Vísir - 13.02.1971, Blaðsíða 16

Vísir - 13.02.1971, Blaðsíða 16
r-’SSH Lauga^dagur 13. febrúar 1971. •• Þorsteinn 0. geffur lista- mannuluunin! Þorsteini Ö. Stephensen, hinum góðkunna leikara, voru veitt 80 þúsund króna listamannalaun á dögunum. í gær sagði hann í bréfi tiil blaös- ins: „Ég hef ákveðið að sú upp- hæð, sem nefndin hefur úthlut- að mér, renni óskipt í Minning- arsjóð frú Stefaníu Guðmunds- dóttur. Þessi sjóður gegnir sem kunnugt er því hlutverki aö styöja leikara okkar til mennt- unar erlendis og tók hann til starfa á síðastliðnu ári. Gjafir i sjóðinn eru undanþegnar skatti. svo upphæðina þarf ekki að skerða“, segir Þorsteinn Ö. Stephensen. — JBP Konurnar vilja láta loka ríkinu í Ves tmannaeyjum — Áfengisvarnanefnd vill láta kjósa um út- söluna i alþingiskosningunum i vor Áfengisvamanefnd Vest mannaeyja kannar nú möguleika á þvi að fá áfengisverzluninni, sem þar var opnuð fyrir nokkrum árum, lokað aftur. — Nefndin hefur sent félagssamtökum í Eyjum bréf, þar sem leit að er álits þeirra á því, hvort æskilegt teljist að efna til kosninga í vor um tilvist áfengisverzl- unarinnar. Yrði sú kosn- ing væntanlega samfara alþingiskosningum — Markmið okkar er ah koma á algjöru banni, sagði Ingibjörg Johnsen. ein af nefud- airmönnum áfengisvamanefnd- ar og ein af frumherjum bind- indishreyfingarinnar í Eyjum. Hins vegar er ekki hægt að banna póstkröfur og yrði erfitt að fylgja algjöru áfengisibanni eftir. Sagði Ingibjörg að svar hefði ekki borizt enn frá félags- samtökum þeim, sem leitað var tii. Vísj er hins vegar kunnugt um afstöðu kvennadeildar Slysa- vamarfélagsins Eykyndils í Eyjum, en á fundi 100 félags- kvenna þar, var einróma sam- þykkt að faia þess á leif við bæjarstjómina, að hún léti fara fram kosoingu í vor um áfengis- útsöluoa. Það er talið áfengisverzlun- inni til foráttu, aö drykkju- skapur hafj aukizt með tilkomu 'hennar. Bæði meðai unglinga og eins ótímabær notkun áfeng- is hjá hrnum eldri. Hvað sem þvi líður, virðist nú vera að harðna á dateum f viínmenningunni í Eyjum. — Spaugarar hafa komið fram með þá miðlunartiJIögu, að ef bæfE „ríkinu'‘ og póstinum verði lofe- aö fyirir áféngi væri teaansiá reynandi að opna aðra vatrts- leiðsluæðina fyrir áfengi eánn dag í viku eða svo og fcannski oftar yfir hlávertiðina. — Man sú tiilaga hafa fengiB goðar undirtektir ekfci siður en bann- — JH Sýningar opnar öll- um nema sjónvarpi — Einar Hákonarson og Hildur Hákonardóttir opna myndlistasýningar Fréttastofa sjónvarpsins mun ekki fá upphringingu frá Einari Hákonarsyni, listmálara, sem opnar sýningu í dag. Félag Einars, FÍM, Félag íslenzkra myndlistarmanna, hefur samþykkt að skora á féiaga sína að iðka list sína án þess að blanda sjónvarpi þar inn í. Álíta þeir að málverkasýningafréttir sjónvarpsins á mánudagskvöldum séu hálfgerð móðgun viö þá lista- mm Hildur Hákonardóttir sýnir sérstæðar myndir — myndvefnað og er þetta hennar fyrsta sýning. Hraðbraut til Þingvalla fyrir þjóðhátíð Það hefur alltaf fylgt þjóðhátíð- u.m á þessari öld að lagfæra veg- inn til Þingvalla. Þjóðhátiðamefnd hefur því haft mikinn áhuga á að fá Þingvallaveginn geröan varanleg an íyrir sameiningarhátíð þjóðarinn ar á Þingvöllum 1974, sagði Indriði G. Þorsteinsson, ritari þjóðhátíðar- nefndar í viðtali við Visi í gær. Samgöngumálaráherra, Ingólfur Jónsson hafði í gær samband við formann nefndarinnar, Matthías Johannessen og tjáði honum, að hann hefði falið vegamálastjóra að kanna möguleika bess að gera varanlegan veg frá Vesturlandsvegi um Þingvelli að Suöurlandsvegi. — VJ menn, sem taka listina alvarlega, en öllum sé þar gert jafnhátt undir höfði. Einar opnar sem sé sýningu sína án fulltingis þessa öfluga fjölmið- ils og sýnir 14 málverk og á