Vísir - 20.01.1971, Blaðsíða 1

Vísir - 20.01.1971, Blaðsíða 1
fékk Lubech — betkur i ^Ég vil, ég vrl" i þýzku leikhúii i vor yJkSi, ég fékk tilboð frá leikhúsi f Eöbech í Þýzkalandi um að koma þangað og leika i „Ég vil, égjval"," sagði Sigríður Þorvaids- détt-ir Vísi í morgun, „hann Karl Vibach, leikstjórinn, sem setti Faust á svið héma í Þjóðleik- húsinu, er leikhússtjóri Biine der Hansestadt Teater í Liibech, og hann bauð mér að koma til Þýzkalands að leika þetta hlut- verk, og ég ætla að tajta þessu boói. Það á að frumsýna leik- inn 1®. apríl ytra.“ — CErtu svo sterk í þýzku, Sig- ríöur, aö þú getir lei-kið hlutverkiö á því máli? .JJei, ég er nú ekki sérlega góð þýzkumanneskja, en ég treysti mér vel tíl að læra hlutverk á málinu. Neá — ekkj hef ég hugmynd um hvað þeir aet-la að borga mér fyrir þetta, en ég hlakka trl að fara út.“ Deilt um Bach og Grieg — „Náttúra" fékk ekki ab leika Bach i sjónvarpssal Hljómsveitin „Náttúra“ boöar blaðamenn á sinn fund f dag og mun ætlunin að leika fyrir þá lag eftir Grieg og einnig aríu eftir Bach. Tilefnið mun ekki einvörðungu tónlistarþorsti blaðamanna, heldur hitt, að félagar í „Náttúru" eru móðgaðir yfir því, að sjónvarpið afþakkaði þátt 'þeirra, þar sem þeir léku fyrrgreind verk í eigin út- setningu. Sigurður Rúnar Jönsson, foringi Náttúru-manna, tjáöi Vísi í morg- un, að þeir hefðu leikið lög sín inn á segulband fyrir dagskrárstjóra sjónvarpsins, Jón Þórarinsson. „Jón sagði mér svo á eftir, að þetta væri smekklegt hjá okkur. Vel gert, en það að væri ekki þörf á þessum f-lutningi okkar“. Jón Þórarinsson tjáði Vísi hins vegar, að ekkert væri um málið að segja, „ég óskaði bara eftir öðru pró- grammi — það er e-kki til umræðu, hvað mér fannst um þáttinn eða hvað piltamir léku“. Sigurður Rúnar sagðist vildu benda fólki á, að því væri boðið upp á að heyra alls konar djass- útsetningar af sígrldri tónlist og jafnvel íslenzkum þjóðlögum, — „hvers vegna megum við ekki setja út Baoh eða Grieg eins og aMir aðrir?" —GG — Þeir hafa ekki boðið Bessa Bjamasyni aC leika á móti þér? — Nei, það verður einhver þýzk ur leikari sem leikur hitt hlutverk ið í leiknum — ég vona bara að ég verði laus úr leikhúsinu héma. — Viö ætlum að reyna að ljúka sýn- ingum á „Ég vil, ég vil“ hér heima áður en ég þarf að fara út. Sýning ar verða þá tíðari“. — GG „Við höfum verið í 2 ár að hlaða þennan vegg,“ sagði Sigríður Þorvaldsdóttir í morgun. „Nú ætla ég að reyna að ljúka við hleðsluna áður en ég fer til Þýzkalands. Kannski jafnvel fyrir þrítugsaf- mæli mannsins míns“. Og „maðurinn minn“ er Lárus Sveinsson trompetleikari. Mesta álag á hitaveituna frá upphafi i gær: Sex þúsund tonn nf heitu vntni gegnum kerfið ó klst Birgðirnar endast i 4—5 daga enn □ Sex þúsund tonn af heitu vatni streymdu á hverjum klukkutíma í gegn um hitaveitukerfi borgarinnar í gær, og er það mesta álag á hita- veitunni, sem verið hef- ur frá upphafi. Kuldinn og næðingurinn í gær varð tii þess, að Reyk- víkingar kappkyntu, en í eldri húsum með ein- földu gluggagleri voru rúður t. d. hélaðar. Sólarbringsnotkun Reykvík- inga á heita vatninu var 130— 140 þúsund tonn, „sennilega það mesta, sem við höfum ha'ft,“ sagöi hitaveitustjóri í viötali við Vísi í morgun, „enda er sá hluti borgarinnar, sem tengdur er hitaveitunni, stærri en áður, en f fyrra bættust .