Vísir - 21.05.1971, Blaðsíða 1

Vísir - 21.05.1971, Blaðsíða 1
VERZLUNARFÓLK 1 YFIRVINNUBANNI 61. árg. — Föstudagur 21. maí 1971. — 112. tbl. Á morgun eftir hádegið | menn á vakki í borginni til verða 40 til 50 verzlunar-1 að fylgjast með því, að Ei Flugáhugi hefur alla tíð veriö mikill á íslandi, — og er enn. — Hér skoða höfuðborgarbúar nýju þotuna í gærdag. yfirvinnubanni Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur sé framfylgt. Guðmundur Garðarsson formað- ur V.R. sagði i viötali við Vísi í morgun, að yfirvinnubannið væri óhjákvæmileg ráðstöfun eins og sakir standa, því að sú þróun hefði verið, að vinnutími verzlun- arfóiks væri að lengjast eftir því sem vinnutími annarra styttist. Guðmundur sagöi, að þess væru dæmi, að afgreiðsiutfólk sums stað að ynni allt að 70 stundir á viku, því að erfitt væri fyrir fólk að neita vinnuveitendum sínum, þeg- ar þeir færu fram á að unnin væri eftirvinna. „Það er þó alls ekki stefna V.R. að reyna með þessu móti að draga úr þeirri þjónustu. sem verzlanir veita með því að vera opnar fram eftir,“ sagði Guðmundur. „En yfirvinnubannið er nauðsynlegt eins og er til að leggja áherzlu á, að við viljum fá skýrari ákvæði um vinnutíma inn í samningana, eins og til dæmis afgreiðslustúlkur í 'apótekum, sem vinna á vöktum." — ÞB Þriðja þot- an eftir tvö ár? Ný þota bættist við íslenzka flugflotann í gærdag, — Sólfaxi var nafnið sem Sveinbiörg Kjaran gaf þotunni, sem fagnað var af þús- undum manna á Reykjavíkurflug- velli, þar á meðal ýmsum æðstu mönnum landsins. Það þarf varla að efast um flug- áhuga íslendinga, hann hlýtur að vera einstakur, ella hefði slíkt margmenni varla fagnað þotunni í gær, því ekki er hér um að ræða fyrsta gripinn af þessari tegund og því varla um nein ti'mamót að ræða. Þotan flaug fyrst í lítilli hæð yfir Reykjavíkurflugvöli laust eftir kl. fjórtán í gær, — en kom síðan inn til lendingar á flugbrautina sem liggur inn að miðborg Reykja- víkur, — flugbraut 20, eins og hún er yfirleitt kölluö af fagmönn- um. Svört reykjarslæða fylgdi i' kjöl- farið og í áhugamannahópunum suður á vellj heyröist einhver tor- tryggin rödd tala um mengun, tízkuorð þessa áratugs. En meng- unin dreifðist fljótlega í örlitlar agnir í vindinum og áöur en varði var þotan nettlega lent á braut- inni og ók upp að höfuðstöðvum F.I. í flugskýli félagsins fór fram stutt athöfn, — Birgir Kjaran form. stjórnar F.Í., Örn O. John- son, forstjóri féiagsins og Ingólfur Jónsson, flugmálaráðherra, fögn- uðu þessum nýja farkosti, sem gerir Flugfélaginu kleift að stór- auka flug sitt milli landa. í sumar verða a.m.k. 16 ferðir til útlanda með þotunum tveim. Benti Ingólfur Jónsson á að með auknum ferðamannastraumi væri hægt að láta verða af kaupum á svo dýrum tækjum sem þotunum. Mátti á honum heyra að ekki væri ótrúlegt að Flugfélaginu bættist þriðja þotan áður en 2 ár væru iiðin. Sólfaxi var keyptur í Dallas í Texas fyrir 255 millj. kr., — en F.í. greiðir 15% kaupverðs út í hönd og eftirstöðvarnar á 7 árum. Enga ríkis- eða bankaábyrgð þurfti veena kaupanna — JBP FIMM ALVARLCC SLYSÁ HRIN6BRAUT Á ÁRINU ,ógætilegur akstur er orsökin", segir lögreglan Fimm alvarleg umferð arslys hafa orðið við Hringbrautina frá því um áramót og þar af hafa tvö haft þær afleið- ingar, að þrjár mann- eslcjur létu lífið. „Öll þessi óhöpp báru keim af því, að ógætilega væri ekið,“ segir Óskar Ólason, yfirlögreglu þjónn í umferðadeild lögreglunn ar. „Lögreglunni var um skeið legið á hálsi fyrir strangt eftir lit með hraða ökutækja á þess ari greiðfæru braut, en reynsl- an sýnir, að það er engin van- þörf á því aö hafa hart eftir- lit með því að ökumenn haldi hraðanum í hóifi, þótt gatan sé bæði bein og breið þama.