Vísir - 21.05.1971, Blaðsíða 13

Vísir - 21.05.1971, Blaðsíða 13
V ÍSf R . Föstudagur 21. maí 1971. 13 Menningarsnautt um- hverfi hefur áhrif á börn — jbess fer að gæta þegar við fyriggja ára aldurirm með sér, að ekkert barnanna muni falla aftur niður f sljó- leika. Það hefur verið raskað við þeim, þau sýna frumkvæði og eru meira opin og tjá sig meira. Þeir telja öhugsandi að tveggja ára stöðug lækning mun; verá árangurslaus. Sylvia Krown, sem er ein þeirra heldur því fram. að fyrst og fremst verði að einbeita sér að því að kenna „fátæku" mæðrunum að komast f sam- band við aðra, áður en þess sé aö vænta að þær geti fengið virkileg tengsl við börn sín. Hún heldur því fram að helzt ættu kennarahópar mennt aöir í þessu skyni, fleiri barn- fóstrur og fleiri félagsráðgjafar að hjálpa mæörum og verðandi mæörum. — SB TJannsókn, sem lauk nýlega meðal dagheimilabarna í Israel sýndi það, að strax þegar bamið er um það bil þriggja ára gamait er mjög erfitt eða næst- um ómögulegt að ráða bót á þeim afleiðingum sem uppvöxt- irr í menningarsnauðu umhverfi hefur haft á þau. Rannsóknin sýnir ennfremur, að orsakanna til hins menning- arsnauða umhverfis skal leita til aðstæðnanna á heimilinu — þar geta fyrst og fremst tengs! móður og bams stöðvað heii- brigðan og tilfinningalegan þroska barnsins, segir i grein í danska blaðinu Politiken. Rannsóknin var gerð í sam- vinnu við bandaríska heilbrigð- is-, kennslu og félagsmálaráðu- neytið og er nú svo langt komin á veg að niðurstöðurnar munu fljótlega verða birtar í heild. Því er haldið fram, að jafnvel beztu dagheimili geti ekki ráðið bót á menningarleysi og það er bent á nauðsyn víðtækrar og dýrrar fræðsluáætlunar fyrir mæður frá menningarsnauðu umhverfi. Þessi niðurstaða er slæm fyrir innflytjendaríki þar sem rúmur helmingur íbúanna eru svokallaðir austurlenzkir Gyð- ingar frá Miðausturlöndum og Norður-Afrtku og hafa einmitt komið frá þessu umhverfi. 'p’yrstu niðurstöður rannsókn- arinnar virðast kveða í kútinn hina almennu bandarísku hugmynd um það, að minni greindargeta litaðra barna sé fátækt um að kenna, mismunun eftir kynþáttum og uppleystum heimilum, þar sem enginn faðir er í mörgum tilfellum. Margar fjölskyldur með há- skólamenntun að baki tóku þátt f tilrauninni með blandaðan leikskóla. Það var ekki mikill munur á fjárhagsafkomu þeirra og hinna vegna þeirrar reglu, sem gildir í ísrael, að jafna launamismun með sennilega hæstu sköttum i heimi. Tilraunarannsóknir, sem fram fóru á árinu 1965 og 1966 í hóp, sem var samsettur af for- réttindabörnum og hinum, sem bjuggu við erfiðari aðstæður sýndu, að strax við 4—5 ára aldurinn eru skilin milli menn- ingar og ómenningar of mikil til þess, að' rannsóknin geti orðið fullnægjandi. Þess vegna var þriggja ára aldurinn valinn, þegar rannsóknirnar hófust af fullum krafti árin 1967—69. Rannsakaðir voru f jórir höpar barna. 1 þrem hópanna voru börn, sem áttu foreldra, sem komu frá Vesturlöndum eða tveir þriðju hlutar barnanna og þar seim a.m.k. annað foreldrið hafði háskólanám að baki, og þar sem faðirinn stundaði annað hvort sjálfstæða vinnu eða vann við skrifstofuvinnu af einhverju tagi eða á frjálsum markaði. Hinn þriðji hluti barnanna átti foreldra af austurlenzkum upp- runa, sem höfðu i mesta lagi skyldunám að baki og unnu 1 verksmiðjum eða iðnaði. Böm- in f fjórða hópnum komu öll frá menningarsnauðu umhverfi. 'T'veir kennarar voru tilnefnd- * ir í hvern flokk, sem í voru 24 börn. Kennararnir höfðu áður sótt sérstakt námskeið þar sem þeir lærðu að nota kennslu- aðferðir, sem byggjast á þeirri kenningu, að menningarleysi sé alveg eins til-finningalegt vanda- mál eins og greindarlegt. Allt frá byrjun voru börnin með vestrænan bakgrunn frjáls- ari í tengslum sínum við kenn- arann og þótti gaman í skól- anum. Þau orkuðu ekki ófram- færin heldur léku sér, sögðu sögur, spurðu, skildu eðlislægt mismuninn milli sín og hinna barnanna, tjáðu sig af ímynd- unarafli og slógust fyrir rétti sínum. „Pátæku“ börnin voru oft dau'fle| og sýnilegg^ahugafáíús og tprtryggln, taiuðjL.