Vísir - 16.03.1971, Side 3

Vísir - 16.03.1971, Side 3
VÍSIR . Þriðjudagur 16. marz 1971. I MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN UTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MÖRGUN UTLÖND Brezkar eldflaugar til S-Afríku — samningar standa nú milli S-Afrikustjórnar og brezks eldflaugafyrirtækis £ I ráði er í London að fara nú að senda flug- vélar búnar sérstökum eld- flaugum til Suður-Afríku. í gær, mánudag, var frá því skýrt, að í London sæti brezk ráðlegginganefnd og ynni úr áætlunum um að senda sérstakt eldflauga- kerfi útbúnu fyrir orrustu- f lugvélar þangað suður eft- ir. —Fyrirtækið British Air craft Corporation, BAC, sem í blaðafréttum er sagt vera númer eitt í þessari nefnd, staðfesti í brezku De Gaulle hrif- inn af Bardot - nýútkomin bók með samtölum hans og Malraux fyrrum kennslumálaráðherra ANDRE MALRAUX, fyrrum menn- ingarmálaráðherra f Frakklandi, skýrir í nýútkominni bók sinni af- stöðu de Gaulie til ýmissa alþjóða- mála og pólitískra persóna. Mal- raux var einn nánasti vinur de Gaulle, og rekur hann löngum i þessari bók samtöl sín og hershöfð ingjans — og er víða komiö við, allt frá alþjóðlegum stjómmálaleg- um vandamálum og til kynsprengj unnar frönsku Brigitte Bardot. 11 mán. fyrir andlát sitt ræddi de Gaulle við Malraux, en Mal- raux er þekktur sem rithöfundur — og sagði de Gaulle þá, að hann væri þeirrar skoðunar, að hvorki Frakk land né Bretland myndu í framtíð- inni hafa sérlega bung lóð að leggja á vogarskálar alþjóðapólitíkur. — Sagði de Gaulle, að hann væri næsta viss um, að Baridaríkin myndu vilja draga sig algjörlega frá Evrópu og láta hana sjálfa um sín vandamál — og ekki taka neitt til- lit til Bretlands og Frakklands. Maílraux vitnar o-ft í samtal, sem hann átiti við de Gaulle í hádegis- verðarboði, er hann borðaði með de Gaulle, þann 11. desember 1969. Sagði de Gaulle þá m.a. að hann byggist við að Nixon forseti ætti eftir að verða fyrir mitolum von- brigðum með bandamenn sína í S- Asíu. De Gau'lle ræddi þá Ifka um John F. Kennedy, og sagði hann De Gaulle. Brigitte Bardot. að kannski hefði óbrevttur og ó- þeklctur lögreglumaður í Dallas ger- samlega breytt gangi heimssögunn- ar. De Gaulle hélt því fram, að tími hins franska mikilfengleiks væri liðinn, en samt væri sá möguleiki fyrir hendi, að Frakkar myndu enn á ný koma veröldinni pínullítið á óvart, en langt myndi þangað til. Hershöfðinginn lagði mikla áherzlu á, að hann hefði misst alla stjóm út úr höndunum í stúdentaupp- Ivlaupunum í maí 1968, og ræddi hann bitur um það upplausnará- stand sem sfðar leiddi til þess að hann varð að segjá af sr. Þá sagði de GauMe einnig, að hann hefði „misst samband við Frakkland", löngu áður en hann var endurkjörinn forseti árið 1965, og þess vegna hefði hann fyrir löngu valið sér Pompidou sem anftaka. Bók Malraux er mörg hundruð blaðsíður. Þykir hún kímin og eink- ar skemmtieg aflestrar. Segir þar á einum stað frá því er Brigitte Bar- dot kom f heimsókn í Elysée-höíl. De Gaulle sneri sér að henni og sagði: „Merkilegt, frú. þér emð í einkennisbúningi og ég borgaralega k'læddur". Bardot var klædd síð- buxum, sniðnum sem hermannabux ur. blöðunum í gær, að það væri að byrja viðskipti við Suður-Afríku. „Við stefnum að þvf að selja Suður-Afríku fram'leiðsluvörur okk- ar, og munum leggja fram skörslu til brezku stjórnarinnar, varðandi framleiðslugetu okkar í flugvélaiðn- aði — en það merkir nú ekki aö við höfum síðasta orðið, þegar senda á S-Afrfku vopn,“ sagði tals- maöur BBC. Talsmaöurinn sagði, að eldifflauga- kerfi það, sem um væri að ræða, væri byggt upp með Tunderbird- eldiflaugum og væru þær eldflaugar byggðar sem varnar- flaugar, ef ráðizt væri á þann sem yfir l>eim ræður. Reiknað er með að sala á þess- um eldlflaugum eigi eftir að vekja mikinn úlfaþyt í Bretlandi og reynd ar um aiMt samveldið, svo sem eins og gerðist, þegar brezka stjórnin ákvað að selja Suður-Afríku land- varnaþyrlur. Viðurkenndi brezka stjórnin samning þann sem BAC er vel á veg komið með að gera við Suð- ur-Afríkustjóm, merkir það stór- fellda útflutningsaukningu fyrir BAC og fleiri flugvélafyrirtæki. — Mun samningurinn væntanlega snú ast um rnargar miMjónir punda, þótt ekki sé enn hægt að nefna neina ákveðna tö'Iu. Samningur