Vísir - 21.05.1971, Blaðsíða 6

Vísir - 21.05.1971, Blaðsíða 6
6 V1SIR . Föstudagur 21. mai 1971. Þórdur Rafn Sigurðsson: „Samkomuhúsið" reyndist vera einbýlishús forstjörans — Hvað gerðist, þegar Pétur Thorsteinsson var tekinn? Aðdragandi og upphaf ferðar með m.b. Pétur Thorsteinsson áleið is til Reykjavífcur þriðjudaginn 11. mai 1971. 1 aprímánuði sama ár er ; ráð- inn skipstjórí á skipið frá Vest- mannaeyjum og skal hann taka við skipinu 11. maí 1971. Næst gerist það að skipið er tek- ið í landhelgi vestur af Reykja- nesi. Hringir þá framkvæmdastjór inn í hinn nýráðna skipstjóra og biður hann að taka við skipinu strax og það hafi verið dæmt í máli skipstjórans og hann þ.e. fram kvæmdastjórinn lagt fram trygg- ingu fyrir hugsanlegum sektum. Hinn nýráðni skipstjóri kvaðst ekki vilja það, en hins vegar myndi hann vilja fara út með skipinu til að kynnast því einn túr áður en hann tæki við þvf og féllst framkvæmdastjórinn á það. — En vegna samgönguörðugleika við Vestmannaeyjar varð ekki af þessu. Á miðvikudag hinn 5. maí hring ir framkvæmdastjórinn f skipstjór ann og biður hann að koma til Reykjavíkur og verða sér sam- ferða til Bíldudals, en hann var þá staddur f Reykjavik. Á fimmtu dagsmorgun 6. maí fer svo skip- stjórinn til Reykjavíkur með flug- vél og fær inni á hóteli. Þá þann sama dag komu bæði framkvæmda stjórinn og stjómarformaður Am- firðins hf. ásamt eiginkonu hins sfð arnefnda. Bíóða þeir skipstjóranum' til kaffidrykkju á hótel Borg og er honum þar sagt að þeir séu í Reykiavík til að ganga frá láni úr Atvinnuleysistryggingasjóði og Atvinnujöfnunarsjóði. en það lán sögðust þeir hafa fengið með að- stoð alþingismanns þeirra og hefði aiþingismaðurinn komið því til leið ar að ekkert var tekið af þessum Iánum til greiðslu óreiðuvaxta og afborgana hjá þessum sjóðum. — Kváöust þeir nú geta greitt allar launaskuidir og gert skipið sóma samlega út. Var skipstjóranum nú haldið uppi f Reykjavik á kostnað Amfirðings hf. til laugardags 8. maf. En á meðan skipstjórinn var í Reykjavík fór hann ásamt fram- kvæmdastjóra til netameistara þess er verið hafði við útbúnað á veiðar færam skipsins og fékk hann teikn ingu af trollinu ásamt þvf að pant aðir væm yfirvængir í trollið og undirvængir. Síðan fór skipstjórinn með framkvæmdastjóranum til fiskkaupmanns nokkurs sem keypt hafði fisk sem gerður hafði verið upptækur til ríkissjóðs úr Pétri Thorsteinssyni eftir dóm vegna meints landhelgisbrots, greiddi fisk kaupmaðurinn þann fisk er hann hafði keypt og fór framkvæmda- stjórinn með peningana. Á laugardag fyrir hádegi kom Xramkvæmdastjórinn á hótel það er skipstjórinn var á og sagðist vera búinn að fá flugvél til að fara-' vestur á Patreksfjörð með sig og skyldi skipstjórinn koma með sér. Greidd; framkvæmdastjórinn hótel reikninginn og var haldið út á flug vffií og flogið með Iftill flugvél ti! Patreksfjarðar og þaðan haldið með bíl ti'l Bfldudals, og var skipstjóran um komið fyrir á herbergi fram- kvæmdastjórans en hann kvaðst fá innj annars staðar á meðan. Á sunnudag var framkvæmda- stjórinn við vinnu á skrifstofu Arn firðings, og var hann að reikna út vinnulaun verkafólks í frystihús- inu. en vinnulaun voru ógreidd frá f n'óvember 1970, bað hann skip- stjórann að aðstoða sig við það, sem skipstjórinn gerði, þar sem skipið var ekki enn komið til hafn ar. Þar sem skipstjórinn var ókunn ugur í plássinu, enda aldrei komið þar fyrr, spurði hann framkvæmda stjórann að ýmsu og meðal annars spurði hann um hús nokkurt er þeir gengu fram hjá, hvort þar væri samkomuhús staöarins, en fékk þau svör að þetta værj einbýlis- hús fyrrverandi framkvæmdastjóra