Vísir - 21.05.1971, Blaðsíða 3

Vísir - 21.05.1971, Blaðsíða 3
V1SIR . Föstudagur 21. maí 1971. I MORGUN UTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND I MORGUN UTLÖND I MORGUN UTLÖND Pierre Elliott Trudeau — kanadíski forsætisráöherrann kom til Moskvu á þriðjudaginn og Var þaö í fyrsta sinn í sög- unni, sem kanadískur ráöamaö- ur heimsækir Sovétríkin. And- rúmsloftiö í Moskvu var á þriöju daginn sérlega vinsamlegt í garð Kanada og var vorstemmning yfir móttökunum. Böm og full- orðnir hylltu ráðherrann er hann ók um götur með Kosygin og sovézkir og kanadískir fánar blöktu hvarvetna. 1 Sovétríkjunum mun Trudeau ræða við sovézka ráðamenn jafnframt þvf sem hann mun ferðast um Asíu og norðurhluta Síberíu. — Á flugvellinum í Moskvu tók Kosygin á móti Trudeau og hinni 22ja ára gömlu eiginkonu hans, Margaret. Kring um 250 manns, Rússar og Kan- adamenn tóku á móti þeim hjón- um er flugvél þeirra lenti. Auk Síberíu munu þau heimsækja borgirnar Leningrad, Kiev, Tashkent og Samarkand. BRETAR 0G FRAKKAR FALLAST í FADMA — sérlega vel fór á með Heath og Pompidóu i Paris Vel mun hafa farið á með þeim Heath, forsætis- ráðherra Breta og Pompi- dou, Fralddandsforseta er þeir ræddu í gær um vænt- anlega aðild Breta að Efna hagsbandalagi Evrópu. Sagði Heath á fimmtudags kvöld, að lund sín væri mjög létt eftir viðræðurnar við Pompidou, því að þá hefði hann komizt að því, hversu nærri Bretland og Frakkland standa hvort öðru þegár um væri að ræða hugmyndir landanna beggja um „nýja Evrópu“. Y ígbúnaðarkapp- hlaup hamið — Árangur að nást i Salt-vibræðunum í Washington segjast menn nú vera sérlega bjartsýnir vegna þess árangurs, sem náðst hefur í hinum svoköilluðu Salt-viðræðum, sem fjalla um takmörkun á vopnakapp- hlaupi Sovétríkjanna og Bandarfkj- anna. Er almennt álitiö að innan tíð ar náist einhver stjórn á kjarnorku- vopnakapphlaupinu. Nixon forseti mun í dag eiga fund með bandarísku samninga- nefndinni, en hún hefur að undan- fömu starfað í Vín, þar sem við- ræðumar fara nú fram. Foringi bandarísku nefndarinnar er Gerard Smith, ambassador. Á næsta fundi samninganefnda Rússa og Banda- ríkjamanna veröur fjaliað um hvaða einstök vopn skuli fal'la undir á- kvæði væntanlegs samnings. Bandaríkjamenn halda að bæði stórveldin séu viðlíka æst I að koma upp einhverjum hömlum eöa stjóm á hið vitfirringslega vígbún- aðarkapphlaup og mun sá friðarvilji helzt stafa af því hve kapphlaupið er báðum ríkjum erfiður, fjárhags- legur baggi. Sovétrikin hafa látið í ijósi ósk um að £ fyrstu lotu verði einvörð- ungu- rætt um takmörk á fram- leiðslu og uppsetningu varnar- Plauga. Heath hélt ræðu í miðdegisverðar boði, sem haldið var í Elysee-höll og í miðri ræðunni sneri Heath sér að Pompidou og sagði: „Þetta ó- formlega andrúmsioft, frjálslega andrúmsloft sem einkennir þessar viðræður, hefur' virkað vel á mig. Sá árangur, sem við höfum náö í dag lafar einnig góðu“. Heath sagði að meðan á 2ja daga viðræðunum í París stóð hafi hann sannfærzt betur um, að þau raunverulegu vandamál og vand- kvæði, sem fylgja aðild Breta að EBE verði ekki leyst á siíkum topp- fundum, og eigi ekki heldur að leysa slík mál á s'líkum fundum, það sé fremur verkefni fundar þess í Brussel og Luxembourg, sem haldinn verður er aðild Breta verð- ur nánar rædd. „En ef þessi vandamál“, sagði