Vísir - 06.02.1971, Blaðsíða 4
4
V í SIR . Laugardagur 6. febrúar 1971.
Óli Páll Krístjánsson ljós-\ § , ■ s , .■
myndarí lítur yfir sjón- j (JrVcll UT UðQSKrð 3186StU VIKU
varpsdagskrá næstu viku:
SJONVARP
ÞETTH VIL
ÉG Sdá
„Ég er siður en svo í flokki
þeirra, sem eru óánægðir
með ísienzka sjónvarpið. Mér
finnst það þvert á móti hafa
spjarað sig vel á þ«im stutta
tima, sem liöinn er frá stofnun
þess. Maður getur ekki krafizt
þess, að svo viðamikil stofnun
sem sjónvarpsstöð nái að þró-
ast upp í fastmótað form á ör-
„Ég næ Keflavíkursjónvarpinu á
mitt sjónvarpstæiki, en það er
algert neyðarbrauð að ég horfi
á það. Kannski á fimmtudögum,
en helzt ekki oifíar“, segir Óli
PöM.
skammri stundu". Þannig hóf
Óli Páll Ijósmyndari spjail sitt
um sjónvarpið og dagskrá þess
næstu vikuna.
„Sérstaklega finnst mér sjón
varpinu hafa tekizt vel til við
gerð innlendra sjónvarpsþátta.
Kvikmyndun sem og öll vinna
þeirra þátta finnst mér ákaflega
góð", sagði Óli. „Sérstaklega vil
ég nefna þar þætti eins og
Úr borg og byggð og eins
Muni og minjar. Það eru virki-
lega góðir þættir. Hins vegar
varð ég svolítið vonsvikinn yfir
finnsku þáttunum um Grikkland
til foma. Þá þætti hefði mátt
gera mun ásjálegrj með betri
myndatöku. Myndin sem nefnd
ist Mannaveiðar og fjallaði um
uppruna mannsins þótti mér tak
ast öllu betur. Virkilega góð
mynd þar.
Fyrst ég er nú á annað borö
byrjaður að tína til þá þætti,
sem ég hef séð mundi mig langa
til að nefna um leið tvo íslenzka
þætti, sem mér þótti mikið tii
koma. Það voru hvort tveggja
myndir úr myndaflokknum Úr
borg og byggð. Sá fyrri var frá
Breiðafjarðareyjum, en hinn var
frá Skaftafelli í Öræfum. Þessa
tvo þætti tel ég sanna það ótví-
rætt, að myndasmiðir sjónvarps
ins geta gert virkilega góða hluti
og finnst mér að sjónvarpið eigi
að nýta þeirra hæfileika til fulln
ustu. Ég vildi gjaman fá
að sjá fleiri jafn góða þætti frá
þeirra hendi og tvo þá fyrr
nefndu.
Eina góða mynd innlenda
mætti iíka minnast á. Er það
myndin frá Reykholti i Borgar-
firði. Þá mynd gæti ég vel hugs
að mér að horfa á aftur, þegar
hún verður endurtekin í sjón-
varpinu á laugardaginn kemur.
Þá verður- einnig endurtekinn
þáttur Ríó-tríósins og finnst
mér heldur ekki ósennilegt að
ég horfj á hann. Þeir í Ríó eru
mér nefnilega mjög að skapi.
Smart spæjari sé ég að er einn
ig á dagskrá sjónvarpsins á laug
ardaginn. Honum leyfi ég að öll
um líkindum að sigla sinn sjó.
Ég hef aldrei getað haift gaman i
af honum. Finnst hánn svoná
heldur leiðinlegur fyrir þá sök-
að hann er hvorki fúgl íié fiskurj
hjvorkj kómískur eða spennandi.
Mannix horfj ég hins vegar frek
ar á. Hann getur oft á tíðum vei
ið mjög spennandi. Svo er hann
heldur ekki eins væminn og
ósigrand; og fyrirrennarar hans
í faginu vildu vera, eins og t.d.
Dýrlingurinn, sem ég blátt á-
fram þoldi ekki.
