Vísir - 21.04.1971, Blaðsíða 7

Vísir - 21.04.1971, Blaðsíða 7
trlSÍR . Miðvfkudagur 21. apríl 1971. T f|| Lausar stöbur Rafmagnstæknifræðingur — Raftæknir Mælingamaður óskast til starfa við veitukerfisdeild Raf- magnsveitunnar, við áætlanagerð, skipulagn- ingu framkvæmda, landmælingar og eftirlit. Upplýsingar á skrifstofu Rafmagnsveítunnar, Hafnarhúsinu við Tryggvagötu, 4. hæð, her- bergi nr. 11. Umsóknareyðublöð afhent á sama stað. — Umsóknarfrestur er til 4. maí n.k. | Rafmagnsveita Reykjavíkur. cTWenningarmál Gunnar Björnsson skrifar um tónlist: Kraftaverk virki: flutt ffest stórverk bók- menntanna ætluö sönyröddum. Ég nefni 9. sinfóníu,-Beethov- ens, Þýzka sáluméssu eftir Brahms, Messias eftir Handel, Requietn Mozarts, Missa solem- nis eftir Beethoven, Requiem Verdis og Sálmasinfónía eftir Stravinsky. Eins og gefur að skfl'ja er kórinn skipaður áhuga mönnum einasta, fólki, sem hversdagstega skipar sætin í bekknum, en fylkir sér nú upp á sviðið að taka þátt í hátíðahöld um. Á undan eru gengnar iang ar og strangar æfingar á þorra og góu, að svona verkefni skuli vera kleift er í stuttu máii furðu legt kraftaverk. Tjað er líka langt siðan tónlist- arvinir hér í bæ Iærðu að meta starfsemi Söngsveitarinn- ar. Sjaldan er salurinn þéttsetn ari þakklátum áheyrendum en þegar bún lætur til sín heyra. Og svo vár einnig nú. Fyrst á efnisskránni var Ó- fuligerða sinfónían eftir Franz Schubert. Hvaðan koma okkur hugmyndir um hraða? Þegar þetta verk var samið tók ferða- ]ag austur á Þingvöll lungann úr deginum. Plutningur sinfóníunn ar tók að þessu sinni 26,31 mín- útu. Sumir kunna að i segja, að þar hafi ekki öH tempi veriö sleg in ýkja hratt. Ég spyr á móti: Hvað liggur á? Ljóðlínan vefur »>g í bugðum nokkur andartök, svo er stutt þögn, ioks þungur niður eins og aðdynjandi sterk- viðris, unz laglínan birtist aftur í rökréttu áframhaldí — þó eins og hafin í æðra veldi. Strax í upphafi þessarar fögru tónsmíöar var ljóst að hér var ekkert gert út í bláinn. Samt mistökst fyrir einhverra hluta sakir sjálft upphafið, frumstefið í sellóum og bössum vantaði þá mýkt og samsti'Hingu, sem hæf ir. Hér réði að nokkru marg- umtöluð fæð strengjanna. I öðr um þætti gafst einteikurum í blásarahópi glæsilegt tækifæri til að láta I jós sitt skína og var það notað eftir megni. Mjög hefði þó verið seski'legt að við- komandi heföa stemmt betur saman á undan tónleikumim: það var eins og opihberun frá þeim stað þar sem fegurðin býr, þegar Jón H:. Sigurfojömsson tók af félögum sinurn orðið á einum stað. Ccherzo Menttelsohns úr tóniist inni við „Jónsmessunætur- draum“ má hugsatiáega vera hraðara er hér var raunin. Slik ráðstöfun heföi þó verið bjarn- argreiði við hijómsveitina, þá þarf a.m.k að gera upp við sig, hvort notuð skal einföW eða tvöföld tunga! Næturljóðið góð- kunna lét Ijúft í eyrum og kliður fór um salinn, þegar brúðarniars inn frægi, notaður við flestallar hjónav'ígslur) upphófst. Dálæti manna á þessum marsi við gift- ingar er annars hálf hinsegin, þegar haft er í huga, að þessi tón list er hvorki kirkjufeg né sam in handa orgeli upprunalegh. Þetta er í annað skipti sem ,,Jónsmessunæturdraumur‘' heyr ist á tónfeikum hérlendis, hið fyrra sinnið var í Tjarnarbíói 1945. Þá lék Sinfóniuhljömsveit Félags islenzkra hljóðfæraleik- ara undir stjórn Róberts A. Ottóssonar. Tvö básúnuhlul- verk voru þá skipuð föður min um og afa. Eftir Mé var svo Te deum Bruckners frumflutt. Bruckner (d. 1896) samdi eltefu, langar sinfóníur, mjög bitastæð verk. Hann lærði af Schuhert og Wagner. Te deum er glæsilegur lofgjörðaróður mikrlmennis. — Ftutningurinn tókst mætavel. — Guðrún Tómasdóttir (sópran) þóttl mér gera bézt af einsöngv urumim, þótt ekki sé á hina hallað. Kórinn var dálítið ó- öruggur í upphafinu (of lágur?) en sótti fljótlega í sij; veðriö og náöi góðri samstöðu og hlutfalli við hljómsveitina. Slys i þess u-m flutningi voru færri • og smærri en taki því að nefna. — Erfiðar sólóar forfiðlarans tók- ust bærilega. Þessir tónleikar voru í heild hinir ágætustu. Eiga allir þeir. sem að stóðu, heiöur og þökk skilið. Hringur Jóhannesson skrifar um myndlist: / litaspil Cíðastliöinn laugardag opnaði Hafsteinn