Vísir - 16.04.1971, Blaðsíða 9

Vísir - 16.04.1971, Blaðsíða 9
v I R . Fös':udagur 16. a->r:l 1971. hjúp jaröar og fram’eiöa með i'it önduninni þsssa banvænu kol- 1 sýru. ; Menn ættu að vara sig á - lík- ■ um falsspámönnum og reyna að ■ móta skoöanir sínar á öllum ; þeim vandamálum af meira jafn í aðargeði. Og þó svo virðist, að ^ hljóðfrænurnar séu fyrst í staö aðeins lúxuskassar, þá er þó jafnframt margt sem bendir til þess, að með þeim sé að hefjast nýtt timabil í flugsögu og sam- göngumálum heimsins, sem kunni þegar stundir líða að hafa vfðtæk áhrif um mótun nýs framöðarheims, sem maður get- ur vonað að veröi betri en sá sem við nú lifum í. Þetta er þeg ar allt kemur til alls hlutverk vísinda og tækni, og við þurfum ekkj að vera í neinum vafa um að þau hafa unnið stórvirki að gera heiminn eins og hann er i dag. JPkki þar fyrir að heimurinn sé neinn alsælureitur í dag Þvert á móti. það er alls staðar grátur og gnístran tanna. En um það er varla hægt að kenna visindunum, heldur okkar eigin innsta égi. Þaö bætir ekki heim inn að stöðva framgang vísind anna og tækninnar og það kann efcki góðri lukfcu að stýra að láta illgimislegan róg um tækni framfarir drepa þær í dróma. Það er gagnrýnt hve hinar há þróuðu tækniframfarir séu dýr- ar og fjármagnið til þeirra sé fengið úr opinberum sjóðum. Nú er það gagnrýnt og farið að fella það á þjóðþingunum, hvern ig milljónasummur eru veittar til smíði nýrra flugvéla, sem geta svo ekkj staðið undir þeim kostnaði. Þó er það ekkj nema eðlilegt að samfélagsheildin standi undir slifcum kostnaði vegna þess, að það er ekki ein ungis verið að smíða eina flug- vél heldur ryðja tæknifram- fðrum braut sem eiga eftir að bera mikinn ávðxt f framtíðinni. Fremur en að stöðva stfk fram lðg ætti að fylgjast betur með þvi, hvemig þeim er varið. Það þyrfti til dæmis að rannsaka það, hvemig hálaur-adyngiurnar I hinni háþróuðu tæknifram- leiðslu sliga verkin. Allur kostn aður fer langt fram úr áætlun. Rolls Royce verður gjaldþrota við smíði nýs flugvélahreyfils, meðan verkfræðingahópurinn sem við það vinnur hefur mok- að saman milljónalaunum. Flug félögin húka á barmi gjaldþrots meðan flugstjórarnir hirða fjór ar til fimm milljónir króna í laun á ári. Þannig em hálauna- dyngjurnar afar mikið böl hvar vetna í flugvélaiðnaði og flug- málum og stafar þetta senni- lega af nálægð þeirra við her- málin, þar sem ríkisstjómir stór veldanna hafa mokað milljörð unum gagnrýnislítið til smíði morðvéla og flugmálastarfsem in lendir í samkeppni við þau ósköp. Það væri nær að fara í skrápana á þessum vandamál- um, heldur en að stöðva fram farirnar. Það eitt myndi nægja til að gefa aukið olnbogarými til félagslegra umbóta. Sama er að segja um hjálpina við hinar fátæku og vanþróuðu pjóðir. Þar tröllríða hálauna- dyngjur, eftirhreytur nýlendu- tímabilsins, öllu hjálparstarfi. Ráðunautar með milljónatekjur og skattfrelsi em sendir út af örkinni til að ,,hjálpa“ fólki meö 5—10 þúsund króna árstekjur, en mestur hluti hjálparinnar fer í laun ráðunautanna. Og heil brigðis og félagsmálaumbætur hvarvetna um lönd koðna niður og verða aö engu i stórgróða- krafsi lækna og sérfræðinga. — Það er ekki við tæknina sjálfa og möguleika hennar að sakast, þó mörgu sé ábótavant, og allra sizt bætir það úr aö stöðva fram gang hennar Vandamálin eru f okkar eigin égi. Þorsteinn Thorarensen. eðfPíimioeocedSíiííMm ecsoðee»i«etetO0ðe«99aB( «ec9«a«eÐb*0tc.»oe«ti!