Vísir - 09.12.1970, Síða 9
V í SIR . Miðvikudagur 9. desemoer 1970.
□ í miðju jólabókaflóð-
inu undanfarin sex ár
hefur slæðzt með bók,
sem ekki hefur farið svo
ýkja mikið fyrir í allri
þeirri lærðu umræðu,
sem ávallt fylgir jóla-
bókaflóðinu\ Þama er
þó á ferðinni sú tegund
bóka, sem blaðamenn og
aðrir, sem sýsla með
þjóðfélag líðandi stund-
ar, kveinka sér sáran
undan skorti á, þ.e. stað-
tölubók, þar sem ails
kyns hræringar, við-
skipti og sýslan manna
eru færðar upp í töflur,
tölur og Iínurit. Þessi
bók er Framkvæmda-
og fjáröflunaráætlun
Reykjavíkurborgar eina
meiriháttar staðtölu-
fræðiritið, sem kemur út
árlega á íslandi.
Fyrir alla venjulega menn er
þessi bók ekkert skemmtirit og
ekki til þess fallin, aö hún sé
lesin spjaldanna á milli fyrsta
kvöldiö, enda fyrst og fremst
!. ■
6/oðað í fólfræðibók borgarhagfræðings
gerð sem handbók fyrir stjórn-
endur borgarinnar og svo áð
sjálfsögðu aðra þá, sem þykj-
ast geta haft af henni gagn. En
í bókinni er þó margt aö finna,
sem telja veröur athyglisvert
fyrir hina almennu borgara og
veröur þv£ blaðað í henni hér. —
Á hvaða tíma sólarhringsins
geta borgarbúar t.d. helzt átt
von á eldsvoða? — Hvernig
veröur hinum sameiginlegu
fjármunum varið á næstu árum?
— Hvað verða Reykvíkingar
margir árið 2000? — Hve marg-
ir stunda sund í borginni? Hver
er atvinnugreinaskipting í
Reykjavik? og fleira.
Á hverju lifa
Reykvíkingar?
Ekki er vitað til þess, að nein
nákvæm úttekt hafi verið gerð
á því, undanfarna tvo áratugi,
hvernig landsmenn skiptast í
atvinnustéttir. Hins vegar hefur
það verið metið á grundvelli
slysatryggðra vinnuvikna. Á
þeim grundvelli kemur í ljós, aö
fjölmennasta atvinnugreinin í
Reykjavík samkvæmt tölum
1968 var þjónusta, þar sem
25,68% vinnuvikn'a voru færðar.
Af þessu hafði opinber stjórn-
sýsla og þjónusta 17,29%. Næst
komu viðskiptj með 22,17%, en
þar eru meðtalin verzlun, fast-
eignarekstur, bankar, spari-
sjóðir, happdrætti, trygginga-
félög og stofnanir. Þriðja
stærsta atvinnugreinin 1968 var
iðnaður með 21,49% (þar af var
matvælaiönaður stærstur með
4,45%), en 1963 viar iðnaðurinn
efstur á blaði með 27,13%. —
Byggingarstarfsemin er ekki
flokkuö undir iðnaö í þessari
bók, en hún hefur verulegan
hluta' vinnuaflsins eöa 13,27%
1968. Ef byggingastarfsemin
væri flokkuð með iðnaðinum
væri hann l'angstærstur atvinnu
greinanna. Fiskveiðarnar eru
ekki stór iiöur f þessari upp-
talningu, aðeins 2,28%, en því
mikilvægari, 1 þar sem þær
standa að miklu leyti undir öðr-
um 'atvinnugreinum. — Hins
vegar eru samgöngur orðnar
veigamikil atvinnugrein með
13,83% af vinnuaflinu.
