Vísir - 20.01.1971, Blaðsíða 2

Vísir - 20.01.1971, Blaðsíða 2
„Flugfélagið borgar“ • Eftir þvi sem bezti vinur* Jacqueline Onassis, Truman J Capote, rithöfundur, sagði slúðurj sagnahöfundi við San Francisco* Chronicle, þá var Jackie nýlega J á ferð í New Ycrk, og gekk með» vini sínum eftir verzlunargötu, þáj komu þau auga á bökina „HveitiJ brauðsdagar fyrir $20.000.000“, • sem fjallar um fyrsta árið í hjú-J skap þeirra Onassis-hjóna, einsj og Vísir hefur áður skýrt frá. —• Þegar forsetafrúin fyrrverandi sá J bókina f búðarglugga, sagði hún: ® „þetta eru tómar lygar, ekki annj aö en lygar. Þegar ég giftist Ara.J voru allar tekjur mínar frá Kenne» dy-fjölskyldunni skomar af. Ég J gerði engan fjárhagslegan samn« ing við Ara. Ég veit jú, að það» er gamall, grfsikur siður, en ég * gerði það ekki. Núna á ég $5.200 » í bankabókinni minni". VinurJ hennar efaðist nú eitthvað um ’ það, „hvernig ferðu þá að því að j lifa?“, spurði hann. „Jú“, sagðij Jackie „ég læt bara skrifa allto hjá Olympic Airways.“ J HVCRNIC „NIX0N NÝI" VARD TH Undnfarna mánuði hafa þeir Bandaríkjamenn, sem ætíð veita forseta sínum nána athygli, þ.e. útliti hans og framkomu (og eru það sennilega flestir), tekið eftir því aö forsetinn er oröinn tals vert breyttur frá því fyrir einu eða jafnvel hálfu ári. Kannski finnst mönnum Nixon vera annar núna, en fyrst eftir að hann sett ist að í Hvfta húsinu, vegna þess að menn eru farnir að venjast honum sem forseta, en það er ekki einvörðungu um aðlögun að ræða: Til dæmis hefur það mikið að segja f þessu tilliti að Nixon hefur fengið sér nýjan rakara'. „Forsetalegri“ Rakari forsetans er sagður lista maður í sinni grein. Heitir sá Milton Pitts, 54 ára gamall mað- ur, sem kallar sjálfan sig „Leið- andi mann í hárgreiðslutízku Washington", og hefur hann upp á síðkastið lagt sig í framkróka við að verða forsetahöfðinu úti um „myndastyttuilegt yfirbragð". Hægt og hægt hefur hann látið barta Nixons vaxa niður á við, og hann lætur hárið sömuleiðis vaxa lengra niður i hnakkanum. Þannig verður Nixon ekki lengur eins og liðsforingi í hemum að yfirbragði heldur verður hann all- ur annar og virðulegri, „forseta- legri“, segja Kanar. Jafnframt hefur Pitt bannað forsetanum að smyrja olíu í hárið, „forsetinn hef ur hár, sem er hrokkið á endun- um, þar sem það er skorið, og hrokkiö hár liggur ekki eölilega, ef það er smurt feiti“, segir hann. Ný jakkaföt Og Nixon rak líka gamla klæö- s'kerann sinn. Antlhony T. Rossi sölustjóri uppáhalds klæöafyrir tækis Nixons fékk hann til aö fá sér nokkur föt með nýtízku legra sniði, þ.e. með stærri horn- um, og jafnvel ein tvfhneppt. Áð- ur en Nixon fór f Evrópuleiðang ur sinn í haust, fékk hann sér fem ný föt, og beitti Rossi áhrif- um sínum til að fá forsetann til að kaupa „svolftið klæðilegri föt en fyrr, en Nixon er maður, sem lætur ekki segja sér hverju hann á að klæðast", segir Rossi, þannig að það verður að fara vel að karli. Forsetinn þrælhraustur Nixon er ólíkur flestum fyrir- rennurum sinum í forsetastarf- inu, að hann lætur starfið ekki fá mjög mikiö á sig. Hann lítur ekki á starfið sem byrði. Hann er mjög ánægður með þá ábyrgð sem á honum hvilir, en hann læt- ur streituna ekki ganga sér nærri. Hann fer oft burt úr Washington Nixon hinn gamli..