þessi verður væntan- lega hliðstæður þeim er gerður var fvrir nokkru viö Saudi-Arabíu, en hann var upp á 100 milljónir punda. Brezka ríkisstjómin hefur enn ekki viljað segja til um, hvort hún ætli sér að samiþvkkja þetta sam- komuilag, sem í uppsiglingu er milli S-Afríku og BAC. „Verkamannaflokkur- inn stjórnaði alla tíð - Bratteli kom fram i sænska sjónvarpinu i gær • Trygve Bratteli kom f gær fram í sjónvarpi í Svíþjóð og ræddi um norsku stjómina, stjórnarskiptin og áform sín sem forsæt'sráðherra. • Sagði Bratteli, að í Noregi væri ekki til nein sérstök hefð eða reynsla hvað snertir samsteypustjórnir og að tilhneig ingin til stöðugt meiri innbyrðis deilna, hefði að lokum orsakað klofninginn, sem varð. Sagðist Bratteli vera hræddur um að hinum 4 fflokkum í Noregi, sem ekki em sósíalískir, myndi ekki „hafa komiö Noregi sérlega il'la og skaðað hann, en ég vi'l þð leggja áherzlu á, að ég ltt á andstæðinga mína sem heiðarlega menn.“ Sagði Bratteli einnig, að stjórn norska Verkamannafflokksins hefði fengið mörg bréf á þeim tíma, sem hann hefur verið í stjómarandstöðu — þ. e. frá haustinu 1965, og sagði Bratteli, að þjóöinni hefði á ein- hvern hátt fundizt, að það væri Verkamannaflokkurinn, sem með stjórnina færi, þótt hann væri í and stöðu. Loks Sagði Bratteli, að rfk- isstjóm hans, sem nú tæki við, takast að komast aö samnkomutagi, | myndi leggja alla áherzlu á að með finna samstarfsgrundvöll fyrir kosn ingar tll Stórþingsins 1973. „Þessar deilur," sagði Bratteli, höndla hvert mál, eins og náttúr- legast væri — en láta fflokkslínuna koma á eftir. Umsjón: Gunnar Gunnarsson Rússar vilja friðar- sveitir Fulbright, þingmaöur og formaður utanríkismálanefndar Bandarikja- þings, skýrði frá því, rétt fyrir síöustu helgi, að Rússar myndu viljugir að eiga þátt í myndun frið- arsveita í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs, ef þeir væru að því spurðir. Bandarfkjamenn hafa þegar lýst vfir, að þeir vilji senda hermenn tiJ friðargæzlustarfa þar eystra, en slíkar friðarsveitir myndu að sjá'lf- sögöu starfa innan vébanda Sam- einuðu þjóðanna. Fulbright hefur átt viðræöur við Rogers, utanríkisráðherra USA, um má'lið, og eftir þann fund gaf hann fréttamönnum þessa yfirlýsingu — sem enda byggist mestan part á undirtektum Araba og ísraels- manna. William Fulbright. Palme tapar vinsældum -- úrslit skoðanakónnunar Sveriges Radio mjóg neikvæð fyrir Palme og Sósialdemókrataflokkinn Ef marka á skoðanakönn- un, sem sænska ríkisút- varpið, Sveriges Radio framkvæmdi, eða var fram kvæmd ávegum sérstakrar deildar útvarpsins, er fjall- ar um almenningsrann- sóknir, þá hafa sænskir sósíaldemókratar hrapað all nukkuð niður hvað vin- sældir snertir. Miðflokkur- inn hefur hins vegar sótt á, á kostnað kratanna, en kratar hafa misst 8% af fylgi sínu eða vinsældum síðan um kosningar, ef ef marka má niðurstöður athugunarinnar. Það sem meira er, telst það, að ölof Palme forsætisráðherra verður nú að fara að huga að hag sínum, því að hann er kominn aftur fyrir ýmsa fflokksbræður og félaga í póli- tikinni, hvað vinsældir snertir, og Gunnar Helen andstæðingur hans, 'leiðtogi Þjóðarflokksins er vinsæl- astur stjómmá'lamanna í Svíþjóð um þessar mundir — en með fyrir- fara um áreiðanleik skoðanakönn- unarinnar. Gunnar Hedlund, leiðtogi Mið- flokksins, kemur vel út úr þessari skoðanakönnun. Aðeins 5% kjós- enda fflokksins eru óánægðir með mann. Hedlund tjáði fréttamönnum, eftir að hann hafði frétt af niðurstöðum þessarar skoðanakönnunar, að nið- urstaðan breytti engu um stefnu Miðflokksins fram á sumar, og líka benti hann á, að það lægi í augum uppi, að fvlgi sópaðist nú vfir á iðflokkinn, þar sem Palme hefur beitt mjög svo óvinsælum að'ferðum I verkföllum opinberra starfs- manna. Könnunin var framkvæmd dag- ana 25/2 ti'l þess 6/3 einmitt þegar sem mest gekk á í Svíþjóð í verk- föllum, en áður en stjórnin greip fram í fyrir verkfallsmönnum meö verkbanni. Ails voru 1.300 manns spurðir um hvort þeir vildu hafa kosningar í sumar og hvernig þeir myndu þá kiósa. Heildarniðurstöö- ur könnunarinnar bentu til þess að ef kosið yrði nú, fengju kratar og kommúnistar saman 155 þingsæti en borgaralegir flokkar 195. Olof Palme.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.