Vísir - 06.02.1971, Blaðsíða 13
V Í STR . Laugardagur 6. febrúar 1971.
13
Vega og virkjunarmál
Mestir eldri menn muna, þegar
Ameríkumenn komu með sína
taekni til landsins. Þá var eins og
svipt vœri frá hulu vana og sof-
Aíidaháttíir verkfræðinga, forráða-
manna þjóðarinnar og alþýðu-
manna. Öil þjóöin tileinkaði sér
hina nýju stórvirku amerísku
tækni á mjög skömmum tima. Við
áttum læröa verkfræöinga þá eins
og nú. Þeir sáu hvað var aö ger-
ast úti í löndum, en þeim datt ekki
í hug að það „ætti við hér“. Það
skyldi þó ekki vera að eitthvað
svipað eigi sér staö nú? Hafa for-
ráðamenn vegamála tileinkað sér
þær miklu tækniframfarir i vega-
gerð sem hafa orðið í Bandaríkj-
unum og víðar síðastliðin 30 ár?
Mér finnst margt benda til þess,
að svo sé ekki. Ég skrifaði grein
i Vísi 21. okt. ’69. Þar held ég
því fram að það væri þjóðhagsleg-
ur stórvinningur að leggja rafmagns
járnbrautir um landið þar sem um
ferðin er mest. Það myndi iétta
mesta umferðarþunganum af vegun
um og gera vegaviðhaldið mjög auð
velt. Miklar fjárupphæðir mundu
sparast f minni notkun þungra
vörubila, varahlutum, hjólbörðum,
bensíni og olíum. Bensín og olía
eru einhver mesti mengunarskað-
valdur bæöi í lofti og legi. Við
eigum nær óþrjótandi orku í fall-
vötnum og jarðhita, sem engri
mengun veldur, og endist meðan
vatn rennur í á og hiti geymist
í jörð, Olíuinnflutningurinn er að
stórum hluta algerlega óþarfur.
Hafa bílainnflytjendur athugað
möguleika á því að flytja inn raf-
magnsbíl? Hafa þeir fylgzt með
því sem er að gerast í þeirri fram-
Ieiöslu? Líklega hefir mörgum
brugðið þegar olía hækkaði skyndi
lega um helming eða meir. Hvem-
ig yrði ástandið hér ef lokaðist
fyrir olruinnflutning vegna stríðs
eða af öðmm ástæðum. Þau gleði
tíðindi hafa gerzt, að fmmvarp
er komið fram á Alþingi, þess efn
is, að öll hús á íslandi, sem ekki
hafa jarðhita, skuli fá raforku til
hitunar innan 5 ára. Sveitimar
eiga lfka að fá ódýra afgangsorku
til heyþurrkunar. Það er heldur
léleg frammistaða, að hleypa vatns
orkunni framhjá orkuvemnum með
an heyforði landsmanna grotnar
niður I rosatíð. Það ætti að vera
nuðvelt að leysa vandamál bilana,
ístruflana og „toppálags", með þvi
að reisa gufurafstöðvar eftir þörf-
um. Hvað ætli að sé búið að puðra
mörgum milljónum hestafla út í
loftið í Krisuvik, Hveragerði og
víðar? Hvað á afturhaldsöflunum
lengi að haldast uppi að hindra
lífsnauðsynlega rafvæðingu í þessu
landi? Hafa forráðamenn vegamála
athugað hvernig á því stendur, að
margir vegaspottar sem em orðnir
60—70 ára gamlir, og algerlega
unnir með handverkfærum, hafa
enzt vel. Jarðvegi var mokað upp
með handskóflum, síðan mulið
grjót með sleggjum ofan á. Grjót-
lagið var svo þjappað undir ofaní-
burðinn með vélþjöppu. Vegurinn
frá Eyrarbakka upp í „Síberíu" er
einn af þessum vegum. Þegar
brezki herinn var í Kaldaðamesi
var ekið á þessum vegi fjölda af
þungum grjótbílum á hverjum virk
um degi á annað ár. Þar að auki
miklir flutningar af kolum, heyi,
fiski, föðurbæti og mörgu fleira.
Þama þurfti engin tugmilljóna jarð
vegsskipti, eins og nú tíðkast. Ég
vil mælast til þess að rannsakað
verði, hvað orsakar þetta mikla
slitþol þessa vegar. Bf til vi'Il má
eitt-hvað af þessu læra, og nota við
vegagerð nú. Það ætti að vera auð
veldast með nútíma véltækni.
Það er leitt til þess að vita, að
náttúruverndarsjónarmið séu tekin
í þjónustu þeirra afla sem vinna
markvisst gegn því að hér skapist
skilyrði til mannsæmandi lifs ört
vaxandi þjóöar í nútíð og framtíð.