«oeee<9t ® • o « o Æskumenn taka til höndunum við byggingarvinnu. iáríatvmnumálum skólafólks — Næg verkefni verða / sumar fyrir jbær þúsundir, sem koma úr skólunum SKÓLAFÓLK á ekki að verða í vandræðum með atvinnu í sumar. Þvert á móti tala forustumenn um nauðsyn þess að nýta betur en áður vinnu skólafólks. Er þar meðal annars átt við, að skólá- fólkið komi til arðbærari starfa en fyrr og þá að sjálfsögðu með hærra kaupi. Einkum mun verða þörf fyrir ungl- inga yfir 16 ára í bygg- ingarvinnu, sem vænt- anlega mun slá öll fyrri met. 1—2 þúsund vantar í byggingarvinnu Fjármálaráðherra greindi ný- lega frá því í skýrslu, að aukin fjárfesting muni kalla á 1000— 2000 fleiri menn í byggingar- vinnu en var í fyrra. Auk þess má búast við auknum fram- kvæmdum á flestum öðrum svið- um. Þegar haft er í huga, aö skráðir atvinnuleysingjar á öillu landinu voru komnir niður í 608 um sfðustu mánaðamót og þar af voru aðeins 104 í Reykjavík, er greinilegt, að miklu meira vinnuafl mun þurfa en nemur þessum fjölda. Ráðherra ræöir um nauðsyn þess að þeir iðnað- armenn, sem enn starfa erlendis, komi heim hið skjótasta og vinna skólafólks komi að sem beztum notum. Þetta mun varla nægja til, svo að niðurstaðan verður væntan- lega sú, að sama ástand skapast og var fyrr á tímum, að allur þorri manna lengir vinnutíma sinn og vinnur „tvö“ störf eins og þá gerðist. Skólafólk byrji vinnu fyrr Sigfinnur Sigurðsson borgar hagfræðingur segir í viðtali viö blaöið, að með „betri nýtingu" sé aðailega átt við, að úr þvi dragi, að skðlafólk sé atvinnu- laust fyrsta mánuðinn eða svo eftir að sbóla lýkur eða hætti vinnu mánuði eða svo áöur en skólinn byrjar í haust, Reykja- víkurborg mun sem jafnan áð- ur hafa talsverðan fjölda af skólafólki í vinnu á sínum veg- um, í gatnagerð og við fegrun borgarinnar og í skólagörðum. Ráöningastofa borgarinnar hef- ur með höndum vinnumiðlun fvrir sbólafólk sem aðra og veit- ir stofan jafnt vinnu úti um landsbyggðina og i borginni eft- ir þörfum. Nú þegar er farið að bera á skorti á starfsfólki víðs vegar um landið. Erfiölegar gengur að fá sjómenn en verið hefur um langt skeið og horfir til vand- ræða af þeim sökum. — Listar Ráðningastofu Reykjavíkur- borgar yfir lausar stöður eru mun lengri en listamir yfir at- vinnulausa, ef sleppt er bílstjór- um hjá Þrótti, en þeir eru nú 59 á atvinnuleysisskrá „að bíða eftir vinnu hjá borginni" að þvi er þeir segja á ráðningastofunni. Ráöningastofa landbúnaðarins hefur til þessa fengið atvinnu- umsóknir um eitt hundrað skólanemenda yngri en 16 ára og álfka fjölda eldri en 16 ára. Bændur munu