Ný íbúð á hvern
nýjan íbúa
Það þarf ekki að koma á ó-
vart, hve mikill hluti vinnuafls
Reykvíkingla er bundinn í bygg-
ingarstarfsemi. Þannig kemur t.
d. í Ijós, aö árin fjögur 1966—69
var fullgerð að meðaltali um
ein ný íbúð á hvern nýjan íbúa,
sem bættist við á íbúaskrá í
Reykjavík. Árið 1969 urðu íbúð-
irnar hvorki meir'a né minna en
1,4 á hvem nýjan íbúa. Hver
nýr Reykvíkingur fékk 622,4
rúmmetra að lifa í. Áð meðal-
tali eru nýju íbúðirnar úfn fjögur
herbergi, þ. e. 4,1 herbergi 1969,
3,8 herbergi 1968. 3,6 herbergi
1967. Almennt virðist tilhneig-
ingin sú, að byggt er stærra
með hverju árinu, enda k'emur
það í ljós, áð þó að rnikið hafi
verið byggt, hef-ur eftirspumin
að sama skmj attk'M' og enn
vantar nokkuð á ?.ð framboð
fullnægi eftirspurn. Einstakling-
arnir og fjölskyldumar teljþ sig
greinilega þurfa á stærra hús-
næði að halda með bættum efna
hag. Þetta kemur einnig í ljós,
ef athuguð er meðalstærð nýrrla
íbúða yfir lengra tímabil. Árið
1962 var meðalstærðin 328 rúm-
metrar, en 1069 var meðalstærö
in komin í 406 rúmmetra, hafði
vaxið j'afnt og þétt allt tímabil-
ið.
Mannfjölgunin
hægir á sér
Nokkurn þátt í því hve hlut-
fallið hér aö ofan er hagstætt, á
hægari fjölgun £ Reykjavík
hin seinni ár mi'ðað við árin þar
áöur. Alveg' frá áratugnum 1941
—50, þegar fjölgunin varö llang
mest hefur jafnt og þétt dregið
úr fólksfjölgun I Reykjavik.
Fólksfjölgunin varð þannig
hvorki-meiri né minni en 5,35%
árið 1947, en var komin niöur
: 0,86% árið 1969. Fólksfjölgun-
in í Rvfk varð miklu örari en
á öllu landinu árin 194-i—63, en
frá árinu 1966 hefur hún verið
töluvert hægari hér I Reykjavík.
Ef nú fer sem horfir verða
Reykvíkingar aðeins 110 þúsund
um næstu laldamót, en hefðu
orðið hátt í 200.000 um aldamót,
ef viölíka þróun hefði átt sér
stað eins og horfði áratugina
1941-60.
Þó að Reykjavík hafi tekið
stórstígum stækkunum á undan
förnum tveimur áratugum, er
það þó hreint smáræði miðaö
við Kópavog og Garðkhrepp. f
Kópavogi hefur ibúafjöldinn 6,6
faldazt á beFsum áruro en íbúar
Garðahrepps rúml. 5 faldazt.
Þessi þensla nágrannasveitar-
fölaganna hefur óneitanlega sett
sitt mark á Reykjavík, þar sem
þau sækja þjónustu sina aö
miklu leyti til Reykjavíkur,
enda erfitt aö lfta á þau öðru
vfsi en sem útborgir Reykja-
víkur, en íbúum Stór-Reykja-
vfkursvæðisins fjölgaði úr 64.
599 áriö 1950 f 107.942.
Séð fyrir enda
verkefnanna
Það fer v*art hjá þvi, að borg,
sem þandist eins ört út og
Reykjavík gerði á sínum tíma
og með jaifnmargar gamlar
syndir á bakinu í verklegum
framkvæmdum og var, hafi
borið þess nokkur merki. Hins
vegar hlýtur það lað auðvelda
nokkuð uppbygginguna, þegar
hægir á fólksfjölguninni um
stund Það kemur einnig á dag-
inn, að nú sér fyrir endann á
uppbyggingu á ýmsum samfé-
lagslegum þörfum eins og t. d.
vegagerð og hitaveitu. Árið
1953 var gatnakerfið í Reykj’a-
vík samtals 146,6 km að lengd.
Þá var aðeins 41 km malbikað-
ur eða steyptur eða um 28%
af heildinni. í árslok 1969 var
hins vegar búið lað leggja var-
anlegt slitlag á 145,6 km eöa
um 76% af gatnakerfinu, sem
var þá 213 km. Þetta segir þó
ekki nema hluta sögunnar. Á-
takið hefur næstum allt verið
vert á undanförnum 6 — 7 árum
en á s'ama ffma bafa vötumar
bre'kkað st.órleva. Eftir 2 — 3 ár
verður næe!í,n1egt að halda '
horfinu ( °erð varanlegra gatna
t Revkiavik.
