Vísir - 20.01.1971, Blaðsíða 8

Vísir - 20.01.1971, Blaðsíða 8
8 V í SIR . Miðvikudagur 20. janúar 1971. Otgefandi: Reykianrent bf. PVamkvæmdastiöri: Sveinn R. Eyjólfss^m Ritstjðri- Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Vaidimar H. Jóhannesson Auglýsingar: Bröttugötu 3b. Simar 15610 11660 Afgreiðsla Bröttugötu 3b Slmi 11660 Ritstión- Laugavegi 178. Slmi 11660 (5 tinur) Askriftargjald kr. 195.00 ð mánuöi innanlands t lausasölu kr. 12.00 eintakið Prentsmiðja Vlsis — Edda hf. Aðstoðað v/ð Jbjóðflutninga í mörgum hinna nýfrjálsu ríkja í Afríku og Asíu hafa stórfelld flóttamannavandamál komið til sögunnar. Rílcjaskipan á þessum slóðum er yfirleitt í samræmi við þá skipan, sem var á nýlendutímanum, og er ekki nema að nokkru leyti í samræmi við þjóðemi. Þegar þessi ríki urðu sjálfstæð, blossuðu víða upp erjur og blóðug átök milli einstakra þjóðflokka. Saga Afríku hefur á síðustu árum einkennzt af þeim hörm- ungum, sem þessum erjum eru samfara. Sameinuðu þjóðimar hafa ákveðið að gera árið 1971 að alþjóðlegu flóttamannaári og reyna að gera stærra átak en áður til hjálpar flóttamönnum. Norð- urlöndin hafa bundizt samtökum um að taka að sér einn þátt þessarar hjálpar. Þessi þáttur er hjálp við flóttamenn í Súdan og í nágrannaríkjum þess. í Súdan eru um 54 þúsund flóttamenn, aðallega frá Eritreu, sem er hluti Ethiópíu. Her Ethiópíu hefur um nokkurt skeið átt í höggi við skæruliða úr hópi Eritreumanna. Margir íbúar Eritreu hafa flúið þenn- an hemað og flutzt yfir landamærin til Súdan. En þar í landi er hliðstætt vandamál, því að þar eiga hin arabísku yfirvöld í höggi við þjóðflokka svertingja. Er talið stappa nærri, að um sé að ræða útrýmingar- herferð á hendur svertingjum. Hafa því um 170 þús- und manns flúið Súdan til nágrannaríkjanna. Ætlunin er að veita þessu flóttafólki hjálp til sjálfs- hjálpar. Stefnt er að þvi að gera fólkinu kleift að laga sig að hinum nýju heimkynnum. Það fær land- skika til umráða, verkfæri til að ryðja skóg og reisa híbýli, fræ til sáningar og fatnað. Einu sinni í mán- uði er því úthlutað fæðu, þangað til það er sjálft farið að geta ræktað sinn mat, og tekur það yfirleitt skamman tima. I þessu skyni fer fram 25. apríl fjársöfnun á öll- um Norðurlöndunum. Hér á landi fer söfnunin fram á vegum Flóttamannaráðs íslands og með þátttöku Rauða krossins. Er ekki að efa, að íslendingar munu taka þessari söfnun vel, eins og þeir hafa gert oft áð- ur. Tryggt er, að söfnunarféð verður skynsamlega notað, svo að það beri sem mestan árangur. Ástand- ið í þessum ríkjum Austur-Afríku er mjög alvarlegt, og flóttamennimir eru saklaus fómarlömb hinna póli- tísku aðstæðna á þessum stöðum. Það veitir sannar- lega ekki af mjmdarlegu átaki til að hjálpa þessum tugþúsundum manna til sjálfshjálpar. Á fundi með blaðamönnum í fyrradag minnti Jó- hann Hafstein forsætisráðherra á erfiðleika mann- fólksins á að búa saman í friði og sagði: „Okkar litla þjóð fær hér litlu um þokað. En ætlun okkar og vilji er að reyna að stuðla að því af okkar veika mætti, að sambýlið geti batnað. Hver og einn einstaklingur og hver og ein þjóð getur spurt: „Á ég að gæta bróður míns?“, og látið þar við sitja. Með slíkum hætti vilj- um við ekki varpa af okkur samhug með öðru fólki. Þess vegna hafa íslendingar ætíð reynt að stuðla að aðstoð við hin svokölluðu flóttavandamál." 