Svo ég nefni einn dagskrárlið
til viðbótar, langar mig til þess
að geta þess að iþróttaþættimir
mættu að mínum dómi spanna
yfir fleirj íþróttagreinar en endi
lega knattspyrnuna eina saman,
þó að hún sé virkilega góð út af
fyrir sig, má ekki gleyma öðrum
vinsælum íþróttum. Einstaka
sinnum eru aðrar íþróttir svo
sem látnar fijóta með, en þær
myndir geta vart kallazt annað
en aukamyndir finnst mér.
Þá vil ég bara svona í lokin
ítreka fyrri orð min, að sjón-
varpið beiti sér fyrir gerð enn
meira íslenzks sjónvarpsefnis.
Ég er ekki að kvarta yfir því,
að of lítið sé þvi, aðeins að
undirstrika það, að aldrei verður
sýnt of mikið af innlendu efni“,
sagði Óli Páli að lokum. —ÞJM
Erlend læknishjón,
barnlaus
óska eftir 2—3 herbergja íbúð með húsgögnum í 6
mánuði frá og meö 1. september n.k.
Æskilegt er, aö íbúðin sé nálægt Landspítalanum eða
í þægilegri umferðarbraut strætisvagna með tilliti til
Landspítalans.
Tilboð sendist í pósthólf 150, Reykjavík.
Unplýsingar veittar á Rannsóknastofu Háskólans við
Barónsstíg.
Mánudagur 8. febrúar
20.30 Hvað er oröið af kóngafólk-
inu? í þessari brezku mynd er
fjallað um landlausa konunga
og erfingja að ríkjum, sem ekki
eru lengur til. Litið er inn í
silfurbrúðkaupsveizlu erfingja
þýzka keisaradæmisins og rifj-
aðar upp minningar frá hirð
Victoríu drottningar.
21.20 Kontrapunktur. (Framhalds-
myndaflokkur gerður af BBC,
byggður á sögu eftir Aldous
Huxley. 2. þáttur.
Hold af mínu holdi.
Leikstjóri Rex Tucker. Aðal-
hlutverk: Max Adrian, Valerie
Gearon, Patricia English og
Edward Judd.
21.55 Jazz. Frá jasshátíöinni i
Molde í Noregi 1970. Tríó Erik
Moseholm leikur.
Þriðjudagur 9. febrúar
20.30 Öryggi á togveiðum. Þessi
brezka fræðslumynd er sýnd að
tilhlutan Slysavarnafélags ís-
lands, og felast í henni ábend-
mgar til togarasjómanna al-
mennt um helztu hættur í
starfi þeirra um borð.
20.50 Setið fyrir svörum. Umsjón-
armaður Eiður Guðnason.
21.25 FFH. Heimtur úr helju.
22.15 En Frangais. Frönskukennla
i sjónvarpi. Umsjón: Vigdís
Finnbogadóttir. 1. þáttur endur-
tekinn.
Miðvikudagur 10. febrúar
18.00 Ævintýri á árbakkanum.
Vetrardvali. á&M
18.10 Teiknimyndir, íkorninn
kúnstugi og Tveir hvuttar.
18.25 Skreppur seiðkarl. 6. þáttur.
Töframyndin.
18.50 Skólasjönvarp. Rúmmál
— Þriðji þáttur eðlisfræði fyrir
13 ára nemendur. Leiðbeinandi
Þorsteinn Vilhjálmsson.
20.30 Lucy Ball. Lucy hittir
Dean Martin.
21.00 Sjötta heimsálfan. Fræðslu-
mynd frá Sameinuðu þjóðunum
um hafið og auðæfi þess. Greint
er frá rannsóknum í hafdjúpun-
um og fjallað um auðlindir á
hafsbotni hugsanlega búsetu
manna neðansjávar og stórfelld
an fiskibúskap í Japan.
21.25 Áður en ég dey.
Bandarísk sjónvarpskvikmynd.
Leikstjóri Arthur Hiller.
Dauðadæmdur fangi veikist al-
varlega og .er fluttur á sjúkra-
hús. Þar vakna grunsemdir hjá
einum læknanna um, að maður-
inn hafi verið dæmdur á röng-
um forsendum.
