Vísir - 21.04.1971, Blaðsíða 8

Vísir - 21.04.1971, Blaðsíða 8
8 V í SIR . Miövikudagur 21. apríl 1971, VISIR Otgefandí: Keykjaprenr ní. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. EyjöMsson Ritstjöri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstfórnarfulltrói: Vaidimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Augiýsingar: Brðttugötu 3b Simar 15610 11660 Afgreiðsla • Bröttugötu 3b Sími 11660 RJtstfórn: Laugavegl 178. Sími 11660 (5 línur) Askriftargjald kr. 195.00 ð mánuði innanlands f lausasðlu kr. 12.00 eintakið Prentsmiðia Vtsis — Edda hí íslands sómi ' „§érhver íslenzkur maður, sem ekki er öldungis ókunnugur í heiminum, mun viðurkenna, að gamla norrrænan sé sú helzta undirrót íslands sóma; því væri ekki gamli skáldskapurinn, sögurnar og aðal- tungan, móðir allra tungumála á Norðurlöndum, þá mundi varla nokkur maður í framandi löndum þekkja þjóð eða land, né heldur forvitnast þar um, framar en um aðra villiþjóð eða eyðimörk.“ Þannig hófst bréf Rasmus Christian Rask 1. janú- ar 1816 til íslendinga og íslandsvina í Kaupmanna- höfn, er hann boðaði til stofnunar Hins íslenzka bók- menntafélags. Þessi var ástæða hans og margra fleiri erlendra manna fyrr og síðar fyrir því að forvitnast um land og þjóð og leggja með íslendingum hönd á plóginn við að lyfta þjóðinni upp úr eymd hinna myrku alda. Hin gömlu handrit og hin alþýðlega menning, sem þeim var tengd, voru öldum saman sá lífvörður, sem vakti yfir þjóðinni, meðan hún var vanmáttug villi- þjóð í eyðimörkinni. í þessum fomu minningum fólst neistinn og geymdist öld fram af öld, unz íslending- um tókst um síðir að kveikja sér nýtt bál menning- ar og sjálfsvirðingar. Minningin um menninguna fornu á sinn verulega þátt í því, að íslendingum hefur hvarvetna verið rétt örvandi hönd á göngu sinni út úr eyðimörkinni. Þrátt fyrir allt hefur ætíð verið litið á íslendinga sem sið- menntaða menn, er hlusta bæri á og taka bæri tillit tfl. Án slíkrar viðurkenningar hefði endurreisn þjóð- arinnar verið mun torsóttari og hefði hugsanlega aldrei kveikzt eða lifað frumbernskuna af. Danskir menn hafa ævinlega verið fjölmennastir í hópi erlendra íslandsvina. Menn eins og Rask hafa unnið þjóðinni ómetanlegt gagn. Og í nokkrar aldir hafa Danir varðveitt minjamar um íslands sóma, handritin, og hafa varðveitt þau vel. Nú í dag eru fyrstu handritin komin heim, bæði fyrir höfðings- skap Dana og virðingu þeirra fyrir þeirri staðreynd, að gamla norrænan er íslands sómi. Þessa lund þakka íslendingar af heilum hug í dag. Við höfum undirbúið vel komu þessara minja um gamla skáldskapinn, sögumar og móðurmálið, búið þehn vistarverur við hæfi og lagt grundvöll að því, að þeim verði sýndur sá sómi, sem þeim ber. Við vit- um að vísu, að það er ekki hægt að byggja menn- ingarsókn okkar í nútíð og framtíð á gömlum bók- um. Til þess duga ekki afrek forfeðranna, heldur einungis eigin gerðir. Við verðum sjálfir frá degi til dags að finna okkur réttlætingu menningarlegrar til- veru okkar. En fortíðin er okkur ögun, hvatning og ögrun, sem veldur því, að við gerum auknar kröfur til okk- ar. Og nú í dag er fortíðin komin til okkar, þar sem hún á heima. Bandaríski heraflinn I Asíulöndum um síöustu áramót. Verulega fækkaði hermönnum þeirra í fyrra, og nú er ráðgerð stórfelld heimkvaðn Ing liðs. — 1 Víetnam er heraflinn til dæmis nú kominn niður í 270 þúsund, en þar var hann mestur yfir 550 þúsund. Frá vinstri á kortinu: Thailand, Suður-Víetnam, Filippseyjar, Taiwan (Formósa), eyjan Guam, Kyrrahafs- floti Bandaríkjanna, japanska eyjan Okinawa, Japan og efst er Suður-Kórea. j Ahrif vestrænna ríkja í Asíu -{ -‘.tw* ____ i irfti! r . '.iei"g-é'b.'