Vísir - 21.04.1971, Blaðsíða 9

Vísir - 21.04.1971, Blaðsíða 9
VÍSIR . Miðvikudagur 21. apríl 1971. J Bk epr |j5ti puaíaif r»!r <3 i })$t*'bfh$& pi ni|»snj!W<hffndtf- fí- <CÍTt* vm fjcitwndbíujcrfh ^ ^oéafjjía px&CP'VM ftie 'ðé-tyÚQhnááu pVÍff '#.U» fíMeuJí'!fdfm\»ínr;,£irm pyr&$- CthUttiai haími'ml *PiníiKrg^rp^rkoöur Cmc u<ii- rr,H nr>4i-.dr.lá áte ■j|tá djjaiput 'í- líiirálltr l\4Uöin {tig&- tnln nvoa '&u&' ’ ]y;iun ijruir \yhj IjNfu^r [,-d u! mort y ííd * Teg rur^'p-Fí-p wiidj.lt IjnéSrn Mjr'r am íi»í»w**mv um jSR*f U wiH/ e Tjprfft, h fokgFy (fer *4£fWf%toiatítetáiafrk [uVj iií M il iSMtsl 1 '021 I jr‘d l)v0ár Uíifð uíjf t/ni it.i rpj mú inr'.v* vtjt dfydaáiæp écmfacfíirá JánFnK' útfiior •£">•) cir ’f* fuatfeft fiwstil i»Ar uepti&;uldj«r jfUtibc n amr tp muRTib'mulw gqfofc- iieáwá. *olfuw i»aú afrrát-fhTmTti arkiö a5 öátíztlt ,mhr «»' V? M«a iurínm'hufu r,p (uvinJ{{jr|> v 'dndrá S»k* U &my fV-ír^ «/í úglítrfáftuu) ij)» fltfðr Eýi dr^íÍfrd rtins Nuáríí^W ttiaríwt er SU& fettofíTdBaiial Itríðtí ötm «r „Vin sínum skal maður vinur vera...4í Sá íslendingur mun vandfundinn, sem aldrei hefur heyrt minnzt á Konungsbók Eddu- kvæða og Flateyjarbók, og vart er til svo for- pokaður fræðimaður, sem eitthvað hefur fengizt við rannsóknir á sviði norrænna ellegar ger- manskra fornfræða, að hjartarætur, þegar talið „Gl. kgl. sml. 2365, 4to“ fol.“, en svo eru handritin nefnd á því safni, þar sem þau hafa nú verið geymd um langan aldur. um honum hlýni ekki berst að dýrgripunum og „Gl. kgl. sml. 1005, p’n þótt þjóðin hafi hugmynd um tilvist þessara merku handrita, er ekki þar með sagt, að efni þeirra og innihald leiki á hvers manns tungu, utan kannski fáeinar setningar eins og „Deyr fé deyja frændur ...“, sem eru hin sígildu aðfararorð að óinnblásnum minningarorö- um, þeirri bókmenntagrein, sem íslendingar hafa öðrum þjóðum framar eflt og iðkað á síöari tímum, þótt í rauninni engu hafi verið bætt þá sönnu og einföldu hugsun, sem felst í þessu erindi Hávamála. Og saga. þessara bóka er mörgum ókunn ekki' síður en innihald þeirra. Reyndar er sáralítið vitað um sögu Sæm- undar-Eddu, en líklegt er, að þessi frægasta bók fslenzkra skinnbóka hafi vefið saman- skriifuð á ofanveröri 13du öld. Prófessor Jón Helgason segir um hana „Ekki er neitt kunn- ugt um sögu þessarar bókar svo að teljandi sé; á einum stáð er krotað nafnið Magnús Eiríks- son, og hefur þess verið getið til að það sé sá maður meö því nafni sem átti Höfðabrekku- Jóku fyrir tengdadóttur. Árið 1643 eignaðist Brynjólfur bisk- up bókina, og var þá týnt úr henni eitt kver; verður naumast oröum að komið hvílfkt mein er að hún bjargaðist ekki heil. og er þeim mun hryggilegra sem leiða má að því rök að kverið hafi verið íi bókinni fram undir þann tfma sem hún komst f hendur biskupi. Bryniólfi biskupi varð þegar í stað merki- lega ljóst hvers virði bókin var. Árið 1662 sendi hann Friðriki Danakonungi 3ðja hana að gjöf, eflaust meðal annars í þeirri von að gangskör yrði að því gjör að fá hana prentaða í höfuðstað ríkisins, en það fór öðruvísi; ekki var farið að birta eddukvæðin fyrr en 1787, en eftir að þau urðu loksins kunn hafa þau verið talin til höfuð- gersema germanskra þjóða.