Sömu •tögun'a er að segja um
Hitaveitu Reykjavíkur. Árið
1961 náði hitaveitan til um
51% fbúa Reykjavfkur. I árslok
1969 nutu 90% höfuöborgarbúa
hitaveitunnar, en 3—4% fleiri
gátu fengið hana, ef þeir kærðu
sig um. Hitaveitían er því núna
sannarlega orðin sameign allra
Reykvfkinga, en hitaveitan er
nú talin kosta 52—56% af því
sem olíuupphitun kostar.
Bygging skólahúsnæðis hefur
verið veiglamikill útgjaldaliður
í sameiginlega kostnaöinum
mörg undanfarin ár og er tölu-
vert átak eftir f þessari grein
borgarstarfseminnar næstu fjög
ur árin, aðallega í nýju hverf-
unum. Áætlað er að verjia rúm-
um 100 milljónum króna á ári
f skólabyggingar f á annan tug
skóla á næstu fjórum árum, en
þá fer að sjá fyrir endann á
uppbyggingu þessa liðs, en þörf-
inni væri nær þegar fullnægt
núna, ef ekki kæmi það til, að
b'arnafjöldinn f nýju hverfunum
er hlutfallslega miklu meirl en
f gömlu hverfunum. Börnum á
skólaskyldualdri fer fyrirsjáan-
lega mjög lftið fjölgandl á
næstu sex árum,. þó að heill
nýr árgangur bætist við. Árið
1976 er vitað að böm verða að-
eins rúm 14 þúsund, en þau
voru tæp 14 þúsund áriö 1968
og eru 6 áda böm þá ekki fal-
in með.
Aukin áherzla á
félagsmálin
Þó að séð venði fyrir endann
á sumum liðum er lftið útlit
fyrir að seglin verði dregin sam-
an á næstu árum. Hinar félags-
legu kröfur aukast með bættum
efnahag, einis og sést t. d. með
því að líta á rekstrargjöld borg-
hrinnar undanfarin fjögur ár.
Sá liðurinn þar, sem langmest
hefur aukizt eru félagsmálin,
þar sem aukningin hefur orðiö
85,8% meðan meðaltk'lshæ'kkun-
in hefur orðið 54,4%. Þetta sést
einnig, þegar litið er á fyrir-
hugaðar framkvæmdir næstu
fjögur árin. Veruleg 'aukning er
þar ráðgerö í byggingu barna-
heimila, íþróttamannvirkja og
til æskulýðsmála, en þó má bú-
ast við enn meiri aukningu til
samfélagslegrar aöstoðar í hinni
ýmsu mynd, en á síðustu miss-
erum hefur oröið gífurleg áukn-
ing á útgjöldum til félagsmála-
aðstoðar með tilkomu Félags-
málastofnunarinnar.
Hvenær brunahætta,
hve margir synda?
Ýmislegt annað fróðlegt eða
gagnlegt má lesa úr þessari
staðtölu og áætlunlarbók, sem
borgarhagfræðingur, Sigfinnur
Sigurðsson, sér um. Þama er
t. d. sundurliðað hvenær útköll
verða hjá Slökkviliði Reykjavík-
ur, en samkvæmt þeirri töflu
virðist brunahætta vera mest kl.
13—21 á daginn og brunahætta
mest yfir ádamótin almennt. —
Algengustu upptök elds eru
íkveikjur, en algerigar orsakir
eru einnig þær, að óvarlega er
farið með eld og kvikni f út
frá raflögnum og tækjum og
út frá olíukyndingu.
Tæplega 700 þúsund sóttu
sundstaðina heim á síðastía ári
og hafði þeim fjölgað nokkuð
frá árinu áður enda reyndist
rekstrarafkoma sundstaðanna
betri. þó að töluvert þurfi að
greið'a með bverium gesti. Hver
sundgeátur ( nýiu sundlauginni
í Laugardal var borgarsjóði
ódýrastur kosroði 5.41 kr.. þá
kom Sund'auq Vesturbæiar. þar
sem hver oe't-ur kostaði 7,14
kr.. Pn i
Sundhöllinni eða um 17.10 kr.
— VJ