND ÍMORGUN ÚTLÖND Umsjón: Haukur Helgason. VERDiTOD VUNI NORíGI Þeir, sem hafa hækkað verð siðan 20. nóvember verða að færa það niður aftur NORÐMENN munu nú fylgja í fótspor Svía, Dana og íslendinga og koma á verðstöövun. Mun verð- stöðvunin við þaö miðast, að ekki má kref jast hærra verðs fyrir selda vöru eða þjónustu en gilti hinn 20. nóvember. Þeir, sem hafa hækkað verð síðan 20. nóvember, verða að lækka það. Þetta gildir jafnt um opinberan rekstur og einkafyrirtæki. Ákveðnar undantekningar munu verða á þessari reglu. Per Borten forsætisráðherra sagði á blaðamannafundi í gær- Per Borten forsætisráðherra. BRÉF BARST FRÁ GÍSLINUM Fundizt hefur bréf frá svissneska ambassadorn- um í Brasillu, sem rænt var fyrir tveimur dögum, að sögn íögreglunnar í Ríó de Janeiró í nótt. Hugsanlegt er, að í bréfinu séu kröfur mannræningjanna. — Það var stíiað til svissneska sendiráðsins, en lögreglan hafði ekki afhent það í morgun. Sjónvarpsstöð ein skýrði fyrst frá bréfinu og sagði, að ambassa- dorinn hefði sjálifur ritað það og hefði það fundizt í kirkju í Ríó seint x gærkvöldi. Áður hafði hópur sá, er stend- ur bak við mannránið, sent frá sér yfirlýsingu, þar sem krafizt var, 83 stúdentar handteknir □ Lögreglan gerði leit í stúdenta- hverfinu í Ankara, höfuðborg Tyrklands, í gærkvöldi og Iagði hald á mikið magn vopna. E3 83 stúdentar voru handteknir. að 70 pðlitískum föngum í Brasilíu skyldi sleppt 1 skiptum fyrir sviss- neska ambassadorinn. Þá sagði dómsmálaráðherra Brasilíu í gær, að þetta bréf væri falsað. Sjónvarpsstöðin Globo, sem skýrði frá bréfinu, segir, að þar sé þess krafizt að stjómvöld hætti 'leitinni að mannræningjunum. Tíu þúsund hermenn og lögreglu- þjónar hafa tekið þátt I leitinni aö sendiherranum og ræningjum hans. Heimildir í Ríó sögðu í nótt, að væri það rébt, að mannræningjarnir krefðust frelsis fvrir 70 fanga, gæti það reynzt Emilio Medici forseta örðugt að ganiga að þeim skilmál- um. Þótt forsetinn kynni persónu- lega að æskja þess, að kröfur ræn- ingjanna yrðu samþykktar, þá væri nú vaxandi andstaða meðal her- foringja í Brasilíu gegn því, að samþykkt væri að sleppa pólitísk- um föngum í skiptum fyrir dipló- mata, sem rænt hefur verið. Svissneska stjórnin tilkynnti stjóm Brasilíu í gær, að Sviss muni senda ambassador sinn í Luxem- burg, Max Feller, til Ríó til að vera ríkisstjórn Brasilíu tM ráðu- neytis f loitinni að mannræningj- unum. Feiler starfaði í Brasilíu ár- m 1959—1964. Mannrán tíðkast mjög í Brasilíu um þessar mundir. Ekki er langt liðið, síðan vinstri sinnar námu brott erlendan diplómat og fengu fyrir snúð sinn frelsi fj'rir fjölda brasilískra skæruliða, sem sátu í fangeisi. kvöldi, að jafnframt því sem rík- isstjórnin muni beita sér fyrir lög- um um verðstöðvun, mundi hún setja lög til að hamla gegn launa- hæfckunum. „Alþýðusambandið mun ekki beita sér gegn slíkum lögum, ef verðstöðvunin verður lát- in gi'lda út árið 1971,“ sagði Borten. Þá mun rífcisstjómin gangast fyrir hækkun á bótum