Vísir - 16.04.1971, Blaðsíða 8

Vísir - 16.04.1971, Blaðsíða 8
8 VÍSIR . Föstudagur 16. apríl 1971 Otgefandi: Keykjaprent ttf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R Eyjólfsson Rltstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birglr Pétursson Ritstjórnarfulltnli: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Bröttugötu 3b. Simar 15610 11660 Afgreiösla- Bröttugötu 3b Simi 11660 Rifstjör.i: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 llnur) Aakriftargjald kr. 195.00 á mánuöi innanlands I lausSsölu kr. 12.00 eintakið Prentsmiðja Vfsis — Edda hf. " Nini'iwia ■iiii lllull■■■ill■^l^llllllw■^ll■■■l^^— m ■iiiiii i iiiii ... Góðu ástandi lýst „Engin ástæða er til þess að ætla, að vandamálin reynist í haust eins erfið og margir vilja vera láta,“ sagði Jóhannes Nordal um efnahagsmálin á ársfundi Seðlabankans í fyrri viku. Varaði hann eindregið við þeirri hugsun, að ný verðbólgualda og jafnvel gengis- lækkun yrði óumflýjanleg. „Engu verður vitaskuld spáð með fullri vissu, hvorki um aflabrögð né verðlag sjávarafurða hér- lendis á þessu ári. Hins vegar virðist raunhæft að áætla, að það megi takast að halda viðskiptahallan- um við útlönd innan þeirrar fjárhæðar, er samsvarar eðlilegum lántökumöguleikum erlendis vegna fram- kvæmda. Hér má þó ekki miklu muna, ef á móti blæs, og er mikilvægt, að menn geri sér grein fyrir því, að eftirspurn og tekjur eru nú þegar við hámark þess, sem framleiðslugeta og greiðslujöfnuður þjóðarbús- ins þolir,“ sagði Jóhannes Nordal. Bankastjórinn gerði í ræðu sinni að umtalsefni þá hagstæðu þróun í efnahagsmálum, sem einkennt hef- ur undanfarin misseri og bezt kemur fram í því, að þjóðartekjur juktist um hvorki meira né minna en 10,5% á árinu sem leið. Minnti hann á hinar ströngu ráðstafanir, sem gerðar voru í efnahagsmálum til að rétta þjóðarskútuna af og knýja fram hina hagstæðu þróun. Síðan sagði hann: „Þótt þessar aðgerðir væru vissulega sársaukafull- ar, varð þeim mætt af furðu miklum skilningi af öll- um almenningi, og í launasamninguiH, bæði árið 1968 og 1969, fékkst almenn viðurkenning á nauðsyn þess, að íslendingar yrðu að draga úr lífskjörum sínum í samræmi við þá lækkun þjóðartekna, er fylgt hafði í kjölfar útflutningssamdráttarins. Hér sannaðist það einu sinni enn, að bað er auð- veldara að sameina menn til átaks á érfiðleikatím- um, iafnvel bótt það kosti verulegar fómir, heldur en að fá þá til pð kröfnm sínum í hóf, þeg- ar allt virðist Ieika í lyndi. TIcfoi þó vissulega reynzt léttara að mæta þessum efnahagsáföllum, ef meiri skilningur hefði verið á aðhaldi á undanfömum velti- ámm. Og það var einmitt á skilning manna á þessu atriði, sem átti eftir að reyna furðufljótt aftur, þeg- ar þjóðarbúið fór að rétta við á nýjan leik.“ Síðan vék Jóhannes Nordal að hinum miklu launa- hækkunum, sem urðu í fyrra og sem leiddu til þess, að stjómvöld gripu til verðstöðvunar til að hindra, að launahækkanimar leiddu til verðbólgu. Um verð- stöðvunina sagði Jóhannes: „Þótt hér sé um tíma- bundna aðgerð að ræða, er enginn vafi á gildi henn- ar, enda var hún eina færa leiðin til að stöðva hinar hættulegu víxlverkanir, sem gildandi vísitölukerfi hefur í för með sér. Einnig veitir hún mikilvægt svig- rúm til að meta betur raunverulega stöðu þjóðarbús- ins, áður en til ákvörðunar kemur um nýja kiarasamn- inga og stefnuna í fjármálum og peningamálum á 1:~----b',”sti.