Vísir


Vísir - 16.04.1971, Qupperneq 7

Vísir - 16.04.1971, Qupperneq 7
VlSIR . Föstudagur 16. apríl 1971. 7 cTVIenningarmál Kristján Bersi Ólafsson skrifar um sjónvarp: Ibsen og Marilyn Cýningin á Viiliönd Ibsens var merkasti sjónvarpsviðburð urinn um páskahelgina. Kemur þar hvorttveggja til, að verkiö sjálft er meðal fremstu leik- verka Ibsens og á ef til vill greiðari aðgang að nútímaáhorf endum en sum önnur leikrita hans frá svipuðu skeiði, vegna þess að í Villiöndinni hefur tímabundin þjóðfélagsádeila skáldsins orðið að þoka fyrir al mennari og mannlegri vandamál um, sem eru ekki eins háð stað og tíma, og í flutningi norska sjónvarpsleikhússins var verk- inu sýnd sú nærgætni og höf- undí þess sú virðing, sem þjóð skáldi byrjar. Sýningin var mis fellulaus og leikararnir fóru með ágaetum með hlutverk sín og er haegt að segja í sem fæstum orðum, að vegna þessarar sýn- ingar hafi föstudagurinn langi orðið einna eftirminnilegasta sjónvarpskvöldið um langt skeið. „TZ’láravín, feitj og mergur 1Vmeð — mun þar til rétta veitt“ segir f gömlum ísl. sálmi um himnaríki, og ég fékk ekki varizt þvi að þessar hendingar komu upp i' hug mér, þegar ég horfði á bandarfsku myndina um trúarhugmyndir bandarískra blökkumanna, sem sýnd var á miðvikudag fyrir páska. Þar var saga ísraelsþjóðarinnar sam- kvæmt Gamla testamentinu rak in, etns og hún kemur fram í bandarískum negrasálmum og þjóðtrú blakkra alþýðumanna i Suðurríkjunum. Þetta var ákaf- lega elskuleg mynd og krydduð ferskri kýmni, en hins vegar mega menn ekki halda að það sé eitthvert séreinkenni blökku mannatrúarinnar að skilja hlut- inga í Ijósi eigin hugarheims. — Þetta mun vera einkennj al- þýðutrúar um allar jarðir, eins og glögglega kemur fram í sálm inum gamla, sem ég vitnaði til hér að framan. Og er enda í hæsta máta eðlilegt og sjálfsagt. Nafn myndarinnar á islenzku var ekki vel valið. Enska heitið — The Green Pastures — vek ur hugmyndatengsl við 23. sálm Davíös, en því sambandi er gloprað niður í íslenzku útgáf- unni. Myndin hefði ekki átf að heita Grænu engin (sem þó er í sjálfu sér rétt orðabókarþýö- ing, heldur Á grænum grund um Samanb. sálminn: Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta Á grænum grundum læt ur hann mig hvilast. TTnnur guðrækileg bfómynd var sýnd á laugardagskvöld ið fyrir páska, og var hún sann ast sagna ekki fyrir minn smekk þótt ég efi ekkj að hún kunni að hafa fallið ýmsum öðrum í geð. Hins vegar hafði ég tals- vert gaman af gjörólfkri bíó- mynd. sem sýnd var núna á mið vikudaginn, The Bus Stop. Sú mynd er þó í sjálfu sér heldur ómerkilee kómedía. en frægð sína á hún því að þakka, að þar leikur kona, sem var átrúnaðar goð heillar kynslóðar, táknmynd ákveðins timabils. Marilyn Mon roe náði einstakrj stöðu í hug um manna um nokkurra ára skeið, hún varð frægasta kvik- myndaleikkona sinna tíma, og dáð og eftirsótt sem kona. Þó var hún engan veginn góð leik kona, þótt þvf færi að v’isu fjarri að hún væri jafnhæfileikalaus og sumir vildu vera láta, og eft- ir á sér maður, að fegurð henn ar var ekki á neinn hátt fram úrskarandi. Hver var þá skýr- ingin á frægð hennar? Eflaust á skipulagj auglýsingaskrum nokkurn hlut að máli, en ekki nema nokkurn. Hitt réð langt um fremur úrslitum að henni tókst á einstakan hátt að höfða til verndarhvatar karlmanna, í myndum sinum var hún einatt lítil og hjálparvana stúlka, sem þurfti á styrkum karlmannsarmj að halda til að kaffærast ekki i holskeflum lífsins. Þessi veik leiki hennar var hennar styrk leikj sem leikkona, og hann kemur vel fram í mvndinni, sem hér er lagt út af. Og margt bend ir tii þess að þetta hafi ekki verið eingöngu leikur hjá Mari- lyn, heldur hafi hún sjálf í raun og veru