Vísir - 14.04.1971, Page 1

Vísir - 14.04.1971, Page 1
61. árg. — Miövikudagur 14. apríl 1971, — 83. tbl. Kirkjugestirnir á Langanesi eltu mörð uppi, — og höfðu sigur Varðhundur her- lögreglunnar bítur lögreglumenn Það mætti halda aö hemaðar- ástand væri ríkjandi milli ís- lenzka lögregluliðsins og herlög- reglunnar á Keflavíkurvelli. A8 minnsta kosti lítur varðhundur Er það bara kvef? Bl Veikindafaraldurinn, sem geng- ið hefur í Reykiavfk er nú í hámarki. Bragi Ólafsson aðstoðar- borgarlæknir sagöi í viðtalj við Vísi í morgun að við ræktun á sýnum hefði komiö fram, að um kvefveirustofn væri að ræða. „Læknum virðist, að sjúkdóms- mynd sé líkust því þegar um in- flúensu er að ræða“. sagði Bragi ennfremur. Um hátíðarnar höfðu vakta- læknar miklu meira að gera en venjulega og flestir fóru læknarnir út í vitjanir þrír í einu. — ÁS ’herlögreglunnar á það sem hlut- verk sitt að bíta íslenzka lög- regluþjóna, þegar þeir koma I námunda við bragga amerísku lögreglunnar. Þetta er svartur loðinn rakki. Tvisvar hefur hann glefsað til íslenzkra lögreglu- manna, þegar þeir hafa nálgazt j hann og í gær lét hann verða I af ætlun sinni, réðist á Iögreglu- þjón, sem erindi átti í hús her- Iögreglunnar og beit hann. folenzka lögreglan krafðist þess að sjálfsögðu, að hundkvikindið yrði tekið úr umferð, enda virðist hann mestur ófriðarseggur og her- skáastur allra í herstöðinni. Benedikt Þórarinsson yfirlög- regluþjónn íslenzku lögreglunnar á Keflavíkurvelli, sagði að oft og tíö- um væri dýrahald varnarliðsmann- anna til hreinustu vandræða. Ann- að veifið kæmist hundahald og kattahald í tízku. Ameríkanarnir fengju dýrin yfirleitt hvolpa eða kettlinga, svo réðu þeir ekkert við dýrin þegar þau væru orðin stór, Mikil herferð var farin gegn hundum í herstöðinni fyrir fáeinum árum, þegar rakkar varnarliðs- manna réðust á kindur í heiðinni og bitu þær. — En hundahald hef- ur aftur komizt í tízku þar á vell- inum, meira að segja hjá herlög- reglunni. — JH en sötnufturinn drap hann i sameiningu Ekkert minkabú er á Langa- nesi. Og það mun þess vegna, sem nokkrir minkar hafa í vetur sýnt Langnesingum hið argasta tillitsleysi, og raunar fyrirlitningu. Minkar hafa labbaö sig inn 1 hænsnagarð og skilið hænur eft ir hauslauisar — og það hjá sjálfum hreppstjóranum í Sauða neshreppi utan Þórshafnar. — Hreppstjóri hefur lagt dýraboga fyrir ófétið, en hann hefur gert sér lítið fyrir og skellt aftur bogunum — án þess að festast í þeim. Hefur hreppstjóri eng an mink gómað, en þeim mun fleiri rottur hefur hann fengið í gildrur sínar. Svo fylltist mæl- irinn. Þegar prófasturinn á Sauða-' nesi sté í stólinn á páskadag að syngja messu yfir Langnesing- um, gerðist það í messulok, að kirkjugestir heyrðu fyrst að hvinur nokkur og kurr fór um kórkonur á palli. Þær bentu ákaflega út um giugga fram á hlaðið á Sauðanesi. Það var nefnilega minkur kominn að hlýða messu á svo helgurn degi. Langnesingar létu nú hendur standa fram úr ermum: Prófast ur dreif af messuna og svo æddi söifnuðurinn út á eftir dýr