Vísir - 13.02.1971, Blaðsíða 3

Vísir - 13.02.1971, Blaðsíða 3
V í SIR . Laugardagur 13. febrúar 197L á nótunum „.... píanóiö hefur alltaf stað- ið mér næst“. Mikið um murijúanuneyzlu í Bunduríkjunum" — segir Magnús Kjartansson nýkominn heim frá New York — Sérstök rannsóknamefnd beið hans á Keflavikurflugvelli „finnst ég hafa staðnað sem hljómlistarmaður fyrir einu og hálfu ári....“ „ég hafði nokkurs konar bæki- stöð hjá Shady og Guðmundi". „Shady kemur heim eftir 1—2 vikur....“ „varð fyrst að fara úr hverri spjör...“ Á frrrmitudagsmorgun sl. sté Magnús Kjartans- son út úr flugv^ á Kefla víkurflugveffi, sem var að koma frá New York, og nú var kempan kom- in heim með sitt lang- þráða rafmagnspíanó. — Síðar um dagmn fór hann til Reykjavíkur til að taka þátt í æfingum á þeirri músfk, sem Trú- brot flytur í Fást. Að þeim æfingum loknum tókst mér að fá hann til að skrafa svoiít ið við mig um New York dvölina og fleira, sem að henni laut. — Það var tekið vel á móti mér í New York, þau Shady Owens og Guðmundur Halldórs son biðu mín á flugvellinum og síðan var ekið heim til þeirra. >au búa á Long Beaoh i lítildi en notalegri fbúð, en þaðan er um 15 mín. gangur niður á ströndina. >au eru búin að koma sér ágætlega fyrir þama, Guðmundur vinnur hjá Loftíeið um og Shady sér um húsmóður störfin og er virkilega ánægð með tilveruna. >au fengu tölu vert að vita af dvöl minni f Bandaríkjunum, því ég hafði, ef svo má segja, bækistöð hjá þeim mi'lli þess sem maður kann aði næturlífið og leit inn í þær verzlanir, sem seldu rafmagns píanó. Áður en ég fer lengra vil ég leggja áherzlu á það, að ég á ekki nægiiega sterk orð vfir þær móttökur, sem ég fékk hjá þeim Shady og Guðmundi, að ógleymdri frænku minni, Guð rúnu Pétursdóttur. sem veitti mér ómetanlega aðstoð. — Heldur þú, að Shady hafi hug á því að koma aftur hingað tfl að syngja? — 5&ð barst ekki í tal, en hún saAtrar strákanna, það var auðfundið, hins vegar kemur hún hingað heim eftir 1—2 vik- ur til tveggja vikna dvalar. — Nú ski'lst manni, að hljóð- færaleikarar séu undir smá- siánni, þegar þejr koma heim úr áiíka ferð og þessari, varstu var við eitthvað slfkt? — Já, heldur betur, það beið mín sérstök rannsóknarnefnd á KeflavíkurflugveMi, sem komin var gagngert til að leita uppi vissa bannvöru hiá Magnúsi Kjartanssyni og i hans farangri. Ég hafði verið bókaður f flug- véiina daginn áður, en frestaði brottför minni um einn dag á síðustu stundu, þeir skutu jwf svona að mér, að þeir hefðu sko séð við því, og var greinilegt, að þeir bjuggust við góðum ár- angri af rannsóknmni. Fyrst varð ég að fara úr hverri einustu spjör, síðan var aMt, sem ég hafðS með mér, skrúfað f sund- ur stykki fyrir stykki, en mest- an áhuga virtust þeir hafa á gítarnum mínum, en árangurinn af þessari mjög umfangsmiklu UMSJÓN BENEDIKT VIGGÓSSON leit var enginn, og hinir sér- fróðu rannsóknarmenn sneru heim við svo búið. — Hafðirðu vissa tegund af rafmagnspfanói f huga, áður en þú fórst utan? — Já, tegund, sem framTeidd er í RMI orgelverksmiðiunum. Frank Zappa og Jon Lord í Deep Fhirple eru báðir með píanó af þessari tegund, og satt að segja fannst mér vart völ á betri meðmæTum. Hins vegar tók það mig nokkra daga að hafa uppi á þess ari tegund, en þegar það loks tókst, fékk ég leyfi til að spila á nokkrar aðrar píanótegundir tiT samanburðar, og RMI bar svo gersamlega af, að frekari gæðakannanir voru með öllu ó- þarfar. — M notar mikið pfanó á síöustu plötu Trúbrots ... — Ég byrjaöi að læra á pfanó 11—12 ára gamall, og þó ég hafi fengizt við að spila á