Það er vægast sagt furðulegt þegar
stórmenni þjóðarinnar tala um ís-
lenzkan verksmiðjulýð með lítilli
virðingu. Það er engu likara en
að þessir furðufuglar vilji helzt að
íslenzkur verkalýður og bændur séu
sem fátækastir og aumastir. Það
var hér engin stóriðja þegar sjó-
menn og verkalýður voru útpísk-
aðir með vökum og þrældómi af
íslendingum. Ég hefi unnið við
stóriðju um tíma. Ég hefi aldrei
haft betri lífsafkomu og lífs
ánægju. Ég hefi komið í álverið í
Straumsvík. og.ég gat ekki betur
séð en að m'enn væru þar „glaöir
og prúðir”. Enda ekki undarlegt,
því þar virðist öll aðbúð, stjórnun
og umgengni vera mjög til fyrir-
myndar. Dugnaður, vinnusemi og
vandvirkni er sá grundvöllur sem
þjóðfélagið hvílir á, hvort sem unn-
ið er í stórum eða litlum verk-
smiðjum, á sjó eða við sveita-
störf. íslenzkur verkalýður og
bændur munu áreiðanlega ekki
veita þeim brautargengi, sem vilja
koma í veg fyrir að sú geysilega
orka sem við eigum í vatnsafli og
jaröhita verði nýtt. Þeir menn, sem
hatrammast berjast gegn virkjunar
málum tala gjaman um peninga-
sjónarmið þeirra sem styðja þessi
mál. Það Iiggur við að maður fái
velgju, þegar miklir peningafurst-
ar berja sér á brjóst og fara að
svara öðrum um peningasjónarmið.
Það er talað um að vatnsvirkjanir
minnkj veiði og eyði fuglalífi. Það
er forðazt að nefna viiliminkinn,
sem er á góðri leið með að útrýma
öllum fuglum sem hann ræður við.
Minkurinn býr um sig í hraunun-
um umhverfis veiðivötnin og tekur
sinn toll. Nælonnetaveiði er viða
stunduð. Ég býst ekki við að upp sé
gefin ta-lan á þeim sundfuglum,
sem kafna í netunum árlega. Hvað
ferst mikið af islenzkum farfuglum
í olíubrák úthafsins?
Sú háskalega villa virðist sitja
blýföst fyrir brjóstinu á alltof
mörgum, að stórvirkjanir og stór-
iðja vinni gegn öðrum atvinnugrein
um. Alíir menn sem ekki eru fjötr-
aðir viðjum wnans, eða blindaðir
af einhverju stjórnmálalegu óeðli,
hljóta að sjá að allar aðrar at-
vinnugreinar og þjóðfélagið sem
heild, hagnast stórlega á nýjum út-
flutningsatvinnuvegum sem vatns-
orka og jarðhiti skapa. Það bein-
línis opnar möguleika á öllum svið-
um. Það myndast fjármagn til upp-
græðslu örfoka lands. (Samanber
hina velheppnuðu uppgræðslu f
Þjórsárdal) Ennfremur til, að auka
stórlega veiði í vötnum, jafnvel þar
sem engin veiði er nú. (Samanber
Lagarfossvirkjun). Nú ef svo yröi
eitthvað afgangs, þá er ég ekki
hræddur um að t. d. stórskáld
þægju ekki aukna styrki, jafnvel
þótt aurarnir kæmu fyrir ál, kísil
gúr, salt eða sóta. Og þannig mætti
lengi telja. Ég vil taka undir um-
mæli forseta íslands við vígslu
Búrfel-Isvirkjunar. Hann sagði að
virkjun fallvatna með tilheyrandi
rafvæðingu sé byriuð, og hún veröi
ekki stöðvuð. Við þurfum vel
menntaða dugnaðarmenn og fram-
sýna 'stjórnmálamenn, til að hrinda
í framkvæmd stórvírkjunurn bæði
vátnsáfls -,og jarðhita. Ég .sköra á
þjóðina að lofa þeim frambjóð-
endum að sitja heima í næstu
kosningum, sem ekki styðja þessi
framfararmál af alhug.
Ég sé í anda knörr og vagna knúða
krafti sem vannst úr fossa
þinna skrúða
stritandi vélar starfsmenn glaða
og prúða,
stjórnfrjálsa þjóð, með verzlun
eigin búða.
H. Hafstein.
Verði gróandi þjóðlíf með
þverrandi tár,
sem þroskast á guðsríkis braut.
Matth. Jochumsson
Ingjaldur Tómasson
RHstj. Stefón Guðjohrtsen
A« fimmtán umferöum loknum í
tvfmenningskeppni Bridgefélags
Reykjavíkur er staðan þessi:
1. Sfmon Símonarson og
Þorgeir Sigurðsson 2175
2. Jón Ásbjömsson og
Karf Sigurhjartarson 2170
3. Jón Arason og
Vi-Ihjálmur Sigurðsson 2161
4. Jöhann Jónsson og
Þórarinn Sigþórsson 2113
5. Jón Hjaltason og
Öm Amþórsson 2109
6. Páll Bergsson og
Þórir Sigurðsson 2102
Hér er spil frá síðustu umferð,
þar sem toppurinn slapp naumlega
úr greipum Þorgeirs. Staöan var
al-lir á hættu og norður gaf.