bftnum. „Ég var raunar með hagla- byssu við hendina", sagðj bónd inn á Sauðanesi, „en þorði ekki að skjóta vegna helgi dagsins .. vildi sjá til hvort ekki væri hægt að ná dýrinu öðruýfsi". Minkurinn hljóp niöur mýrar, stefndi til sjávar. Rirkjugestir fjdgdu honum eftír til flæðar- máls. Þar stakk minkudnn sér fram af steini og synti út í Dumbshafið jökulkalt. Kirkju gestir biöu. Vissu að minkúr yrði að koma til sama lands aft ur. Svo sást til hans, þar sem hann laumaðist aumingjalegur upp úr sjónum, og ætlaði að skjótast upp sendna fjöruna og framhjá kirkjugestum. Ó, neii „Strákur, vaskur drengur, stökk þá alit í einu út úr Rússajeppa tók upp stein hnullurtg og senti beint í smett ið á minknum og endaöi óvætt urinn þar sína ævi“, sagði heim ildarmaður, bóndinn á Sauða- nesi ókkur Vísismönnum: „Og svo drifu kirkjugestir sig heim á Sauðaneshlað að þiggja af- lausn fyrir helgidagsbrotiö af práfastiwum, honum séra Mar- inó". —GG Þrír Grænlendingar varðhald, kærðir fyrir settir í nauðgun Faðir 14 ára stúlku kærði skipverjana i nótt Faðir 14 ára stúlku kom á lögreglustöðina í nótt og kærði skipverja um borð í grænlenzka skipinu Ad- olph Jensen fyrir að hafa nauðgað dóttur sinni. Hafði stúikan komið heim til sín eftir miönætti í nótt og sagði þá svo frá, að hún hefði verið um borð i skipinu, sem liggur í Reykja vrkufhöfn vegna bilunar, en þar hefðu skipverjar nauögað sér. Stúlkan vfeaði lögreglunni á þrjá skipsmenn, sem allir eru græn- lenzkir. Voru þeir undir áhrifum, þvi gleðskapur hafði verið hjá á- höfninni um borð í gærkvöldi. — Voru mennimif færðir í fanga- geymsluna, þar sem yfirheyrsila þeirra var látin bíða morguns. Stúlikan var látin gangast undir læknisrannsókn, en niöurstaöa hennar lá ekki fyrir í morgun. — Rannsókn var eicki lengra komin í morgun, en framburður stúlkunn ar lá fyrir, og hafði hún tekið þátt í gleðskapnum um borð í gær kvöldi, og hafði áöur þegið boð í íbúðir áhafnarinnar. —GP Sementsskemman gerist leikhús „Við máluðum bara salinn og smíðuðum ósiköpin öll af köss- um handa fólki að sitja á, feng um Lárus Ingólfsson til að teikna leiktjöld, sem við svo smíðuðum sjálf. Tjaldið er eins og rúllugaiidína, sem húrrað er niður milli atriða“, sagði Björg Árnadóttir, ein úr leikklúbbi stúdenta, sem nú sýnir leikrit- ið „Ástarsaga úr sveitinni" eft- ir danska höfundinn Jens August Schade. Fara sýningar fram í gamalli sementsskemmu H. Ben. & Co. við Lóugötu 2 á Grfmstaðaholti. „Okkur vantaði nefnilega illi iega húsnæði í haust, þegar við byrjuðum staifsemina“, sagði Björg, „í fyrra sýndum viö í Norræna húsinu, en núna gát- um við ekki fengið þar inni, svo við hreiðruöum bara um okkur í eins konar afhýsi af sements- skemmunni. Háskólinn á orðið húsið, og það er bara anzi nota- legt orðið þarna, gott herbergi og sæmilega stór salur, aetli hann taki ekki kringum 70 manns ....“ Sjá nánar leikdóm Ólafs Jónssonar á bls. 7. —GG BROT Á MANN- RÉTTINDUM? — eðo ákvæði tií að vernda menningararfinn — sjá Ms. 9

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.