55 Ó, Sadat, frelsa þú okkur 44 — Hinn nýi forseti Egypta reynist annar en menn héldu i byrjun ( Gunnar Jarring byrjaði friðarumleitanir í deilu Egypta og ísraelsmanna í byrjun síðustu viku. Þessi þolinmóði Svíi byrjaði á því að fara til Jerúsalem og ræða stuttlega við Goldu Meir og Abba Eb- an, en áður hafði hann rætt við ambassadora ísraels, Egyptalands og Jórdaníu hjá Sameinuðu þjóðunum. Eftir reynslu þá sem fékkst af sáttastarfi Jarrings í haust og vopnahléinu, buröast menn ekki með neinar glæsivonir hvað snertir friðarhorfur — allra sízt Anwar Sadat, for- seti Egypta, en hann hefur í hverri ræðunni á fætur annarri búið ianda sína undir aö ekkert muni veröa úr viðræöunum og íafnvér'áö vopnahléð vérði á enda runniö á næstunni. Sadat er enginn Churchill, en hann hefur aö undanförnu verið aö búa þjóð sina undir „Orrust- una um Egyptaland". Sföustu friðarviöræður, uröu aö engu, jafnvel áöur en þær byrjuöu, vegna þess aö ísraelsmenn kom ust fljótt aö því, að Egyptar beittu þá hernaðarlegu bragöi er vopnahléð hófst, er þeir hófu að styrkja stööu sína við Suez meö eldflaugapöllunum. Núna halda Egyptar hins vegar, að það veröi Israelsmenn er muni leika á þá. >eir halda því fram, að ísraelingar tali ekki alvarlega um frið, þar sem þeir neita að fallast á að flytja herlið sitt brott af hernumdu svæðunum. Segja Egyptar, að Isrelsmenn hafi aöeins setzt að samninga- borði núna, vegna þess að þeir hafi komizt að samkomulagi við Bandaríkin um að það sé bezta leiðin til að viöhalda vopnhlé- inu og ekkert fram yfir þaö. Við skulum berjast! Er Israelingar og Egyptar sett ust aftur að samningaborðinu, eða fóru að hugsa sér til hreyf- ings að því, nú eftir áramótin, fór Anwar Sadat til borgarinn- ar Tanta, sem er óshólmaborg við Nfl. Þar hélt hann sína fyrstu ræðu yfir mannfjölda, síðan hann varð forseti fyrir 3 mánuðum. Tantafbúarnir 12.000 sem hlustuðu á Sadat þruma yf- ir þeim, brugðust við ræðu- manni rétt eins og það væri Gamal Abdel Nasser er talaöi „Það verður ekkert samkomu- lag", sagði Sadat, ,,og við mun- um ekki gefa eiftir einn þumlung af landi okkar. Orrustan mun ná til búgarða okkar og verk- smiðja okkar, það verður barizt í bæjum. borgum og á götum“ Síðan sagði hann: „Eruð þið búin að vera. Eruð þið raunverulega orðin þreitt á stríðinu?" Og á- heyrendaskarinn hrópaöi: „Við munum berjast! Við munum berj ast! Ó, Sadat, leiö oss mót frelsinu." Sadat að herða sig upp í vetur hefur Sadat átt nokk- ur viðtöl við vestræna blaða- menn, eins og t. d. Bandaríkja- mennina James Reston og Walther Cronkite, og f þeim samtölum, hefur komið í ljós, að Sadat !eggur á það áherzlu, að hann telur Egypta ekki nægi- lega útkeyrða — þreytta á stríö inu til þess aö þeir verði að biðja um friö. Fundurinn í Tanta var eins konar andsvar viö fyrstu ræö- unni sem Sadat hélt yfir þjóð- þinginu í Kafró f október s. 1. rétt eftir að hann tók við völd- um — þá var hann svo óörugg „Það verður eklcert samkomu lag — viö víkjum ekki um einn þumlung“, sagði Sadat i ræðu um áramótin. ur með sjálfan sig, að það var ekki nema rétt svo, að þing- menn nenntu að klappa fyrir ræðu hans sem í kurteisisskyni. Sadat varð þá strax fórnarlamb