Vísir - 21.04.1971, Blaðsíða 5

Vísir - 21.04.1971, Blaðsíða 5
5 V l &I R . WBóvlfcudagiir 2>l. apríi Arsenal sendi Burnley niBur / aðra deildina í gærkvöldi — og hefur náð tveggja stiga forskoti á Leeds Arsenal færist nær meist aratiflinum í ensku knatt- spyrnunm. I gærkvöldi kom næst neðsta liðið í 1. deild, Burnley, til Lundúna og lek við Arsenal á High- bury og eftir leikinn voru örlögBurnleys ráðin — lið- ið Ieikur í 2. deild næsta keppnistímabil eftir að hafa verið samfleytt í 1. deild frá því fyrsta keppn- istímabilið eftir síðari heimsstýrjöldina að Bumley vann sig þá upp úr 2. deild. Arsenal sigraði með eina markinu, sem skorað var í leiknum og hefur nú 60 stig — eða 2 stigum meira en Leeds í deildinni og á þó enn fjóra leiki eftir gegn þremur leikjum Leeds. En það var lítiH meistarabragur á leik Arsenal gegn botnliðinu og taugaspennan var allsráðandi hjá leikmönnum beggja liða í þessum þýðingarmikla leik. Og spumingin er nú: Er hið mikla álag, sem er á leikmönnum Arsenal farið að hafa veruleg áhrif á leik liðsins til hins verra? Að vísu varð Arsen- ai nú í fyrsta skipt;i f 12 leikjum að gera breytingar á liði sínu, þar sem tveir af leikmönnum liðsins, Peter Storey og Bob McNab, gátu ekki teikiö vegna landsleiksins við Grikkland á Wembley í kvöld, en liði hefur þó mjög góða varamenn, Kelly og Roberts, svo það átti ekki aö breyta miklu. Nú, en Arsenal vann þó og eina mark leiks ins skoraði Oharlie George úr víta- spyrnu eftir að Probert hafði varið með höndum á marklínu hjá Burn- ley. Þetta var áttundi sigurleikur Arsenal í röð og George hefur i tveimur sióustu leikjunum fært lið- inu fjögur stig með því að skora emu mörkin í þeim. Enska landsliðiö. England leikur við Grikkland í kvöld í Evrópukeppni iandsliða og einvaldurinn i ensku knattspyrn- unni, Sir Alf Ramsey valdi enska landsliðið ‘i gær. Einn nýliði er i liðinu Peter Storey, Arsenal, sem leikið hefur mjög vel i vetur sem framvörður eða tengiliður í Ar- senal-liðinu, en áöur lék hann alltaf sem bakvörður og það var einmitt í stöðu hægri bakvarðar, sem Sifr Alf settj Storey í liöið, sem annars er þannig - skipað: Gordon Banks (Stoke), Peter Storey (Arsenal), Emlyn Hughes (Liverpool), Alan Mulley (Totten- ham), Roy MoFafland (Derby), Bobby Moore (West Ham), Francis Lee (Manch. City), Alan Ball (Everton), Martin Chivers (Totten- ham), Geoff Hurst (West Ham) og Martin Peters (Tottenham). Bobby Moore er sem sagt aftur valinn í liðið og verður jafnframt fyrirliði. En mesta athygli vekur, að Ramsey velur tvo leikmenn, sem leikið hafa sem framverðir á keppnistímabilinu í stööu bak- varðar. Fiestir töldu þó að þeir Poul Reaney (Leeds) og McNab (Arsenal) mundu skipa bakvarða- stöðurnar, en Ramsey karlinn fer sínar leiðir eins og áður. Þá er rétt að þeta þess, að þrír leikmenn frá Leeds, Aian Clarke, Terry Cooper og Nonnan Hunter, komu ekki til Charlie George — tvö mörk — fjögur stig greina í landsliðiö vegna meiðsla, svo og ColiK Bell, Manch. City og Peter Osgood, Chelsea. Bezti leik- maður Burnley, Ralph Coates, gat ekkj leikið með liði sínu gegn Arsenal í gær vegna þess, að hann er í landsliðshópnum, og þó er hann ekki einu sinni valinn !i lands- liöið frekar en McNab. Da ve McKay til Swindon Gamfi stníðshesturinn Dave McKay mun yfirgefa Derby í lok keppnistímabiisins og leika með Swindon Town í 2. deild í haust, jafnframt því, sem hann verður þjálfarji Swindon. Þetta var til- kynnt um helgina og kom tals- vert á óvart, því ekkert hafði verið rætt um þaö áður, aö Dave mundi fara til Swindon. Hann ieikur sinn síðasta leik fyrir Derby laugar- daginn 1. mai og veröa þá áreiöan- lega margir viðstaddir leikinn við W'BA til að kveöja þennan frá- bæra leikmann. Þó Dave sé nú 36 ira hefur hann leikið alia leiki Derby á keppnistímabilinu. Hann hóf knattspyrmrferil sinn með Edinborgarliöinu Hearts og