Vísir - 20.01.1971, Blaðsíða 13

Vísir - 20.01.1971, Blaðsíða 13
VIS IR . Miðvikudagur 20. janúar 1971. ' ? Hvernig á að bjarga | sér ein á báti í ! kokkteilboðí Tjað gleymist áreiðanlega í þeim reglum, sem gefnar eru út um það hvemig fólki ber að hegða sér í veizlum — hvem- ig konan, sem kemur ein til veizlu á að hegða sér. Þetta eru hálfgerðir vandræðagripir, ef dæma á eftir viðtökunum sem þær oftast fá. Það giida ekki sízt í samkvæmislffinu margar hefðbundnar venjur er gera mikinn greinarmun á þvi hvort það er karl eða kona, er um ræðir í vissum tilvikum. Það bregður t. d. enn fyrir þeim gamla fordómi að dru'kkin kona sé verri sjón en druikkinn karl- maður. Nýlega var gefinn út pési um það hvemig fólk á að hegða sér í samkvæmum í Bnglandi og var hann víst einkanlega ætlaður sendiráðsstarfsmönnum. Nú auðvitað gleymdist einn þeirra, sem oft er viðstaddur slfkar veizlur — konan, sem kemur ein, ógifta konan, fráskiida kon- an, konan sem starfar sjálf- stætt. Enskt blað reynir að bæta fyrir þessi mistök nýlega og hér kemur það sem blaðið hafði að segja: „Sérhver kona sem hefur far- ið ein í stórt kokkteillboð þekkir hræðsiuna sem grípur hana, þegar hún sér herbergi fullt af fólki, heyrir hávaðann, sem kemur á móti henni, sér tóbaks- reykinn, sem þyriast upp, ótelj- andi andlit í móðu og bök, sem snúa að henni. Hún sér hvergi gestgjafana og allir virðast skemmta sér vel án hennar. Hin skyndilega hræðsla, freist ingin að snúa við og flýja verð- ter enn meiri, þegar hún hugsar kom þangað var að skemmta sér. Það skiptir engu máli hversu faileg hún er og að hún hafi' farið f lagningu né heldur að hún er i dýrum kjól. Það er einn á móti öilum og hún finnur enn meira til þess vegna þess, að hún er kona. Vegna þess, að eftir al'lt sam- an getur karimaður gengið að hópi kvenna, sem hann þekkir ekki og er þegar tekið fagnandi. En reyndu þetta við hóp af karl- mönnum, sem þekkja þig ekki, og þeir horfa á þig eins og þú sért komin frá Mars og hverfa með hraða hljóðfrárrar þotu. \7"anir veizlugestir af „veikara ’ kyninu“ hafa komið sér upp eigin aðferðum. Fyrsta reglan (ef þú finnur ekki gestgjafana, sem munu náttúrlega sjá um að þú fáir drykk) er að reyna að standa nálægt barnum, eins og þú sért utan við þig eða eins og þú sért nærsýn eða eins og þú sért að bíða eftir einhverjum. Strax, þegar þú hefur fengið fyrsta drykkinn í hendumar er öruggasta björgunin sennilega sú að finna ófríðasta karimann- inn f salnum. Ef enginn ófríður, ungur maður er viðstaddur reyndu þá að finna ófríðan, eldri karimann hann mun verða enn- þá þakkiátari, ef þú kynnir þig með einhverri setningu á þessa lund: „ Ég sé engan hér, sero ég þekki, en þú?“ Aðeins sem neyðarúrræði velur þú úr hópnum konu, sem eins stendur á og fyrir þér. Ef hún er ófríðari gæti hún ver- ið enn örvæntingarfyllri, og WttlSBgWK'WWg.kT- mfPT'WW í auglýsingum seiðir hún þá að sér með ilmi sínum, en í reglum fyrir einhleypar konur í samkvæmum er mælt með öðrum aðferðum. hana, það sem eftir er krvöldsins. Ef hún er fallegri gæti verið aö einhverjir karl- menn kæmu tii að tala við hana, en þú getur verið viss um, að hún mun ekki hirða um að kynna þig. Undantekningin er ófríska konan, sem nær því alitaf hefur eiginmanninn í eftirdragi. Hún veit að hún er ekki í keppninni og þú getur verið viss um, að einhverjum vinum eiginmanns