Vísir - 09.12.1970, Side 8
8
V í SIR . Miðvikudagur 9. desember 1970.
VÍSIR
Otgefandi: Reykjaprenr hf.
Pramkvæmdastjúri: SveinD R Eyjölfsson
Ritstjóri Jönas Rristjánssoc
Fréttastjðri: Jðn Birgir Pétursson
Ritstjðmarfulltrúi • Valdimar H. Jöhannesson
Auglýsingar: Bröttugötu 3b Slmar 15610 11660
Afgreiðsla- Bröttugötu 3b Sími 11660
Ritstjórn • Laugavegi 178. Simi 11660 f5 linur)
Áskriftargjald kr. 195.00 á mánuði innanlands
f lausasölu kr. 12.00 eintakið
Prentsmiðia Visis — Edda hf.
Mesti kaupmáttur sögunnar
yisir hefur stundum spurt fólk á förnum vegi um
afkomu þess, hvort kjör þess hafi batnað, hvort kaup-
máttur tekna þess hafi aukizt. Oftast svarar fólk
þessum spurningum neitandi, hvort sem efnahagslíf-
ið er í uppgangi eða stöðnun um þær mundir. Það
er mjög algengt, að fólk telji á hverjum tfma peninga-
vandamál sín vera meiri en þau voru áður.
Þetta er raunar ósköp eðlileg afstaða. Fólk verður
þess ekki vart í fjárhag sínum, þótt kaupmáttur launa
þess aukist. Hinn aukni kaupmáttur er oftast not-
aður umsvifalaust til að afla hluta, sem fólk van-
hagar um. Kaupmátturinn fer strax inn í kaup á íbúð-
um, bílum* húsgögnum, heimilistækjum og öðru slíku,
sem fólk hefur ekki átt áður. Eignir fólks aukast, en
peningavahdamál þess eru hin sömu og áður og
stundum jafnvel meiri.
Vilji menn komast að hinu sanna um breytingar
á kaupmætti, verða þeir að skoða tölur. Kjararann-
sóknanefnd launþega og atvinnurekenda hefur borið
saman breytingar á launum verkamanna og verðlagi
og fundið út, að um þessar mundir er kaupmáttur-
inn meiri en nokkru sinni áður á því árabili, sem út-
reikningar ná yfir. Hann er orðinn meiri en hann var
í góðærinu árin 1966 og 1967.
Öllum er kunnugt um, að kaupmáttur fólks rým-
aði verulega við gengislækkanirnar í árslok 1967 og
1968. Þetta láglaunatímabil stóð yfir í hálft þriðja
ár eða fram á mitt þetta ár. Þá voru stóru samning-
arnir gerðir og kaupmáttur launa stökk skyndilega
upp í það, sem hann hafði verið mestur áður. Erfið-
leikatímabilinu var lokið, þjóðin létti af sér byrð-
unum og tók aftur upp hin góðu lífskjör áranna
1966 og 1967.
Nú hefur kaupmátturinn aukizt enn meira á síð-
asta hluta ársins og er nú kominn greinilega upp
fyrir þaó, scui hann var mestur áður. Samkvæmt
tölum kjararamisókuariCmJar liefur kaupmáttur
verkamannalauna miðað við framfærsluvísitölu auk-
izt um 37% síðan 1963 og um 43% síðan 1961. Harm
er nú nærri 20% hærri en hann var í fyrra.
Því er ekki að neita, að þessi skyndilega aukning
kaupmáttar olli ýmsum erfiðleikum í efnahagslífinu,
sem varð að standa undir aukningunni. Þess. vegna
var gripið til verðstöðvunarinnar í vetur, svo að verð-
bólgan æti ekki upp kjarabæturnar. Helzta marknrið
verðstöðvunarinnar er að tryggja framhald á þeim
kaupmætti, sem náðist í vor, og auka hann síðan
smám saman í samræmi við aukna getu efnahags-
lífsins.
Við höfum séð það svart á hvítu, að kaupmáttur-
inn er nú meiri en nokkru sinni fyrr. Við sjáum ef
til vill aukninguna ekki í veskinu, en við sjáum hana
í lífsgæðunum í kringum okkur og í hinum miklu
jólainnkaupum almennings um þessar mundir. íslend-
ingar eru aftur orðnir hátekjuþjóð.
I
)\
))
■j
)\
>*!
))
l
\
Kúrdar búa við
ótryggan frið
íslendingar hafa haft
mikla samúð með sjálf-
stæðisbaráttu Kúrda-
þjóðarinnar. Kúrdar
hafa barizt einarðlegast
allra þjóða fyrir sjálf-
stæði sínu. Þessi barátta
hefur staðið margar ald
ir. Þeir börðust við Ass-
íríumenn til forna, við
Persa og Rómverja,
Tyrki og Araba. Níu
undanfarin ár áttu Kúrd
ar í höggi við íraksmenn
sem að lokum urðu að
sætta sig við þrátefli. —
Samningar tókust milli
ríkisstjómarinnar í
Bagdad og Kúrda í marz
síðastliðnum. Því hefur
miki'lvægur árangur, en þess ber
að gæta, að byltingarráðiö og
flokksstjóm Baath-sósialista-
flokksins eru þeir, sem hafa
hin raunverutegu völd í landinu
fremur en ráðuneytið. Kúrdar
gerðu sér vönir um, aö stjóm-
arflo'kkurinn mundi fallast á að-
ild Kúrda í byltingarráðinu, en
til þess hefur enn ekki komið.