varð þar skozkur meistari og sigr- aðj auk þess með liði sinu í bikar- keppninni og deildakeppninni, en 1959 var hann seldur tii Totten- ham fyrir aðeins 30 þúsund pund, sem voru mikil reyfarakaup fyrir Tottenham. Hann var í sigurliði Tottenham sem vann déild og bikar 1961 og lék þrivegis i sigur- liði Tottenham i bikarkeppninni. Hins vegar var hann meiddur og gat ekki leikið 1963, þegar Totten- ham, fyrst enskra liða, sigraði í Evrópukeppni bikarhafa. Nokkru síðar varð hann fyrir alvarlegu slysi — fötbrotnaði í leik gegn Manch. Utd. einmitt, þegar Tott- eoham var að verja Evróputitil sinn og var frá knattspyrnu í ár. Og þegar hann hóf að leika á ný með varaliðinu brotnaði hann aftur á sama fæti. En bann lét það ekki á sig fá og nokkrum mánuðum síðar var haun kominn í keppnj aftur. Sumariö 1968 fór hann til Der- by, þar sem forráðamenn Totten- ham töldu daga hans sem knatt- spyrnumanns talda. En þaö var nú eittbvað annað. Derby var þá í 2. deild, en þegar McKay fór að leika með liðinu gjörbreyttis) það til hins betra og ekki leið á löngu, þar til Derby var komið, í 1. deild. Happdrætti hjá K.S.I. veqna þáttöku í ÓL iKnattsþýrnusatúband jIslands (KSl) er um þessar-mundir aö fara af stað með happdrætti og veröur ágóðanum af því varið til þátttöku íslenzka landsliðsins í undankeppni fyrir Ólympíuleik- ana í Múnchen næsta ár. Vinning- urinn verður ferð með landsliðinu til Parísar, sem stendur frá 14.-18. júni í sumar, ásamt uppihaldi, og Víðnvangshlaup Hafnarfjarðar Víðavangshlaup Hafnarfjarðar fer að venju fram á sumardaginn fyrsta og hefst hiaupið við Lækj- arskóla kl. 2. FH sér um hlaupið eins og áður. Keppt verður í sjö aldursflokkum bæði karla og kvenna 17 ára og eldri, en síðan er keppt í þremur flokkum drengja. Hjá stúlkum er keppt í þremur flokkum. Keppt er um farandgrip í öllum flokkunum, svo og verð- launapeninga. Hægt er.að tilkynna þátttök í hlaupið í dag í verzlun Valdimars Long. Frjálsíþrótfa- mót hjá UMSK íþróttasamband Kjalarriessþings gengsf fyrir frjálsíþróttamóti í Baldurshaga á' Laugardalsvelli föstudaginn 23. apríl og hefst keppnin kl. fimm. Keppt verður í 50 m. hlaupi karla og kvenna, einnig 50 m. grindahlaupi, lang- stökkj með atrennu og hástökki með atrennu. Þá gengst sambandið fyrir móti í fþróttahúsinu á Kárs- nesi 28. apríl kl. 7.45. Keppt verð- ur í kúluvarpi, hástökki án at- rennu og langstökki án atrennu í karla og kvennaflokki, svo og i þrístökki án atrennu, sem auövitað er aðeins fyrir karla. vérður vinningshafi gestur KSÍ á landsleiknuirt f París,- •Eins og kunnugt-'ier leikur ís- land í riöli með Frakklandi í und- ankeppnj og verður fyrri leik- urinn milli landanna á Laugar- dalsvellinum hinn 12. maí næstk. Takist íslenzka landsliðinu að vinna hið franska í leikjunum tveimur kemst það áfram í keppn- inni og' léikur þá við lönd þau, sem sigra í 2. og 3. riðli keppn- innar, en riðill I’slands er nr. 1. 1 riðli 2 leika Sovétríkin og Hol- land, en í riðíi 3 Austurríki og Luxemborg. Dregið verður í happdrættj KSÍ hinn 7. júní og er verð miða 100 krönur.. Unglingakeppni gegn norskum Golfsambönd íslands og Noregs hafa komið sér saman um að efna til landsleiks millj unglinga á sumri komanda. Enn hefur ekki verið endanlega ákveðið hvenær þetta veröur en væntaniega kem- ur norska landsliðiö tii íslands um miðjan júlímánuð n.k 1 því verða 4 leikmenn og fararstjóri verður forseti norska golfsambandsins A. Wahlström. Ráðgert er að keppt verði bæði í einstaklingskeppni og flokkakeppni. Að öðru leyti verður reynt að gefa sem flestum ungl- ingum fær; á þvf að kynnast hin- um norsku golfmönnum í leik. Unglingamót i bodminton Unglingameistaramóf Reykjavík- ’ur í badminton fer fram i Laug- ardalshöllinni á sumardaginn fyrsta (á morgun) og hefst kl. Ifl. Úrslitaleikir fara fram samdægurs.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.