• ' Bqndankin, og Bretland fækka mikið i í ’;1 Oí'í*. Í j' herafla sinum þar — Kina og Japan eflast Ef hin nýja „borðtennis- — eða ping pong stefna“ Kínverja táknar raun- verulega breytingu á af- stöðu þeirra til vest- rænna þjóða, hvernig stendur þá á því? Sagt er, að nú séu að verða þáttaskil í málefnum Asíu. Áhrif vestrænna ríkja, sem staðið hafa um aldaraðir, séu nú að dvína. í stað þess séu að rísa upp sterk ríki Asíumanna, Kína og Jap an, sem eflist með hverj- um deginum. Nixon-kenningin tveggja ára Það var i júli 1969, aö svo kölluð Nixons-kenning fæddist. Nixon kom við á eyjunni Guam í Asíureisu sinni og sagði, aö bandamenn Bandarikjanna mundu í framtíðinni taka mun meiri iþátt í vörnum 1anda sinna en verið hefði. Nixon sagði, að sá tlimi væri liðinn, að Bandaríkin gætu flækzt í „annað Víetnam", af því að bandamenn þeirra væru ekkj sjálfum sér nógir í her- vömum. Bandaríkin mundu að stoða bandamenn sína en ekki taka á sínar heröar að verja lönd þeirra. Þessi stefna héfur verið ítrekuð í orði af hverjum bandariskum stjómmálamanni á Umsjón: Haukur Helgason fætur öðrum. í verki hefur þessi kenning verið framkvæmd með mikillj fækkun í herafla Banda- ríkjanna í Asíu. Bretar á brott Bretar höfðu orðið fyrri til um þessi efni. Stjórn Harold Wilsons ákvað á sínum tíma heimköllun brezks herafla frá Asíu svo að þar eru nú aöeins fáeinar þúsundir hermanna eft- ir. Þessi stefna var umdeild á Bretlands, en rikisstjórn fhalds flokksins hefur þó fylgt henni en virðist í staðinn vlija efla flota Suður-Afriku. Bandarfskir hermenn í Víet- nam em nú komnir niður í 270 þúsund, sem er aðeins um helm ingur þess, sem flest var. Hvar vetna annars staðar f Asíurikj- um hafa Bandaríkin fækkað her afla og sums staðar hafa ríkis- stjórnir orðið órólegar þess vegna, til dæmis í Suður- Kóreu. Stjóm Suður-Kóreu aggandi Þegar Bandaríkin boðuðu síð astliðið sumar, að þau mundu kveðja heim þriðjung af 64 þús manna her sínum frá Suður- Kóreu, varð rfkisstjórnin þar skelfd, og margir ráðherrar hót uðu að segja af sér. Bandaríkja menn hafa verið í Suður-Kóreu síðan á dögum Kóreustríðsins upp úr 1950. Suður-Kóreumenn eru uggandi um nýja árás komm únistaríkisins Norður-Kóreu oa að heimköllun bandariskra her- manna mundi f augum Norður- Kóreumanna tákna veikleika varnanna. Þá tilkynntu bandarísk stjórn vö]d fyrir skömmu. að fækkað yrði í bandaríska hemum i Japan um þriðjung. Fækkað skyldi í hernum í Thailandi um 16 þúsund menn, um 6 þúsund á Filippseyjum og um 5 þúsund á japönsku eyjunni Okinawa. Porystumenn þessara rikja bera nokkurn kvíðboga í brjósti. Víöa eiga stjómir þeirra f höggi við öflugar sveitir skæruliða. — Skæmliðar hafa löngum lútið á sér kræla á Frlippseyjum og kommúnistar munu hafa búið um sig f norðurhéruðum Thai- lands, sem er nágrannaríki Laos og Kambócfiu. Þó sagði Markos forseti Filippseyja fyrir nokkr- um dögum að fremur vildi hann að kommúnistar tækju völdin en að Bandaríkin kæmu til skja! anna i átökum á Filippseyjum á sama hátt og í Víetnam. Kínverjar auka áhrif sín Enginn vafi leikur á vaxandi mætti Kínverja. Þeir munu á næstunni eignast sífellt öflugri eldflaugar, sem dregið geta jafn vel milli heimsálfa. Kínverjar viröast nú loksins vera að jafna sig eftir „menningarbylting- una“ svokölluðu, þegar allt var á tjá og tundri í landinu. — Japan er auðugra að fjármun um og lengra komiö á fram- farabrautinn; en Kína. Japanir sækja æ lengra inn á markaðj Asíuríkja. Sumir segia að ekki sé langt f hina gömlu japönsku heimsvaldastefnu. „Asía fyrir Asíumenn" Þetta hefur oft verið hrópað, þegar kröfugöngur hafa verið f9’“. gegn Bandaríkiamönnum eða Bretum l þessum ríkíum, Þett.a virðíst vera a? rætast. Veana hinii mikln kostnaðf'’ sem það hefur valdið Brot-’”’ og Banrlnr'k;<tmönniim nfl h!~-' mikið lið i Asíu on vegna hsi'-r~ vandræða sem hátt.taka heirr" ’i átökum þar hefur valdið. s’-o sem i Víetnam bendir ailt ti’ þess, að vestrænna rfkja muni gæta sífellt minna næstu áVin;

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.