*‘ 1 (i / I ,/i I ;Í í (< / i ( ( if :< I Konlcord-þotan hefur reynzt vel, en kemst hún nokkurn tíma í notkun gegn vaxandi andúð á háþróunartækni? Er tæknin dauðadæmd? JJandaríska þjóðþingið hefur endanlega fellt að veita frekari fjárveitingar til smíði þeirrar hljóðfráu þotu, sem hef- ur verið !i undirbúningi í Boeing verksmiðjunum vestur á Kyrra- hafsströnd og átti að kallast Boeing 2707. Er talið að þar með sé útséð um gerð vélarinnar. Búið var aö eyöa í hana um milljarð dollurum, þar af um 800 milljónum úr ríkiskassan- um. Þingið hefur fremur kosið að tapa þvi fé en að leggja meiri risavaxnar summur 1 púkkið. Ákvörðun þess var tekin með atkvæðagreiðslu eftir heiftarieg- ar deilur, þar sem mjög bar á öfgunum til beggja átta. Annars vegar draumsjónamönnunum, sem sáu í þessari hljóðfráu þotu hátignarmark tækninnar, sem myndi gerbreyta flugmálum heimsins og stytta' ferðalög' milli heimsálfa, svo að hægt vær; að skreppa yf ir Atlantshaf- ið svona rétt í miðdegiskaffi hinu megin við pollinn. Hins vegar sívaxandj hópar fólks, sem hafa fengið andúð og hatur á glæstum tækniframförum, fjandmenn tunglferða og lúxus- loftfara á sama tíma og fátækt og eymd ríkir í mannlífinu á jörðu niðri. Þessir hópar höfðu nú betur, sem heimta að fjárveitingum veröj beint í burtu frá glæsitáknum niður til þeirrar maðkandi kvalar sem viðgengst í slcugga dýröarverk- anna Um leið og Bandaríkjamenn hætta við smíöj sinnar hljóð frænu hafa vonir Evrópumanna lifnað um að nú verði þeim hægara um við að bera sína Kon kord-þotu fram til sigurs. Nú eru þeir lausir við hættulega samkeppni, þurfa ekki að ótt ast það lengur, að Bandaríkja- menn komi á eftir og hirði ávinn inginn úr höndum þeirra, eins og þeir hafa svo oft áður gert, einkum á sviði flugvélatækn- innar í krafti sinna miklu tækni- legu yfir'ourða. Það lyftist við þetta hugur Evrópumanna. t fyrsta skipt; um langan aldur virðist evrópskur fiugvélaiðnað ur ætla að taka forustuna og þær vonir gefa fyrirheit um mikinn fjárhagslegan arð, um möguleika til að hrífa aftur til sfn hina tæknilegu forustu á sviðum fióknustu véla og mögu leika á aukinni atvinnu. =em blómstrandi flugvélaiðnaður gömlu álfunnar mun veita á ó- komnum forustuárum. Þannig er ekki hægt að neita því, að sigur Konkord-þotunnar yfn bandaríska flugvélaiðnaðinum kann að hafa mikla efnahags- lega og atvinnulega þýðingu í framtlðinni fyrir Evrópu. Tj1 n ekki er þó víst að allt ^ gangi svo glatt. Því að und arlegustu hlutir eru að gerast, sem sýna hvernig allt er tengt hagsmunum og einokunarviðj- um. Eftir að Bandaríkjamenn hætta þátttöku 1 hljóðfræning- arkapphlaupinu, eru famar að berast fregnir um það, að þeir ætlj að banna flug hljóðfrárra farþegaþotna yfir landi sfnu. — Sérstaklega hefur þess verið get ið að borgarstjórinn I New York muni ætla að banna hljóðfrá- um þotum að lenda á Kennedy- flugvellinum. Nú er smíði þeirra ekki lengur bandarískt hags- munamál og þá virðast þeir ætla að beina áhrifum sfnum eftir öðrum ieiðum til að skjóta hina blessuðu Konkord-þotu Evrópu manna niður af himninum. Af- leiðingin veröur sú, að Evrópu- menn eru nú orðnir dauðhrædd ir um að framkvæmd verksins fari út um þúfur. Konkord-vél in er fyrst og fremst hugsuð ti'l ferða yfir Atlantshafið. Ef hún fær ekki að lenda I Bandarikjun um, er tómt mál að tala meira um hana. Þaö veröur nú æ Ijósara, að smíði Konkord-þotunnar ætlar að verða tæknilegt snilldar- bragð. Tvær tilraunavélar hafa veriö smíðaðar I hinu brezk- franska samstarfi um gerð þeirra, og fara prófflug stöð- ugt fram. Á þeim hefur nú ver ið farið I mörg hundruð flugferð ir og flugtímar munu nú vera orðnir I kringum 500. Það má I einu orði segja, að vélin hafi reynzt afar vel. Sáralitlu hefur þurft að breyta I tæknibúnaði hennar og alveg óvenjulega litl ar bilanir komið fram. jafnvel þó hér sé á margan hátt lagt inn á alveg nýjar brautir. 