Vísir - 21.05.1971, Blaðsíða 8
8
VISIR . Föstudagur 21. maí 1971,
ISIR
Otgefandí: KeyKjaprent nl.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjdtfssan
Ritstjðri- Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jöhannesson
Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson
Auglýsingar: Bröttugötu 3b, Slmai 15610 11660
Afgreiðsla Bröttugötu 3b Sími 11660
Ritstjóra: Laugavegj 178. Slmi 11660 (5 Unur)
Askriftargjald kT. 195.00 á mánuði innanlands
I lausasölu kr. 12.00 eintakið
Prentsmiðja Vtsis — Edda M.
Eru atvinnuvegir misgóðir?
§í og æ er verið að halda fram fullyrðingum um, að
einhverjir atvinnuvegir séu merkilegri en aðrir og
þurfi því meiri fyrirgreiðslu og þjónustu af hálfu
sjóða almennings. Við önnur tækifæri er því haldið
fram, að þessir sömu atvinnuvegir eða einhverjir aðr-
ir séu baggi á þjóðinni, sem allt að því beri að afnema.
Menn tala um undirstöðuatvinnuvegi og um óþarfa
milliliði. Menn tala um úrelta atvinnuvegi og atvinnu-
vegi framtíðarinnar. Þessi stéttaskipting atvinnu-
vega er mjög áberandi í umræðum um efnahagsmál.
En gæðaflokkunin er að sjálfsögðu mjög mismunandi
eftir sjónarhóli þess, sem talar hverju sinni. Allt er
þetta tilefni endalauss þjarks, sem lítið mark er tak-
andi á.
En hverjar eru staðreyndir málsins, mældar í tölum?
Lítið hefur verið gert að því að grafast fyrir um þær.
Hver er framleiðni vinnunnar í hinum ýmsu greinum?
Og hver er framleiðni fjármagnsins? Hvar skilar vinn-
an mestum tekjum og fjárfestingin mestum arði? Á
þessum atriðum þarf að hefja mælingar sem fyrst,
svo að deilurnar um stéttaskiptingu atvinnuveganna
geti orðið raunsærri.
Gylfi Þ. Gíslason viðskiptamálaráðherra gerði ný-
lega athyglisverða tilraun til að meta stöðu landbún-
aðarins á þessum sviðum. Var niðurstaða hans sú,
að 13% af vinnuafli landsmanna væru í landbúnaði,
notuðu 10% af þjóðarauðnum og framleiddu aðeins
6—7% þjóðartekna, væru semsagt hálfdrætting-
ar á við aðra í framleiðni vinnunnar. Þessar tölur
komu að sjálfsögðu mjög illa við bændur og neyddu
forustumenn þeirra til að fara sjálfir að kanna málið.
Upplýsingaþjónusta landbúnaðarins hefur nú sent
frá sér útreikninga, sem stangast verulega á við út-
reikninga ráðherrans. Er þar ýtarlega raLlú, ao hlut-
deild landbúnaðarins í vinnuafli landsmanna sé of hátt
metin Yú hnr n og sé raunverulega um 8—9%. Þar
við bætist, að þeL? r '' ' afi tr,rr . „:.r tekjur af öðru
en landbúnaði, svo að raun. erulega sé framleiðnin í
landbúnaði nokkuð nærri meðaltali í efnahagslífinu.
Auðvitað er með fé og fyrirhöfn hægt að kanna
þetta nánar og finna tölur, sem ekki verður deilt um,
og þá fyrirvara, sem taka verður slíkar tölur með.
Deila ráðherrans og forustumanna landbúnaðarins er
merkileg byrjun á nýrri leið. í stað slagorða setjast
menn niður við útreikninga. í fyrstu ber mikið á milli,
en fljótlega hlýtur það bil að minnka, eftir því sem
reikningamir verða nákvæmari.
Trúlegt er, að slíkir útreikningar leiði smám saman
í Ijós, að rangt sé að flokka atvinnuvegi eftir gæðum.
Sennilega er framleiðni þeirra ekki eins ólík og sumir
hafa haldið fram. Líklega er enginn einn þeirra undir-
stöðuatvinnuvegur, heldur allir saman. Væntanlega
hafa beir allir mikla möguleika, sem nauðsynlegt er
að nýta sem bezt í framtíðinni. Otreikningar, sem
leiddu staðreyndimar í ljós, væru mjög gagnlegir.
