Vísir - 06.02.1971, Blaðsíða 7
V í S I R . Laugardagur ö. febrúar 1971.
7
AIls óhrædd
I nær 9 ár hefur Ursula
Remikowski, þýzk-pólsk stúlka
gert furðulegustu o.g fífldjörf-
ustu listir á hjólaskautum á-
samt þýzkum tvfburabræðrum,
Jim og Jacques. ,,Þeim get ég
treyst í hvivetna“, sagði Ursúla
okkur, „ekki eitt óhapp hefur
hent þessi ár með bræðrunum'1.
Hins vegar varð hún fyrir ó-
happj meö öðrum fjöllistamanni
áður en hún fór að vinna með
Hvirfilvindunum, Hurricanes,
eins og flokkurinn heitir. Hún
þeyttist 9 metra í loftinu og
var frá vinnu i 5 daga, enda
þótt læknirinn talaði um 5
vjkna hvild. Nú skemmta þau
á Loftleiðahótelinu, en hafa
skemmt á stöðum eins og Am-
bassadeur i Stokkhólmi, Títós
á Mallorka, sem margir ísiend-
ingar þekkja, svo og mörgum
öðrum helztu skemmtistöðum
Eivrópu.
Börn og bælcur
Frá því í haust hefur borgar-
bókasafnið starfrækt tilrauna-
safn í Laugamesskólanum i
Reykjavík. Þama fá börnin ekki
einungis bækur að lánj annað
hvort heim til sín eða til aflestr-
ar á lesstofunni, — heldur geta
þau og notað bókasafnið í sam-
bandi við gagnasöfnun, t.d. í
sambandi við námið, þvi margir
vilja fræðast meira um hlutina
en, kennslubækurnar geta gert.
Þá hafa kennarar látið börnin
vinna einhver ákveðin verkefni.
og fá þá tíma fyrir börnin í
bókasafninu til að safna upp-
lýsingum um viðkomandi verk-
efni. Á myndinni er Ragnhildur
Helgadóttir, bókavörður safns-
ins og nokkrir áhugasatnir gest-
ir safnsins.
Albert heiðraður
Nú nýlega var Albert íGuð-
mundsson, stórkauptnaöur,
heiðraður með riddarakrossi
frönsku heiðursfylkingarinnar-
innar (Croix de la Légion
d'Honneur). Ambassador Frakka
hér á landi, Philipee Benoist
sæmdi Aibert orðunni að heimiii
ambassadorsins að S'kálhöltsst.
6. Lét hann þess getið i ræðu
sinni að 1962 hefði de Gaulle
aukið gildi þessarar orðu með
þvi að helmingi færri skyldu
árlega fá þessa viðurkenningu
en verið hafði til þess tíma.
íslenzkur lax veiddist
við V-Noreg
Veiðimálastofnunin
hefur
greint frá því aö í júlilok á síð-
asta ári. hafj isl. lax veiðst
í Haurstadvika i Norðfirði í
V.-Noregi, er sá fjörður skanimt
suður af Álasundi. Þessi lax
hefur verið einn þeirra 2305
gönguseiða, sem merkt voru í
Kollafjarðarstöðinni vorið 1969
eftir tveggja ára eldi þar. Ur
þeim hópi hefur veiðzt 231 lax,
þar af 229 í Kollaf.jarðarstöðinni,
einn í Leirvogsá og loks þessi
í Noregi. Hins vegar er þetta
þriðji laxinn, sem merktur er
hérlendis, sem veiðist erlendis.
Hinir tveir veíddust f Sukker-
toppen í V.-Græniandi í sept.
1967 og viö Færeyjar 1. júli
1968.
Refsingar á íslandi
á bióðveldislímanum
..Refsingar á íslandi á þjóð-
veldistímanum" heitir rit, sem
Bókaútgáfa Menningarsjóðs hef-
ur gefið út. og Lúðvík Ingvars-
son samdi og lagadeild Há-
skölans tók gilda ti! doktors-
prófs.
Fjallar ritið, eins og nafnið
gefur til kynna, um refsingar á
þjóðveldistímanum. Hefur höf-
undur víða leitað fanga um
heimildir — auk íslenzkra heim-
ilda,\ höfur hann kannað hvað
varöveitzt hefur af fomum lög-
um annars staðar á Noröurlönd-
um. í bókinni er lýst skipan
dómstóla og meðferð dómsmála,
en meginefni bókarinnar fjal'lar
um ýmsar tegundir refsinga,
svo sem refsingar vegna Ifk-
amsárása, legorðs, þjófnaðar.
Kemur fram i ritinu, að fyrir
stærstu brot voru menn sviptir
aMri réttarvernd, eignir þeirra
gerðar upptækar, þeir brott-
rækir úr þjóðfélaginu, rétt-
dræpir, þeir urðu skógamienn.
Gerir h§fundur rækilega grein
fýrir hinÍmffiölþáDttu refsingúm
sem forfeður vorir iðkuðu og
ber hann og saman refsingar
sem á íslandi tíðkuðust við refs-
ingar annars staðar á Norður-
löndum.
Rækjuna víöa
að finna
Það kemur æ betur i Ijós að
það er fleira peninga virði, sem
hrærist i sjónum en þorslcur og
sfld. Rækjan er ekki ákaflega
stór skepna, en samt sem áður
hefur hún bjargað heilum
byggðarlögum frá atvinnuleysi.
Virðist rækjan viðar við landið
en e.t.v. var haldið.
ÓDÝRT Þ.ÞORGRfMSSON&CO
Ódýrast er að gera við bílinn sjálfur, þvo, bóna og PLAST^^^^
ryksuga. Við veitum yður aðstöðuna og aðstoö.
NÝJA BÍLAÞJÓNUSTAN, Skúlatúni 4 SALA -AFGREIÐSLA
Sími 22830. — Opið alla virka daga frá kl. 8.00—23.00, SUÐURLANDSBRAUT 6 SS.
laugardaga og sunnudaga ki. 10.00—21.00.
Þekktur danskur félagsfræðingur og fyrirlesari,
ERIK MANNICHE
heidur fjögur erindi í Norræna Húsinu sem hér segir:
Mánudaginn 8. febr. kl. 20.30:
Hvað er félagsfræöi?
Stéttaskipting frá félagsfræöilegu sjönarmiði.
Þriðjudaginn 9. febr. kl. 20.30:
Hlutverk fjölskyldunnar.
Miðvikudaginn 10. febr. kl. 20.30:
Breytingar í fjölskylduháttum undanfarna áratugi.
Laugardaginn 13. febr. kl. 16.00:
Afbrigðilegt atferli.
Frjálsar umræður verða eftir hvern fyririestur.
Öllum er heimill aðgangur.
NORRÆNA
HÚSIÐ