Vísir - 16.03.1971, Page 1

Vísir - 16.03.1971, Page 1
VISIR 190 TONN UPP DAG í HEILAN Á HVERN MÁNUÐ veiðunum nú. Eldborg var stödd úti af Reykjanesi, þegar Vísir hafði samband víð skipið í gær og var að byrja fimmtu vikuna á loðnuveiðunum. Eftir fjðrar vikur var skipið búið að fá yf- ir 5700 tonn, sem samsvarar því að það hefði komið með 190 tonn að landi hvem dag. Inni i blaðinu er nánara spjall við „loðnukónginn“. Lítil veiöi var hjá loönubátum í gær, en þeir voru flestir sunn- an Reykjaness, þar sem kastað var á smátorfur. Mestan afla hafði Héð inn, Húsavfk um 180 txmn, en nokkrir fengu smáslatta. — Megin gangan er komin vestur I flóa. — Þar hefur verið ófaert ti:l veiða. Nokkur skip hafa verið fyrir austan, þar sem talsvert loðnu- magn heífur fundizt. Veiði hefur hins vegar ekki gengið þar sem skyldi og hafa sum skipin sniúið þaðan atftur hingaö aö fyrri göng unni. í nótt var þó eitthvað að lifna yfir þar. Og tvö skip voru i morgun á leið til Horriafjarðar. Heildaraflinn er nú orðinn 167 þúsund lestir á einum mánuði og munu engin dæmi þess að svo fá skip hafi rnokað upp jafnmiklum afla á svo skömmum títna. —JH Það hafa ekki gefizt mörg tæki- faerin fyrir böm höfuðborgarinnar og næsta nágrennft núna í vetur að nota sér skautana sína, sem eflaust margir fengu í jólagjafir. Nú er loks komið frpst eftir lang- varandj hlýindi, og veðurspámenn vorir töldu allar likur á að svo héldist eitthvað áfram. Víðast um landið var strekkingur í nótt og i morgun, — og krakkamir. sem við hittum niðri við Tjöm i morgun, vom búin að draga fram sinn hlýj- asta vetrarfatnað, annað dugar varla í kuldanum. viðtali við Vísi í gær, að hann hefði aldrei fengið annað eins upp úr sjó og á loðnu- „Laxárvirkjun er — segir stjórn landeigendafélagsins 0 Rafmagn með há- spennulínu norður yfir hálendið frá Búrfelli yrði alltáf ódýara en raf- magn frá 1. áfanga Gljúf urversvirkjunar hvernig hvernig sem á málið yrði litið, segir stjórn Land- eigendafélags Laxár og Mývatns í ýtarlegri grein, sem birtist á bls. 4 í dag, en félagið hefur fengið Guðmund G. Þór- arinsson verkfræðing til að reikna út ýmsa mögu leika við öflun raforku fyrir Norðurland. í þessum útreikningum er þó ekki gert ráð fyrir hinum miklu skaðabótagreiðslum, sem árlega mundu faflila á Laxárvirkjim. — Þartf ekki að orðlengja, hvert fjármálahneyksli verður hér upp skátt, segir í grein landeigenda- félagsins. Félagið birtir töflur úr útreikn ingi verkfræð ngsins máli sínu til sönnunar. í þeim er gengið út frá tveimur forsendum. Ann- ars vegar, að gufuaflsstöóin í Bjarnartfilagi yrði rekin sem grunnstöð. Ef svo væri kostaði raforkan frá L áfanga í Laxá 1.17—1.42 'hver kflówettstund, en frá Búrfelli kostaði raflorkan frá 0.66 kr. til 0.96 kr., eftir því hvaö Landsvirkjun seldi rafork- una á við Ðúrfell. Elf gengið yrði út frá því, að gufuaflstöð 1 Bjarnarflagi yrði rekin sem topp stöö kostaði kílówattstundin í 1. áfanga Laxár 0.86—1.05 kr., en frá Búrtfelli 0.56 kr. tii 0.83 kr. -r-VJ SJÁ BLS. 4. — 62. tbl. Gunnar Hermannsson, skipstjóri á aflahæsta loðnuskipinu, Eld- Ríkisskilvindan lánuð með 2ja milljón króna tryggingu Hraðfrystihús Eskifjarðar mátti snara út 2 milljónum í tryggingu til ríkisverksmiðjunnar á Seyðis- firði nú í fyrradag, en Eskfirðingar fengu lánaða lýsisskilvindu á Seyðisfirði til þess að geta haldið áfram að bræða loðnuna. Skilvind- an biláðj fyrirvaralaust í verksmiðj. unni. Og tekur nokkurn tíma og Tveggja ára telpa höfuðkúpu- brotnaði, þegar hún varð fyrir bifréið í Þórunnarstræti á Akur- eyri’ í gærmorgun um kl. 10.30. Hún hafði' hlaupiö út á götuna fýnjr’. fráírtan1 héimili' sitt f að 'Þör- unárs&séd'ld, þegarrbifreiðina bar að. Hfjóp hún beint á bílinn í asan um. sem á henni var og rak höfuð fyrirhöfn að gera við hana. Þetta eru mjög dýrmæt tæki og við- kvæm. Varðskip var sent til Seyð- isfjarðar eftir skilvindu úr ríkis- verksmiðjunni en þangað hefur engin loðna komið. 9.800 lestir af loðnu bárust til Eskifjarðar og á verksmiðjan eftir að bræða um 2000 lestir eða rúm-1 ið í hurðarhún á framhurð bílsins. Telpan var flutt á sjúkrahúsið á Akureyri óg lögð þar inn, en þar fengust þær upplýsingar í morgun, að. líðan hennar virtist vera eftir atvi'kurn sæmiléga. Haföi' hún sofið vel í nótt, og voru menn vongóðir um bata henrii til handa. - GP lega það. Engin loðna hefur nú borizt austur þangað I viku, svo ó- vtfst er að ríkisskilvindan verði lengi í gagninu. — Ríkisverksmiðj- an á Seyðisfiröi hefur ekk; malað annað en beinin úr afla eins báts núna nokkur undanfarin ár og er hún þó ein stærsta og fullkomnasta verksmiðja á landinu. — JH Próflaus og ölvaður á stolnum bíl Lögreglan stöövaöi um kl. 3 í nótt bílþjóf, sem ók stolnum bíl eftir Laugarásvegi. — Hafði hann stoiið bílnum, þar sem eigandinn hafði skilið við hann skammt frá Þórskafifi i Brautar holti. 1 ijós kom, að þjófurinn var ölvaður og í ofanálag var hann réttindalaus og hafði því ekki ökuleyfi. Reyndar hafði hann aldrei fengið ökuleyfi, vegna þess að hann hafði ekki aldur til. Þjófurinn var aðeins 14 ára gamall. — GP Tveggja ára telpa höfuðkúpubrotnar Þingu um lyf gegnruuðum hundum „Ég get ekikert um málö sagt að svo stöddu“, sagði Sigurður Sigurösson, landlæknir, er Vís ir hafði tal af honum í morgun vegna fréttar sem Vísir birti í gær um nýtt lyf, sem beitt er gegn rauðum hundum víða ' er- lendis. Sagði Siguröur að hér yrði lyfið ekki tekið í notkun á næstu mánuðum, og sér væri ekki kunnugt um aö það væri , í umferð á hinum Norðurlönd- unum, ,,en af þessu máli verða eflaust frekari fregnir í næsta mánuði“, sagði Sigurður, „þá verður fundur allra landlækna af Norðurlöndum haldinn í Sví þjóð. Verður þetta mál þá rætt og athugað. Við vitum ekki enn hvort lyf þetta gegn rauðum hundum er fullkomlega gagn- legt, og heldur vitum við ekki, hvort það hefur í för með sér aukaverkanir. Þetta verður aílt aö athuga vandlega og Silíkar athuganir taka notokum tíma“. — GG

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.