SADATS
það þótti heldur en ekki stórt
skarð fyrir skildi, þegar
hinn elskaöi egypzki þjóðarleiö
togi féli skyndilega frá af hjarta
slagi sl. haust. Hann haföi aö
vfsu tapað öllum sínum styrj-
öldum, en þrátt fyrir það gef
ið þjóð sinni trú á sjálfa sig
og von um betri tíö með styrkri
stjórn og virkjun Nílarfljóts. Nu
stóö sæti hans autt og menn
voru ráöþrota, hvernig ætti aö
fujlskipa það. En í miörj þjóð
arsorginni og þeim táraflaumi,
sem þá var úthellt, voru menn
þó ekkert aö tvínóna við þaö aö
hefja þegar í stað skefjalausa
. valdabaráttu. Aðallega þóttust
tveir menn vera tilkjömir krón-
prinsar eftir hinn mikla mann.
Þeir hétu Anwar Sadat og Aly
Sabry. Af öllum báru þeir sig
aumlegast í sorginni og grétu
flestum tárum opinberlega, enda
var táraflóðið áróðurshnykkur 'i
valdabaráttunni.
Svo fór um þær mundir, að
'y7'aldabaráttan í Egyptalandi
virðist fyrst og fremst vera
persónuleg. Hún er í eðli sínu
barátta tveggja krónprinsa um
þjóöhöfðingjaembættið sem
losnaði. En þrátt fyrir þaö skipt
ir það talsveröu máli að reyna
að gera sér grein fyrir þeim
öflum sem á takast, því að þó
persónuleg deila fari fram, má
e. t. v. lesa út úr ólíkri skap-
gerð eða skoðunum, hvert muni
stefna 'i framtíðinni.
Það er þó hreint ekki svo
auðvelt að greina skýrar línur
skoðanamunar milli Sadats og
Sabry og fylgjendahópa þeirra.
Báðir eru þeir auðvitað flokks-
menn í þeim eina flokki, sem
starfandi hefur verið í landinu.
Báðir voru þeir fylgis og stuðn-
ingsmenn Nassers, þegar hann
beitti sér fyrir brottrekstri Far-
úks konungs úr valdastóli.
Kynni Sadats af Nasser voru
eldri, þar sem þeir voru bekkj-
arbræður í herforingjaskóla óg
Heimsókn Rogers utanríkisráðherra Bandaríkjanna til Sadats
valdamanns Egyptalands getur opnað nýjar leiðir út úr öng-
þveitinu.
málamiðlun náðist og varð Sad-
at nokkru yfirsterkari. þar sem
hann var kjörinn forseti, en
Sabry varð að láta sér nægja
embætti varaforseta. En síöan
hefur valdastreitan haldið áfram
þar til nú loksins aö skellur
í tönnum. Sadat hefur reynzt
harðari í horn að taka en bú-
izt hafði veriö við og sýnir
hann nú alveg ótrúlega ein-
beitni og hörku, þegar hann
víkur keppinaut sínum Sabry
úr embætti, hreinsar burt
úr valda og áhrifastöðum ailan
Sabry-fylkingararminn og send-
ir þá svo að segja út í yztu
myrkur, fangelsar þá og kærir
fyrir landráð og svikasamsæri.
Til að fylgja þeim alvarlegu á-
kærum eftir flykkist múgurinn,
fylgismenn Sadats út í stræti
Kairó-borgar og heimtar hefnd
og refsingu yfir svikurunum.
Þetta ástand er farið að líkjast
meira þeim aðferöum setn be;t'
hefur .verið í öðru Arabariki
austur í írak, og má jafnvel
vænta þess að meö sama hætti
fari blóöið að f'.jóta í Egypta-
landi, sem þeir hafa þö veriö
fremur lausir við fram til
þessa.
bundust þá strax náinni per-
sónulegrj vináttu. Fyrr á árum
má segja, að Sadat hafi verið
miklu róttækari maöur og meiri
byltingarseggur en Sabry. Á
árum seinni heimsstyrjaldarinn-
ar, þegar kreppti aö Bretum,
vildi hann nota tækifærið að
gera uppreisn gegn áhrifum
Breta í Egyptalandj og leitaði
jafnvel tengsla við Þjóðverja
ti! þess. Fyrir það var hann
handtekinn og sat tvö ár í
fangelsi.
