Vísir - 06.02.1971, Blaðsíða 2
Þrjátíu og fimm milljón-
ir handa íþróttamönnum
Þessi straumlínulagaði bátur er
þýzk uppfinning, og er hann kal
aöur „Vindillinn fljótandi“. Vind-
illinn er þrengri og styttri en
nokkur annar bátur, sem smíð-
aður hefur verið, og hann er
einnig 20—30% léttari. Ungur
ræöari frá Berlin reyndi nýlega
hæfni bátsins og var hún stór-
kostleg. Kannski verður þetta
„leynivopn" notað á Ólympíulelk
unum í Miinchen árið 1972.
— jbýzkir íþróttamenn fá verulegan
stuðning fyrir Ólympíuleikana 1972
1 Þýzkalandi er nú af miklum
krafti unnið að undirbúningi ÓI-
ympíuleikanna, sem haidnir verða
i Munchen, sumarið 1972. Það eru
ekki aöeins byggingarframkvæmd
ir, leikvanga-, vega- og húsagerö,
sem þýzkir einbeita sér að, heldur
eru þeir staöráðnir í að standa
sig eins vel i öilum greinum
íþrótta, sem keppt verður 1, og
þeim framast er kostur.
Yfir 2000 fþróttamenn í Þýzka
landi, eru sérstaklega styrktir
fjárhagslega af Iþróttastyrktar-
sjóöi Þýzkalands, en sá sjóður
var stofnaður 1967 fyrir tilstilli
þess fræga þýzka knapa og Ól-
ympíusigurvegara í reiðmennsku,
Josef Neckermann.
íþróttasjóður þessi var skiljan
lega ekki tiltakanlega feitur í
fyrstunni, veibtir árlega 77.000
mörk ti'l styrlctar iþróttamönn-
um við þjálfun. Nú veitir sjóður-
inn hins vegar 35 millj. þýzkra
marka.
600 mörk á mánuði
Við viljum hjálpa iþróttamönn
um okkar, styðja, þá og styrkja,
og sjá þá taka framförum — seg-
ir Josef Neckermann — og segir
þann tilgang vera hinn eina, sem
íþróttasjóðurinn starfi og stefni
að.
Styrkir sjóðurinn jafnt dvalar-
kostnað í æfingabúðum, heima og
erlendis, og einnig námskostnaö
við iþróttaskóla, eða námskeið,
vinnutap vegna keppnisferða eða
þáttöku í keppni innan lands.
Sömuleiðis eru veruilegir styrkir til
íþróttafélaga, þannig að þau ráði
við að haida velmenntaða og
færa þjálfara.
Sem dæmi um styrkþega fþrótta
sjóðsins þýzka, má nefna sund-
kappann Hans Fassnacht. Hann
er nú á námskeiði og við æfing-
ar á sérstökum stað, „sund-para-
dís“ í Kaliforníu. Á þeim tíma,
sem hann hefur verið styrkþegi,
þar vestra, hefur hann sett mörg
sundmet, tekið stórkostlegum
framförum, og á nokkur Evrópu-
met í sundi. Styrkurinn er ekki
veittur íþróttamönnum sem gjöf,
heldur er honum úthlutað eftir
frammistöðu hvers og eins. Sett
eru þrjú stig, eða skilyrði, sem
iþróttamenn verða að uppfylla. Til
þess að komast í efsta flokk, A-
flokk, verður spretthlaupari t. d.
að geta hlaupið 100 metrana á
10,2 sekúndum. I B-flokki eru af-
reksmenn á innlendan mæli-
kvarða og í C-flokki eru unglinga
meistarar og methafar. Iþrótta-
menn í A-flokki fá 600 mörk á
mánuði.
2 milljónir fyrir plötu
íþróttasjóðurinn verður sér úti
um fé á ýmsan hátt. Til dæmis
með sölu á sérstökum Ólympiu-
frímerkjum og merkjum, en
einnig styðja ýms fyrirtæki sjóð
inn með framlögum. Oft gengst
sjóðurinn fyrir sérstökum „íþrótta
mannadansl. og tónleikum“, og
græöir þannig oft mikið fé. Josef
Neckermann segist sitja daginn
langan, og hamast við að fá nýj
ar hugmyndir um, hvemig hægt
sé að útvega meira fé. Það síð-
asta sem honum datt í hug, var
að gefa út hljómplötu með Catihe
rine Valente og Hildegard Knef.
Er búizt við að sú plata færi
iþróttasjóðnum 2 milljónir þýzkra
marka.
PRESTUR „Á
PUTTANUM“
Séra Roy Herberger, 28 ára
gamall, kaþólskur prestur í
Buffaló USA afklæddist nýlega
kraga sinum og hempu, og fór
gangandj út á þjóðvegina og
varð sér úti um ókeypis ferðalög
milli borga og bæja. Presturinn
klæddist bláum gallabuxum og
blússu, gekk með vegarbrúnum og
rétti upp þumalfingurinn í hvert
sinn sem vörubíll ók framhjá.
Áfangastaður prestsins er New
Orleans, þar sem bróðir hans
starfar sem vörubílstjóri, og ætl
ar prestur að búa hjá honum í
fríinu sínu.
Sagði séra Herberger, að sér
virtist nauðsynlegt fyrir prest, að
mæta og hitta fólk á öðrum
grundvelli, heldur en sem kirkj-
unnar maður: „Ég held að fólk
komi ekki eins fram við presta
og annað fólk“, segir hinn ungi
guðsþjónn „ég hef lent í félags-
skap með unglinum og ungu fólki
víðs vegar að, það er undarlega
mikið af ungu fólki, sem flakkar
um þjóðvegi þessa lands, og ég
hef kynnzt mörgu því sem ég
hélt að væri raunverulega ekki
til. Ég vil ekki segja neitt um
kynni mín af eiturlyfjaneytendum
og þ. h. fólki, sem ég hef hitt,
fyrr en ferð mín er á enda runn
in — en ég vil segja það, að ég
hef komizt að mörgu því, varð-
andi mannfólkið, sem það myndi
aldrei segja mér frá í skrifta-
stólnum."
Okkur veitir ekki af því
hér í suddanum á norðurslóðum,
að gægjast annaö siagið suður á
Flórída eða til annarra staöa,
hvar sólin skin. Sólin skín meö
velbóknun á hana þessa, sem er
í boltaleik á baöströnd á Flórída
skaga. Hún heitir Connie Ensor
og á heima i sólarborginni Miami,
sem hvirfilvindar hella sér stund
um yfir — það er nú ekki hvirf-
ilvindur sem feykir henni á loft
þarna, heldur stökkkrafturinn
sem býr í hennar elgin fótum.