Vísir - 06.02.1971, Blaðsíða 16

Vísir - 06.02.1971, Blaðsíða 16
VÍSIR Halda dansleik til að hjdlpa Ástraliuförunum aftr heim HMHnaaMnMMaMwi w—owwmri’ffliwiiiiiinniiiiiiHamHtftwniBni.'jiMi'BawBww „Fjölmargir kaupmenn brjóta kjarasamninga" Frekari athugun á brunastað í gær leiddi í ljós, að miklar skemmdir höfðu orðið f húsi nr. 16 við Álfaskeið þar sem þriggja ára gamall drengur fórst í eldi, eins og sagt var frá í yísi í gær. Virðist ljóst að eldurinn hafi komið upp í eldhúsi en hann breidd- ist lítið þaðan út. Hins vegar urðu miklar skemmdir bæði á efri og neðri hæð vegna reyks. LitK drengurhm, sem först í eld- inum, hét Egi'll Öm Egilsson, og var sonur hjónanna Egils Stardal kennara og Ernu Ingólfsdóttur. Faðir hans hafði vaknað klukk- an rúmlega sex í gærmorgun við reykinn og hitann, sem Iagði neð- an frá neðri hæðinni. Vaktj hann allt heimilisifólk þegar í stað, konu sína og þrjú börn þeirra, tvær stúlk ur 14 og 10 ára gamlar og 12 ára gamlan pilt. En yngsta barnið, Egill, fæddur 28. apríl 1967, fannst ekkj í rúmj sínu, þar sem hann svaf í herbergi með bróður sínum. Faðir hans leitaði hans dyrum og dyngjum í reykkófinu í húsinu, en bamið var hvergi finnanlegt. Eftir að hann hafði séð til þess að konan og börnin voru komin heil á húfi út, fór hann aiftur inn í brennandi húsið að leita sonar síns. En slökkviliðsmenn, sem dreif svo til strax að, eftir að fólk úr næstu húsum hafði gert viðvart, fundu drenginn eftir að hafa leitað f öllum herbergjunum. Slökkvi- liðsmenn, sem unnu við að slökkva eldinn í eldhúsinu, en þar var eld- urinn mestur, fundu drenginn þar inni. Leit út fyrir, að hann hefði leitað skjóls inni í skáp. Drengur- inn var látinn. Óvíst er hver hafa verið upptök eldsins eða orsök þess, að hann brauzt út. Fólkið slapp allt ómeitt út/nema faðirinn, sem fékk vott af reykeitr- un vegna leitar sinnar í reyknum að drengnum. — GP Talsverð hreyfing er að komast á söfnunina fyrir Ástralíufarana, nokkuð hefur komið inn fná þvi hún hófst, en nú loks virðasí menn vera að átta sig á neyð fjölskyld- unnar, sem þráir það eitt að kom- ast aftur til heimalandsins. Næsta fimmtudagskvöld verður haldinn dansleikur í Klúbbnum og verður öllum ágóða af honum var- ið til að styrkja fjölskylduna til heimkomunnar. Má búast við að á næstu vikum munj söfnunin bera bann árangur, að fjölskyldunni megi auðnast að taka flugvél norð- ur á bóginn, en frá einhverrj Evr- ópuhafna ■ getur fólkið tekið far með skipi frá Eimskipafélaginu. Fjölmargir virðast ákveðnir í að láta fé af hendi rakna, en hafa enn ekki látið af þvi verða. — JBP Eldurinn mun hafa komið upp I eldhúsinu, en breiddist lítið það- an út. Hins vegar var allt húsið mikið skemmt af hita og reyfc. S/ðosf/ togarinn á heimleið Sáttafundur ekki bobabur Sfðasti togarinn, sem ekki hef ur stöðvazt í verkfallinu, Narfi, er nú á heimleið frá Englandi þar sem hann var í söluferð. Hann kemur væntanlega tiá Reykjavíkur á mánudag og hafa þá allir togaramir stöðvazt í verkfallinu, ef það leysist ekki fyrir þann tíma. Verkfallið verður orðið mán- aðargamalt á sunnudaginn, en togararnir stöðvuðust óvenju- lega f'ljótt í verkfallinu, þar sem það var boðað með litlum fyrir- vara og útgerðarmenn gátu ekki gert ráðstafanir til að halda tog- urunum úti í lengstu lög. — Nýr sáttfundur hafði ekki verið boð- aður í gær og virðist fátt benda tii þess, aö verkfallið leystist í bráð. — VJ j>ví, að staða verzlunar- og skrif stofufólks, sem oft á tíðum starf ar við áhættu- og öryggisleysi í einka- og samvinnufyrirtækjum atvinnulífsins, verði vanmetin. Var í þessu sambandi kjörin 15 manna samninganefnd og 5 manna kjararáð til að marka kjarastefnu félagsins í framtíð- inni. —VJ FARIÐ AÐ VERKA? Umræðum um — en trimm-bæklingarnir virðast ætla að ganga út sem og aðrar bækur um likamsrækt „Nei, því miður, ég hef ekki orðið var við að aðsóknin að lauginni hafi aukizt við trimm- áróðurinn,“ svaraði sundlaugar- vörður i Laugardalslauginni okk. ur í gær. „En þú, Kristján. Hef- ur þú nokkuð orðið var við aukna aðsókn eftir að trirnm- áróðurinn hófst?