Vísir - 20.01.1971, Blaðsíða 3

Vísir - 20.01.1971, Blaðsíða 3
V í SIR . Miðvikudagur 20. janúar 1971. í MORGUN ÚTLÖNDÉ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN UTLÖND í MORGUN ÚTLÖND MIKID BER Á Mllll IPÓSTMANNADEILUNNI — verkfcsllið hafið í Brefiandi Nokkrum stundum fyrir miðnætti í gærkvöldi boð- aði póst- og símamálaráð- herra Bretlands, Robert Carr, aöila að kaupgjalds- deilu póst- og símamanna á fund. Á fundinn komu bæði fulltrúar vinnuveit- enda og fulltrúar launþega. Taliö er, að Carr hafi boð- að svo síðla til fundarins í þeim tilgangi aö reyna að *?' ij V ... - .r-if§|§| STUTTBUXUR, EÐA HVAÐ? Nú er tízkustríð uppi £ Róm. Eins og endranær er þorrinn rétti árs- tíminn fyrir tízkuhúsin út um allan heim aö kynna vor- og sumartízk- una, og eitt húsið í Róm hefur rið- ið á vaðið með stuttbuxnatízkuna. Annað tízkuhús neitar að undir- gangast þá „línu“ og setur fram sjálfstæða „h'nu“. En það er ef að líkum lætur of seint, vegna þess að nýjungagjarnar konur eru þegar farnar að ganga um í stuttbuxum, einkum í samkvæmum — þannig að ekki er annað fyrirsjáanlegt en að stuttbuxur verði ráðandi í ferm- ingarveizium vorsins. — Myndin hér að ofan sýnir brúði klædda samkvæmt stuttbuxnatízkunni. Það er tízkumeistarinn Robert Barentz- en, sem aðeins sníður fyrir útvalda viðskiptavini, sem gerði þessi brúð- arklæði. fá verkfallinu frestað. Fyr- ir fundinn sagði hann, að póst- og símamenn gætu naumast farið í verkfall fyrr en öllum aðilum máls- ins væri ljóst, hvar hinir stæðu. Tal'smaður launþegasamtakanna, Tom Jackson, tjáði fréttamönnum áður en hann gekk til fundar við Carr og launagreiðendur, að verk- fall væri gersamlega óumflýjan- legt. VerkfaW þetta mun lama a'llar póstsamgöngur Bretlands innan- lands sem utan. Jafnframt verður símasambandBlaust, nema þar sem samband er sjálfvirkt. Bretar munu almennt búa sig undir langt verkfall, þar eð aðilar kaupgjaldskröfunnar geta naumast samið á næstunni, svo mikið ber á miMi kaupkrafa og launatilboða. Póst- og símamenn krefjast 15% launa'hækkunar, en póstyfirvöld eru ekik tilbúin að greiða nema 8% — jafn 'ramt því sem þeir hafa lýst yfir, að 8% séu þeirra síðasta boð — hærra verði ekki farið. íha'ldsstjórnin styður launagreið- endur í þessu máli og álíta fram- komu eða stefnu póstyfirvalda í ful'lu samræmi við stefnu stjórnar- innar um að hækka kaupgreiðslur hægt og bítandi — að ætla sér að knýja fram 15% kauphækkun á einni nóttu finnst Heath-stjórninni hreinasta guðlast, þar eð ekkert óttast stjórnin meira en veröbólg- una, sem hún á þegar £ baxi við. . Bretar eru sagöir vita fátt skemmtilegra en að „skemmta" sér pínulítið, þegar sverfur að. — Núna eru menn til dæmis farnir að senda póst miili fjarlægra staða meö alils konar ráðum. Bréfdúfur eru komnar í endurþjálfun um al'lt land og heyrzt hefur um stönduga menn, sem bjóöast til að skjóta pösti £ pokum fyrir heil bæjar- hverfi £ Rolils Royce-bflum sínum Umsjón: Gunnar Gunnarsson. LÖGGAN I VERKFALLI 26.000 lögreglumenn £ New YorK hófu í gær sitt „sex daga str£ð“. Aætlað var að koma ekkert til vinnu fyrr en kaupið hefði hækkað. Þeir féllust svo á það að koma til vinnu aftur £ dag, en dómstóll mun fjalla um kjaramál þeirra og úr- skurða síðan hvað hæfilegt kaup til lögreglumanna skuli vera hátt. — Það eru einungis óbreyttir lögreglu- þjónar, sem i verkfallinu eiga, yfir- menn þeirra eru ekki i verkfalli, og stóðu lögregluforingjar þvi lang- ar vaktir £ gær og nótt og sinntu störfum hinna óbreyttu eftir megnL Brottvísun Dutschkes ekki frelsis- // svipting heldur verndun frelsis'' — sagði Maudling innanríkisráðherra Neðri deild brezka þingsins sam- þykkti i gærkvöldi með 295 at- kvæðum gegn 237 þá ákvörðun rik- isstjórharinnar að visa úr landi Rudi Dutischke, hinum róttæka stúd j entaforingja. Umræöur voru hest-1 ar um máliö. Maudling innanrílds- ráðherra sagðist hafa gert hinn þýzka Dutschke landrækan til að „vernda frelsi á Bretlandseyjum". Hann sagði, að frelsi gæti ekki- varðveitzt, ef lögin væru ekki til að vemda það. Þv£ hefði ríkisstjórn- in ti'l þess Mlan rétt að ráða, hverjir settust aö i Bretlandi, ef staðfesting þingsins fengist. Ráðlierrann ræddi um „hættuna innan frá“, sem ógnaði ríkinu. Hóp- ar fólks reyndu í öllum löndum að konia fram pölitiskum stefnumál- um sínum með ofbeldi. Það væri réttur síjómvalda að grípa í taum-' ana gagnvart slíkum hópum. Slíkt væri ekki sberðing frelsis heldur vemd fre'lsisins. Fyrmm innanríkisráöherra Jam- es Calilaghan úr Verkamanna- flokknum mótmælti ummælum ráð- herrans. Hann kvaðst ekki geta séð, að Dutsdh'ke væri nein ögmn við frelsi á Bretlandseyjum. Call- aghan hafði á sínum tíma veitt Dutschke leyfi til að dveljast f Bretiandi. Allt við sama heygarðshornið — „viðræður gengu mj'ág illa", sagði Nyerere á Samveldisráðstefnunni EKKERT sanikomulag náðist milli deiluaðila á Samveldisráðstefnunni í Singapore, en cHs og Vísir skýrði frá i gær var Edward Heath, for- sætisráðherra Bretlands, næsta vinafár á ráðstefnunni, því allflest Afríkuríkin deildu harkalega á af- stöðu Breta til S-Afríku — þ. e. þá fyrirætlan Breta að ætla að selja S-Afríkumönnum vopn. í gær var boðað að til tíðinda drægi á ráðstefnunni milli Heaths og Júlíusar Nyerere, forseta Tanz- aníu, en eftir fundinn, sem stóö í 3 tíma og var lokaöur, tjáði Ny- erere fréttamönnum, að ekkert hefði rekið ti'l samkomulagsáttar á fundinum eftir sínum skilningi, en forsætisráðherra Nýja-Sjálands, Sir Keith Holyoake, sagöi, að eftir sínu viti hefði mikið miðað fram á við á þessum lokaða fundi. Nokkur Afrilcuriki hafa sem kunnugt er hótaö aö segja sig úr samveldinu, selji Bretar S-Afriku vopn og reynir Heath nú aö sjóöa saman til'Iögu handa þeim — þann- ig að samveldið liðist ekki sundur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.