Tjað sem síðar tók að aðskilja
Sadat og .Sabry eftir að
Nasser hafði tekið völd og
sambúðin við vestræn lönd
versnaði, var að Sabry gerðist
helzti frumkvöðull að nánum
samskiptum viö Rússa. Smám
saman varð hann foringi þéirra
afla, sem vildu tengja sem
fastast vinlttutengsl og banda-
lag við Sovétríkin. Állir vita,
aö þau tengsi hafa haft mjög
mikla þýöingu fyrir Egypta. Um
það bera vitni hin - risavöxnu
mannvirki Aswan-stíflunnar og
ótrú'ega miklar og örar vopna
sendingar Rússa til Egypta-
lands. í þessum samskiptum bar
hæst nafn Sabrys. Hann var í
stöðugum vináttuferðum norður
til Moskvu, að semja um vopna-
og vélakaup. Það var hans skoð-
un, það þeir gætu átt sameigin
lega hagsmuni. Ef Rússar vildu
styrkja Egypta á sviði hem-
aðar og tækni, gætu þeir sjálf
ir eflzt af aðstöðu og styrkt
sig hemaðarlega bæði á Mið-
jarðarhafi og Indlandshafi og
fengið bækistöðvar við eina mik
ilvægustu samgönguleið heims-
ins, Súez-skurð.
Það er því að miklu leyti starf-
semi . Sabrys að þakka eða
kenna, hvemig nú er komið, að
Rússar hafa svo stórkostlega
eflt aðstöðu sína í nálægum
Austuriöndum, að svo virðist
sem mjög alvarleg breyting hafi
þar orðið á valdahlutföllum og
jafnvægi í heiminum.
TVasser þjóðarleiðtogi tók hinni
rússnesku aðstoð meðþökk
um, en hins vegar er enginn
vafi á þvf, að honum stóö stugs
ur af þeim auknu afskiptum og
fhlutun Rússa, sem aðstoðinni
fylgdi. Hann var jafnan miklu
varkárari f viðskiptum við
Rússa og hann stóð gegn þvf. að
fylgilið Rússa, kommúnistar f
landinu fengju starfað óhindr-
að. Þar af stafaði það undarlega
fyrirbæri, að f Egyptalandi, sem
naut meiri aðstoðar frá Rúss-
um en nokkurt annað land
heims, var starfsemi kommún-
istaflokksins bönnuð.
Þessi viðhorf sýnist Sadat hafa
erft frá Nasser og sýnist vilja
halda áfram sömu stefnu og
Nasser, að þiggja aöstoð frá
Rússum, en gæta sín og fara
varlega, láta þá ekki ná undir-
tökunum og hamla gegn þvf að
Egyptaland veröi þrátt fyrirallt
rússneskt leppríki.
l'Tt frá þessum meginsjónarmið
um má svo greina með
ýmsum hætti ólíkar skoðanir
þessara tveggja keppinauta, þó
þær v’ixlist óneitanlega með
ýmsum hætti. Sabry hefur vilj-
að ganga erinda Rússa og gera
Egyptaland að kommúnísku
ríki og talið sjálfsagt að selja
Rússum herstöðvar og aðstöðu
sem þeir kjósa. í augum vest-
rænna manna hlýtur Sabry því
að vera áiitinn hættulegri mað-
ur, þar sem af stefnu hans
myndi leiða stórkostlega rússn-
eska útþenslu og’ Egyptar og
þá fleiri Arabaþjóðir vart eiga
afturkvæmt úr þeim herbúðum
aftur með ófyrirsjáanlegum al
þjóðlegum afeiðingum. Sumir
eru jafnvei þeirrar skoðunar,
að af því kynni aö kvikna bál
nýrrar heimsstyrjaldar _ tneð
þeim hörmulegu afleiðingum,
sem það hefði.
Óneitanlega er líklegra að
hægt væri fyrir vestræn lönd
að ná viðunandi samkomul. við
Sadat, en enginn skyldi þó ætla
að hann verði neinum þægur
ljár f þúfu. Andstætt hinni
kommúnísku eöa rússnesku
stefnu Sabrys, virðist Sadat nú
byggja á þjóðlegri arabfskri
stefnu og hún þýðir það, að
hann er kannski ennþá næmari
fyrir öllum viðbrögðum f deil-