“ kallaði hann svo tfl vinnufélaga síns. — Nei, Kristján hafði heldur ekki orðið var við aukna aðsókn að lauginni af þeim völdum. Somu söguna höföu sund- laugaverðir annarra sundlauga borgarinnar að segja, er Vísir hafðj samband við þá. Engin ný andlit væru farin að sjást og fastagestimir heldur ekkj aukið ástundunina. Verðirnir í Laug- ardailslauginnj höfðu hins vegar veitt því atihygli, hve þeim hefði fjölgað ört sem skokka í hádeg- inu á svæðinu í kringum laug- ina „Svo ekki viljum við alveg þvertaka fyrir það, að trimm- áróðurinn geti hafa haft ein- hver áhrif,“ sögðu þeir. Bóksalamir, sem Vísir hafði samhand við í gær, sögðu okkur þá sögu, að greinilegur áhugi hefði vaknað við trimm- áróðurinn að þeim virtist. „Við höfum að minnsta kostj mikið verið spurðir um bækur og bækl inga um heilsurækt að undan- förnu og teljum hiklaust, að það sé að þakka trimm-karl- inum“ sagðj einn bóksalanna. Þau gleðitíðindi tjáðu bóksail- arnir okkur svo líka, aö loksins værj bókin um trimmið komin í bókahillurnar. Bókin heföi komiö í fyrradag, svo aö ekki værj enn hægt að fullyröa neitt um sölumöguleika hennar. Fólk bæðj mikiö um að fá að skoða hana, en drægj það við sig að kaupa hana. Hins vegar væri það ekkert að tvínóna við að festa kaup á einhverjum hinna þriggja 25 króna bæklinga, sem íþróttasambandið væri nýbúið að dreifa á markaðinn. Þeir nefnast „Trimm-skokk“. ,Trimm-fimleikar“ og „Vetrar- trimm‘‘ og seljast svo að segja jafnt, — ÞJM >••••••< )••••••••••••• byggingarsam- þykktina frestað í borgarstjórn Annarri umræðu um breytingar- tillöguna viö byggingarsamþykkt- ina, sem fram áttj að fara í borg- arstjórn var frestað. Hafði Tækni- fræðingafélag íslands farið þess á leit og stjórn verkfræðingafélagsins sent frá sér ályktun þar sem þess var óskað, að máliö yrði tekið til ítarlegrar endurskoöunar. Fyrir skömmu hélt viöræðunefnd arktitektafélagsins, verkfræðinga- félagsins og tæknifræðingafélags- ins fund um breytingartillöguna og kom fram tillaga á þeim fundi, að þess yrði farið á leit við borgar- stjórn, að hún frestaði umræðum um byggingarsamþykktina. Ekki varð samkomulag um þetta á fund- inum og slitnaði upp úr viðræðum félaganna. Ekkj er búizt við nýjum fundahöldum millj félaganna um þetta mál í bráð. — SB þessum rekstri standa. — Fund urinn skoraði á borgarstjórn Reykjavíkur að draga ekki leng- ur að taka þetta mál ti'l af- greiðslu og samþykkja breyt- ingar á reglugerö um afgreiðslu tíma verzlana í Reykjavík. í tilkynningunni stendur, að ný viðhorf séu nú að myndast í kjaramálunum og sé þegar haf- inn undirbúningur þess, að aftra — segir i ályktun aðalfundar Verzlunar- mannafélags Reykjavikur — Afgreiðslutiminn leiðir til óhóflega langs vinnutima • „Aðalfundur Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur mótmælir harðlega stöðug- um brotum fjölmargra kaup- manna á kjarasamningi fé- lagsins varðandi ákvæði um afgreiðslutíma verzlana“, seg ir í fréttatilkynningu frá að- alfundi VR, sem haldinn var nýiega. — Síðan segir, að af- greiðsiutíminn hafi leitt til ó- hóflega Iangs vinnutíma hjá afgreiðslufóiki, lengri en þekkist hjá öðrum stéttum, auk aukins kostnaðar fyrir neytendur. Með sérstöku tilliti til vinnu- verndar er nauðsynlegt að setja reglugerð um afgreiðslutímann.i sem kæmi í veg fyrir óhóflegaf langan vinnutíma, segir í til-L kynningunni. Til þess að kom- '>> ið verði á nauðsynlegu jafnvægi er óhjákvæmilegt annað en borg * arstjórn taki af skarið og setii inn almenn ákvæði sem séu bindandi fyrir j>á aðila, sem aðtí TRIMM ENN EKKI FANN EKKI DRENGINN ! BRENNAND! HÚSINU

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.