Vísir - 21.04.1971, Blaðsíða 6

Vísir - 21.04.1971, Blaðsíða 6
VÍSIR Miðvikudagur 21. apríl 1971. 6 ur óþægindi. PILLAN ER NÚ ÞEGAR ÚRELT GETNAÐARVÖRN 70.000 vesturþýzkar konur fá nú inndælingu gervihormónans á þriggja mánaða fresti, sem er 100°Jo 'órugg v'órn v/ð getnaði fjegar „pilten" kom á nxarkað- inn gerðu margir lækna- visindamenn sér þegar ljóst aö hiún væri, þrátt fyrir allt, eloki nema bráðabirgöalausn á því vandamáli, sem þar var við aö fást. Það hefur líka sýnt sig, að svo er ekki. Þótt oft sé á- litið að konur séu karlmönnum mun nákværaari og reglusamari bvað snertir framkvæmd ýmissa smáatriða, hefur það komið í Ijós að allt of mörgum þeirra hættir við að gleyma að taka pilluna inn reglulega, og um leið gleyma hvaða afleiðingar sík vanræksla kann að hafa, enda hefur „refisingin“ sjaldn- ast látið á sér standa. Auk þess greinir lærða menn enn á um hugsanlegar „hliðarverkanir" pillunotkunarinnar, og vissar tegundir, sam innihalda mikið östrogenmagn, hafa verið bann aðar í nokkrum löndum, til dæmis á Bretlandi, vegna blóð tappahættimnar, sem talið er hugsaniegt að hún hafi í för með sér. Ber þar fyrst og fremst að nefna „sekvens"- pilluna. sem ollj málaferlunum i Noregi ekki alls fyrir löngu. Visindamennimir hafa þv{ að undanfömu imnið að annarri lausn á vandamálinu, sem sé bæði öruggari og þægilegri fyr- ir „neytenduma", konumar. — Og það ber ekki á öðm en þeir hafi fundið hana. Tveir banda- riskir vísindamenn fundu fyrir nokkmm ámm upp gervihor- món, sem heitir svo Iöngu fraeði legu nafni, að enginn getur tek- ið sér það í munn — medroxy- progesteronacetat — og er þvi einungis notuð skammstöfun í daglegu máli, MPA. Þessi gervi hoimón hefur sömu áhrif og östrogenið en er gersamlega laus við að hafa nokkrar hliðar- verkanir. Merkilegasti eiginleiki hans er þó — eins og raunar fleiri gervihormóna — að hann myndar eins konar birgðastöð við inndælingu í vöðva. Sé hæfi lega sterkri blöndu í hæfilegu magni dælt inn í þjóvöðva ikonu, myndast þar birgðastöð, sem dugir henni í þrjá mánuöi, og kemur að sama gaini og pill an — hindrar með öðrum orð- um að hdn geti orðið bamshaf- andi f þrjá mánuði, hvemig svo sem hún hagar sér. Að því tíma bili liðnu ér inndælingin end- urtekin, svo framarlega sem kon an kærir sig ekki um að verða vanfær á næstunni. Þessi getn aðarvarnaaðferð hefur þegar verið tekin upp i V.-Þýzka- landi, þar sem yfir 70.000 kon- ur njóta hennar nú reglubundið. Sérfræðingum og læknum ber saman um að aöferö þessi sé 100% örugg, og ýmis óþægindi, sem pillunotíkunin hefur í för með sér — flökurleiki, hvað sumar konur snertir, og óeðli- legur dapurleiki undir tiðir, geri ekki vart við sig. Það er einungis eitt, sem sum VÍSINDI 0G TÆKNI ar konur fella sig ekki við — þær hafa alls ekki tíðir á með- an þær nota þessa aðferð. — Þýzku konumar virðast yfirleitt fagna því að vera lausar við slík ðþægindi, hins vegar hafa danskar konur, sem þessi að- ferð var „reynd" við, þar marg- ar hverjar aðra afstöðu, fella sig ekkj við að hin „mánaðar- lega hreinsun" legsins skuli ekki eiga sér stað. Læknar og Ifffræðingar fullyrða þó að frá heilsufræðilegu sjónaimiði sé það sfður en svo nokkur ýkost- ur, þvf að í raun og veru sé þeirrar hreinsunar ekki minnsta þörf á því tímabili, sem konan er ófrjó. Það heffur lfka sýnt sig, að um leið og aðferð þessari er ekki beitt, koma tiðimar aftur með