en hann hafði verið sviptur stööu sinni um eöa eftir sfðustu ára- mót. Á sunnudagskvöld kom Pétur Thorsteinsson inn til Bíldudals og lét skipshöfnin þá báða toghlera skipsins f land til yiögerðar og voru beir mjög illa famir. Á mánudag hófst löndun úr skip inu, en það var með 35—40 tonna afla og heyröi bá skipstjórinn á tali manna á staðnum að klippa ætti á rafmagn til frystihússins um hádegi ef ekki yrðu greiddar skuldir við rafveituna. Fór fram- kvæmdast’órinn ti! Patreksf’arðar að sögn til að sækja peninga til greiöslu þeirrar skuldar og einnig til að gre'ða áhöfn skiosins. — Einnig ætlaði framkvæmdastjórinn að láta laga hlerana og lofaði að gengizt yrði f að laga það sem bil- að væri um borð f skipinu. Unniö var að löndun úr skipinu allan mánudag og var þvi ekki lokið um kvöldið, en slík löndun á aö taka f mesta lagi 3—4 tíma ef rétt er að unnið. Á þriðiudagsmorgun 11. ma*i afhenti fyrrverandi skipstjóri skipstjóranum lykla að stjómklefa og íbúð skipstjóra, einnig flutti hann sig í land og kvaðst vera að fara á sjó á öðrum bát kl. 22 þaö sama kvöld. Nokkm síðar bann sama morgun varð hinn nýi skipstjóri þess var, að ekkert átti að gera til að koma skipinu á veiðar aftur. svo hann skrifaði b’-éf til stióma- félaarins þar sem hann segist ekki verða með skipið ef svo verði sem horfi, og afhenti hann framkvæmdastjór anum bréf þetta og lofaði hann að leggja það fyrir stjómina þá um daginn, en stjórnarfundur í félag inu átti aö verða strax eftir hádegi (stiómin kvaðst síðar aldrei hafa 'éð betta bréf). Síðan gerist það að einn stjórn armanna Amfirðings kemur um borð og biður skipstjórann að tala við sig einslega inni f skipstjóra-. "Húð o" ceCTir erindi <sit.t vera eftir farandi: Að hér á staðnum hafi 'kipstiórinn ekkert að gera lengur '’kinið muni ekki lengur verða gert út a vegum sama félags og byður hann skipstjóranum eins mánaðar laun ef hann hverfi af staðnum, ásamt ferðakostnaði og megi skip stjórinn sækja þau laun til fram- kvæmdastjórans. Skipstjórinn kvaðst fyrir sitt Ieyti geta fellt sig viö það en spurði hvað þeir hefðu hugsað sér að gera meö aðra af áhöfninni þar sem þeir hefðu engan mat fengiö og enga úttekt til neins. — Sagði stjómarmaðurinn að skipstjóranum kæmi það ekki við, en skipstjóri ber ábyrgð á áhöfn skipsins ekki síður en skipinu og tjáði skipstjóri stjómarmanni það. Síðan fór skipstjóri á skrifstofu félagsins og spurði eftir fram- kvæmdastjóranum, en hann var þá ekki við að sögn skrifstofumanns ins. Fór þá skiostjórinn til herberg is þess sem framkvæmdastjórinn hafði, (en skipstjóri var fluttur um borð) og varð skipstjóri þá þess var aö framkvæmdastjórinn var fluttur úr herberginu með allan sinn farangur. Vissi nú s'kipstjórinn, að framkvæmdastjórinn var strok- inn af staðpum, endg sagði éipn, stjórnarmeðlimur sem skipstjórinn hitti að svo myndi vera. Óskaði skipstjórinn þess við stjórnarmeð- liminn að kallaður yrði saman fund ur í stjórn félagslns en hann færð ist undan því Fór skipstjórinn þá til annars stjórnarmanns og bað hann aö hlutast til um stjórnar- fund. og færðist hann einnig und an. Fór skipstjórinn nú um borð í skip sitt og var honum þá tjáð að verkafólk væn hætt vinnu við löndun úr skipinu og hefði verið skilið eftir um hálft tonn af fiski og öll uppstilling úr fiskilest var um allt dekk. Fór skipstjóri nú til áhafnar skips ins og sagöi henni hvernig málum væri háttað, og kvað það sitt álit aö bezt myndi að sigla skipinu til Reykjavíkur. Bæði værj að þá kæmust menn burt af staðnum og svo væri þar hægt að fá lögfræði- lega þjónustu til réttlætingar á þessari framkomu og var áhöfnin sammála