mynd- inni sést hann einmitt í sjónvarps- stellingu við málverk númer átta á sýningunni, — Sjónvarpsáhorf- anda. Sýningin er í Bogasalnum. Hjá SÚM opnar hins vegar ung stúlka, Hildur Hákonardóttir, sína fyrstu sýningu i dag. Hún sýnir myndvefnað, alls 19 myndir, sem ofnar eru með Gobelín-vefnaði, og tækin, sem til þess eru notuð sagði Hildur vera rörbúta frá tveim iðn- stóttum, rafvirkjum og pípulagn- ingamönnum. — JtBP Tólff bjóða í bygg- ingu nýju fæðingar- deildorinnar Um 12 tilboð bárust í byggingu nýju fæðingardeildarinnar. Var lægsta tilboðið frá Einari Ágústs- syni, byggingameistara, 32 milljón- ir, 141 þús. kr., en það hæsta frá Böðvari Bjarnasyni o. fl. 39 millj. 457 þús. I tilboðunum er miðað viö að húsnæði fæðingardeildar- innar verði steypt upp og tengi- gangur við Landspítaiann, — og húsnæðinu skilað tilbúnu undir tréverk og málningu. Rögnvaldur Þorkelsson, verk- fræðingur, framkvæmdastjóri bygginganefndar Landspítalans skýrðj frá þessu í viðtali við Vísi í gær. Sagði hann að í útboðinu hefðu raflagnir og pípulagnir verið undanskildar, og verði boðnar út sér. Sagði hann ennfremur að bygg- ingaframkvæmdir mundu hefjast eins fljótt og hægt sé eða í marz— apríl. Þessum áfanga fæðingar- deiidarinnar eigi að skila í júlí 1972, en búizt sé við að hægt verði að taka húsnæðið í notkun árið 1973, ef ekki standi á fjárveiting- um. Nýja byggingin á að vera þrjár hæðir og kjallari. Heildarkostnaður er áætlaður 75—100 milljónir kr. — SB Einar Hákonarson með mynd af sýningunnL Sendir í sveit vegna þjófnaða Afbrot unglinga hafa færzt mjög í vöxt núna eftir áramótin, og síðasta hálfan mánuð hefur lög- reglan í Reykjavík gert tíu drengi á aldrinum 14—15 ára uppvísa aö innbrotum og þjófn uðum. Fjórir drengir voru í haldi lög regiunr.ar i fyrrinótt vegna rann- sókna á innbrotum og þjófnuðum, og nóttina þar áður þurfti lög- reglan að hafa gæzlu á fimm drengjum af söcnu ástæöum. Lögreglan stóð að verki í fyrri nótt tvo drengi, 14 og 16 ára, þar sem þeir höföu brotizt inn í Lioduutnboðið. Voru þeir búnir að koma fyrir í vösum sínum um 5 þúsund kr. í peningum, sem þeir ætluðu aö hafa á brott með sér, hegar lögregian handt'k þá inni í fyrirtækinu. Auk þess höfðu dreng- irnir tekið til handagagns tvær vinf'iöskur, secn þeir æLluöu aö stela. Aðfaranótt fimmtudags féll grunur á þrjá drengi, 14 og 15 ára, sem fundust meö áfengi undir iiöndum skammt frá veitingahúsinu að Lækjarteigi 2, þar sem brotizt haföi verið inn og stolið 10 flösk- um af áfengi. Þeir reyndust sak bur.ir af innbrotinu, en hias vegar kom í ljós, aö áfengið sem þeir fundust með, höfðu þeir keypt al þjófuimm. Leiddi þetta til töku þriggja annarra drengja 14 og 15 ára, sem brotizt höföu inn í veitingastaðinn. Við yfirheyrslu lögreglunnar kom í ljós, að drengirnir höfðu fledri inn- brot á samvizkunni. Þeir höfðu brotizt inn i Iðnskólann, tvívegis í nemendasjoppu Kennaraskólans, í Sjómannaskóiann og inn í vól- smiðju viö Lækjarteig 6. Fyrir viku varð uppvíst um 3 drengi á sama reki. sem viður- kenndu að hafa framið sex inn- brot á stuttum tíma. Þar áður hafði lögreglan komið upp um tvo drengi — einnig á aldrinum 14 ára, sem brotizt höfðu fimm sinnum inn í verzlanir og fyrirtæki. Allir þessir drengir eru of ung- ir ti'l þess að þeir verði látnir svara til saka fyrir þessi afbrot sín. En að venju eru mál slíkra ungiinga aiiient barnaverndarnefnd ínni til meoferðr.r. BarnaverndarneAid hefur gengizt fyrir því, að tveim þessara dreng^a hefur verið kcmið fyrir á heimilum ■ uppi í sveit, en mál hinna eru ým- ist í frekari rannsókn eða bíða þess að barnaverndarnefnd fjaili um þau, áður en afráöið verður, hvað viö drengina verður gert. GP

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.