regluhundnu millibili. Það er því ekki þess vegna, að visindamennimir, sem við þessar ramnsóknir fást, telja jafnvel þessa aöferð munu þoka fyrir annarri, enn þægilegri. Sú aðferð er þó enn á tilraunastiei. Hún er í því fólgin að hylki með gervihormóninum „dacron", er reynzt hefur 100% örugg getn- aðarvörn, ekki síöur en MPA, er grætt inn í þjóvöðva kon- unnar. Sú aðgerð er algerlega óþægindalaus með staðdeyf- ingu, og konan verður þess alls ekkj vör eftir nokkra daga, að hylkið sé þama í vöövanum, rétt innan við húðina. Magn hor mónsins, sem hylki þetta inni- heldur, og sem drýpur út í blóö ið með útreiknuðu millibili, næg ir til þess að konan er ófrjó í 20 ár, og þarf engra aukaað- gerða viö á því tímabili — nema hún vilji veröa ófrísk. Þá er hylkiö einfaldlega tekið úr vöðvanum, og að nokkrum dög um liönum getur konan orðið barnshafandi þess vegna. Um þessar mundir vinna aðr- ir, .vísipciam^nh að fulllVöiyiiítiri eiín arinarrár ao'ferðár,' s§Jn ekfei byggist á gerviho’rmónanotkuri, heldur bfnæmislyfi. Télja þeir þess ekki langt að bíðá, að méð því aö dæla þessu lyfi i blóö konunnar fái hún ofnæmi fyrir sæðisfrumunum á sama bátt og líkaminn hafnar framandi ígræðsluvefjum, og geti þvi ekki oröið bamshafandi, enda þótt hún haldi að öðru leyti öllum kvenleika s’inm, eins og tfðum. Vilji hún hins vegar verða barnshafandi, er dælt I blóðiö lyfi, sem sigrast á þessu of- nsemi nægilega lengi til þess að frjóvgun og meðganga getj átt sér stað. Sú mikla áherzla, sem nú er lögð á að finna sem þægileg- ust og öruggust getnaðarvarna- lyf, á ekki beinlínis rætur sín- ar að rekja til umhyggju fyrir konunum í þeim skilningi, held ur eru vísindamennimir þar að fást viö að finna virkt vopn i baráttunni við bffjölgun þá, sem yfir vofir að allra dómi. Þeir álíta að því aðéins verði slíkum aðferöum beitt að gagni meðal frumstæðra þjóða og I múglöndum — eins og til dæm- is á Indlandi, — að þær séu nógu einfaldar í framkvæmd og áhrif þeirra svo langvarandi að ekki þurfi að endurtaka að- geröirnar nema með löngu milli bili. Þótt þriggja mánaða inndæl ingin geti komið að gagni í menningarlöndúm, sé sú aðferö ekki nógu langvarandi hvað á- hrif snertir og krefjist of tíðrar endurtekningar. — Fyrir þaö binda þeir allar vonir sinar við að unnt verði að fullkomna tvær síðastnefndu aðferðimar — 20 ára hylkið og ofnæmislyf- ið — svo að þær geti talizt 100% getnaðarvörn. 20 ára hylk ið er á næsta leiti fullyrða ýís indamennimir, og ofnæmisað- ferðarinnar verður vonandi ekki langt að biða. ■ Sár vonbrigði • G.P. skrifar: • „Það ber mikið á því í les- J endapistlum blaöanna, aö dag- • skrá sjónvarps og hijóövarps er o fólki sígilt nöldursefni. Kannski • er ég þá að bera i bakkafullan • lækinn, en mér finnst ég mega J til — dætra minna vegna. • Mér er ekki úr minni liðið o ennþá frá því að ég var krakki, • hve oft maður varð fyrir von- s brigðum, eftir að hafa beðið J meö eftirvæntingu eftir bama- • tíma útvarpsins, sem síðan var s að mestu leytj varið í lagaflutn 2 ing og söng. Sögur, ævintýri og s leikrit var það sem maður hafði 2 vænzt. Ég sé nú sömu vonbrigðin s speglast í andlitum dætra 2 minna, þegar þær viðþolslaus- o ar af eftirvæntingu eft- o ir aö hafa beðið eftir • „Stundinni okkar" meöan bæna s stundin stóð yfir, sjá aöal- 2 skemmtiþátt þeirra renna að • mestu leyti út í tilsögn I ljós- s tnyndun. Þeim liggur við að 2 orga, svo mikil eru vonbrigðin. s Þarna er sennilega verið að J reyna að slá tvær flugur i einu ° höggi. Soðið saman bamatíma s til skemmtunar yngri áhorfend- 2 um sjónvarpsins og tilsögn i s tómstundagamni. ^ Vafalaust er þessi maður, 2 sem tilsögnina annast hinn s slyngasti Ijósmyndari og allt 2 það. Mér leiðist að hryggja o hann (þetta er svo vinalegur ^ piltur að sjá), en þetta er ótta- ® íegf leiðindastagl fyrir þá, sem a ekki hafa áhuga á ljósmyndun .