Vísir - 21.04.1971, Blaðsíða 2

Vísir - 21.04.1971, Blaðsíða 2
munur... Rólegur í tíöinni: Greorge Cristchíow, 75 ára bóndi í War- wick, Englandi var rændur rétt fyrir páska. Saknaði hann um 25.000 ísl. króna úr hirzlum sin- um, en lét ekki lögregluna vita fyrr en páskahelgin var liðin: „Ég vild; nefnilega etoki vera að trufla lögregluna um helgina, þeir hafa áreiðanlega haft nóg að gera að sinna umferðinni bless- aðir mennimir, og svo var þetta ekki svo merkilegt". Trúlofaöur: Mick Jagger, 26 ára, aðaimaður hljómsveitarinnar Rolling Stones. Er hann nú heit bimdinn 21 árs gamalli suður- amerískri stúlku, sem heitir Bianca Perez Morena da Marcias. Hún hefur fylgt Jagger sem skugginn upp á síðkastið er hann hefur verið í St. Tropez að leita sér að hús; til að kaupa. Eftir því sem Jagger sagði um daginn við blaðið France-Soir, þá hefur meistarinn Yves Saint Laurent þegar lokið við að sauma brúðar- kjólinn". Nú væri munur að búa í alvöru landi sunnar á hnettinum. í París er hitinn þessa dagana þvílíkur, að gamlir menn muna varla ann að eins á þessum árstíma, og at- vinnurekendur og yfirmenn eru sagðir fokreiðir, þar sem mörg þlókin freistast til að lengja helg arfríið úti í sveit fram á mánu- dag. í Munchen eru skemmtigarðar þéttsetnir körlum og konum með nestiskörfur á kaffitímum, og sleikir þar fólk sólina, eins og kálfar á vordegi. Rómaborg á ekki mikið eftir til að komastífull kominn sumarskrúða, og sikozkir skíðahóteleigendur horfa áhyggju fullir á heiðan himin, og bölva snjóleysinu. Verulegur hluti Evrópu nýtur þessa óvenjulega vorhita, sem mun ná allt frá Bretlandseyjum suður fyrir miðja álfu. En sólin skín ekki nema að jámtjaldinu. Moskva var um miðjan apríl eins og um miðjan janúar. Snjórinn hvolfdist yfir Moskvubúa daginn langan, eða svo var a.m.k. þann 15. apríl, en samt var ekki mjög kalt, og mest af snjónum bráðn- aði á götunum. Veðrið í París ku hafa verið hreint guðdómlegt síðan um páska, og ekki bara heitt, heldur hreint og tært, svo heilnæmt að trén á Avenue George 5. breytt- ust úr fölum spírum 1' dökk-græna viði á 72 klukkustundum. Það var ekki alveg eins heitt í London og París, en sólin skein engu að síður, og sömu sögu er að segja frá Sviss. Um páskana var mjög svo stormasamt um Ítalíu, en nú 'nef ur brugðið til hins betra, og fólk ið er farið að baða sig í sjónum allt norður í Bolzano. Sömu sögu er að segja af Spáni. in og' starfa gjarnan á laun, fyrir fóstureyðingu eða hafa þá efni á að fara til útlanda og láta fram kvæma fóstureyðingu án noktourr ar lagalegrar áhættu. Það eru hinir fátæku, eða efna- minni, sem verða að notast vdð óhæfa kuklara, sóðalega fúskara í starfinu og eiga þannig örkuml á hættu og jafnvel dauða. „Lögleidd morð“ Áætlað er að hundruð franskra tovenna deyi árlega af afleiðing- um fóstureyðingar. Læknir einn, Claude Peyret, þingmaður Gaul- listaflotoksins, hefur lagt fram frumvarp á franska þinginu um aö fóstureyðingar verði gerðar löglegar innan vissra tatomarka og á hann þá einkum við að fóst- ureyðing skuli lögleg og öllum frjáls, hafi verið sannað, að fóstr- ið hafi komið undir við nauðgun. Þetta frumvarp Peyrets sætir harðri andstööu kaþólsku kirkj- unnar og reyndar sumra framskra læknafélaga. Nýlega lýstu 100 ihaldssamir læknar, prófessorar, kennarar og hershöfðingjar því yfir, að fóstureyðingar væru að- eins „lögleidd morð“. Burt með sektarkenndina! Peyret-frumvarpið gengur ekki nægilega langt til móts við kröé ur þeirra 343 kvenna, sem skr»f- uðu undir yfirlýsinguna I Nouvel Observateur og berjast fyiir alveg frjálsum fóstureyðingum. Konumar gera sér fyllilega grein fyrir að langt mun I land þar til kröfum þeirra verður eitthvað simnt, en þær segjast staðráðnar í að berjast fyrir málstaðnum. „Jafnvel þótt rétturinn