fleiri hljóðfæri, þá hefur píanóið allt- af staðið næst mér. Við það hef ég virkilega lagt mig fram, en því er ekki þannig varið með orgelið. Rafmagnspfanó er ekk- ert annað en smækkuð mvnd af venjuTegu píanói, og eftir þvf, sem hljómburðurinn er meira ,,orginaT’“, því betra er það. Á tæssu rafmagnspíanói, sem ég kom með heim, get ég breytt hljómiburðinum á ýmsa vegu, ég þarf t.d. ekki að ýta á nema einn takka, þá hljómar það eins og Harpsicord. Svo nú má segja, að gamall draumur sé orðinn að veruleika, og þú getur farið að spila á hljóðfæri, sem þú hefur hvað mesta leikni við. — Persónulega finnst mér ég hafa staðnað sem híjómlista maður fyrir u.þ.b. e:nu og hálfu ári, en ég vona. að ég hressist alTverulega við tilkomu píanós ins og verði þess megnugur að koma með meira frá mér sjálf- um, en það er raunar hlutur, sem við stefnum allir að í Trú- broti. — Heyrðirðu f einhverjum þekktum hljómsveitum f New York? — Ég fór á konsert hjá Stephen Woolf, en það, sem þeir buðu upp á f þetta skipti, var hrikalega lélegt, hins vegar hlustaði ég með mun meiri at- hyglí á tiltölulega lftt þekkta hljómsiveit, sem heitir „Ten Wheel Drive", þeir eru með mjög svipaða hljóðfæraskipan og Chicago, þetta er alveg af- bragðs „grúppa“, sem ég hafði ákaflega gaman af að hTusta á og bætti töluvert upp ófarimar hjá Stephen Woolf. — Virtist þér vera mikið um fíknilyfjaneyzlu? — Það er áberandi mikið um marijúana-neyzlu í Bandarfkj- unum, og það var langt frá því, að verið væri að leyna j>ví á nokkum hátt. — Hittirðu eitthvað af þjóð- fólagslega þenkjandi ungu fðlki? — Ég rabbaði við tvo pilta, sem ég myndi nú ekki flokka sem vinstri sinnaða, en þeir höfðu mjög ákveðnar skoðanir á þjóðfélaginu, og þeir fullyrtu það, að það yrði bylting f Banda ríkjunum innan eins og hálfs árs, og hin svokallaða yfirstétt myndi þá neyðast til að fórna einhverju af auði sfnum. — Svo við vfkjum aftur að málunum hér heima, hvemig hefur þér lfkað að koma fram í Þjóðleikhúsinu? „frekari gæðakannanir voru með öllu óþarfar". — ATveg prýðilega, þá hefur samstarfið við alla þá, sem koma nálægt sýningunni verið ákaflega ánægjulegt, þarna er tekið til'lit til okkar sem hljóm listarmanna, en ekki litið á mann, sem einhverja topp „fígúru", eins og maöur verður iöulega var við annars staðar. — Hvemig leggst „nýja“ Trú brot í þig? — Mjög vel, samstarfið hef- ur aldrei verið betra, við höfum fuTlan hug á að vinna að nýrri LP-plötu og flytja sem mest af okkar eigin músfk á dansleikj- um. Til þessa höfum við ein- göngu æft þá músfk, sem við flytjum í Fást, og þess vegna ekki tfmabært að ræða nánar um framtíð Trúbrots, en nú verð ég að koma mér af stað, Gunni Þórðar var búinn að bjóða mér í mat, og við eigum að vera mættir eftir klukkutíma f Þjóöleikhúsinu. MET! Nálægt 4 kg af prentsvertu fóru í prentun 1. tbl. pop- tímaritsins SAMÚELS & JÓNlNU, sem nú hefur veriB dreift í verzlanir. Þau firn af prentsvertu var nauðsyn- legt að nota í blaðið, þar eð það hefur inni að halda meðal annars efnis: • viðtal við Alfreð Flóka, þar sem hann segir mörg ljót orð og eitt fallegt • einnig viðtal við Sigurð Rúnar Jóns son í NÁTTÚRU, mynd af hljóm- sveit hans og plötugagnrýni rituð af Pétri Kristjánssyni söngvara hljómsveitarinnar • þá er í blaðinu að finna viðtöl við menntskæling um skólamál, Óla Hertevig um FACO og Simon Spies um allt mögulegt OG SVO MÁ EKKI GLEYMA ÖLLUM STÓRU POP- STJÖRNUMYNDUNUM í BLÁÐINU SAMÚEL & JÓNÍNA er blað skrifað af ungu fólki, um ungt fólk fyrir ungt fólk.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.