Föstudagur 12. febrúar
20.30 Munir og minjar. „Gott er
að drekka hiö góða öl“.
Þór Magnússon, þjóðminjavörð-
ur, fjallar um drykkjarhom.
21.00 Norsk lúðrasveit Röselökk-
as ungdomskorps, leikur vin-
sæla marsa. Stjórnandi Amet
Hermannsen.
21.15. Mannix.
22.35 Erlend málefni. Umsjónar-
maður Ásgeir Ingólfsson.
Laugardagur 13. febrúar
15.30 En francais. Frönskukennsla
í sjónvarpi. 2. þáttur.
Kennsluna, sem byggð er á
frönskuro kenpsiukvikmyndum
og bókinni „En francais", ann-
ast Vigdís Finnbogadóttir, en
henni til aðstoðar er Gérard
Vanwy.
16.0o Endurtekið efni.
í Reykholti. Sjónvarpskvik-
mynd um Reykholt í Borgar-
firði og sögu þess. Leiðsögumað
ur séra Einar Guðnason prófast
ur í Reykholti. Umsjónarmaður
Ólafur Ragnarsson.
16.40 Ríó tríó. Ágúst Atlason,
Helgi Pétursson og Ólafur
Þóröarson leika og syngja.
16.55 Ámi Thorsteinsson. Þátter
gerður af sjónvarpinu um Iff ov
starf Árna Thorsteinssonar tón
skálds. Ingólfur Kristjánsson
og Birgir Kjaran segja frá ævi-
atriðum Árna og kynnum sín-
um af honum.
17.30 Enska knattspyman..
Leichester City — Hull City
2. deild.
18.20 fþróttir. M. a. kappakstur á
finnskum þjóðvegum.
Umsjónarm. Ómar Ragnarsson.
20.30 Smart spæjari. Orrustan um
Jeríkó.
20.55 Hættulegt leikfang. Kanad-
fsk mynd um bamaleikfang
(skateboard), eins konar hjóla-
skauta.
21.10 Antony Adverse. Bandarísk
bíómynd frá árinu 1936, byggð
á sögu eftir Harvey Allen.
Leikstjóri Mervyn le Roy.
Aðalhlutverk Fredrich March
og Olivia de Havilland.
Sveinbam er skilið eftir í
nunnuklaustri nokkm. Þar er
það alið upp og gefið nafnið
Antony Adverse. Þegar piltur-
inn er orðinn nokkuð stálpaður,
býðst ókunnur maður til að
taka hann að sér.
.
UTVARP
Mánudagur 8. febrúar
19.35 Um daginn og veginn.
Sigurður Blöndal skógarvörður
á Hallormsstaö talar.
19.55 Stundarbil. Freyr Þórarins-
son kynnir popptónlist.
20.25 Heimahagar. Stefán Júllus-
son rithöfundur flytur annan
frásöguþátt sinn.
20.50 íslenzk tónlist: „Úr mynda-
bók Jónasar Hallgrímssonar“
eftir Pál ísólfsson. Sinfóníu-
hljómsveit íslands leikur,
Bohdan Wodiczko stjórnar.
21.10 „Siðasta kvöldið", smásaga
eftir Vilborgu Björnsdóttur.
Höfundur les.
21.25 íþróttir Jón Ásgeirsson
segir frá.
21.40 fslenzkt mál. Dr. Jakob
Benediktsson flytur þáttinn.
22.15 Veðurfregnir. Lestur
Passíusálma hefst. Lesari dr.
Siguröur Nordal.
Þriðiuda^ur 9. febrúar
19.30 Frá útlöndum. Umsjónar-
menn: Magnús Torfi Ólafsson,
‘Magnús Þórðarson og Tómas
Karlsson.
20.15 Lög unga fólksins. Gerður
Guðmundsdóttir Bjarklind
kynnír.
21,05 Leit að lungnakrabbameini.
Bjarni Bjarnason læknir flytur
erindi.
22-25 Iðnaðarmálaþáttur. Sveinn
Björnsson ræðir við Þórð Grön-
dal vélaverkfræðing um málm-
iðnaðinn.