á frjálsri fóstureyðingu mæti enn mót- stöðu" sagði Simone de Beauvo- ir, „þá hefur verið tekið skref fram á við, sem miðar að því að breyta afstöðu kvenna gagnvart lögunum og um leið breyta þeirra eigin sektarkennd‘“. - GG Listann skreyttu meðal annars nöfn viröingarverðustu skáld- og leikkvenna Frakklands. Neðan við nafn Jeanne Moreau og Catherine Denueve höfðu 343 manneskjur, um mánuði var rituð grein í tícna- ritið „Nouvei Observateur", og í henni lýstu 343 konur eftirfar- andj yfir: „Je déclare avoir avorté“ (Ég lýsi því yfir að fóstri í mér hefur verið eytt). ímmto MoreWu CáthcriíK! Deneuvft Franskar konur: Vilja frelsi undan sektarkennd. SÚPA Til hamingju!: Charlie Chaplin hélt upp á sinn 82. afmælis- dag f Genf fyrir fáeinum dögum í félagsskap góðra vina og ætt- ingja. Vill skilja: Viö mann sinn, Edgar D. Mitchell, tunglfara, þann sem skrapp til tunglsins í febrúarr s.l. með Alan Shepard. Edgar Mitchel] er fertugur og kona hans heitir Louise D. Mitch- ell. Þau hafa verið gift i 20 ár og hún sækir um skilnað vegna „persónulegra flækja“. Hún fer fram á aö fá fullan yfirráðarétt yfir dætrum þeirra tveimur, 17 og 12 ára og einnig vill hún fá á sitt nafn hús þeirra, sem er rétt utan við geimvísindamiðstöð ina í Houston, Texas. þar á meðal skáldkonan Simone de Beauvoir ritað nafn sitt. Sim- one, sem árum saman hefur bar- izt fyrir kvenréttindum, skrifaði: „Þessi yfirlýsing er fyllilega í samræmi við það sem ég skrifaði fyrir 20 árum“. Á sömu nótum skrifaði skáldkonan Francoise Sagan: „Ég ritaði nafn mitt und- ir, vegna þess að ég eins og svo margar konur af minni kynslóð hef sjálf gengið í gegnum fóstur- eyðingu". Og það sem féfck þess- ar konur til að rita nafn sitt á yfirlýsingu var það að fyrir hálf- Lög frá 1920 í landi þar sem bæði rikis- stjórn og kinkjan eru samrpála um að líta á fóstureyðingu sem lögbrot, var . Þess; .^yfirlýsing. hneykslanleg. Að baki hennar stendur franska kvenréttinda- hreyfingin, sem hefur öfundað kynsystur sínar í nágrannalönd- unum í austri og vestri, þar sem fóstureyðingar hafa I mörgum þeirra verið gerðar löglegar eða mjög slakað á ströngum ákvæð- um. 1 Frakklandi hins vegar eru fóstiireyðmggr enn ólöglegar — nema í tiivikum, þar sem lækn- ar telja fullvíst að barnsburður muni hafa skaövænleg á'hrif á heilsu hinnar verðandi móður. Þau lög sem Frakkar beita gegn fóstureyðingum eru frá því árið 1920 og stundum á nýliðn- um árum hefur þessum lögum verið framfylgt með næsta ógn- vekjandi alvöruþunga. Eitt sinn, það var þegar síðari heimsstyrj- öldin stóð enn og Vichy-stjómin taldist ríkjandi stjórn í Frakkl., var konan ein dæmd undir fall- öxina sökuð um að hafa fram- kvæmt 26 fóstureyðingar. Farið til Sviss Reyndar á engin frönsk kona á hættu að lenda undir öxinni lengur, en hins vegar hættir hver frönsik kona, sem lætur eyða fóstri sínu frelsinu. Hún getur átt það á hættu að verða dæmd í tveggja ára fangelsi og sektuð um allt að 125.000 kr. fsl. Dóm- arar eru reyndar farnir að mild- ast heldur upp á síðkastið eins og eftirfarandi dæmi sýnir. Dómari einn fékk fyrir réttinn konu, sem hafði látið eyða fóstri: „En ma- dame“, sagði dómarinn, „hevrs vegna létuð þér ekk; heldur eyða fóstrinu í Sviss eins og allir aðrir gera?“ Peningair skipta nú öllu Konumar 343, sem fyrir hálf- um mánuði skáru upp herör gegn fóstureyðingarlögunum frönsku, héldu því fram að árl. væru fram- kvæmdar millj. ólöglegar fóstur- 'eýðingar í Fratoklandi og þótt sú tala sé hugsanlega ýkt, þá er vitað með vissu að hin rétta tala er ekki undir 250.000, en hugs- anlega nær rhiHjón. Þannig er fóstureyðing ekkert vandamál fyrir hina auðugu, sem hafa efni á að borga frönskum læknum, sem ekki hirða um lög- Það væn i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.