Árbæjar- hverfi og Breiðholtshverfi inn á hitaveituna." Hitaveitustjóri sagði, að hita- veitan 'hefði staðizt álagið í gær og ekki borizt kvartanir um heitavatnsskort frá hei'lum hverf um. Hin-s vegar hefðu borizt kvartanir frá einstaka stað, þar sem aukið álag hefði h-aft í för með sér stíflu í pípunum. Ef ku-ldinn haldi áfram, sé mest hætta á að boriö gmti á trufl- unum í hverfin-u vestan við Bræðraborgarstíginn og niður að sjó, en endurlögn á pípum sé ekki a'liveg lokið þar í kring. Einnig gæti truflana gætt á einstaka stað í gamla bænum og í einstaka götum á Skólavörðu- hölti, einkanlega á leiösluend- um. Venjuleg notkun hitaveitunn- ar í vetrarveðri er 80—100 þús- und tonn á sólarhring og mirmk uðu heldur birgðimar á geym- unum f gær. Geymamir taka 26 þúsund tonn, og sagði hitaveitu- stjóri að meðan svona kalt væri minnkuðu birgðimar um 5 þús- und tonn á sölarhring. „Ef svona heldur áfram og gengur á birgðir geymanna getur borið á truflunum eftir 4—5 daga,“ sagði hitaveitustjöri ennfrem- ur. — SB Lézt um borð i togara Enskur kyndari um borð í tog- aranum Belgaum GY 2H8, sem áður var íslenzkur togari en var seldur til Grimsby, iézt í gæritvöldi skömmu eftir að hamn h.raut höfuö högg um borö f sJtínrmi, þar sem það lá í vari mni á ísafjarðardjúpi. Skipverjar af Ægi fóru með skips lækninn af eftirKtsskipinu Miranda um borð í togarann, en þá var mað urinn látinn. Belgaum sigldi inn til ísafjarðar með lfk kyndarans. Fjöldi togara lá þama f vari í óveðrinu f gærkvöldi, eitthvað 20 til 30 talsins. en í morgun var bezta veður komið og togararnir að halda til veiðisvæðanna. — JBP Starfsfólk tollsins tók sér korters frí Sáttafundur loks boðaður eftir 10 daga Yfirmenn felldu tillögu um frestun verkfallsins. Útgerðarmenn vildu Iá1 landa heima, þar trl samkomulagsgrundvöllur fyndist Starfsfölk toll stj ó rask r i f s tof - unnar tók sér um kortersfrí upp úr kl. 11 f morgun ti'l þess að ræða um launamálin og urðu viðskipta- vinir að láta sér það lynda að bíða á meðan. Starfsfólkið er, eins og áður hefur komið fram, mjög óánægt með launaflokka þá, sem það hefur verið sett í, og ákvað á fundinum í morgun að halda til fundar við samninganefnd ríkisins og fjármálaráðherra til að árétta þessa óánægju. — Ekki hefur veriö ákveðið, hvort fleiri „fri“ verða tekin á næstunni —VJ • Sáttafundur hefur nú verið boðaður í deilu yfirmanna togaraflotans og togaraeigenda á morgun kl. 3.30. Hefur þá ekki verið haldinn sáttafundur í 10 daga, en togararnir eru nú nær allir að stöðvast í verkfallinu, aðeins 3 eftir á veiðum. Mikill stirðleiki er 1 viðræðum yfirmanna og togaraeigenda. Yfir- mennirnir felldu þannig t.d. tillögu togaraeigenda, að verkfallinu yrði frestað fram I febrúar gegn því, að togararnir lönduðu allir heima á meðan verið væri að finna sam- komulagsgrundvöll. Stærsta hindr- unin í samkomulags viðræðunum munu vera 22%, sem tekin eru af aflasölu togaranna erlendis áöur en til skipta kemur við áhöfnina, en þessi 22% eru tekin af aflaverð mætunum samkvæmt lögum sem gerð voru í sambandi við gengis- lækkunina 1968. Með þessari til- lögu útgerðarmanna hefði verið unnt að tryggja fiskverkunarstöðv um hérlendis hráefni og halda tog- urunum úti meðan fundin væri lausn á veigamesta ágreiningsefn inu, sem aðeins er raunhæft, þeg- ar siglt er. — VJ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.