hennar finnst það vera skylda sfn að skipta við hana fáum orðum Um leið og einhver kari- mannanna hefur talað við þig og kunna (í leiðinni að kynna þig fyrir einum eða tveim vina sinna) getur þú farið á stjá. Vegna þess aö ef allt annað oreszt, geturðu antar Komið til Fjölskyldan og Ijeimilid karlmannsins, sem þú hefur þeg- ar brotið fsinn með. Bezta ráðið (já það eina) er að þú lítir út eins og þú sért að reyna að finna einhvem í hópnum. Þegar þú sérð karl- mann, sem þér geðjast vel að, og veldu fremur einhvem, sem ekki starir f aðdáun á geislandi Iitla „dúkku“, komdu létt við öxlina á honum og reyndu: „Ég hef gleymt kveikjaranum mín- um, geturðu gefið mér eld?“ eða ef þú reykir ekki: ..Hefurðu séð Jón eða Gunnu?“ (gestgjaf- anna) og vonandi leiðir þetta til þess, að þér verði boðið upp á að ná í annan drykk fyrir þig. /\nnur nytsöm regla er að korna seint vegna þess að þá er fólkið (vegna drykkjar- ins) miklu viðræðubetra, og ef einhver sem þú þekkir er með- al gestanna mun hann vera kominn. Ef einhver, sem þú þekkir lauslega er þama, hikaðu þá ekki við að nálgast hann að öðr- um kosti kann hann að láta, sem hann hafi ekki séð þig. Farðu til hans einis og hann sé eini maðurinn, sem þig langar til að hitta. Bf allt annað bregzt stattu þá við dyrnar vegna þess aö þá hefurðu tækifæri til að verða fyrst að hertaka aðlaðandi kari- mann um leiö og hann kemur inn. Þetta eru helztu ráðin, sem einhleyp kona, tfður veizlugest- ur hefur reynt með góðum ár- angri. En taktu eftir því, ef þú hef- ur ekki kjark til þess að fylgja þessum ráðleggingum, eða ef þú þarft ekki á þeim að halda gættu þín þá ... ef þú sérð fallega stúlku ganga til karl- mannsins, sem þú ert að tala við og biðja um eld eða grípa inn í samræður ykikar með því að spyrja hvort hann hafi séð gestgjafana eða nálgast mann- inn, sem þú ert að talla viö, eins og hann sé eini maðurinn, sem hana langi til að sjá — þá er ráðið þetta: Flýttu þér að ljúka úr glasinu og út um dym- ar, sem er svo vel gætt, og heim ti'l sjónvarpsins". Skrifstofustarf Opinber stofnun þarf að ráða stúlku til vél- ritunarstarfa. Umsækjandi þarf að hafa góða vélritunar- og stafsetningarkunnáttu, einnig er nokkur málakunnátta nauðsynleg. Um- sóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist augl. Vísis merkt „Ritari— 6613" fyrir 1. febrúar. Spónaplötur 12 — 16 — 18 — 19 og 22 mm. Margar stærðir. Hvergi lægra verð. HANNES ÞORSTEINSSON & Co. h/f Sími 85055 SLANK PROTRIM losar yður við mörg kg á fáum dögum með því, að það sé drukkið hrært út i einu glasi af mjólk eða undanrennu, fyrir eöa í stað máltíðar. Og um leið og þér grennið yður nærið þér líkamann á nauðsynlegum efnum. PRO TRIM-slank er sériega mettandi og nærandi og er bæði til meö jarðaberja- og I súkkulaðibragði. Fæst hjá: Heilsuræktarstofu Skipholti 21. Eddu. TILKYNNING Athygli innflytjenda skal hér með vakin á því, að samkvæmt auglýsingu viðskiptaráðu- neytisins dags. 28. des. 1970, sem birtist í 1. tbl. Lögbirtingablaðsins 1971, fer 1. úthlutun gjaldeyris- og/eða innflutningsleyfa árið 1971 fyrir þeim innflutningskvótum, sem taldir eru í auglýsingunni, fram í febr. 1971. Um- sóknir um þá úthlutun skulu hafa borizt Landsbanka íslands eða Útvegsbanka íslands fyrir 15. febr. n. k,- LANDSBANKI ÍSLANDS UTVEGSBANKI ÍSLANDS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.