%uusroi langdcegiö..og,þurrt ■; o Mér sýnist árangurinn af þess ^ ari tilraunablöndu tómstunda- 2 þáttar og bamatíma verða sá, o að þetta stundarkorn verður ó- 2 fullnægjandi frá báðum sjónar- • miðum. Og nú veröur manni s ljóst, að þetta er reynsla, sem hljóðvarpið hefur sennilega fundiö út fyrir löngu, því að um margra ára bil hefur það haldið aðskildum tómstundaþáttum og barnatímum sínum. Með kærrj þöfck fyrir ellar gleði- og ánægjustundir, sem sjónvarpið veitir mínum böm- um, ber ég fram þá bón, að menn gái aö þessu.“ ■ Sitt ei hvað — billjón eða miljarður. Magnús Sveinsson skrifar: í Visi 14. þ. m. er grein um of- fjölgun mannkynsins, þótt grein þessi sé að ýmsu leyti fróðleg, koma fyrir í henni tölfræðilegar villur. Þar er sagt, aö mann- fjöldinn sé nú um 3,5 billjónir (fsl. billjón), en muni samkvæmt útreikningum verða um 6 billjón ir 1995. Hér kemur fyrir alvarleg villa, sem oft sést í blöðum. Mannfjöldinn er nú um 3,5 milljarðar, þ.e. 3500 milljónir (3500000000), og gæti orðið um 6 milljarðar 1995, þ.e. 6000 milljónir. Orðið billjón er heiti á tölu, sem hefur tölustafinn EINN með 12 NÚLLUM aftan við, þ.e. 1000000000000 — og hefur aldrei merkt annað í íslenzku máli. Það sjá allir að orðið billjón merkir allt annað en milljarð (milljarður), sem er síð ari tíma orð og notað hér og víðar um þúsund milljónir. Þaö má vel vera að grein þessi hafi verið þýdd úr ame- rísku blaði, og að orðið billjón sé notað þar í sömu merkingu og við notum orðiö milljarð. —- En þýðendur verða að gæta sin á að falla ekki f slíkar gryfjur. ÞaÖ er skylda þeirra að fylgja fslenzkrj málvenju, þannig að allur þorri manna skilj; hvað við er átt.“ HRINGIÐ í SÍMA1-16-60 KL13-15 1 x 2 — 1 x 2 (14. leikvika — leiknir 10. og 12. apríl 1971) Úrslitaröðin: 121—2x2—2x1—xlx Vinningar í getraunum 1. vinningur: (10 réttir) kr, 53.500.00 nr. 37487 * nr. 68059 (Reykjavík) nr. 44015 (Reykjavík) nr. 69418 (Reykjavík) nr. 60687 (Kópavogur) nr. 69807 (Reykjavík) 2. vinningur: (9 réttir) kr. nr. 2091 nr. 21582 nr. 3147 nr. 23110 nr. 5823 nr. 23163 nr. 8538 nr. 26509 nr. 11545 nr. 27891 nr. 15024 nr. 32639 nr. 16656 nr. 32639 nr. 17885 * nr. 34326 nr. 16656 nr. 34316 nr. 18383 nr. 35035 nr. 19471 nr. 37027 nr. 21191 * nafnlaus 2.800.00 nr. 37480 * nr. 61479 nr. 37491 * nr. 63416 nr. 38697 nr. 64721 nr. 39760 nr. 67030* nr. 40943 nr. 69211 nr. 43724 nr. 69312 nr. 44835 nr. 69412 nr. 45395 nr. 70497 nr. 49363 nr. 72358 nr. 50522 nr. 73106 nr. 60015 nr. 74120 nr. 60610 nr. 74463 nr. 74572 Kærufrestur er til 3. maí. Vinningsupphæðif geta lækk- i að, ef kærur verða teknar til greina. Vinningar fyrir 14. leikviku verða póstlagðir eftir 4. maí. Handhafar nafn- lausra seöla verða aö framvísa stofni eða senda stofn- inn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir greiðsludag vinninga. Getraunir — íþróttamiöstöðinni — Reykjavík.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.