1 janúar sl. gerðist þó dálít ið óhapp þegar franska flug- véiin var á tilraunaflugj yfir Atlantshafinu á tvöföldum fránleik hljóðsins. Við núning loftsins losnaði hlífarhlutj fram an af einum af fjórum hreyfl- um hennar. Flugstjórinn greip þá aðeins til þess ráðs að stöðva þennan hreyfil og sneri heim til Toulouse á hinum þremur eins og ekkert heföi í skorizt. Síðan var bilunin rann sökuð og gerðar ráðstafanir tii að hindra aö slíkt endurtæki sig. Þeir sem vit hafa s segja aO þetta hafi verfS Ktilvæg bilun Þrátt fyrir það var mikið gert úr henni, hún blásin upp í biöð um og staðhæft að íiún sýndi að vélamar þ/ldu ekki loft- og hljóðnúninginn, þær myndu liðast I sundur. jþarna kom glöggt í ljós sú urgandi andúð sem býr undir niðri með aimenningi I garð háþróaðrar tækni. Hún gerði vart við sig á tímum tungl ferðanna og hún virðist vera sl vaxandi þegar rætt er um hvers fconar háþróaðar nýjar tækni- aöferðir, sem standa ekk; f beinu sambandi við velferðar- möguleika mannkynsins. Menn sjá ekki að smíði eða notkun á hljóðfrænum spilj nokkra rullu í Mfí almennings. Menn líta á þær sem lúxustæki fyrir auð- jöfra, sem vilja gera sig fína með því að fljúga á helmingi styttrj tíma en allur almenning ur yfir Atlantshafið. Menn setja Konkord-vélina f sama flokk og lúxus-sportMla eins og Alfa -Romeo eða Jagúar. Hvað að vera að veita himinháar upphæð ir úr opinberum sjóðum til aö styrkja slík óþörf lúxusfyrir- tæki? Þannig hugsa margir og fá hina mestu ófoeit og fyrirlitn ingu á fyrirtækinu. Jafnframt setja menn smíði hljóðfrænanna í flokk með tungl ferðunum. Menn sjá ekki nokk- urt orsakasamband mill; þeirra og almennrar velferðar mann- kynsins. Þama er milljarðaupp hæðum sóað í tóma viíleysu, til einskis gagns meðan skólamál, húsnæðismál og félagsmál þjóð anna eru gersamlega vanrækt, meðan hálfur heimurinn sveltur eða býr við neyð og þekkingar ieysi. Margt er tfl í þessu og það en engin furða, þó þessi há- þróunartækni, svifandi skýjum ofar allri mannlegri eymd veki smámsaman á sér útbreidda and úð. Sú andúð kemur svo smim saman til með að hafa pólitfsk áhrif og þjóðþingin stöðva fjár- veitingamar eða draga verulega úr þeim. Þannig hafa þau verk- að I Bandaríkjunum, nú er svo tii búið að stöðva frekari geim ferðaáætlun þar og tugþúsund um manna, sem störfuðu við geimferðastörf hefur verið sagt upp. Og enn fylgir það I kjölfar ákvörðunar Bandarikjaþings um Boeing-frænuna, að fjölda fólks hefur verið sagt upp starfi. 1 ndúðin gegn háþróunar- tækninni kemur fram I ýms n myndum. Síðasta grýlan er i, að yfirlýsingar hafa komið •am frá „vísindamönnum“ um ið að hljóðfrænumar muni jrsamlega eitra andrúmsloft irðar og valda stórfelldri aukn gu á krafobameinstilfellum, eðan fulltrúar flugvélaverk- niðjanna hálda þvS fram, að turútblásturinn frá þeim sé ckí meiri en frá 2—3 venju gum fólksfoílum og er víst irla við hvorugan framburðinn i styðjast. Svo virðist sem andúðin á há- •óunartækninni sé afar ofstæk full qg histerí'sk. — Tækni- andskapurinn virðist vera síð :ta sértrúarfyrirbrigði aldarinn •, samfara mengunarbullinu, :m ímyndar sér að allt milli mins og jarðar geti falið I sér iuða og drep. Það er varla að önnum sé óhætt að anda leng r, af því að með andardrætt-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.