verið sú vanmáttuga litla stúlka, sem hún túlkaði á tjaldinu. Til þess benda dapur- leg ævilok hennar fyrir hartnær áratug. SLANK FINN - FOTO STÓR LJÓSMYNDASÝNING frá Suomen valokuvataiteen museo (Finlands fotografiska museum) (Ljósmyndasafni Finnlands) opið daglega kl. 9.00—18.00, sunnudaga kl. 13.00—18.00. Allir velkomnir! Beztu kveðjur. NORRÆNA HÚSIÐ POHJOLAN TALO NORDENS HUS Ath.: Stóra notræna handbókasýningin. Aðeins stuttur tími eftiri NORRÆNA HÚSIÐ PROTRIM losar yður við mörg kg á fáum dögum með því að það sé drukkið hrært út 1 einu glasi af mjólk eða undanrennu, fyrir eða i stað máltíðar. Og um leið og þér grennið yður nænð þér líkamann á nauðsynlegum efnum. ‘PRO TRIM-slank er sérlega mettandi og nærandi. Sendist í póstkröfu, Verð kr. 290.— hver dós. Fæst hjá: l leilsuræktarstofu Eddu. — SSkiphoIti 21. (Nóatúnsmegin). Fiskihátur — leiga 10—20 tonna fiskibátur óskast til leigu í sumar. Góð leigukjör. Allar nánari upplýsingar í síma 84876. Marilyn Monroe, — lítil og hjálparvana? Nýiar bækur Islenzkur aðall Bókaútgáfan Heimskringla hefur á undanförnum árum ver ið að gefa út rit Þórbergs Þórð arsonar í nýjum útgáfum, síö- ast ævisögu Árna prófasts Þór arinssonar, en áður hafði m.a. Ofvitinn komið út á ný. Nú bæt ist íslenzkur aðal] í hópinn, 3ja prentun verksins sem fyrst kom út hjá Heimskringlu árið 1938. íslenzkur aðall er gefinn út í sömu sniðum og fyrri bækur Þórbergs í hinni nýju útgáfu bók in prentuð 5 Hólum en andlits- mynd höfundar á kápu er eftir Sverri Haraldsson. — Bókin er 233 bls. að stærð. Taó Hús skáldsins Hús skáldsins, rit Peter Hall- bergs um skáldverk Halldórs Laxness frá Sölku Völku til Gerplu, sem kom út á sænsku árið 1956, er nú loks komið út á íslenzku. Kom fyrri hlutj þess út fyrir jólin f þýðingu Helga J. Halldórssonar, en nú er seinni hlutinn einnig kominn á mark- að. í þessu bindi er fjallað um skáldverk Halldórs frá og með Heimsljósi ti! Gerplu en verk- inu lýkur með kafla um stílinn, huglægnj og hlutlægni. Að bók arlokum eru heimildaskrá og skýringar, nafnaskrá og ritskrá. Keimskringla gefur Hús skálds ins út, og eru bækurnar myndar lega úr garði gerðar. prýddar nokkrum myndum af Halldóri Laxness og úr handritum að verkum hans. Seinna bindi, er 246 bls. að stærð, prentað í Hólum. Bókin um veginn eftir Lao-tse sem þeir Jakob J. Smári og Yngvi Jóhannesson þýddu og fyrst kom út árið 1921 er kom- in út f annarri útgáfu. Halldór Laxness ritar fonmála að bók- inni og segir þar m.a. „Höfund ar þeirrar gerðar sem hér saman stendur af bókinni um taó hafa ámálgað við mig að búa til for- mála fyrir þessari bók. Þó ég sé lítt fallinn til slílts hlutverks vil ég þó gera afsökun mína i þakklætisskynj við menn sem hafa auðsýnt mér traust og ég virðj mikils, ekki hvað síst fyr- ir að hafa íslenzkað bók sem ég hef vitnað í oftar en nokkra aðra bók á rithöfundarferlí mfn um, bók sem heldur stórt efni en er þó ljós f hugsun og strilt í orðalagi bók sem á fleira sam rnerkt við lífið sjálft en flestar bækur, því hún er svo stutj- að hún verður aldrei lesin til fulls og svo auðskilin að maður er aldrej búin að skilja hana.“ Bókinni fylgir eftirmáli þýð enda um klassískar kínverskar bókmenntir og Lao-tse. Bjami Jónsson teiknaði kápu og titil- síðu en Stafafell gefur bökina út. Hún er 110 bls. að stærð. Lífshvörf nefnist ný Ijóðabók eftir ungan höfund, Jón Friðrik Arason, fyrstu ljóð hans, öll í frjálsu formi. Bók sinnj skiptir Jón Friðrik í þrjá hluta sem nefnast ..ungar hendur", „fálmandi augu" og „ljós í fæðingu". — Lífshvörf er 71 bls. að stærð, gefin út á kostnað höfundar, en prentuð í Ingólfsprent.i. Ingi- berg Magnússon teiknaði kápu.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.