Vísir - 16.04.1971, Blaðsíða 3

Vísir - 16.04.1971, Blaðsíða 3
3 VÍSIR . Föstudagur 16. aprfl 1971. í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND A-Pakistan: (Jmsjön Msv'km Heipason Ahlaup á höfuðborg uppreisnarntmna Stfórmr Indlands og Pakistan bera sakir hvor á aðra Stjómarher Paldstan réð- ist í morgun á Chuadanga, sem sjálfstæðishreyfingin hefur gert höfuðborg sína. Borgin er 16 kflómetrum frá landamærum Indlands og er ein af fáum bæjum, sem uppreisnarmenn ráða. Indverskur blaðamaður í Ohua- danga sagði í gærkvöldi, að konur og böm væru hvött til að fara burt úr borginni. Ríkisútvarpið I Pakistan sagði í morgun, að stjórnarherinn ráði nú mörgum mikilvægum verzlunarmið- stöövum við indversku landamær- in. Herinn vinni kerfisbundið að því að endurheimta þau svæði, sem sjálfstæðishreyfingin heldur. Blað eitt í Kal’kútta segir f morg- un, að stjórnarherinn hafi kveikt í ökrum í grennd við Jessore. Það fórst fyrir í gær, að ráð- herrar í útíagastjóm sjálfstæðis- hreyfingarinnar í A-Pakistan ynnu eiða sína. Orsökin mun hafa verið sú, að stjómarherinn gerði áhlaup á staðinn, þar sem þetta átti aö gerast. Sagt er, að uppreisnarmenn séu að semja stjómarskrá fyrir Bangla Desh, sem þeir kaMa rfki sitt. Lögfræðingur hafi farið frá Kafkútta til að aðstoða við samn- inguna. Stjóm uppréisnarmanna hyggst setja nýjan gjaidmiðii og þjóðnýta banka á þeim svæðum, er þeir hertaka. Bandaríska utanrikisráðuneytið neitaöi í gær fréttum um, að Banda- ríkin sendi Pakistanstjóm vopn en hafi hætt matvælasendingum til Pakistan, meðan borgarastríðið stendur. Talsmaður ráðuneytisins Roibert McCloskey sagði, að engin hergögn hafi verið send til Pakist- an, eftir að borgarstyrjöldin brauzt út hinn 25. marz. Engar ráðagerðir séu um sendingar hergagna. Hins vegar hafi Bandaríkin sent mikið korn ti'l Pakistan, en engin trygg- ing væri fyrir því, að þetta kom hefði fariö ti'l almennings í Austur- Pakistan í þeim glundroða, sem ríki. Ráðuneytinu sé ekki kunn- ugt um, að hungursneyð sé f A- Pakistan. Indverjar sökuöu stjómarher Pakistan í gær fyrir að hafa skot- ið af vélbyssum á indverskt þorp • Níu Arabaríki fordæmdu í gær- kvöldi rfkisstjóm Husseins Jórd- aníukonungs fyrir gróf brot gegn friðarsamningum, sem gerðir voru í fyrra við skæruliða Palestinu- manna. Segir í yfirlýsingu þessara Arabaríkja, að þau séu staðráðin í að koma í veg fyrir að skæru- liðahreyfingu Palestínumanna verði gjöreytt. Krafizt er tafarlausrar stöövun- ar bardaga f Jórdanfu og þess, að vopnahlésnefnd taki þar aftur til starfa. Ríkin, sem aö þessum yfirlýsing- um stóðu, em Egyptaland, Sýrland, Súdan. Líbía, Alsír, Líbanon, Ku- wait, Jemen og Suður-Jemen. 30 þúsund Norður-Kóreumenn sagðir 30 þúsund Norður-Kóreumenn hafa farið inn í suðurhluta Laos síðustu fjóra mánuði og er hluti þeirra nú á því svæði, þar sem landamæri Laos, Kambódíu og Suður-Víetnam mætast. Frétt þessi er komin frá banda- rísku herstjórninni og byggð á upplýsingum frá fanga einum, sem Bandaríkjamenn tóku. Fanginn sagði, að hermenn frá kommúnista- ríkinu Norður-Kóreu hafi tekið þátt í bardögum viö herstöð númer sex í norðurhluta Suður-Víetnam. í Laos Orðrómur hefur verið á kreiki um nokkurt skeið þess efnis, að kínverskir og norður-kóreanskir ráðunautar starfi með her komm- únista í Víetnam og Kambódíu. Svo sem kunnugt er ráða komm- únistar norðurhluta Kóreu, en andstæðingar þeirra Suður-Kóreu. Kóreustríðið hófst, er Norður- Kóreumenn réðust á Suður-Kóreu. Bandaríkin og aðrar vestrænar þjóðir komu til bardaganna með Suöur-Kóreumönnum, en síðar skárust Kínverjar í leikinn með Norður-Kóreu og jöfnuðu metin. Iog sært nokkra Indverja. Stjóm-1 verkamenn reynt að sprengja upp völd 1 Pakistan hafa margsinnis brú eina í Pakistan. sakað Indverja um fh'lutun í borg- PúHtrúar sjál'fstæðishreyfingar arastyrjöldinnj og sagt, að hermenn A-Pakistan, sem komnir eru til Evr- frá Indlandi hafi farið yfir landa- öpu, segjast vongóöir um, að Sovét- mærin. Hafi indverskir skemmdar-1 ríkin, Bandaríkin og Frakkland muni viðurkenna ríkisstjórn þá, sem hreyfingin hefur myndað. Flugher Pakistan herti f gær loft- árásir á bæina Chittagong, Com- il'la, Sylhet, Dinjapur, Rajshahi, Kustia og fleiri. Stóra stökkið Eitt sinn boðaði Mao formaður „stórt stökk“ í þjóðmálum. Mao er af stuðningsmönnum sín- um sagður afreksmaður í íþróttum, einkum sundi. Nú hefur hann snúið sér að borðtennis og þar tekiö sitt „stærsta stökk“, sem hefur, í bili a. m. k„ breytt viðhorfum í heimsmáJum. Þrír foringjar írska lýðveldishersins gripnir I’rír af foringjum „frska Iýðveldis- hersins“, IRA, hafa veriö handtekn- ir eftir húsleit og koma þeir fyrir rétt í Belfast í dag. Þessir menn munu vera félagar í róttækustu samtökum IRA. — Sprengiefni fannst i fórum þeirra. írski lýðveldisherinn er tal- inn hafa staðið að möirgum morð- um og skemmdarverkum á Norð- ur-írlandi undanfama mánuði. 400 hermenn leituðu í gær að vopnum i grennd við landamæri N-írlands og Irska lýðveldisins. Höföu þeir þyrlur sér ti'l aöstoðar. Ekki höföu borizt fregnir af vopna- fundum þarna, en í Belfast fund- ust níu kíló af d'ínamíti. Nokkur átök urðu í austurhluta Belfast í gær. 60 stúdentar vörp- uðu grjóti að lögreglunni, en brezk- ir hermenn komu þá á vettvang og dreifðu stúdentunum. Leynilögreglumenn frá Scotland Yard hafa leitað víða í Bel'fast að vopnum og hermdarverkamönnum. Stjórnvöld á Norður-frlandi hafa sætt gagnrýni fyri- að hafa ekki gengið harðar gegn félögum í Irska lýðveldishernum að undanför: *i. Rfkisstjórnin hefur hins vegar fylgt vægri stefnu til að stofna ekki ti' frekari vandræða milli mótmæl- endatrúarmanna og kaþólskra.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.