Vísir


Vísir - 22.05.1971, Qupperneq 2

Vísir - 22.05.1971, Qupperneq 2
— Vissulega falleg kona — en getum við verið þekktir fyrir að bjóða henni upp á svo úi- skitna strönd? Bræðra- mót * i St. Louis Það tiðkast vist um allan heim að stéttarbræður komi saman armað slagið og lyfti glasi. öllu sjaldgæfara er það samt að menn, sem eiga það eitt sameiginlegt, að hafa flogið orrustuþotum á árun- nm 1939—1945 ýmist i Bretlandi, Þýzkalandi eða Bandaríkjunum, kónri saman á eins konar átt- hagamót. Eitt slíkt mót verður samt haldið um næstu mánaða- mót i St Louis í USA. Þann fund rmwm sækja þýzkir stríðsgarpar, ensJór fflngvéte og hermannaban- aP'ásamt■ ajjaerískum stéttarbræör Peter Townsend. Meðal frægra manna sem fund inn sækja, eru þeir Erich Hart- mann, sem var aðal stríðsflugmað ur Þjóðverja og Peter Townsend fyrrum ástmaður Margrétar prins essu og drottningarsvstur í Eng- landi. Hartmann var reyndar miklum mun duglegri stríðsgarpur en Townsend; skaut niður fjölda rússneskra flugvéla í seinni heim styrjöldinni á meðan Townsend gat ekki kálaö nema 12 þýzkum. ojálfur var Hartmann á endanum skotinn niður af festingunni, og var látinn dúsa í 10 ár í sovézk- um fangabúðum. iem fyrr segir verður þetta jnSJcið mót. er þeir hittast orr- ustuflugkajpparnir í St. Louis og á meðal skemmtiatriða verður kappflug frá Milwaukee til East Alton í lllinois. Sá möguleiki er raun- verulega fyrir hendi, að allt líf, hverju nafni sem það nefnist, muni kafna af völdum mengunar, ef 6- hreinkun sjávarins heldur áfram, sem nú horfir — sagði prófessor Jacques Piccard, svissneskur vís- indamaður nýlega á meng unarráðstefnu í Róm. Og þessi fullyrðing svissneska prófessorsins, er ekkert ný af nálinni, og kemur vísindamönnum ekkert á óvart. Röksemd tióiiiijíi iuiiíi.x ir hennar eru þær, að kringum tveir þriðju af súrefninu í andrúmsloft- inu koma frá hafinu, — framleitt af plöntulífver- um sem kallast þörungar. Eitthvað á milli 50 og 70% súrefnis jarðar kemur frá þess- um þörungum og vindar og öld ur sjávar sjá um að skila því til lands. Þess vegna er mjög mikil vægt, að menn hætti að kasta úr- gangsefnum í sjóinn, a.m.k. þeim sem skaðað geti þörungana. Olían hættulegust Olíumengun gengur mjög nærri þessum þörungum, og sum ir vfsindamenn, eins og til dæm- is Daninn Jens Hedegaard, pró- fessor, bendir einnig á að mað- urinn láti sér ekki einasta nægja að ganga nærri gróðri í sjó, held ur sé hann vel á veg kominn með að spilia þeim landgróöri, sem mestu máli skipti fyrir hann varð andi súrefni&framleiðsluna. Skóg- ar eru höggnir gegndarlaust og jarövegi er víðast hvar misþyrmt, ef súrefnisframieiðsla gróðurs er höfö að viðmiöun. „Við verðum að rannsaka þetta vandamál miklu meira en gert hefur verið“, segir danski pró- fessorinn, „og þótt ég vilji ekki mála fjandann á vegginn, þá bendi ég á, að alþjóðlegt rann- sóknarstarf verði að hefjast. því að við vitum þegar, að tröllauk- in verkefni bíða okkar“. „Ekkert af viti gert“ Hedegaard prófessor er for- stööumaður stofnunar þeirrar í Danmörku er heitir „Polyteknisk Læreanstalts laboratorium" og hann hefur bent á það, að í Dan möirku hafi aidrei verið gert neitt „af viti“ til þess aö hamia gegn mengun umhverfis eða þá að rann saka í hve miklum mæli um- hverfið er ofurselt sóðaskap mannskepnunnar: „Þeir settu að vísu eitthvað í gang, þegar þeir settu á fót „Mengunarnefndina", en sú nefnd starfar aðeins stutt an tíma. Af hverju setja menn ekki á fót eitthvað sambærilegt við heilbrigðisráð eöa íþróttaráð? Mengunarmálin munu innan fá- einna ára heyra undir almenna heilsugæzlu, og þá munum við sjá eftir því að hafa ekki fyrr gert eitthvað f málinu — þar sem við þegar vitum hvaö er að ger ast“.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.