Austmann mál- verkasýningu í Bogasal Þjóð- minjasafnsins og sýnir þar 31 má'lverk, flest otíumálverk. •— Hafsteinn hefur um langt skeið verið einn virkasti málari okk- ar af þeim sem tjá sig í Ijóð- rænu „abstrakt“-formi, og sýn- irrg sú er hér um ræöir sver sig í ætt við fyrri sýningar hans hvað tjáningarmáita snertir. Þött það komi ef til vill spánskt fyrir sjóoir, er veikteiki sýningarinn- ar helzt sá hve óaðfinnanl. hún er. Á ég þar við að litasamspil, myndbyggin-g, frágangur ramma og upphenging mvnda er allt ve! af hendi leyst, án þess að um virkitega afgerandi verk sé að ræða, því óneitanlega eru miklar krötfur gerðar til málara eins og Hafsteins, sem verið hefur framarlega í flokki sið- ustu 12—15 árin. Litameðferö hefur veriö og er enn sterkasta hlið Hafsteins og oft glæsileg eins og til dæmis í mynd nr. 15, Svalt sumar, sem að mínum dómi er bezta verk sýningarinnar. Einstök málverk önnur er athygli vekja eru myndirnar Hreyfingin nr. 18 sem er mögnuö litasamstaða og mál verkin nr. 23 og 26, þar sem formi og teikningu eru gerð ágæt skil. Ánægjulegt er að sjá aö i nokkrum nýjustu verkunum er teikning og myndbygging oröin mun ríkari þáttur en áður, og er það að minum dómi merkasta framlag höfundar að þessu sinni og fróölegt að sjá hvernig úr vinnst á næstu árum. Shifóniuhljómsveit íslands, 14. tönleikar — 15. 4. 1971 Söngsveitin Fílharmónía, Efnsöngvarar: Guðrún Tómasdóttir (sópr- an), Ruth L. Magnússon (mezzosópran), Sigurður Björnsson (tenór), Kristinn Hallsson (bassi). Stjórnandi: Róbert A. Ottósson. 'T'ónteikar Sinfóniubljómsveit- arinnar og Söngsveitarinn- ar Fflharmóníu í Háskólabíói á fimmtudagskvöldið var tökust með miblum ágætum, eins og afltaf þegar dr. Róbert A. Ottós- son er á stjórnpallinum. Einlægt vekur þessi jöfur íslenzkra tón- listarmá'la andblæ í salnum, sem er alveg sui generis. Þar haldast í hendur viröing fyrir viöfangs- efninu og reynslufu® alvara. Þó er gleðin yfir listinni kannski aðalsmerki hans. Söngsveitin Fílharmónía er löngu oröin meginstofnun i tón listfapKfi okkar. Stærð hennar em saman, stórt hundrað söngvara, bendir ti'l sérieika í fámennu samfólagi okkar og kemur þó fteira til. Á rúimira áratug hefur hún afkastað þrek Halldór Haraldsson skrifar um tónlist: Blindingsleikur Nieolas Constantinidis: F. L Haydn: Tilbrigði í F-dór S. Prokofieff: Sónata nr. 2 í D-dúr G. Poniridis: Grísk stef R. Sessions: Úr dagbók minni F. Chopin: Noktúrna í cís- moll, op. posth. Fantasía í f-moll, op. 49 jyjargir hafa vafalaust orðið fyrir vonbrigðum er til- kynnt var, að rússneskj fiðlu- leikarinn Mikhail Vaiman gæti ekki komið, en frábær leikur hans og konu hans hér fyrir nokkrum árum er mörgum enn í fersku minni. Við fengum skaöann sannarlega bættan með óvenjulegum en heillandi tónleikum. Grískættaði píanó- teikarinn Nicolas Constantin- idis, sem staddur var hérlendis og hljóp f skarðið, hóf píanó- nám eftir að hann missti sjón- ina; er hann var sex ára gam- a'H. Ekki skal farið út f neinar getgátur um þá erfiðleika, sem þessi maður hefur orðið að yfir- stíga á ferli sínum, en þeir eru vissuiega margir og margvísleg- ir. í fyrsta verkinu kom strax fram hið ótrúlega öryggi, sem hann hefur náö. Enn óskiljan- legra v9r að heyra hinn örugga flutning á Sónötu Prokofieffs nr. 2, sem er mjög erfitt verk. Constantinidis vírðirf sarmar- ‘*„Js tfkfa boðið örlögunum birginn og yfirstigið alia ann- marka. Það kom hezt fram í siðastnefnda verkinu svo og ferisku stefunum eftir Poniridis, mjög forvitnilegt verk að kynnast og Úr dagbók minni, eftir bandaríska tónskáldið Sessions, sem sérhver píanó- leikari þykist stoltur af að ráða sæmilega við. Leikur Constantinidis ein- kenndist af sterkri innlifun, miklum tilþrifum og tæknilegu öryggi. Hann æfir verkin að sjálfsögðu eftir öðrum leiðum en venjulega gerist og kann það að valda því, að verkin virðasf svo músíkalskt þroskuð og hafa sterka heildarmynd. Það er vissulega ánægjulegt að fá tækifæri ti] að kynnast lista- manni sém Constantinidis, — það hlýtur að gefa hverjum á- heyranda þá tilfinningu, að hér hafi honum gefizt tækifæri til að kynnast merkum manni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.