Vísir - 16.04.1971, Blaðsíða 6

Vísir - 16.04.1971, Blaðsíða 6
V ÍSIR . Föstudagur 16. apríl 1971. SOFA MENN OF MIKIÐ? V'isindamenn telja oð lengja megi vökuævi mannsins oð mun Tjað er ekfci einungis í ein- ræðisríkjum nútímans, sem lejtazt er við að „gervirkja" manninn í þjónustu framleiðn- innar, eins og það fyrirbæri ikallast víst á tæknifræðilegri íslenzku. 9ú viðleitni virðist of- arlega á baugi I öllum háþróuð- um iðnríkjum austan járntjalds og vestan, að fá sérhvem ein- stakling til að afkasta sem mestu, nýta sem bezt virkjaöa hæfileika hans í þágu skipu- lagðrar framleiðni, gera hann sem hæfasta einingu í samvinku afkastakerfi. Vfsindin beinast nú mjög að þessari gervirkjun mannsins. Eitt af því sem nú er unnið að vísindalegum atíhugunum á, í því samfoandi, er svefn manns- ins og svefnvenjur. Það er vitað að maðurinn „sefur burt“ þriðj- ung ævi sinnar yfirleitt, sam- Ikvæmt þeirri viðteknu kenningu að haivn þarfnist yfirleitt átta stunda svefns á sólarhring, eigi hann að hljóta nauðsynlega hvíld. Með öðrum orðum — þriðjungur af ævi hans verður ekki virkjaður til afkasta. Þann- ig á litið verður svefninn þjóö- arhagfræðilegt atriði. Sé um vél að ræða, er það talið hag- fræðilegt atriöi, að hún sé f gangi allan sólarhringinn, svo eigendumir fái sem fyrst endur- greitt kaupverð hennar. Þjóö- félagið leggur mikið fé af mörkum til þess að mennta og þjálfa hvem einstakling, foað er því hagfræðilegt atriði að það fái þann kostnað endur- greiddan sem fyrst — en þá segir þessj tæknilegi ágalli mannsins til sfn, það er ekki hægt að hafa hann f „gangi“ þriðju sólarhringsins. Og nú vinna vísindamennim- ir að athugunum á hvort þetta þurfi í raun og veru að vera þannig. Hvort sú gamla kenning hafi yfirleitt við líffræðileg rök að styðjast.að maðurinn þarfn- ist átta stunda svefns á sólar- hring. í sambandi við þessar rannsóknir hefur verið komið á fót sérstökum stofnunum, eða deildum innan lfffræðilegra vfs- indastofnana til að rannsaka eöli svefnsins og hvíidaráhrif hans á sál mannsins og líkama. Þessar deildir hafa sent vísinda- menn víða um lönd til að at- huga svefnvenjur manna, auk þess sem sjálfboðaliðar svo þús- undum skiptir em notaðir sem „tilraunadýr**. Og óneitanlega virðist margt forvitnilegt hafa þegar komið íljós f sambandi við þessar umfangsmiklu rann- sóknir. Þessir svefnvísindamenn skipta fólki nú í tvær megin- heildir, A-fól'k og B-fólk, ekki eftir því hve mikinn svefn það hefur þörf fyrir, heldur hvenær sólarhringsins svefnfoörf þess er mest. A-fólkið þarfnast svefns í kringum miðnættið, eða fyrri hluta nætur, með B-fólkið gild- ir einu þótt það sofni ekki fyrr en um tvöleytið, fái það einungis að lúra fram eftir á morgnana. A-fólkinu er það leikur einn að rífa sig fram úr „fyrir allar aldir“, og er þá geihvílt til vinnu, ef það getur einun<ris farið í bólið fyr- ir miönættið, en B-fólkið er ekki orðið fyllilega starfhæft fyrr en langt er liðið á morg- uninn, ef það rífur sig fram úr á svipuöum tíma. Þótt undar- legt kunni að virðast, þá stafar þetta fyrst og fremst af því, að sögn vísindamannanna, að einfoverra enn óþekktra orsaka vegna, drevmir A-fólkið mest um miðnættið og upp úr mið- nætti, en B-fólkið