því, og kvaðst sigla skip- inu með skipstjóranum til Rvíkur. Var síðan haldið af stað. Fram- haldið þekkir fólk nokkurn veginn, að vlsu töluvert ranghermt af blöð um og öðrum fjölmiðlum. Að lokum nokkrar spurningar: Af hverju eða var það tilviljun að einum úr stjóm félagsins var boðið í siglingu á meðan á þessu stóð? Er það satt, að fyrrverandi fram kvæmdastjóri, sem einnig er í stjóm félagsins eigi einbýlishús á staðnum, sem lítur út fyrir að vera samkomuhús fljótt á litið, hús eða fbúð í Revkjavfk og telji sig samt eiga inni hjá félaginu um 900.000 kr. í ógreiddum vinnulaun- um? Af hverju strauk framkvæmda- stjórinn. var þaö vegna þess aö stjóm félagsins hafði samþykkt á stjómarfundi að verja peningunum til annars en greiðslu vinnulauna, þar sem fyrirtækið var svo djúpt sokkið í skuldir að því varð ekki bjargað? © Óþrifnaðurínn í borginni Fossvogsbúi skrifar: „Blaðið á þakkir skildar fyrir frtimkvæðiö f hreinsunarmálun- um. Ástandið er sannarlega öm- urlegt. Blaðið gerði gott í því að vekja ýmsa íbúa nýja Foss- vogshverfisins upp af þeim dvala, sem m.a. kemur fram í því að stilla ruslatunnum sínum beint fyrir framan útidyrnar eöa jafnvel út á götu, öllum til ama og leiðinda, og nýju og að ýmsu leyti fallegu hverfi til megnustu óprýði. Væri ekki hægt að taka mynd t.d. af einni lengju viö Hjallaland eöa Gilja land? Einnig mættj mynda rusla hauginn við aðra aðalniður- keyrsluna í hverfið við Hörgs land á mótum Giljalands. Herff leg óprýði. sem ekki tæki nema 10 mínútur að fjarlægja. Það er svo komið að tunnu- óprýðin, meira að segja þar sem gert er ráð fyrir þessum ó- fögru gripum í sérstökum inn- skotum, er farin að setja svip sinn á allt hverfið og of marg ir eru að verða samdauna hörm unginni. ' Sláandi myndir og frásögn gæti vakið menn upp.“ Við þökkum bréfið og tökum þessar ábendingar, eins og all- ar aðrar, til rækilegrar athugun ar. © Aflakóngum mikið hampað. Nokkrir félagar skrifa: „Okkur hefur furðað á því nokkra félagana, hve mikiti fjölmiölarnir gera úr aflakóng- um vertíðarinnar. Flest blöð und anfarið hafa verið útblásin af frásögnum um, hve mörg tonn þessi og þessi hafj komið með að landi. Auðvitað eru þessir dugnað- arforkar alls góðs maklegir, — en ég og félagar minir höldum aö það kunni ekki góðri iukku að stýra, hve mikil áherzla er lögð á það að hreppa þennan aflakóngstitil. Okkur sýnist það liggja nokk- urn veginn i hlutarins eöli, að þeir. sem allt kapp leggja á að ná vissum tonnafjölda. láti það ganga út yfir gæði aflans, sem kemur sér illa í nýtingu hans. Og langoftast fylgir þessu mikið veiðarfærabruðl. — Að maður nefni ekki áníðslu á mannskapn um. Það þarf engan veginn að fylgjast að — aflabæsti bátur og svo sá, sem bezta afkomuna hefur. Nær væri að okkar mati að hampa því meira, hvaða bátur hefur bezta nýtingu veið arfæra og afla, og auðvitað um leið beztu afkomu. — En eng- inn viröist leggja neina áherzlu á slíkt." HRINGIÐ í SÍMA1-16-60 KL13-15 -1 Yfirvinnu- bann Vegna hins alvarlega ástands, sem hefur verið að skapast í lengd vinnutíma verzlunarfólks, hefur stjórn Verzlunarmannafélags Reykja- víkur ákveðið, samkvæmt samþykkt félags- fundar þann 29. apríl sl., að banna alla yfir- vinnu í þeim almennu verzlunum, sem hafa opið lengur en heimilt er samkvæmt 7. gr. kjarasamnings V. R. við vinnuveitendur, þ. e. til kl. 18.00 mánudag til fimmtud'ags, kl. 19.00 á föstudögum og kl. 12.00 á laugardögum, Samkvæmt því er öllu afgreiðslufólki í hlut- aðeigandi verzlunum óheimilt að vinna við afgreiðslu eftir ofangreindan tíma, frá og með laugardeginum 22. maí 1971. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.