Vísir - 13.02.1971, Blaðsíða 13

Vísir - 13.02.1971, Blaðsíða 13
V1SIR . Laugardagur 13. febrúar 1971. 13 Fluttust að heiman vegna skorts á persónufrelsi — þýzknr stúlkur kvurtu undan feðrum sínum „þýz^kar stúlkur eru ekki allt of hrifnar af feðrum sín- um“, er niðurstaða könnunar, er DlVO-stofnunin, hin opinbera skoðanakannanastofnun í Frankfurt í Þýzkalandi, lét fram kvæma. Aðeins 2% stúlkna á aldrin- um 21—29 ára, sem bjuggu enn með foreldrum sínum höfðu eng ar kvartanir fram að færa um „höfuð fjölskyldunnar". Samsvarandi hlutfall hjá þeim stúlkum, sem flutzt hafa að heim an er 1%. Það sem stúlkurnar hafa fram að færa er m.a. þetta. Þær ásaka feður sína fyrir að vera ðaðlað- andi, hafa staðið sig illa I starfi, hafa enga sómatilfinningu, ekk- ent öryggi, enga menntun. Sumar sögðu, að faðirinn værj tilfinningasnauður, hefði engan átouga á menningarmálum og væri grunnfærnislegur, hefði enga lífsstefnu og, að hann aðlag aðist ekki öðru fólki. En aliar þessar kvartanir voru ekki þomar fram af eins miklum þunga og aðalkvörtunarefnið, að feðumir leyfðu dætrum sínum ekki nógu mikið persónufrelsi. Stúlkumar saka þá um að þeir séu sí og æ með siðalærdóma og þá einkum hvernig stúlkurn ar fylgja ekki siðalögmálunum. Þýzkir feður virðast lfka móðgast, þegar stúlkumar þola ástandið ekki lengur og flytja að heiman. Um það bil 200.000 sfúíkur sögðu að ofannefndar ástæður væm orsök þess að þær fluttu að heiman, Þær hefðu verið bún ar að fá nóg af því hvemig feð urnir reyndu stöðugt að troða viðhorfum sínum upp á þær. Það fylgir fréttinni, að and- svar nokkurra feðra við skoðana könnuninni virðist sanna það, sem margar dæturnar hefðu sagt. Þeir hafi nefnilega haldið því fram, að stúlkur, sem gætu talað svona um feður sína hlytu að hafa fengið rangt uppeldi. Þessar óánægðu stúlkur sjá ekkert rétt við þá stofnun, sem nefnist hjónaband. Þeim virðist það vera takmarkandi, þröng- sýnt, hlægilegt og óeðlilegt að giftast En hins vegar, ef hjónaband stæði fyrir dyrum þá myndu þær velja sér eiginmann, sem væri ekki eins og faðirinn. Danski arkitektinn Bruno Mathsson hefur spennt efnið á stálstatív, þannig að það ber uppi þann, sem situr á þvi. Efnið er talið óslítan di. NÚ ER BÚIÐ AÐ FINNA UPP ÓSLÍTANLEGT EFNI — og sem er svo sterkt að það getur haldið uppi skriðdreka j^aninn Piet Hein komst í heTnísfréítimar er hugmynd hans um sporöskjulaga fund- arborð til að leysa ófriðinn í Víetnam, komst í heimsfréttirn ar. Þessi Dani er mjög alhliða. hann hefur unnið með húsgögn, vefnað, listiðnað o.fl., o.fl. Fyrir skömmu var enn ein upp finning hans í fréttum í dönsku blöðunum, en það er efni, sem er nær óslítandi, og svo sterkt er það að það getur haldiö uppi skriðdreka. Það var hætt við slitprufur á efninu, þegar þær voru orðnar Fjölskyldan og tjeimilid 50.000 talsins, þegar það kom í Ijós að þær höfðu engin áhrif á slitþol efnisins. Efnið er gervi efni afbrigði af polyethylen og þægilegt að sitja á því, þar sem það getur „andað“, andstætt ýmsum öðrum gerviefnum. Það stenzt ljós vel, er varið gegn sýrum, mölur eða mki hefur ekki áhrif á það, það blettast ekki og er ódýrt að auki. Það er sagt að þetta efnj sameini alla eiginleika hinna mismun- andi gerviefna. Þegar er búið að kynna efnið framleiðendum á alþjóðlegri sýn ingu efna í Stokkhólmi. TAKIÐ EFTIR! — Stórir rúmgóöir fataskápar, verð kr. 9.400, — bjóðast með 1.000 króna út- borgun og 1.000 kr. á mánuði, einnig er hægt að fá kommóður, skatthol, skrifborð og margt fleira með sömu kjörum. — Komið og reyniö viðskiptin. SK&/FAN 15 Húsgagnaverzlun Guðmundar Guðmundssonar, Skeifunni 15. — Sími 82898. M/KLABRAUT Zetu gardínubrautir. Ódýrasta og vinsælasta gardínu- uppsetningin á markaðnum. meö og án kappa fjölbreytt litaúrval ZETA s.f. f Skúlagötu 61 Símar: 25440 25441 i —■miiMiiiiini rrr 'sí- Laugardaíshöll HKR* Isiandsmótiö t handknattleik I. PEILD Á morgun Valur — Haukar. — Dómarar: Ingvar Viktorsson ki. 20.00: og Sveinn Kristjánsson. Fram — FH. — Dómarar: Björn Kristjánsson og ÖB Ölsen. Kómið og sjáið spennandi keppni

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.