“ TTm heiti Sæmundar-Eddu er það að segja, að ólíklegt er, að sá ágæti klerkur Sæ- mundur Sigfússon hinn fróði hafi átt nokkurn þátt í samn- ingu hennar eins og þjóðsagan vill þó vera láta. En þegar Snorri Sturluson setti saman sína Eddu, vitnaði hann til fornrar bókar og hélt hún væri frá Sæmundi fröða. Þegar Brynjólfur biskup komst síðar yfir Eddukvæðin, 1643, hélt hann að þar væri komin sú bók, sem Snorri vitnar til. 1 Konungsbók Eddukvæða vantar eitt kver eða átta blöð. Ekki er þó algerlega myrkri á henni nokkurra ára verk; það þykir sennilegt að mestur hluti hennar hafi verið fullger er ártalið var sett, og hinsveg- ar er augljóst að sumt er yngra, því að annálum aftast í bókinni er haldið áfram til ársins 1394. Efni Flateyjarbókar er maTgvís- legt, en mest fer fyrir «5gum Noregskonunga, fyrst Ölafs Tryggvasonar og Ólafs helga, en síðan Sverris og Hákonar gamla. Þá eru einnig sögur Eirfks víðförla og Játvarðar helga, og nokkuð af kveðskap: Geisli Einars Skúlasonar, Hyndluljóð, Noregskonungatal, og sú ríma sem langelzt er til á bókfelli. Ólafs ríma Haralds- sonar eftir Einar Gilsson. Að Úr Flateyjarbók: Upphaf Ólafs sögu helga. Myndin sýnir fall Ólafs konungs í Stiklastaðabardaga. Það var Magnús prestur Þórhallsson sem teiknaði upphafsstafina í Flateyjarbók. — (Myndin er úr Handritabókinni). hulið, hvað á þessum blöðum stóð, þvf f Völsungasögu er endursögn á efni kversins, sem mun hafa fjallað um Sigurð Fáfnisbana og það fólk. Caga Flateyjarbókar er nokkru ^ Ijósari. Vitað er, hver fyrst- ur átti bókina, hverjir skrifarar voru, og hvenær hún er tilorð- in. Fyrsti eigandinn var Jón Hákonarson ’i Víðidalstungu og þar mun bókin vera skrifuð af prestum tveim, Jóni Þórðarsyni og Magnúsi Þórhallssyni. Um aldur bókarinnar og efni segir prófessor Jón Helgason .... að víst er að hún var í gerð árið 1387, en vafalítið er lokum er annáll sem hefst á dögum Cæsars og telur fyrst tíðindi utan úr heimi en síðan af íslandi og gerist sjálfstæð ritsmíð aö sSðustu. Inn í sögu Ólafanna, einkum ólafs Tryggvasonar, er skotið ýmsum þáttum og sögum eða köflum úr sögum, svo sem Jómsvíkinga sögu, Færeyinga sögu, Orkn- eyinga sögu, Grænlendinga þætti og Fóstbræðra sögu.“ Seint á 16du öld mun Flat- eyjarbók hafa verið komin út í eyju þá, sem hún dregur nafn af, en þar áttu hana þrír feðgar: Jön Bjömsson, Finnur Jónsson og Jón Finnsson. Það var sá siðastnefndi, sem gaf Brynjólfi biskupi Flateyjar- bók, en biskup kom til Flateyj- ar 15da september árið 1647 og messaði þar. Sagan segir, að biskup hafa falað bókina og boðið fyrir fimm hundruð f jörðu. (Þótt allir verðútreikn- ingar séu að sjálfsögðu vafa- samir má þó til gamans gizka á, að tilboð Brynjólfs biskups í Flateyjarbók hafi numið um 90 þúsund krónum miðað við nútfma gengi). Jón Finnsson á að hafa hafnað þessu boði, en aftur á mótj gaf hann biskupi bókina, þegar hann fylgdi hon- um á skipsfjöl. Brynjólfur biskup sendi Frið- riki 3ðja Flateyjarbók að gjöf árið 1656, og sex árum síöar sendi hinn gjöfuli biskup kon- ungi enn aðra bók, Sæmundar- Eddu, það var árið 1662. \7msir hafa orðið til að velta fyrir sér þýðingu þessa ártals