-fialdan saman eða svöruðu spurningum og létu sér naegja að rykkja með hræðslu í kjól kennslukon- unnar, þegar þau vildu láta hana taka eftir sér. Mörg þessara barna lifðu í stöðugum ótta við það að vera skömmuð eða slegin, ef til vill vegna þess, að þau komu frá of þröngum húsakynnum. Þau hugsuðu aðeins um hvernig þau gætu staðið sig í óvingjarnlegum heimi og áttu engan kraft eftir til þess að leika sér eða nota ímyndaraflið Þau slógust aldrei fyrir rétti sínum heldur kusu fyrirfram að gefast upp án mótþróa. Það var reynt að hjálpa þess'- um börnum til meðvitundar um sjál-f sig og einstak'ingseinkenni þeirra, með þvf að Setja upp spegla V herbergjunum og líma upp Ijósmyndir á skápa þeirra, og það kom f Ijós aðjmörg j þeirra gátu þekkt félaga sína á ■ Ijósmyndunum en ekki sjálf sig. rpil þess að skilja betur hvers vegna börnin voru svo sein til, voru heimilin rannsökuð. — Það kom þá í ljós, að mæðurn ar — andstætt forréttindamæðr unum — voru mjög fámálar og afhentu bömin í leikskólann án útskýringa og fóru síðan. Hin-s vegar skiptust hinar mæðurnar á skoðunum við kennarana og tóku þátt í fyrstu kennslustund- unum ásamt börnunum. Afstaða óframfærnu mæðranna þótti táknræn fyrir þá skyssu, sem þær gera með því að halda að hlutverk þeirra sem mæ-ðra og verndara sé aðeins likam- legt en ekki tilfinningalegt. Það kom einnig í Ijós, að á mörgum hinna ,,fátæku“ heim- ila var það mikilvægasta sjón- varpið, þvottavélin og aðrar neyzluvörur. Þar voru ekki margar bækur og leikföngin voru ódýr, ekki gerð frá upp- eldislegu sjónarmiði og illa gerð. Um þessi heimili var sagt, að þau ,,væru fremur ætluð fyr ir foreldra en fyrir börnin". Margar mæðranna skildu alls ekki að ástúð og hrós eru jaifn mikilvæg barninu og matur og húsas-kjól. Þessar mæður, sem oft höfðu erfiði af stórri fjöl- skyldu lögöu mesta áherzlu á að hafa heimilið hreint og fall- egt og létu bömin því út á göt una svo að þau óhreinkuðu ekki innandyra. Bömin voru alin upp við það að hlýða og fara^ eftir fýrífskiputtum i rriörg- löf»u sokma a uppeldisskorti bam- a-nna á kringumstæður, sem þáu höfðu engin áhrif á. Á mörgum þessara heimila voru engir fastir tímar, ekki einu sinni fyrir máltíðir eða háttatíma. Börnin áttu mjög erf itt með að þroska eðlilega til- finnin-gu fyrir röð og reglu, sem a-ftur leiddi til erfiðleika með að hugsa rökrétt. Tjrátt fyrir það, að þessi börn ” stæðu illa að vígi höfðu þau gagn af tilrauninni, sem ein ‘ kennilega gerði mismuninn milli þeirra og hinna betur stöddu fé- laga þeirra ennþá meiri vegna i þess að þeim s'iðamefndu för 1 enn meira fram og aðeins fáum í austurlenzku barnanna tókst að koma sér út úr sínum hópi og blandast vesturlenzku böm- unum. ----Forvígismenn tilraunarinnar eru samt sannfærðir um, að hún hafi haft þann árangur í för Leikskólinn hefur áhrif en heimilið ekki síður — og mest fyrstu aldursárin. -i Fjölskyldan og Ijeimilid —r- Rauði kross Islands Reykjavíkurdeild Aðalfundur Reykjavíkurdeildar Rauða kross íslands verður haldinn fimmtudaginn 27. maí kl. 20.30 í hliðarsal að Hótel Sögu. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður kvik- myndin Karathimo sýnd. Félagar fjölmennið. Stjómin. Hverfafundur frambjóðenda Laugardagur 22. maí kl. 15.00: Laugarnes, Langholt, Vogar, Heimar. LAUGARÁSBÍÓ: Ræðumenn. Jóhann Hafstein, Geir Hallgrímsson, Ellert B. Schram. Fundarstjóri: Ólöf Benediktsdóttir, kennari. FALLEGT — gjafaúrval iM "laWuh'l1'• i Handskbrinn og mótaður Bæheimskristall Mikið úrval til brúðar-,-afmælis- og tækifærisgjafa. VERÐ VIÐ ALLRA HÆFI Opið laugardag til kl. 4. KRISTALL Skólavörðustíg 16. — Sínii 14275 ' Aií- < S . 'f •• 1 í T

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.