næstu vikurn ar leita til ráðningastofunnar og ráða þetta fólk til sín. Þeir fara venjulega ekki til þess fyrr en í maí, er okkur tjáð, þar sem skólar eru fæstir búnir öllu fyrr. Yfir 20 þúsund í skóla Á Islandi munu vera um tólf þúsund nemendur á aldrinum 13—15 ára, um sex þúsund 16 —18 ára og á þriðja þúsund 19 —21 árs. Þessi hópur birtist nú á vinnumarkaðnum að mestum hluta. Fyrir 2—3 árum var nokk ur hluti þessa hóps atvinnulaus, þótt miklu betur rættist úr, en svartsýnismenn höfðu óttazt. í fyrra var hins vegar svo komið, að segja má, að hvert skólabam hafi getað átt kost á vinnu um sumartímann. Atvinnuleysingjum á landinu fækkaði um helming í síðasta mánuði. Ekkert teljandi atvinnu- leysi er nú neins staöar nema ef til vill á Sauðárkróki og i nokkrum þorpum. Jafnvel á Siglufirði var ástandið aö verða skaplegt. Af 608 atvinnuleys- ingjum er helmingurinn á sex stöðum, Sauöárkróki, Akureyri, Siglufirði, og þorpunum Hofs- ósi, Raufarhöfn og Vopnafirði. Alíslenzk verkefni Þegar þess er gætt, að ekki var teljandi atvinnuleysi meðal skólafólks í fyrra, er greinilegt, að í ár mun það geta valið sér vinnu við þau störf, sem bezt henta. Fyrr á árum „mokuöu margir æskumenn gull“ á „vell- inum“ Nú er minna um fram- kvæmdir þar, en í þess stað koma „alfslenzk" verkefni, svo sem byggingarvinna á höfuðborg arsvæðinu sjálfu eða virkjunar- framkvæmdir við Þórisós, og er þá fátt nefnt. „Betri nýting" skólaæskunnar við framleiðslustörfin mun „koma af sjálfu sér“ fremur en hún verði skipulögð af hinu op- inbera. Aukin atvinna og hærra kaup mun sjálfkrafa draga skólamenn inn í atvinnulífið fyrr en áður og fleiri þeirra munu koma til starfa við hlið fullorðinna sem fullgildir starfs- menn. Þetta er sá háttur, sem jafnan tíðkaðist fyrr á árum í „góðærinu" í atvinnumálum. Sumarvinna nauðsynleg menntun Víða erlendis er þaö lítið f tízku, en þó vaxandi, aö skóla- æskan vinni fvrir sér um sumar- tfmann. Hérlendis hefur aMa tíð verið annar háttur á. ! fyrsta lagi mætti segja, að skólanám hafi verið almennara hér en víð- ast hvar og náð til als fjölda manna en ekki takmarkazt viö yfirstéttir. Miklu veldur þó, að sú hugsun hefur verið rfkjandi, að æskimni væri hollt að starfa í atvinnulífinu viö hlið annarra. Meö því fengist sú menntun sem nauðsynleg væri hverjum manni til viðbótar setu á skólabekkj- um. Þannig hafa bæði „hærri" stéttarmenn og „Iægri“ hvatt börn sín til að taka til höndun- um í atvinnulffinu um sumar- tímann. Þegar illa horfði í atvinnumál- um skólafólks, heyrðust raddir um, að „menntun væri að verða sérréttindi efnafólks á íslahdi"! Hinir auknu atvinnumöguleikar nú ættu því að auka jafnrétti í bessum efnum Með hærri tekj- um geta fleirí æskumenn aflaö sér tekna til námsins og komizt áfram á eigin spýtur að miklu eöa öllu leyti. Þeir leggia samtímis hönd á ológlnn til að bæta landið fyrir samfélag sitt og færast f fang margs konar verkefni, sem vand séð er, að yrðu unnin án þeirra. ■—HH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.