ekki fyrr en undir morguninn. Og vísinda- mennimir eru á einu máli um það að sú hvíld, sem svefninn veitir taugakerfi líkamans, sé fyrst og fremst fólgin í draum- unum, en ekki svefndáinu sjálfu — eða þvi að hkaminn liggur kyrr og hreyfingarlaus. Það hafa þeir sannaö meðal annars með því að vekja manninn í hvert skipti sem mælitækin, er fylgjast með hreyfingu augn- anná undir augnalokunum, sýndu aö hann var að byrja aö dreyma. Áhrifin af því að mað- urinn fékk ekki að njóta drauma sinna, sögðu strax til sín í ofþreytu og viðbragðs- sljóvgun. Og nú ber þessum vísinda- mönnum saman um að fólk sofi yfirleitt- allt of mikiö. Heil- brigðum manni sé það fyllilega nóg að sofa fimm stundir á_ sölarhring — ef hann sofi á þeim tíma, sem honum nýtist svefninn bezt, samkvæmt því í hvorum flofoknum hann er. Farj A-flofckurinn aö sofa um ellefuleytið, eigi hann auðveld4 lega að geta vaknað til vinnu upp úr þrjú. B-flokkurinn eigi aftur á móti hæglega að geta unnið til klukkan þrjú eða fjög* ur á nóttu, fái hann að sofa til átta eða níu á morgnana. Þeir telja og, að með því að athuga starfsfólkið á vinnustööum, þar sem unnin er vaktavinna; og komast að raun um í hvor- um flokknum hver einstakling- ur sé, og fara síðan eftir þ'eim niðurstöðum í skiptingu á Vakt- ir, megi stórauka afköstin og öryggið. Takist þannig að stytta svefn tíma mannsins, lengir þaö vöku- ævi hans að þeim mun og eyk- ur afköst hans að sama skapi Vísindamenn halda því jafnve1 fram, að með vissri þjálfun megi smám saman stytta svefn- tímann enn meir, og lengi? þannig vökuævina — það er þann tíma, sem hin mennske vél getur veriö í gangi hverr sólarhring í þágu framleiðninn- ar. TILKYNNING um lóðahreinsun í Reykjavík, vorið 1971. Samkvæmt 10., 11. og 28. gr. heilbrigðissam- þykktar fyrir Reykjavík, er lóðareigendum skylt að halda lóðum sínum hreinum og þrifa- legum og að sjá um, að lok séu á sorpílátum. Umráðamenn lóða eru hér með áminntir um að flytja nú þegar brott af lóðum sínum allt, sem veldur óþrifnaði og óprýði og hafa lokið því eigi síðar en 14. maí n.k. Að þessum fresti liðnum verða lóðirnar skoð- aðar og þar sem hreinsun er ábótavant, verð- ur hún framkvæmd á kostnað og ábyrgð hús- eigenda, án frekari viðvörunar. Þeir, sem kynnu að óska eftir sorptunnulok- um, hreinsun eða brottflutningi á rusli, á sinn kostnað, tilkynni það í síma 12746 eða 13210. Úrgang og rusl skal flytja á sorphauga við Gufunes, á þeim tíma sem hér segir: Alla virka daga frá kl. 7.45—23.00 Á helgidögum frá kl. 10.00—18.00 Ekki má kveikja í rusli á sorphaugunum og hafa ber samráð við starfsmennina um losun. Sérstök athygli skal vakin á því, að óheimilt er að flytja úrgang á aðra staði í borgarland- inu. Verða þeir látnir sæta ábyrgð, sem gerast brotlegir í því efni. Gatnamálastjórinn í Reykjavík Hreinsunardeild Gardínubrautir og stangir Fjölskrúðugt úrval gardínubrauta og gluggatjaldastanga. Vestur-þýzk úrvalsvara. — Komiö, skoðið eða hringiö. GARDÍNUBRAUTIR H/F . Brautarholti 18 . Sími 20745 EINBÝUSHÚS viö Miötún til sölu. Upplýsingar í síma 32688. Rafsuðuvír . — - \^\ C \^RBltlSH OXYGEN Þ. ÞORGRIMSSON & CC SUÐURLANDSBRAUT 6 SÍMI 38640

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.