¥ 8-7-6
¥ 9-6-5-4
♦ Á-8-2
4» D-9-2
¥ D-10-4-3-2
¥ D
¥ K-G-7-6-5-4
* 3
¥ K-G-9-5
¥ K-10-7-3
♦ D-10-9
¥ G-4
¥ Á
¥ Á-G-8-2
¥ 3
¥ Á-K-10-8-7-6-5
Margir áttu f erfiðleikum með
spil n-s og hvort sagnsería Símonar
og Þorgeirs er betri eða verri en
hver önnur, ska! ekki lagður dóm-
ur á. Sagnir gengu þannig:
Norður Austur Suður Vestur
P P 1 ¥ P
2 ¥ P 6 ¥ Allir pass.
Vestur spilaði eðlilega út ein-
spilinu í laufi, Þorgeir lét drottn-
inguna úr borði' og eftir nokkra
umhugsun lét austur gosann. Mun
það senni'lega hafa átt að vera
bending til makkers að hann ætti
styrk í hálitunum, eða það finnst
mér Iíklegasta ástæðan. Þetta ör-
lagarika kaffl gaf Þorgeiri mögu-
leika til þess að koma stemmunni
heim. Hann lét nú hjartafjarka úr
blindum, þristur, átta og drottning-
in. Þá kom spaöi og Þorgeir spilaði
sig inn á tfgulás. Enn kom hjarta,
sjö gosi og tíguM. Nú sá Þorgeir
hvemig hægt hafði verið að vinna
slemmuna. Spfli hann hjartaníu í
öðrum slag, þá er spilið unnið, því
austur hefur gefið honum aukainn
komu á lauf með þvf að kasta gos-
anum í fyrsta slag. Vitantega er það
frekar ósennilegt, að vestur sé með
tvö einspil, en það kostar ekkert
að taka þann möguleika með i
reikninginn og spila hjartaníunni.
Nýtega er hafið Reykjavíkurmót
í sveitakeppni og gildir það jafn-
framt sem undankeppni fyrir Is-
landsmót. Þátttaka var með eindæm
um léleg í Reykjavfk og er sagt að
annarfeg öfl hafi spillt fyrir mótinu
með lævíslegum áróðri. Verður nán
ar skýrt frá þessum málum f næsta
þætti.
Eftir 12 umferðir í sveitakeppní
Bridgefélags Hafnarfjarðar er rðð
efstu sveita þessi:
1. Sveit Ólafs Guðmundssonar 207
2. Sveit Kristj. Andréssonar 179
3. Sveit Sigurðar Emilssonar 169
4. Sveit Þorst. Hálfdánarsonar 154
5. Sveit Björns Eysteinssonar 138
6. Sveit Guðm. Finnbogasonar 115
Al'ls taka 10 sveitir þátt í keppn-
inni og er spiluð tvöföld umferö.
0PIÐ til kl. 4 í, dag
BJÓDUM HINN HEIMSFRÆGA BÆHEIMS - KRISTAL
TIL BRÚÐARGJAFA 0G TÆKIFÆRISGJAFA
FALLEG MUNSTUR — VÖRUR Á ÖLLUM VERÐUM
Verzlunin KRISTALL
Skólavörðustíg 16. — Sími 14275.
Brú í Fljótshverfi
Vegagerð rikisins óskar að selja til niöurrifs og fjar-'
lægingar yfirbyggingu gömlu Brunnárbrúarinnar í
Fljótshverfi. Brúin er byggð 1913, — yfirbygging stál-
grindarbiti með timburgólfi yfir eitt haf 22,8 m. að
lengd. Stálgrindarbitinn er byggður upp af prófiljám-
um og er stálþungi alls áætlaður um 6 tonn.
Kauptilboð í yfirbyggingu brúarinnar, eins og ástand
hennar er í dag, þurfa aö berast skrifstofu vorri fyrir
kl. 11 f. h. 22. febrúar 1971.
Tilboðsgjafi skal skuldbundinn til að fjarlægja yfir-
byggingu og allt, sem henni tilheyrir, á sinn kostnað
fyrir 1. okt. 1971.
INNKAUPASTOFNUN RIKISINS
BORGARTÚNI7 SÍMI 10140
Nauðungoruppboð
sem auglýst var í 46., 48. og 49. tölublaði Lögbirtinga-
blaðsins 1970 á eigninni Sunnuhlíð, Mosfellshreppi,
þingl. eign Birgis Sveinssonar og Reykiöjunnar h/f
fer fram eftir kröfu Jóns Finnssonar hrl. á eigninni
sjálfri miðvikudaginn 10/2 1971 ki. 3.00.
Sýshimaðurinn í Gullbringu- og Kjósa.sýslu.
Nuuðungaruppboð
sem auglýst var í 51., 54. og 56. tölublaði Lögbirtinga-
blaðsins 1970 á v.s. Þverfelli KE-11 (áður Brimnes
RE-333), þingl. eign Þverfells h/f, fer fram eftir kröfu
Gjaldheimtunnar í Reykjavík í Grindavíkurhöfn viö
eða f skipinu þriðjudaginn 9/2 1971 kl. 3.00 e.h.
Sýslumaðurinn I Gullbringu- og Kjósarsýslu.