f sambandi við gjöfina, en það var einmitt árið 1662, að Ragnheiður dóttir biskups ól það lausaleiksbarn, sem mest ósköp hafa orðið út af f Is- landssögunni. Brynjólfur biskup sótti um uppreisn henni til ihandá' 'tvl kdnungs, og eflaust hefuv Sæmundar-Edda ekki orð- ið til að draga úr þeim hljóm- grunni, sem bón biskups fékk hjá' konungi. Sá rauðskeggjaði biskup Brynjólfur Sveinsson hefur því ekíti lítið komið við sögu þess- ara þjóðargersema sem nú eru aftur komin til landsins eftir svo langa útivist. Honum var fyllilega ljóst, að þama voru merkar bækur á ferð, og hann gerðist meira að segja svo stór- huga, að hann lét sig dreyma um íslenzkt menntasetur ’i Skálholti með heiminn að um- dæmi. Slíkt var þó útilokað á þeim tfma vegna fátæktar lands og þjóðar. Menn eru misjafnlega upp- næmir fyrir endurheimt hand- ritanna. Sumir segja sem svo, að fullnóg sé að eiga handritin á filmu, og ekki skipti máli, hvar sjálfar húðirnar séu niö- urknmnar. Fræðimenn era þó ekki sömu skoðunar, til dæmis segir prófessor Jónas Krist- jánsson forstöðumaður Hand- ritastofnunarinnar: „Þótt gott sé að hafa filmur, er nauðsyn- legt að hafa frumhandritin, þegar unnið er að útgáfum fom- rita. Felling 1 blaði eða klessa getur á filmu komið út eins og partur af staf, en hafi mað- ur handritið sjálft undir hönd- um er ekkj um að villast. En hvað sem því Ifður hafa hand- ritin fyrst og fremst gildi sem dýrmætar fomminjar. Þau munu verða til þess að laða menn að fomum fræðum og efla áhuga.“ Og eflaust munu margir verða til þess að leggja leið sína í Árnagarð til að sjá Kon- ungsbók og Flateyjarbók, þess- ar verðmætu gjafir, sem gengiö hafa milli íslands og Danmerk- ur, tákn um vináttu b'óðanna þvi eins og stendur í Hávamál- um: ,,Vin sfnum / skal maður vinur vera / og gjalda gjöf við gjöf ...“ — ÞB — Vitið þér um hvað Sæmundar-Edda og Flat eyjarbók fjaíla? Grétar Felixson. nemi í útvarps- virkjun: — Nei, það hef ég ekki minnstu hugmynd um. Það er jú ekki heldur fyrr en í dag. sem bækurnar koma til íslands Þorsteinn Sfvertsson, skrifstofu- maður hjá SlS: — Ja, ég veit að önnur þeirra fjallar um Nor- egskonunga, en meira veit ég þv’i miður ekki, Hef heldur ekki kynnt mér þaö. Ég hlakka þó til þess að sjá þær á sumar- Gísli Ragnarsson, verkamaður: — Nei, því miöur. Ég hef held- ur‘ aldrei hafti áhugn á- að kom*. ast að því og sþ þvj ekki heldur neina ástæðu til þess að vera að hlaupa þeirra vegna niður á bryggju þegar þær koma til landsins, eða þá upp í Árnagarð að skoða þær, er þær verða þar almenningi til sýnis. Þorlákur Kolbeinsson, bóndi í Ölfusi: — Ég er nú ekki svo fróður að geta svarað því. Hef þó alltaf vitað það, að Flateyi- arbók er samansafn margra bóka og Eddan .... er jú alítaf Sæmundar-Edda. Leifur Leifsson, gagnfræða- skólanemi, Selfossi: — Nei. það veit ég ekki. Hef aldrei pælt í því. Ingibjörg Einarsdóttir, bóksali: — Það er nú skömm að segja frá, en ég veit það bara ekki. Ég hefði þó fullan áhuga á að lesa um það í dagblöðunum — ef þau tækju einhvern tíma innihald bókanna fyrir i stað þess að tala einungis um húllumhæið í kringum afhend- inguna,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.