háðfúgla, innan Egyptalands. sem utan. Nú eru menn hættir að grínast með nafn hans. „Það er ekkert vafamál", sagði hátt- settur maöur f bandaríska utan- ríkisráðuneytinu, „að Sadat er leiðtogi Egypta". „Vitið þið“. sagði þá ísraelskur diplómat, „ég hef það orðiö á tilfinning- unni, að við höfum vanmetið þennan náunga". Framkvæmdasamur innanlands Og það er svo sem eðlilegt að menn hafi ekki búizt viö neinu sérstöku af Sadat. Allt frá árinu 1952, er hann tók þátt í og studdi eindregið Nasser i herforingjauppreisninni móti Farúk kóngi, hefur lítið á hon- um borið. Um tíma var hann opinberlega sagður ritstjóri dagblaðsins A1 Gumhouriya. en annars vann hann ýmis verk í þágu Nassers. — Hann lifði rólegu lífi með síðari konu sinni, Gehan, og þrem dætrum þeirra og syni, sem Nasser valdi Sadat því að hann „virtist meinlaus“. ófrávíkjanlega var skírður Gam- al. (Sadat á 3 eldri dætur af fyrra hjónabandi, sem endaði með skilnaði). Hann synti á þessum árum og lék tennis. Æföi sig aö tala ensku og þýzku unz hann talaði báðar tungumar sem innfæddur. Nass- er útnefndi hann varaforseta Egyptalands fyrir 13 mánuðum. Hann mun hafa kosið Sadat meðfram vegna þess, að hann þurfti þá á embætti að halda, og einnig vegna þess, að hann virt ist gjörsamlega hættulaus Nass- er og stefnu hans. Þegar hann svo tók við forsetadómi, bjóst enginn við neinu sérstöku af hans hendi. Innanríkismál númer eitt Eftir dauða Nassers, kom Sadat þegar í stað saman starf- hæfri ríkisstjóm. Hann hálfpart inn neyddi hinn 72 ára gamla diplómat, Mahmoud Fawsi. sér- lega viröingarverðan mann og þekktan út um lönd til að taka aö sér embætti forsætisráð- herra. Ali Sabry, helzti talsmað ur Moskvumanna í Egyptalandi var gerður að varaforseta þ. e. a, s. ekki fyrsta varaforseta, það starf fékk Hussein Shafei, voonabróðir Sadats og Nassers sfðan i upppreisninni 1952. — Þýðingarmiklir málaflokkar eins og heilsugæzla, menntun, félags mál og lögreglumál voru fengin í hendur innanríkisráðherranum Shaarawi Gomaa, sem er þekkt- ur fyrir grófleika og vinnu- hörku Herinn fullvissaði síðan Sadat um hollustu sína. Myndir af Nasser hanga enn uppi í stjórnarskrifstofum í Kaíró- í stað mynda af Sadat, en Sadat hefur þegar komiö sér upp sínum eigin og sér- stæðu vinnuaðferðum. Hann i’engur algmrlega fram hjá hinu eilífa basli Nassers varðandi sameiningu allra Araba, en bein ir sér einvöröungu að þvi að leysa innanríkisvandamál — og mun enda ekki vanþörf á. Hann hefur látið endurnýja flugflota United Arab Airlines og hefur eytt 27 millj daia til að endur bæta flutningakerfið í Kairó — nýir og gljáandi strætisvagnar aka nú bar um götur eftir nýju leiðakerfi. sem Japanir skipu- lögðu fyrir þá. Og vinsældir Sadats meðal lægri stétta vaxa stöðiwt. einkum eftir að hann lækkaði verð á matvælum kom á verðlagseftirliti og réðst með látum á svartamareaðs'brask- ara, Hann hefur komið lagi á aöt.ur f Kaíró og bær hafa veríð brifnar. svona til tilbreytni Hann hefur lofað að levsa Roo nólitíska fanga úr haldi. Sadat fvlkir nú bjóð sinni nm sío en hvort hann gerir bað • beim tilganei að mana fsrn»’«■ menn tfl frekari átaka á vicnjp-1- eða við samningflhorfi. tiað ke*" ur væntanlega í Ijós á næstimni — GG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.