ailmannatryg'ginga. Helge Seip (vinstri flokkur), sem er formælandi stjórnarflokkanna á þingi. sagði í umsögn um þessar ráðstafanir, að verðbólguþróunin gerði stjóminni nauðsynlegt að grfpa til aðgerða. í umræðum um hásætisræðuna hinn 20. október var samþykkt þingsállyktun, þar sem sfcorað var á ríkisstjórnina að efla verðlagseftirlit, auka rann- sóknir á verðlagsmá'lum og beita sér fyrir aðgerðum gegn verðhækk- unum, ef þörf gerðist. „Þessi að- vörun Stórþingsins hafði engin á- hrif,“ segir Helge Seip, og margir hækkuðu verð vara sinna. Þess vegna sé nú óhjákvæmi'legt að lýsa yfir tímabundinni verðstöðvun í landinu. Eins og verðlagsmálikn sé komið, verði stjómin einnig að draga úr fjárfestingu hins opinbera og lán- um. Engum sé hagur að verðbólgu, sem valdi hækkuðum kostnaði og dragi úr samkeppnishæfni norsks atvinnulífs. Kólera aftur í Ghana 1 KÓLERA hefur að nýju komið 1 upp í Afríkuríkinu Ghana. Til þessa hafa tuttugu dáið úr sjúk-1 dómnum, að sögn heilbrigðis- yfirvalda í höfuðborginni Accra ' I í gærkvöldi. Kólera er enn að stinga sér , niður í ýmsum löndum, en mjög hefur dregið úr henni frá því í I sumar. Eitt leiðir df öðru í náttúrueyðingunni Haf leðju steyptist niður fjallshlíðar I Suður-Kaliforníu, sem voru eyddar af skógareldum og veittu því leðjunni litla fyrirstöðu, og fyllti húsagarða við þjóðveginn í Malibu. Þetta varð, þegar fyrsta stórregn vfetrarins féll. Regnið hætti, áður en sagan frá í vor endurtók sig, en þá fórst 101 á þessum slóðum í leðjuflóðunum í Kaliforníu. „Bandarískir hermenn fara ekki aftur inn í Kambódíu // segir Rogers utanrikisráðherra — „Viðræð- urnar i Paris tilgangslausar" I® William Rogers utanríkisráð- herra Bandaríkianria sagði í gær, að Bandaríkin væru reiðubúin til að veita KBmbódíu hvers konar aðstoð, en þó kæmi ekki til greina að bandarískir hermenn yrðu aftur sendir inn i landið. Ráðherrann sagði, að Norður-Ví- etnamar virtust algerlega áhuga- lausir um friðsamlega lausn Víet- namdeilunnar. Bandaríkjamönnum væri skani næsi að hætta þátttöku í viðræöunum í París, þar sem fjall- að er um lausn Víetnammálsins. Roeers sagði, að Bandaríkiastjórn hefði sent menn til hvers einasta ríkis í heimi til að kanna viðhorfin til friðar f Víetnam, en envu síður hefði Norður-Víetnam ekki áhuga á friðarsamningum í alvöru. John D. Pastore öldungadeildar- bíngmaður spurði. hvers vegna Bandankin hættu þá ekki við við- ræðurnar í París. Rogers svaraði. að það mundi mælast ilia fyrir víða í Bandaríkjunum og menn ekki skilja það. > Um 220 hermenn kommúnists féllu i fimm klukkustunda bardöp um í Kambódíu í gær um 15 kíló metrum frá iandamærum Suður Víetnaro. 14 féllu og 25 særðu* alvarlega af stjórnarhernum, c* tókst honum að reka kommúnista | af ^öndum sér Hart var barizt víða annars stað- ar í Kambódíu i gær. Sagt er, aó Noröur-Víetnamar hafi umkringt sveit Kambódíumanna við Peam Chiksang. 65 kílómetrum norðan höfuðborgarinnar Phnom Penh.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.