(marz 1970) HINN og „slappar af“ á rðlegum stað. Hann fer jafnan að sofa milli kl. 23 og 24 á kvöldin, en er kominn á kreik um 7 leytið á morgnana. Yfirleitt hefur baslið í forseta- stólnum gengið mönnum nærri hvað snertir líkamlegt ástand, en við síðustu mánaðarlegu læknis- skoðunina sem Nixon gekkst und ir kom í ijós að hann er við fyr- irtaksgóða heilsu. .. og Nixon nýi (des. 1970) Kattabrúðkaup j Brúðguminn Blackie og brúður in Mini horfa ástaraugum hvort á annað meðan heilagir menn fara í gegnum hjónavlgslu-sere- moníuna. Myndin er tekin á heim ili hennar, sem er í Ilford á Eng landi. „Presturinn" les kafla úr Genesis um sköpun dýranna, en undirleikarinn situr við píanó, reiðubúinn að leika brúðarmars- inn. Þessi kattahjónavígsla er einn liðurinn af mörgum, sem „Katta- vinasambandið veitir kattaeigend- • um. Segir formaður þessa öflugaj kattafélags, að þeir vilji aöeins* hjálpa fólki til aö skiija kettij sina betur „kettir njóta ekki J þeirrar virðingar sem þeim ber“.« Þegar þessari hjónavígslu var lokj ið sagði eigandi Mini, sem er« gömul piparjómfrú, „ég er vissj um aö Mini eignast bráðum kettl* inga með Blackie, og ég held að* það sé líka meira við hæfi, að þau J eignist afkvæmi, ef þau eru gift“. • o Hash í tonna- tali til Norðurlanda smyglarar reyna að bora leið gegnum tollgæzluna Menn þeir, sem hafa eiturlyfja sölu og dreifingu að atvinnu, virö ast ævinlega finna nýjar leiöir til aö koma vöru sinni á markað, þrátt fyrir aukna tækni lögreglu- manna og tollvarða við aö leita að eitrinu. Sagt er að nú þegar hafi veriö lögð drög að flutningi hash í tonnatali til Skandinavíu. Aðallega kemur hashið til Skandinavíu frá Líbanon, þar hafa t.d. nokkrir danskir hash- kaupmenn verið á stjái síðustu vikur. Alitið er að mestur hluti haustuppskeru Líbanons af hashi, 64 tonn, séu þegar á leiö til Skandinavíu. Fram til þessa hefur langmest- ur hluti hashins verið fluttur flug leiðis, en nú er eftirlit orðið svo strangt á Kastrupflugvelli í Kaup mannahöfn, hvað snertir flugvél- ar og farþega frá Mið-Austurlönd um, að hashsmyglarar hafa neyðzt til að finna nýjar aðferðir. í fyrra lögðu löggæzlumenn hald á hálft tonn í Kaupmannahöfn einni. Nýjar leiðir Álitið er, að lfklegasta hash- leiðin á næstunni liggi frá Lfban on til einhverra af hinum stóru hafnarborgum við Miðjarðarhaf- ið, og þaðan verði það svo sent með flugvélum til mismunandi staða 1 Skandinavíu. Með þvl að senda vaming sinn eftir þessum leiðum, ætla smyglarar að toll- verðir verði ekki eins á varðbergi, þar sem flugvélar frá ítölskum eöa frönskum hafnarborgum vekja væntanlega ekki sömu at- hygli og vélar sem frá Austurlönd um koma. Kýpur er orðin eins konar lag- er eða dreifingarmiðstöð hash- smyglara. Munu margir danskir miðlarar vera í góðum sambönd- um við kaupahéðna á Kýpur. Frá Kýpur er hashið sent með skip- um eða flugvélum á áfangastaði. Háttsettur yfirmaður hjá eitur- lyfjadeild lögreglunnar í Beirut, Líbanon, sagði nýlega við frétta mann Politikens í Beirut, að yfir völd vissu núorðið mætavel hvern ig hashinu væri komið til Skandi navíu. Fram til þessa hafa Danir fariö sjálfir suður til Beirut að sækja „grasið", en nú færist það æ meir 1 vöxt að söluhringimir senda innlenda starfsmenn slna meö hash til Kaupmannahafnar — greiða þeim vel fyrir slika sendiför, og lofa þeim einnig æs- andi dvöl í höfuðborg klámfrels- isins. Hækkandi verðlag Endurskipulagning á „leiða- kerfi" hashsmyglaranna í Evrópu mun orsaka hækkað svartamark- aðsverð á hashinu i Kaupmanna- höfn. Verðgildi uppskerunnar í Líbanon, 64 tonna, mun vera um 18 milljónir danskra króna (216 mi'lljónir ísl.) en hvert kg er selt á 30—50 doíiara. Danmörk er helzta viðskipta- land hashkaupmanna í Líbanon. Ársuppskera myndi í Danmörku færa 640 millj. danskra kr. í búið, (hér um bil 7680 millj. fsl.), en þar sem flutningskostnaður vex núna fyrir smyglarana er hætt við að verðið á gramminu hækki verulega. 1 fyrra kostaði eitt gramm af hashi í Kaupmanna- höfn 10 kr.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.