Vísir - 14.04.1971, Page 2

Vísir - 14.04.1971, Page 2
Sjáifsmorð mannkyns yfirvofandi — segja sérfræðingar / fólksfj'ólgunarmálum — okkur fj'ólgar um 2% á ári, og verðum orðin 6 billjón falsins 7995 Mikill fjöldi Indverja eyðir æv- inni allri á götum úti — kemur aldrei undir þak. Myndin hér að neöan er frá Kalkútta, en þar munu kringum 500.000 manns ráfa um stræti ævina alla (sem af þeim sökum er reyndar ekki löng) og munu aldrei hafa mögu- leika á að eignast þak að skriða undir. Á vorri jarðkringlu fjölg- aði fólki um 73 milljónir árið 1970. Hefur fjölgun- in aldrei verið þvílík fyrr í sögunni. Þessi tala, 73 milljónir, sýnir að mannkyni hefur fjölgað á einu ári um 2% — ef miðað er við að við séum eitthvað í kring- um 3,5 billjónir. 2% fjölgun virðist þegar á töl- una er litið ekki vera svo voða- leg. Fólksfjölgunarsérfræðingar eru samt á öðru máli. Þeir segja að verðj ekki dregið mjög veru- lega úr fólksifjölgun og það sem fyrst, verði afleiðingar þessarar fjölgunar engar aðrar en hrun og endalok mannkyns, þar sem jörð inni séu takmörk sett hversu marga hún getur, fræðilega séð, fætt og klætt. í nákvæmri greinargerð, sem „Population reference bureau" í New York hefur sent frá sér, segir aö fjölgi mannkyni áfram meö sama hraða og nú, muni heildarfjöldi mannkyns vera kom inn í 6 billjónir manna árið 1995. 1975 segja sérfræðingarnir mannkynið muni verða 4 billjón- ir, fjölgi því með sama hraða næstu árin. Það mun síðan aðeins taka okkur 11 ár þaðan í frá að bæta 1 billjón við, og eftir þau 11 ár verðum við ekki nema 9 ár aö ná tölunni 6 billjónir. Allt mun skreppa úr skorðum Áhrif þessarar fjölgunar munu ekiki aðeins koma fram á þéttsetn ustu svæöum jarðarinnar. Þeirra mun einnig gæta í smábæjum, þorpum og byggðarlögum, segja sérfræöingar, og nýjar borgir verður að byggja. Þeir sem þegar hafa búsetu í yfirfylltum stór- borgum munu hægt og hægt missa alla von um að geta átt sína ská'k, sitt hús eða sína íbúö sjálfir heldur verða þeir að búa sig undir aö þeim verði holað niður í lítilli íbúö £ einhverjum skýjakljúfnum og greiða svimháa húsaleigu. Eru sérfræðingar svartsýnir á að öll þægindj sem við búum við núna, svo sem sími, 'rafmagn, hita- og vatnsveita, — muni £ framtíðinni ná til fjöld- ans £ stórborgunum, eins og nú er. Simakerfið og rafveitan mun verða svo flókin, sannflækt og viðamikil segja þeir, að erfitt eöa jafnvel ómögulegt veröur að halda henni gangandi og £ lagi. En þótt erfitt og næsta óbæri- legt verði að vera íbúi £ stórborg á Vesturlöndum, mun fólksfjölg- unin fyrst og fremst koma niður á þeim sem £ þróunarlöndunum búa. Þar fjölgar fólki núna með meira en helmingi meirj hraða en fólki f velferðarrikjunum svo nefndu. Síðustu fimm árin lögðu Afríka, Suöur-Ameríka og Asía (að Japan undanskildu) heiminum til 86% af fólksfjölguninni. Nú skiptist mannkyn niður á þróunarlönd og veiferðarlönd í hlutföllunum 71:25. Með sama fjölgunarhraða verða h'lutföllin 1985 75:25. Voðinn vís í Indlandi Sérfræðingar „Population Bureau“ £ New York eru mjög áhyggjufullir varðandi Indland, sem þeir segja muni verða illa úti gangi stjóm landsins ekki áfcveðn ar fram f að stemma stigu við fölksfjölguninni. „1990 munu Ind verjar vera orðnir 1 billjón tals- ins“, segja sérfræöingamir f skýrslu sinni og allir þeir sem einhver kynni hafa haft af Ind- landi vita hversu erfitt stjóm landsins á þegar með að hafa hemil á fólksfjölda þessum. Verði sama uppi á teningnum £ þessum málum í Indlandj næstu árin eða áratug, þá mun dæmið 1990 líta þannig út að ei verður annað hægt að gera Indverjum til bjargar en að flytja burtu, fækka fbúum landsins um 40—50 einstaklinga af hverjum 1000 á 10—15 árum. Jafnvel þótt indversfcir foreldr- ar skipti gersamlega um afstöðu og eignist árið 1985 og þaðan f frá ekki fieiri böm en svo aö fjölgunin verði engin, haldi að- eins £ horfinu mundu Ind- verjar samt verða 1 billjón fyrir 1990. Þetta eru óhjákvæmilegar afleiðingar £ svo fjölmennu þjóð- félagi, þar sem næstum 45% £búa eru undir 15 ára aldri og eiga þvi mörg ár framundan sem frjó- ir einstaklingar. George Tobias, sérfræðingur, sem starfar hjá Ford-stofnuninni bandarfsku, segir „að böm, sem fæddust á árunum 1955—1965 i Indlandi, muni aðallega sjá til þess, að fölksfjöldinn £ Indlandi nái 1 billjón. Þau eru 15 ára um þessar mundir og eru alls 170 milljónir!“ Tobias, sem starfar hjá New Delhi, deild Ford-stofnunarinnar, segir, að 90% þessara unglinga mun; koma á almennan vinnu markað á áratugnum 1970—80, sem verkamenn: „Og þau munu birtast á vinnumarkaðnum", seg ir Töbias, „hvort sem þið eruð tilbúin að taka við þeim eða efcki!“ Tveir synir Sérfræðingar á vegum banda- riskra stofnana, sem £ Indlandi starfa, og veita svokallaða „þró unaraðstoð", segja það liggja f augum uppi, að næsta erfitt eða ómögulegt verðj á næstu árum að fá Indverja til að breyta um hugsunaiihátt hvað snertir barneignir. í Indlandi er sú skoöun gróin i þjóðtrúna, að hver fjölskylda verði að eignast 2 syni. „Og þetta er mikið vanda mál“, segir Tobias, „þegar þess er gætt að dætur fæðast jafnoft og synir". — GG Þeir hafa þegar slegið þvl föstu slúöurdálkahöfundar amer- fskara blaöa, að Ethel Kennedy, ekfsia Roberts Kennedy, ætli aö giftást á næstunni fyrsta banda- rfska geimfaranum, John Glenn. Glenn hefur siöan hann fór sína fyrstu geimferð, verið mikill vinur Kennedy-fjölskyldunnar og hann mun hafa verið Ethel og börnum hennar 1!1 mikij stoð og stytta er Robert var skotinn til bana. Glenn var kvæntur þar til í fyrra að hann skildi við þá konu er hann hafði verið kvænt- ur i 27 ár. Þau eiga 2 böm. Glenn hefur alveg snúið baki við geimferðum og stefnir aö þing- mennsku fyrir demókrata. Á myndinni hér að ofan eru þau Glenn (lengst tij vinstri), þá vinur Kennedyanna, Andy Williams söngvarj og Ethel Kennedy. Þau Ethel og Glenn eru sögö stunda mikið siuðuferöir saman.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.