“ All mörg slys urðu á gang- andi fóiki á Hringbrautinni fyr ir framan gam'la Kennaraskól- ann, en á þessu ári hefur dreg ið úr óhöppum á þeim kafla. Það fyrsta varð á miðvikudag- inn, þegar heimlalausri jeppabíf reið var ekið á konu, sem var á ieið yfir gangbrautina þarna. Betri merking gangbrauta og ijósaútbúnaöur. sem settur hef ur verið við þær flestar, hefur þó leitt til þess að gangbrautar slysum hefur fækkað. Eins virð ast vegfarendur, bæði gangandi og akandi, sýna meiri aðgæzlu við gangbrautirnar,“ sagði yfir lögregluþjónninn. „Meðan slysum á gangandi fólki hefur farið fækkandi. virð ast slys á ökumönnum og far þegum þeirra hafa aukizt. Glöggt dæmi um þess konar óhöpp hafa hin viðsjárverðu gatnamót Kringlumýrarbrautar og Sléttuvegar gefið okkur. — Þar hafa orðið nær 20 árekstr- ar frá áramötum og 14 manns hafa slasazt þar, allt ökumenn eða farþegar þeirra. Það varö ekki hjá því komizt að gripið yröi til sérstakra ráö stafana gegn þessum Sléttuveg- arslysum, og til reynslu hefur vinstri beygja verið bönnuð þarna á gatnamótum Sléttuveg- ar og Kringlumýrarbrautar. Það má aðeins beygja til hægri þar. — Lögreglumenn hafa verið þama við umferðargæzlu síð- ustu daga til þess að gæta þess, að ökumenn fylgi þessari reglu.“ — GP Mönnum létti þegar Cæsar náðist loks út — björgunin kostaði á sjöttu milljón Eftir margra sólarhringa björgunarstarf og margar til- raunir komst brezki togarinn Cæsar loksins á flot klukkan rúmlega hálf fimm í gærdag. Togarinn hallaðist mikið og sigldu því norsku björgunarskip in hægt með hann á milli sín áleiðis að höfninni á Isafirði. Á hafnarbakkanum var mikill mannfjöldi samankominn til þess aö sjá, þegar togarinn kæmi, en honum var lagt á sand- rifi við Sundin, við smábátahöfn ina, rétt fyrir klukkan átta. Þar hvílir hann nú á flothylkjum og norsku björgunarskipin hjá. Það var almennt mál manna vestur frá, að allir væru ánægðir með að vera lausir við Cæsar af strandstaðnum. ísfirðingar hafa þegar tryggt sig gegn mengun, ef eitthvað kæmi fyrir togarann, þar sem hann er nú staddur, en fulltrúar brezka siglingafélagsi-'s skrifuöu undir skjal i gær. þar sem þeir skuld- binda sip til bess að bera ábvrað á allri hugsanlegri mengun, sem fyrir geti komið meðan Cæsar er innan hafnarmarkanna, og hægt sé aö rekja til togarans, samkvæmt því sem bæjarstjórinn á ísafirði skýrði Vísi frá í morgun. Ætluriin er að lappa upp á tog- arann hið fyrsta svo aö hægt sé að sigla honum til Englands og var i morgun byrjað að huga aö skemmdum á togaranum, en hing að til hefur ekki verið hægt að komast að togaranum til þess að sjá þær, eftir því sem Guðmundur Karlsson brezkur konsúll á ísafirði sagði við Vísi í morgun. Búizt e'r við aö bráðabirgðaviögerð kunni að taka nokkra daga. Hann sagöi enn fremur. aö björgun'arstarfið í gær hefði tekizt með ágætum. Norsku björaunarskipin voru með fiöeur flothylki og endurtóku sömu að- gerðir og hafa mistekizt síðustu daga, að dæla sjó úr flothylkjun- um. I gær tókst þaö loksins, með an annað skipið dældi sjónum úr flothylkjunum og hitt tók í togar- ann, lyftist hann það vel að hægt var að taka hann af straadstaðn- um. Kostnaðurinn viö björgun togar ans er orðinn mjög mikill og sagði Geir Zoega að hann teldist vera orðinn milli 24 og 25 þús. pund, 5.2 milljónir ísl. kr, sem er mun meira en verðmæti tog- arans og innihalds hans. Geir kvað viðgerðum verða flýtt eftir mætti, en norsku björgunarskipun um hefðu verið borguð þúsund pund á dag síðan þau lögðu Bf stað frá Bergen. —SB

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.