Heath, „sem ég trúi að veröi leyst þannig að álOir aðilar verði á- nægðir, þá er vegurinn til einingar Evrópu beinn og öruggur", sagði brezki forsætisráðherrann. Franska stjómin hefur loksins ákveðið að opna dyrnar fyrir Breta að Efnahagsbandalaginu eftir að stjóm de Gaulle hafði tvisvar á undanföraum árum beitt neitunar- valdi gegn umsókn. Það græna Ijós sem Frakkar hafa nú gefiö Bretum skín hvað skærast nú þegar fundi þeirra Heatbs og Pompidou í París er að ljúka og kalOa fréttamenn þennan fund í meira lagi söguleg- an. Viðræðunum lýkur seinni partinn £ dag en þegar liggur ljóst fyrir að „eining Evrópu“ er ekki lengur neitt ágreiningsatriöi milli ráða- mannanna — eftir er aðeins að fela sérfræðingum og samninga- mönnum að fjalla sérstakOega um ýms smáatriði. Heath sagði £ París 1 gær, að það sem mestu máli skipti væri það, að nú myndu Bretar og Frakkar í fram tíðinni vinna saman, ólfkt því sem oftast tíðkaðist hér á árum áður. Pompidou sagði í ræðu sinni, að nú reyndu tvær þjóðir aftur að „finna hvor aðra, og nú væru á- hugamál þessara tveggja þjóða svo samrýmanleg að smáatriði yrði að leysa. Frakkar hafa viðurkennt að aðiOd Breta muni koma EBE til góða og að ekki hafi verið annað að gera en falla frá hinni neikvæöu stefnu de Gaulle. Umsjón: Gunnar Gunnarsson Viljum verzla við Peking — USA tilbúib ab upp- hefja höft gagnvart Kina Bandarískur talsmaður utanríkis- ráðuneytisins sagði £ gær, fimmtu- dag, að tfmi væri til kominn að Bandarikin tækju upp eðlileg verzl- unarviðskipti við Kina, en þau við- skipti yrðu að aukast smám saman og fara að mestu eftir viO'ja Peking- stjómarinnar. Var það varaefnahagsmáOaráð- herrann, Nathaniel Samuels, sem benti á að Nixon forseti hefði sagt í ræðu þann 14. apríl s.O. að fyrir dyrum stæði að gefa eftir þær höml ur sem lagðar hafa verið á við- skipta- og ferðafreOsi Bandaríkja- manna f Kína. Heykal, ritstjóri — virðist hafa náð sömu aðstöðu gagnvart ^Sadat og Nasser áður. „Fyllum Suez- skurðinn af sandi — segir Sadat, „ef Israelsmenn breyta ekki afsfóbu" 44 Múhammeð Heykal, aðalritstjöri Kafróblaðsins A1 Ahram skrifaði í gær' grein í blað sitt og sagði í henni að áframhaldandi strfð milli Egypta og ísraelsmanna væri óum- flýjanlegt meðan Bandaríkjamenn væru ófáanlegir til að leggja að ísra elsmönnum að fjarlægja hermenn sína frá hernumdu svæðunum. Heykal, sem var helzti ráðgjafi Nassers á sínum tíma, virðist hafa unnið traust og náð Sadats og náð sömu stöðu gagnvart honum og Nasser eftir að ósköpin hafa gengið yfir egypzka stjómmálamenn. Heykal segir í grein sinni, að Sovétmenn líti Sadat fremur köldum augum eftir það sem á hef ur gengið f Kafró síðustu viku og ennfremur segir Heykal, að vissar blaðagreinar bendi til þess, að Rúss ar álíti vissan hóp manna f Kaíró aersamlega vitskertan. Sadat sagði f gær í ræðu, sem hann hélt yfir þingi Egypta, að Egyptar gætu ekki lengur tekið bandarísk loforð um aö leggja að ísraeOsmönnum góð og gild. „Ef Bandaríkin vilja frið, þá verða þau að Ieggja hart að ísrael með að fara frá hernumdu svæðunum". sagði Sadat og benti jafnframt a að Egyptar væru ekki æstir í að opna Suez-skurðinn að óbreyttu ástandi „frekar fyllum við hann af sandi“. sagði Sadat „en að opna hann að óbreyttu ástandi".

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.