2?A5 Ot.to Meyer oe Evangelíski
kórinn í Ansbach fivtja verk
eftir Pachelbel. Schútz og
Purcell.
23.00 Á hljóðbergi. Tvö norsk
ævmtýr. — I-Iróbjartur Einars-
son lektor les.
Miðvikudagur 10. febrúar
19.35 Á vettvangi dómsmálanna.
Sigurður Líndal hæstaréttar-
ritari talar.
20.°0 Einsöngur: „Helga in fagra“,
lagaflokkur eftir Jón Laxdaljy
Þuriður Pálsdóttir syngur við
undirleik Guðrúnar Kristins-
dóttur.
20.20 Gilbertsmálið, sakarriálaleik-
rit eftir Francis Durbridge.
Síðari flutningur þriöja þáttar:
„Petfer Galino“. Sigrún Sigurðar
dóttir þýddi. Leikstjóri: Jónas
Jónasson. í aðalhlutverkum eru
Gunnar Eyjólfsson og Helga
Bachmann.
20.55 Beethoven-tónleikar.
21.45 Þáttur um uppeldismál.
Gylfi Ásmundsson, sálfræðing-
ur talar um afbrýðisemi hjá
börnum/
22.45 Á elleftu stund. Leifur Þór-
arinsson sér um þáttinn.
Firíim+ii'flfífriiir 11. febn'mr
19.30 Leikrit: „Maðurinn Anton
Tsékhoff“. Fyrri hluti: Árin
1883—98. Kaflar úr einkabréf-
um. L. Maljúgin tók .saman og
bjó til flutnings. Þýðandi: Geir
Kristjánsson.
2J.00 Sinfóníuhljömsveit íslands
heldur hljómleika í Háskólabíói,
hina fyrstu á síðara starfsmiss-
eri sínu. Stjórnandi: Bohdan
Wodiczko. Einleikari á píanó:
Halldór Haraldsson.
21.45 Laufþvtur. Sigríður Einars
frá Munaöamesi les úr nýrri
ljóðabók sinni.
22.25 Lundúnapistill. Páll Heiðar
Jónsson segir frá.
22.40 Djassþáttur. Jón Múli
Ámason kynnir.
Föstudagur 12. febrúar
19.30 ABC. Inga Huld Hákon-
ardóttir og Ásdís Skúlad. sjá
um þátt úr daglega lífinu.
19.55. Kvöldvaka.
a. íslenzk einsöngslög. Einar
Kristjánsson syngur lög eftir
Þórarin Jónsson, Sigfús Einars-
son o. fl.
b. Umskiptingar. Þorsteinn frá
Hamrj tekur saman þátt og
flytur ásamt Guðrúnu Svövu
Svavarsdóttur.
c. Kvæði og kvæðalög. Svein-
björn Beinteinsson les Tófu-
kvæði eftir Guðmund Berþórs-
son og kveðúr stökur eftir
ýmsa höfunda.
d. Ýmislegt um gesti og gesta-
komur. Pétur Sumarliðason
flytur annan þátt Skúla Guð-
jónssonar á Ljótunnarstöðum.
e. Þjóðfræðaspjall.iÁmi Björns-
son cand. mag. flytur.
f. Kórsöngur. Karlakórinn Fóst-
bræður sýngur.
22.45 Kvöldhljómleikar: Síðari
hluti tónleika Sinfóníuhljóm-
sveitar fslands i Háskólabíói
kvöldið áður.
Laugardagur 13. febrúar
17.40 Úr myndabók náttúmnnar.
Ingimar Óskarsson segir frá.
19.30 Lífsviðhorf mitt. Ólafur Þ.
Kristjánsson skólastjóri flytur
erindi.
20.00 Hljómplöturabb. Guðmund-
ur Jónsson bregður plötum á
fóninn.
20.45 „Vegurinn og húsið“, smá-
saga eftir Ásgrím Albertsson.
Ágústa Björasdóttir les.
21.30 í dag Jökull JakobssoM
sér um þáttinn.