Kúrdaforinginn Barzani má út-
nefna einhvern Kúrda trl að
gegna embætti varaforseta í
Irak, en hann hefur neitað að
gera það, nema varaforsetinn
fái meiri raunveruileg völd en
hann nú hefur. Þannig er grunnt
á því góða, þótt ekki hafi verið
barizt i átta mánuði.
Deilt um
olíulindir
Því fer einnig fjarri, að lausn
hafi fengizt á öllum deiluefnum
Kúrda og Arabanna í írak. Eins
og víða annars staðar á þessum
slóðum er rifizt um yfirráð yfir
olíulindum. Borgin Kirkuk er
Kúrdahöfðinglnn Barzani (lengst til vinstri) og fleiri úr for-
miðstöð olíusvæðis, sem hefur
gefið Irak um 50 mililjaröa ís-
lenzkra kröna króna árlega í
tekjur. Barzani segir, að Kirkuk
sé kúrdísk borg og veita verði
Kúrdum hlutdeild í þessum á-
góða. Ríkisstjórn íraks féllst á,
að manntal skyldi gert í Kirikuk,
svo að í Ijós kæmi af hvaða
þjóðemi meirihluti fbúanna er.
íraksstjómin segir það stað-
leysu, að Kúrdar séu í meirihluta
í borginni. Hins vegar hefur
stjórnin frestað þessu manntali
um óákveðinn tíma.
Kúrdaforinginn Barzani treyst
ir þvi Iraksstjórn varlega. Hann
óttast, að íraksmenn muni jafn-
vel reyna að myrða sig í þeirri
von, að eftir lát hans verði
Kúrdar auðveldari viðureignar.
Barzani segir, að til séu þeir,
sem vilji spilla friðnum. Þessir
menn hafi grætt fé á styrjöld-
inni og vilji hefja hana aö nýju.
Þeir eru fleiri. sem efcki vilja
una þvi sjálfsforræði, sem
Kúrdar njóta, og hatast við þá.
ingjasveit Kúrdaþjóðarinnar.
verið friður í átta mán-
uði í Kúrdistan, en sá
friður er ótryggur.
'J'íu milljón Kúrdar munu
byggja svæði, sem teygir
sig frá austurhluta Tyrklands,
inn i Sovétríkin, nær til norð-
urhluta írans, íraks og Sýrlands
i vestur. Þetta hefur Kúrdum
tekizt þrátt fyrir allar styrjald-
imar og margar tilraunir öflugra
ríkisstjórna í þessum löndum
til að útrýma Kúrdaþjóðinni.
Kúrdistan er ekki riki sem
viöurkennt er af öðrum. Meö
samningunum í fyrravor tókst
leiðtoga Kúrda Mullah Mustafa
Barzani hins vegar að fá ríkis-
stjórn fraks til að viðurkenna
takmarkaða sjáifstjóm Kúrda
innan íraks.
Fimm Kúrdar í
í ráðherrastóla
Fimm Kúrdar settust i ráð-
herrastóla í Bagdad. Þetta var
Kúrdistan teygir sig inn í
fimm ríki. Frá Tyrklandi inn
í Sovétríkin og íran, Irak og
Sýrland.
llilBIIiBHB
M) 1
■'■■■■■■■■■■■
Umsjón: Haukur Helgason.
—————P—■1—nn n i r~
„Engin vopn frá
Sövétríkjunum“
Barzani hefur að undánförnu
dregið f land f baráttunni fyrir
hinni gömlu hugsjón Kúrda, aö
stofnsett verði Kúrdaríki, sem
sameini alla Kúrda, hvar í landi,
sem þeir nú em búsettir. Þetta
er fjarlægur draumur, þar sem
við fimm ríkisstjómir yrði að
etja. Að sjálfsögðu viill engin'
ríkisstjómanna missa land úr
höndum sér, til þess að Kúrdar
geti stofnsett ríki. Þó hafa sum-
ir sagt, að Sovétríkin hafi rétt
Kúrdum hjálparhönd og látið
þeim vopn f té. Barzani segir,
að engin hæfa sé í slfkum full-
yrðingum. Þær séu búnar tii
á Vesturlöndum til að réttlæta
það, að vestræn ríki veiti Kúrd-
um engan styrk. Barzani segir,
að þvert á móti sé það ríkis-
stjórnin í Bagdad, sem jafnan fái
vopn frá Sovétríkjunum. „Sjáið
þið ísrael og Egyptaland,“ segir
hann. „Þetta em ríki, sem fá
stuöning frá erlendum ríkjum.
Þið sjáið sovézkar eldflaugar í
Egyptalandi og Phantomorrustu-
þotur frá Bandaríkjunum í ísra-
el. Einu vopnin, sem þið sjáiö
hér og komin eru eriendis frá,
eru sovézk vopn, sem við her-
tókum frá her íraks.“
„Auðvelt að
endurhervæðast“
Þótt átta mánuðir séu liðnir
frá þvi að friðarsamningarnir
voru gerðir, em enn hvarvetna
ummerki stríðsins í Kúrdistan.
Enn em þorpin í rústum og
sundurskotin hræ af bifreiðum
irakshersins vlðsvegar. „Margir
okkar hafa nú snúið aftur til
búa sinna," segri Barzani. „En
það væri auðvelt að kalla þá til
vopna, ef við yrðum aiftur fyrir
árás“.
Stalín.